Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 11 George W.Bush Bandaríkjaforseti er túlkaður sem fórnarlamb eigin sannfæringa í nýjustu bók Bob Woodwards, State of Denial, sem beðið hefur verið eftir með nokkurri eftirvæntingu – enda Wo- odward áhrifamikill einstaklingur og Bush meira en lítið umdeildur á for- setastóli svo ekki sé meira sagt. Sá Bush sem Woodward sýnir okkur er leiðtogi sem er óvirkur, óþol- inmóður, heimskvitur og skortir all- an fróðleiksþorsta, sem fyrir vikið hvetur hann á engan hátt til að end- urskoða afstöðu sína til stríðsins. Með þessum skrifum sínum hefur Woodward heldur betur breytt um tón því myndin af Bush er gjörólík þeirri sem Woodward sjálfur hafði áður dregið upp af honum í bókinni Bush at War frá 2002 – þar sem for- setinn var sýndur sem yfirvegaður og einbeittur leiðtogi með framtíð- arsýnina sem föður hans skorti. Þó Bush fái það um margt óþvegið hjá Woodward að þessu sinni eru ekki allir Bandaríkjamenn jafnneikvæðir í garð forsetans, a.m.k. ef bók Rich- ards A. Posner, dómara við áfrýj- unardómstól, er eitthvað til að fara eftir. En í bókinni Not a Suicide Pact: The Constitution in a Time of National Emergency ber dómarinn fram rök sín fyrir því að beygja stjórnarskrána, sem er í huga margra Bandaríkjamanna flestu heilagri, í þágu baráttunnar gegn hryðjuverkum.    Sovétríkin,ekki síður en Bandaríkin, hafa í gegnum tíðina verið tilefni margs konar vangaveltna fyrir bæði fræðimenn og rithöfunda. Og á síðustu öld var það e.t.v. ekki hvað síst fyrir tilstilli Jóseph Stalíns. Hinn danski Niels Erik Rosenfeldt hefur nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu sem ritað hafa ævisögu einræð- isherrans. En bókin, sem nefnist Stalin: Diktaturets anatomi, hefur fengið góða dóma í dönskum fjöl- miðlum sem fagna því að loksins sé komin út dönsk ævisaga Stalíns. Sovéttíminn er síðan litinn með aug- um fantasíunnar – eða e.t.v. frekar hrollvekjunnar í nýjustu bók Martin Amis, House of Meetings. Þar rann- sakar höfundurinn örlög ein- staklingsins mótuð af hryllingi sov- éska gúlagsins, eðli minnisins og ábyrgð einstaklingsins. Hrylling- urinn sem fangar í útrýming- arbúðum nasista upplifðu var síst minni þeim sem í gúlaginu var að finna og helförin er vissulega þunga- miðja bókar Daniel Mendelsohn, The Lost: A Search for Six of Six Million. Þar segir Mendelsohn frá tilraun sinni til að fylla í eyðurnar sem frásögn afa hans af lífinu í Pól- landi á tímum síðari heimsstyrjald- arinnar skyldi eftir, m.a. með því að leiða í ljós sannleikann í tengslum við lát sex gyðinga sem voru innilok- aðir í pólskum bæ sem var hernum- inn af nasistum.    Heimspeki-bækur prýða kannski sjaldan efstu sæti bóksölulista, en sá fróðleikur sem þær hafa að geyma er engu að síður meira en vel vangaveltnanna virði. Hversdags- heimspeki er ný bók eftir Róbert Jack sem kemur út hjá Háskóla- útgáfunni þar sem, líkt og nafnið gefur til kynna, áherslan er lög á tengsl heimspekinnar við daglegt líf. BÆKUR Bob Woodward Martin Amis Róbert Jack Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Einmitt. Þarna náði ég þér, ágæti auð-trúa lesandi, að minnsta kosti eittaugnablik. Náði þér.Ég er hins vegar ekki svo viss um að höfundurinn að baki Stellu Blómkvist myndi tilkynna um ídentítet sitt í aumum blaðapistli, hann hlýtur að hafa meira krassandi innkomu í huga. Já, hvernig ætli það verði? Kannski einkaviðtal í Kastljósi. Eða fagnaður í Smára- lind. Kannski verður hann/hún glimmeraður leynigestur á Bókaballi eða fær óvænta tilnefn- ingu til Glerlykilsins og neyðist til að stíga fram. En er þessi brandari ekki annars að verða búinn? Hversu margar ágiskanir hafa ekki gengið manna á meðal í kokteilboðum og jóla- glöggum; ný bók eftir Stellu Blómkvist komin út, en hver skrifar hana – Halldór Guðmunds- son eða Auður Haralds? Gerður Kristný eða Davíð Oddsson? Halli & Laddi? Fólk er hætt að nenna að giska, Stella Blómkvist er orðin eins og hver annar höfundur sem gefur út bók annað hvert ár og þær virðast seljast þótt hvergi sé efnt til upplestra með höfundinum. Á tímum ímyndarsmíðar og skemmtiiðnaðar sætir í raun furðu að einhver kjósi að halda leynd sinni svona lengi. Eða er ekki Höfundurinn á okkar tímum orðinn markaðsvara; innréttingarnar heima hjá honum, fjölskyldustærð, vinnuað- staða, föt, ferðalög og fælni? Hver nennir að brasa við bókaskrif án þess að fá nokkurt per- sónulegt kredit fyrir? Ekki síst af þessum sökum er Stella Blóm- kvist áhugavert tilfelli. Höfundur sem hugsar meira um textann sinn en frama sinn. Auðvitað eru til fleiri þannig höfundar, flestir í stéttinni myndu raunar segjast vera þannig stemmdir, en sumir fjölmiðlar eru hins vegar öðruvísi stemmdir. Og margir falla í gryfjuna. Hver er Stella Blómkvist? Munum að „stella“ merkir stjarna á latínu og þannig snýr hún/ hann enn frekar upp á stjörnuhugmyndina um sýnileika og athygli. Og Blómkvist. Er þetta garðyrkjumaður? Af erlendu bergi brotinn? Er þetta Uffe blómaskreytir? Er þetta Marentza í Café Flóru? Er þetta náunginn sem þýddi barnabækurnar um Karl Blómkvist? Kannski er þetta Silvía Nótt, og hennar fólk, sem skrifar veruleikann á haus með tiltækum ráðum. Það er annars furðulegt að í okkar smáa sam- félagi skuli vera hægt að halda einu nafni leyndu svona lengi. Í níu ár. Að minnsta kosti tveir menn vita hið sanna, útgáfustjórar Máls og menningar síðustu ár. Kannski líka próf- arkarlesarinn. Kápuhöfundurinn? Maður veit ekki. En ekki virðist neitt hafa lekið út. Besta ágiskunin er að höfundurinn að baki Stellu sé alls ekkert frægur, kannski maður á lyftara í Grundarfirði, en vegna – enn og aftur – stjörnudýrkunaráráttunnar hafi útgefanda hans þótt vonlítið að starta ferli með hefðbundnum hætti. Leyndarmál draga að sér athygli. Að minnsta kosti fyrstu misserin. Eða af hverju kýs fólk yfir höfuð að skrifa undir dulnefni á 21. öld? Einu sinni þóttust kon- ur vera karlhöfundar, til þess að vera lesnar. Er það orðið öfugt? Eða er þetta pólitík, eðlileg feimni eða hvort tveggja? Kannski ein, stór könnun á því hvort verk geti notið sannmælis án truflandi nærveru Höfundarins? Já, er þetta doktorsrannsókn í viðtökufræðum? Það væri þá göfugur og snjall tilgangur, en býsna ótrúleg þolinmæðisvinna. Ég og presturinn sem býr við hliðina á mér erum jafnsennilega Stella Blómkvist þar til ann- að kemur í ljós. Hvar og hvernig verður hulunni svipt af? Hvenær? Og munu vinsældir Stellu- bóka aukast eða fjara út þegar í ljós kemur að maðurinn á lyftaranum heitir Kjartan og er frá- skilinn? Ég er Stella Blómkvist »Eða er ekki Höfundurinn á okkar tímum orðinn markaðs- vara; innréttingarnar heima hjá honum, fjölskyldustærð, vinnu- aðstaða, föt, ferðalög og fælni? Hver nennir að brasa við bóka- skrif án þess að fá nokkurt per- sónulegt kredit fyrir? ERINDI Eftir Jón Þ. Þór jonthor@akademia.is M argt hefur verið ritað um sögu seinni heimsstyrjald- arinnar, gang hennar, ein- staka viðburði og fólk, sem þar kom við sögu með einum eða öðrum hætti. Oft hlýtur svo að virðast sem flest er máli skiptir hafi þegar verið sagt um þessi efni, en sífellt skýtur upp nýjum heimildum, ritum og frásögnum sem áður voru lítt eða ekki þekkt og bjóða upp á ný sjónarhorn. Eftir fall Sovétríkjanna og al- þýðulýðveldanna í Austur-Evrópu fengu fræði- menn aðgang að skjalasöfnum og ýmislegum gögnum sem áður voru lokuð og þá kom sitt- hvað hnýsilegt í ljós. Það hafa margir notfært sér á undanförnum árum og oft er afraksturinn býsna hnýsilegur. Meðal þeirra vestrænu fræðimanna sem einna ötulastir hafa verið í rannsóknum í rúss- neskum söfnum er enski sagnfræðingurinn Antony Beevor. Hann hefur skrifað mikið um sögu síðari heimsstyrjaldarinnar og eru met- sölubækurnar um orrustuna við Stalíngrað og fall Berlínar líkast til þekktustu verk hans á þessu sviði. Þegar Beevor vann að bókinni um Stalíngrað fékk hann afnot af minnisbókum sovéska rithöfundarins Vasily Grossman frá stríðsárunum. Þær voru þá nánast óþekktar heimildir, þótt margir þekktu vel til annarra höfundarverka Grossman. Beevor hagnýtti sér minnisbækurnar við samningu rita sinna um orrustuna við Stalíngrað og fall Berlínar og þegar hann hafði lokið við þá síðari hófst hann ásamt Lubu Vinogradovu, rússneskri sam- starfskonu sinni, handa við að þýða þessar bækur á ensku og búa þær til prentunar. Á síðasta ári kom svo út hjá The Harvill Press í Lundúnum bók sem hefur að geyma mikið af efni minnisbókanna og nefnist á ensku: A Wri- ter at War. Vasily Grossman with the Red Army, 1941–1945. Vasily Grossman var Úkraínumaður að upp- runa, fæddur árið 1905 í borginni Berdichev. Hann tók ungur að fást við skriftir en þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin árið 1941 hugðist hann leggja frá sér pennann og gaf sig fram til herþjónustu. Hann var hins vegar tal- inn óhæfur til bardaga vegna sjúkleika og gerðist þá stríðsfréttaritari við Rauðu stjörn- una, blað Rauða hersins. Hann var sendur til vígvallanna og fylgdi hernum, fyrst á und- anhaldinu allt austur til Stalíngrað þar sem hann var á meðan orrustan um borgina geisaði. Síðan fór hann með hersveitunum vestur á bóginn og var með þeim allt til Berlínar. Hann upplifði marga helstu viðburði styrjaldarinnar á austurvígstöðvunum, vörn Moskvuborgar, orrustuna um Stalíngrað, skriðdrekabardagann mikla við Kúrsk, töku Varsjár og loks fall Berlínar. Um allt þetta og miklu fleira skrifaði hann rækilegar og um margt merkar greinar í blað sitt og í stríðslok var hann þekktastur allra stríðsfréttaritara í Sovétríkjunum, að Ilya Ehrenburg kannski einum undanskildum. Grossman hafði næmt auga fyrir áhrifum stríðsins á óbreytta borgara og á hermennina sem börðust í fremstu víglínu. Hann lýsti lífi þeirra, örlögum, hetjudáðum og daglegri önn og hlaut fyrir almennt lof. Frásögn hans er vitaskuld lituð á köflum og fjarri því að geta talist óhlutdræg. Hún opnar hins vegar nýja og oft óvenjulega sýn á hildarleikinn og þá sem þátt tóku í honum og Grossman skirrist ekki við að gagnrýna sovésku hermennina og segja frá hervirkjum sem þeir unnu, einkum í Þýska- landi. Ráðamenn í Moskvu voru fráleitt hrifnir af öllu sem hann skrifaði og átti það ekki síst um það sem hann sagði um gyðinga og með- ferðina á þeim en Grossman var sjálfur gyð- ingur. Antony Beevor og Luba Vinogradova hafa búið minnisbækurnar til prentunar af list og samið nauðsynlegar skýringar. Margir kaflar í þessari bók eru afar fróðlegir aflestrar og oft hrífur Grossman lesandann með sér. Það á ekki síst við um lýsingarnar á orrustunni við Stalíngrað og töku Berlínar en mögnuðust er frásögnin af útrýmingarbúðunum í Treblinka. Hún lætur engan ósnortinn. Eftir stríðið fékkst Vasily Grossman einkum við skáldsagnagerð og sótti þá gjarnan efni sitt í atburði styrjaldarinnar. Mestu og þekktustu skáldsögu sinni lauk hann árið 1960. Hún fékkst ekki útgefin í heimalandi hans fyrr en eftir fall kommúnismans en var gefin út í Sviss árið 1981 og síðan víðar á Vesturlöndum. Á ensku nefnist hún Life and Fate [Líf og örlög]. Hún hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og hafa sumir þeirra kallað hana mestu skáldsögu rússnesks höfundar á 20. öld og jafnað henni við Stríð og frið eftir Leo Tolstoy. Vasily Grossman lést árið 1964. Rithöfundur í stríði Á síðasta ári kom út hjá The Harvill Press í Lundúnum bók sem hefur að geyma mikið af efni minnisbóka rússneska rithöfundarins Vasi- lys Grossmans og nefnist á ensku: A Writer at War. Vasily Grossman with the Red Army, 1941– 1945. Hann var sendur til vígvallanna sem fréttaritari rauða hersins og fylgdi sovéska hernum, fyrst á undanhaldinu allt austur til Stal- íngrað þar sem hann var á meðan orrustan um borgina geisaði en svo vestur á bóginn, allt til Berlínar. Stalíngrað Grossman var sendur til vígvallanna og fylgdi hernum, fyrst á undanhaldinu allt austur til Stalíngrað þar sem hann var á meðan orrustan um borgina geisaði. Skriðdreki úr orrustunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.