Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 1
Á sama tíma og
Yoko Ono var stödd
í Reykjavík á dög-
unum til að kynna
listaverkið „Friðar-
súluna“ hittist
þannig á að fyrrver-
andi ástkona Lenn-
ons, May Pang, var
einnig stödd hér á
landi. Vildi svo (ó)heppilega til að þær
gistu á sama hótelinu í Reykjavík og
hittust við morgunverðarhlaðborðið.
Samkvæmt veffréttasíðu Fox-sjón-
varpsstöðvarinnar á Pang að hafa
gefið sig á tal við Ono og óskað henni
til hamingju með listaverkið. Ono
mun hafa tekið hamingjuóskunum vel
og þakkað fyrir sig. Að því er fram
kemur í fréttinni var Ono hins vegar
augljóslega brugðið því það sem eftir
lifði morgunverðarins átti Pang fullt í
fangi með að skjóta sér undan augn-
gotum Ono og fylgdarliðs hennar.
Ono og Pang hittust
Laugardagur 14. 10. 2006
81. árg.
lesbók
AUSTANÁTT EÐA VESTANÁTT?
SKIPTIR MÁLI HVAÐAN HANN BLÆS? ERU VEÐURGUÐIRNIR
EKKI HAFNIR YFIR PÓLITÍSKT MOLDVIÐRI? » 8
Politkovskaja var einn af fáum merkisberum andófs sem enn voru uppistandandi » 3
ÓBORGANLEGAR GAMANSÖGUR!
4. sætið á lista
Pennans yfir
handbækur/
fræðibækur/
ævisögur.
10. sætið á
heildarlista
Pennans.
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
ÁÍslandi eru starfrækt áttaháskólabókasöfn, semskiptast í enn fleiri deildirog afgreiðslustaði. Lang-
stærst er Háskólabókasafn, til húsa í
Þjóðarbókhlöðu, sem er rannsóknar-
og þjónustusafn Háskóla Íslands.
Mikið hefur verið rætt um inn-
kaupastefnu og fjárveitingar HÍ til
safns síns að undanförnu.
„Eigi að verða til nothæft háskóla-
bókasafn á Íslandi þarf að taka bikar-
inn frá Háskóla Íslands. Háskólarnir
í landinu og ríkið þurfa að taka saman
höndum og gera það að sameiginlegu
metnaðarmáli að byggja upp innlent
bókasafn sem hægt er að bera saman
við bestu háskólabókasöfn.“ Svo
sagði í pistli Jóns Ólafssonar, prófess-
ors í heimspeki við Háskólann á Bif-
röst, í Lesbók fyrir nokkru, þar sem
hann gagnrýndi tilviljanakennd inn-
kaup Háskólabókasafns.
Hugmyndin um sameiginlegt
bókasafn allra háskólanna er ekki ný
– hún hefur m.a. verið rædd í stjórn
Lbs-Hbs að því er fram kemur í nýrri
meistararitgerð Áslaugar Agnars-
dóttur í bókasafns- og upplýs-
ingafræði. Í rannsókninni voru tíu
kennarar HÍ einnig spurðir út í hug-
myndina. „Sex kennarar voru á móti
þeirri hugmynd, en fjórum fannst
eitthvað til hennar koma,“ segir Ás-
laug.
Síður þykir þó snjallt að Lbs-Hbs
sjálft verði slík miðja. „Ef allir há-
skólar í landinu nytu jafnt þjónustu
Landsbókasafns Íslands sem ein-
hvers konar allsherjar þjóðarhá-
skólabókasafns væri staðan sú að
aðrir háskólar hefðu bæði sitt heima-
safn og aðgang að Landsbókasafninu
en Háskóli Íslands hefði ekkert
heimasafn heldur eingöngu Lands-
bókasafnið. Sú staða væri afar óeðli-
leg í ljósi þess að Háskóli Íslands hef-
ur áratugum saman greitt fyrir
megnið af fræðibókum safnsins og
einnig fyrir lengdan afgreiðslutíma
frá árinu 1999,“ segir í ritgerðinni.
Millisafnalán víða virk
Rektorar hinna háskólanna taka mis-
jafnlega í hugmyndir um sameig-
inlegt safn. Flestir þeirra frábiðja sér
yfirbyggingu eða samruna og telja að
nægileg samvinna sé þegar til staðar,
bæði með sameiginlegu gagnaskrán-
ingunni Gegni og með Landsaðgangi
að rafrænum gagnasöfnum og tíma-
ritum (hvar.is), sem skólarnir greiða
flestir til samkvæmt reiknilíkani. Þá
séu millisafnalán víða virk, ekki síst
nýtist þau smærri skólunum vel.
„Nemendur okkar eru duglegir við að
panta bækur frá Bifröst, Reykjavík
og Akureyri og það gengur mjög vel,
þetta er yfirleitt komið hingað daginn
eftir,“ segir Skúli Skúlason, rektor
Háskólans á Hólum.
„Að mínu mati yrði lítið gagn að
[sameiginlegu safni] fyrir okkur,“
segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands. „Ég sé ekki að
uppbygging á sviði listanna yrði unn-
in af þeirri ástríðu og þeim krafti sem
við gerum nú og er hræddur um að
okkar svið yrði einfaldlega látið sitja
eftir. Það þarf að vera náin tenging á
milli fræðasviðsins og viðkomandi
bókasafns, ákallið þarf að koma frá
þeim sem vinna við rannsóknirnar og
kennsluna. Þessi nálægð er mikil hjá
okkur.“
Misskilningur um Lbs-Hbs
Hjálmar telur að eitt bókasafnskort,
sem gilti í öll háskólasöfnin, væri
betri lausn. Hingað til hafi aðrir stúd-
entar einmitt notað safn LHÍ endur-
gjaldslaust, en nemendur LHÍ þurft
að borga annars staðar. „Þetta hefur
pirrað okkur, en við vinnum sam-
kvæmt þeirri hugsjón að kosturinn sé
sameiginleg verðmæti þjóðarinnar.“
„Ef Jón Ólafsson er að tala um eitt
safn í einu húsi á einum stað tel ég
hugmyndina fásinnu. Hver háskóli
mun alltaf vilja byggja upp eigið
bókasafn og spyrja má hvort stofnun
sem ekki ræður við það verkefni geti
kallast „háskóli“,“ segir Ólafur
Proppé, rektor Kennaraháskóla Ís-
lands, og bendir á að með Gegni virki
söfn allra háskólanna í raun að
nokkru leyti eins og eitt safn og skipti
t.d. með sér verkum um tímarita-
kaup.
Þess misskilnings gætir reyndar
víða að Lbs-Hbs sé safn allra háskól-
anna, enda er síðari hluti heitisins
Háskólabókasafn. „En í lögum stend-
ur að við séum safn Háskóla Íslands.
Þess vegna veitum við nemendum HÍ
forgang og forréttindi, við tökum frá
lessæti fyrir þá á próftíma og þeir
greiða ekki fyrir safnskírteini. Þetta
hefur valdið úlfúð meðal nemenda
annarra skóla – fólk skilur þetta
ekki,“ segir Áslaug, sem er þjón-
ustusviðsstjóri safnsins. » 4
Eitt kort – ekki eitt safn
Morgunblaðið/Kristinn
Metnaður „Hver háskóli mun alltaf vilja byggja upp eigið bókasafn og spyrja má hvort stofnun sem ekki ræður við það verkefni geti kallast „háskóli“,“ segir einn af rektorum landsins.
May Pang