Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 13
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Meðan Ian Gillan Deep Purplesöngvari plottar næsta reyfara
sinn er önnur söngstjarna að að skrifa
um annars konar plott – óperuplott.
Placido Domingo hefur nefnilega
tilkynnt að hann hyggist skrifa óp-
erubók. Svo langt eru skrifin komin,
að á bókina er
kominn titill. Á
ensku mun hún
heita The Joy of
Opera, – eða
Óperunautn. Þar
ætlar hann að gefa
lesendum innsýn í
meistarverk óperu-
bókmenntanna og
útlista hvað það er
sem gerir söngvara góða og ákjósan-
lega í hin ýmsu hlutverk. „Óperan er
mörgum ráðgáta; forvitnilegt og
framandi listform. Hún ætti miklu
frekar að vera eðlilegur þáttur í dag-
legu lífi fólks,“ sagði Domingo í viðtali
við BBC á dögunum. Það verður for-
leggjarinn WW Norton sem hreppir
hnossið, því þótt gríðarlegur fjöldi
bókatitla sé til um óperur, hlýtur
þessi að seljast vel útá nafn höfund-
arins.
Óperubók Domingos verður þó
ekki í jólapakkanum allra næstu jólin,
því ekki er gert ráð fyrir að hún komi
út fyrr en síðla árs 2009.
Unnendur sígildar tónlistar eruekki einsleitur
hópur rykfallinna,
miðaldra mennta-
manna, sem ekki er í
takt við tímann.
Þessu hefur
tónlistartímaritið
Gramophone komist
að, eftir að hafa gert
könnun meðal les-
enda sinna á því
hversu tæknivæddir
þeir eru.
Á daginn kom að þriðjungur les-
enda nýtir sér tækni 21. aldarinnar.
Þeir nota iPod og aðra tónsmala, net-
útvarp, stafrænt sjónvarp, og fleiri
slíkar græjur, og 57% þeirra kváðust
hafa „rippað“ alla vega hluta klass-
íska tónlistarsafnsins sín yfir í staf-
rænt form. Fimmtungur þátttakenda
í könnuninni kvaðst hafa halað klass-
íska tónlist niður af netinu og jafn
hátt hlutfall sagðist helst hlusta á
klassíska tónlist af tónsmölum og öðr-
um MP3 græjum. Það sem forvitni-
legast er fyrir músíkbransann er sú
niðurstaða að hlutfall niðurhals klass-
ískrar tónlistar af netinu er nánst
jafnhátt kaupum þessa fólks á sömu
tónlist á plötum í verslunum. Fólk yfir
fimmtugt sem elskar klassík virðist
því engir eftirbátar yngstu kynslóð-
anna í græjuvæðingu.
Og meira af stóra Mozartmálinu.Lögregluyfirvöld í Berlín hafa
nú tilkynnt að gert verði sérstakt
áhættumat í borg-
inni vegna fyr-
irhugaðrar endur-
uppfærslu á
óperunni Idome-
neo eftir Mozart,
eftir að Þýska
óperan í Berlín,
hætti við að hætta
við sýningar. Lög-
reglan mun meta
hversu líklegt er
að eitthvað gerist og hvað nákvæm-
lega kunni að gerast, verði óperan
sett á svið aftur eins og nú stefnir í.
Mozart hefði örugglega þótt þessi
farsi bráðskemmtilegur, og hefði
örugglega samið um hann óperu hefði
hann bara vitað.
Það heyrist stundum væll um þaðað óperan sé dautt listform. Það
á þó aldeilis ekki við um kínversku óp-
eruna, sem þó á sér miklu lengri sögu
en sú vestræna, eða allt aftur til ís-
lenskrar landnámsaldar. Þar er nú
vinsælt að aðlaga nýrri verk og sígild-
ar vestrænar sögur og ævintýri að
listforminu, þar á meðal Öskubusku
og Næturgalann.
TÓNLIST
Placido Domingo
iPod Mini
Mozart
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
Hljómsveitin Tindersticks var stofnuðí Nottingham á Englandi árið 1991.Tvær smáskífur litu dagsins ljós áð-ur en fyrsta breiðskífa sveitarinnar
kom út árið 1993, en hún hét einfaldlega Tind-
ersticks og vakti töluverða athygli, þá sér-
staklega hjá bresku popppressunni. Það var
hins vegar önnur platan sem kom Tindersticks
endanlega á hið margumtalaða kort, enda um
einstaklega góða plötu að ræða.
Frumleikanum var þó ekki fyrir að fara í
nafngiftum, því platan sem kom út árið 1995
var einnig nefnd eftir sveitinni. Í mínum vina-
hópi hefur hún hins vegar verið kölluð Hvíta
platan, en af einhverjum ástæðum hefur hún
einnig verið nefnd Bláa platan sem verður að
teljast undarlegt í ljósi þess að umslag plöt-
unnar er svart-hvítt með hvítum ramma. Skýr-
ingin gæti hins vegar verið sú að tónlistin sjálf
er ansi blá – um er að ræða dramatískt popp
með textum sem oft á tíðum eru ansi trega-
fullir.
She’s been going round her business as usual
Always with that melancholic smile
But you were too busy looking into your affairs
To see those tiny tears in her eyes
(Úr Tiny Tears)
Það er ekki nóg með að bæði tónlistin og
textarnir séu með tregafullum blæ því söngur
Stuart Stables er það einnig. Söngurinn er það
sem einkennir Tindersticks öðru fremur því
það má segja að Stables muldri textann með
djúpri og seiðandi rödd sem á sér vart hlið-
stæðu. Stables er studdur af hinum ýmsu
hljóðfærum, en auk hefðbundinna hljóðfæra
skipa strengir og blásturshljóðfæri veigamik-
inn sess á Hvítu plötunni.
Það er ekki hægt að líkja tónlist Tind-
ersticks við margt, sem verður að teljast mikill
kostur á þessum síðustu og verstu tímum þeg-
ar auðveldlega er hægt að líkja nánast allri
tónlist við eitthvað sem áður hefur verið gert.
Það er því varla hægt að segja að Tindersticks
sé undir áhrifum frá einhverjum ákveðnum
tónlistarmönnum, en þó verður að telja líklegt
að þeir Stables og félagar hafi hlustað eitthvað
á Leonard Cohen. Þeir leita að minnsta kosti í
smiðju meistarans í laginu Mistakes þar sem
fyrsta erindið er flutt á frönsku og svo á
ensku, sem minnir um margt á það sem Cohen
gerði í laginu The Partisan, þar sem erindin
eru fyrst flutt á ensku og svo endurflutt nánast
orðrétt á frönsku.
Erreurs
Je sais que je les porterai toute ma vie
Mes erreurs
Comme de celle
Tu sais laquelle
Mistakes I’ve made
I know I’ll live with them all my life
Mistakes I’ve made
Like the one
You know the one
(Úr Mistakes)
Síðan Hvíta platan kom út hafa þeir félagar
gefið út fjórar breiðskífur auk þess sem þeir
sömdu tónlist við tvær kvikmyndir, en í báðum
tilfellum kom tónlistin út á plötu. Þessar plötur
hafa annaðhvort verið góðar eða mjög góðar,
þeirra best er Curtains, þriðja plata sveit-
arinnar sem stendur Hvítu plötunni ekki langt
að baki.
Meðlimir Tindersticks hafa oftar en einu
sinni lagt sveitina niður, en sem betur fer hafa
þeir alltaf byrjað aftur. Sveitin kom síðast
saman á tónleikum í London 17. september síð-
astliðinn, þar sem hún flutti Hvítu plötuna í
heild sinni, enda er hún almennt talin þeirra
besta verk.
Bestu lög hennar eru Tiny Tears, A Night
In, Mistakes, Seaweed, She’s Gone og Sleepy
Song, en síðastnefnda lagið sem einnig er síð-
asta lagið á plötunni ber nafn með rentu – er
afar rólegt og seiðandi líkt og platan öll. Það
má því segja að önnur plata Tindersticks, og
raunar öll tónlist sveitarinnar, eigi best heima
inni í svefnherbergi. Ég hef að minnsta kosti
ekki hlustað mikið á Tindersticks utan veggja
slíkra herbergja.
Tónlist fyrir svefnherbergi
POPPKLASSÍK
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
G
ott gengi Hot Fuss virðist hafa
gefið Killers svigrúm til að spila
út ýmsum trompum hvað varðar
plötuna nýju. Það er nóg af
stjörnum prýddu liði sem að
henni kemur og þannig eru upp-
tökustjórar þeir Flood (U2, Depeche Mode, Nick
Cave, Smashing Pumpkins, The Jesus and Mary
Chain) og Alan Moulder (Ride, My Bloody Val-
entine, Curve, U2, Depeche Mode, Nine Inch Na-
ils) en þeir hafa iðulega tekið höndum saman við
hin og þessi verkefni. Ljósmyndarinn Anton Cor-
bijn, sem er líklega þekktasti rokkljósmyndari
samtímans og býr yfir stíl sem maður þekkir
undir eins, var þá fenginn til að „skjóta“ bandið.
Þá leikstýrir sjálfur Tim Burton myndbandinu
við aðra smáskífu plötunnar sem enn er óútkom-
in, „Bones“. Fyrsta smáskífan er hins vegar
„When You Were Young“, lag sem hefur verið í
ötulli spilun síðustu vikurnar.
Allt af stað
Flugeldasýningar af þessu tagi hafa verið aðal
sveitarinnar allt frá upphafi, en hún skaust
undrafljótt upp á stjörnuhimininn. Tónlistin er
annars dramatískt rokk, með giska miklum áhrif-
um frá hljóðgervlapoppi níunda áratugarins, því
er kennt hefur verið við nýrómantík. Skemmst
frá að segja sló þessi blanda í gegn og fyrr en
varði voru Killers farnir að hita upp fyrir U2 og
Robbie Williams vitnaði í eitt laga þeirra á Live8
þar sem Killers léku einnig. Hljómsveitin tróð
svo upp í nánast öllum þeim meiriháttar kvöld-
þáttum sem á dagskrá eru. Aðalmorðinginn,
söngvarinn og hljómborðsleikarinn Brandon Flo-
wers, gestasöng þá með New Order á tónleikum,
forsíður allra tónlistarblaða sem vilja vera á tán-
um stóðu opnar fyrir sveitinni og lög hennar röt-
uðu meira að segja inn í Rockstar. Áðurnefndur
Flowers er þá með munninn fyrir neðan nefið og
sparar ekki gífuryrðin. Nýjasta (kók)innblásna
yfirlýsingin er á þá leið að nýja platan sé ein
besta plata síðastliðinna tveggja áratuga og hún
sé gripur sem haldi rokkinu í dag á floti, hún sé
meira að segja „ósnertanleg“.
Upphaf The Killers má rekja til ársins 2001 er
Flowers hætti í hljómsveitinni Blush Response –
tölvupoppbandi sem nú gerir út frá Los Angeles.
Flowers hafði nefnilega ekki áhuga á að flytja frá
syndaborginni og eftir að hafa séð Oasis á tón-
leikunum langaði hann til að stofna gítarband.
Flowers hafði eingöngu leikið á hljómborð í
Blush Response en tók nú einnig að sér hlutverk
forvígismanns og söngvara. Hann komst fljótlega
í kynni við gítarleikarann, David Keuning og þeir
Mark Stoermer (bassi) og Ronnie Vannucci Jr.
(trommur) gengu svo á endanum til liðs við
tvíeykið. Nú tók við venjubundið hark en ekki
leið á löngu uns jakkafatamennirnir sáu eitthvað
í bandinu. Áður en svo varð flaug sveitin þó til
Bretlands, spilaði nokkra tónleika og gerði samn-
ing við smáfyrirtækið Lizard King. Mr. Brig-
htside kom svo út í takmörkuðu upplagi í sept-
ember 2003 á þess vegum. Tónleikarnir í
Bretlandi, ásamt tónleikum á CMJ tónmessunni í
New York urðu svo til þess að allt varð vitlaust
og samningar flugu í höfn.
Myrkari
Að sögn meðlima sjálfra dregur nýja platan áhrif
frá leikvangarokkururum á borð við U2 og Bruce
Springsteen. Hún var samin að mestu á yf-
irgripsmiklu tónleikaferðalagi sveitarinnar sem
stóð yfir allt frá útgáfu Hot Fuss, sumarið 2004,
og fram á haust 2005 er sveitin hóf að leggja
drög að upptökum. Þó að hljómur Killers hafi
alltaf verið stór, á stundum yfirdrifinn, er hér
verið að færa sig enn ofar, ef svo mætti að orði
komast. Stílíseruðu Duran Duran stælunum hef-
ur verið skipt út fyrir alskegg og dulúðugar,
svart hvítar myndir í eyðimörkinni. Tónlistin er
að sama skapi myrkari, ekki eins augljóslega
grípandi og lög eins og „Somebody Told Me“ og
„Mr. Brightside“ en um leið hangir platan betur
saman sem heild. Það er þá auðheyranlegt að
Flowers og félagar ætluðu ekki fyrir nokkra
muni að endurtaka sig, þó að æðið og öryggið
sem einkenndi Hot Fuss liggi enn undir hverjum
tóni.
Morðingjar á meðal vor
Hot Fuss, fyrsta plata Killers, kom út fyrir
tveimur árum og þótti með tilkomumeiri frum-
burðum það árið. Það er því mikið lagt undir
með seinni plötu sveitarinnar, sem út kom í þess-
ari viku. Kallast hún Sam’s Town, eftir einu
spilavítanna í heimaborg The Killers, Las Vegas.
Morðingjarnir á sviði Að sögn meðlima sjálfra dregur nýja platan áhrif frá leikvangarokkurum á
borð við U2 og Bruce Springsteen. Tónlistin er annars dramatískt og myrkt rokk.