Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Rússa-
dagur
Eftir Sigtrygg Magnason
sigtryggur@islenska.is
Þ
að er ljótt að vera vondur og
það er jafnvel enn ljótara að
vera vondur ef maður græðir
peninga á því. Þetta vita flutn-
ingsmenn frumvarps um breyt-
ingu á almennum hegning-
arlögum og skaðabótalögum. Einn þáttur
frumvarpsins er að það dregur inn í lögin að
ærumeiðingar eru ekki einkamál heldur
bitna líka á fjölskyldum þeirra sem eru
hæddir. Þetta vill alltof oft gleymast.
Það eru hins vegar aðallega breytingar á
skaðabótalögum sem hafa farið fyrir brjóstið
á sumum. Í frumvarpinu er lögð til viðbót við
26. grein skaðabótalaga sem fjallar um
miskabætur. Leggja flutningsmenn til að
fjárhæð bóta verði ákveðin með hliðsjón af
fjárhag þess sem brýtur af sér þannig að af-
brotamaðurinn finni fyrir sekt sinni á fjár-
hagslegan hátt.
Það hefur kannski ekki verið neitt sérlega
mikil umræða um þetta frumvarp. Formaður
Blaðamannafélags Íslands hefur þó tjáð sig
um það eins og eðlilegt er þar sem frum-
varpið kemur inn á starfsvettvang blaða-
manna. Á heimasíðu Blaðamannafélagsins,
www.press.is, er sagt frá viðtali við formann-
inn í Speglinum á Rás 1 þar sem tjáðar voru
áhyggjur af því að yrði frumvarpið að lögum
myndi það leiða til aukinnar sjálfsritskoð-
unar fjölmiðla og þeirra sem taka þátt í op-
inberri umræðu; „það gæti m.ö.o. lamað fjöl-
miðla og opinbera umræðu og umræðan
orðið fátæklegri og flatari fyrir vikið“ segir á
Press.is.
Getur umræðan orðið fátæklegri og flatari,
gæti einhver spurt. Hvað er það í þessu
frumvarpi sem gerir starfsaðstæður blaða-
manna erfiðari? Er metnaðarfull og sann-
gjörn blaðamennska oft á mörkum þess að
vera meiðandi?
Í umræðunni síðustu misseri hefur orðið
„sjálfsritskoðun“ verið nokkuð áberandi:
blaðamaðurinn ritskoðar sjálfan sig til þess
að komast hjá óþarfa vandræðum hvort sem
er í samskiptum við eigendur, pólitíkusa, al-
menning eða guðmávitahvað. En eins og
þetta hugtak er notað getur það þýtt ansi
margt. Í sumum tilfellum getur sjálfs-
ritskoðun verið skynsamleg meðvitund blaða-
mannsins, í öðrum fullkomin meðvirkni með
ástandi á fjölmiðli eða samfélagi.
Formaður Blaðamannafélagsins sagði í áð-
urnefndu viðtali í Speglinum sem vitnað er
til á vef BÍ: „Það er sennilega aldrei hægt að
komast hjá því að tjáningarfrelsið sé misnot-
að með einhverjum hætti, en lækningin má
aldrei verða skæðari en sjúkdómurinn. Hún
má ekki verða til þess að kæfa alla umræðu,
þótt menn hafi misstigið sig.“
Það er rétt hjá formanninum að tjáning-
arfrelsið verður líklega alltaf misnotað af ein-
hverjum. Það er hins vegar eitt að misstíga
sig og annað að vera dæmdur fyrir meiðyrði
og vera dæmdur til að greiða miskabætur.
Það er svolítið langur vegur þar á milli. Ef
það að misstíga sig felur í sér ærumeiðingu
af þeirri stærðargráðu að dómskerfið telur
ástæðu til að sakfella viðkomandi blaðamann
er líklega þörf á þessari lagasetningu.
Blaðamannastéttin er í mjög sérstakri að-
stöðu. Blaðamenn ráða að mestu umræðunni
í samfélaginu. Og blaðamenn hafa auðvitað
mikinn áhuga á eigin starfi og telja það mik-
ilvægt. Þess vegna hefur oft komið upp sér-
kennileg aðstaða þegar blaðamenn þurfa að
fjalla um eigin starfsvettvang. Fjölmiðlalögin
eru gott dæmi um það og einnig fréttastjóra-
málið í RÚV. Þess vegna er mjög algengt að
málefni blaðamannastéttarinnar fái meiri
umfjöllun í fjölmiðlum en til dæmis málefni
pípulagningamanna. Og líklega finnst flestum
blaðamennska skemmtilegra umræðuefni en
pípulagnir.
Ég myndi telja að hert löggjöf um vernd-
un æru fólks og friðhelgi einkalífsins ætti
ekki að ógna blaðamönnum. Það er miklu
meira áhyggjuefni fyrir blaðamenn hvernig
hættan á einsleitni hefur aukist til dæmis
með tilkomu frímiðla og hvernig vald eigenda
og markaðarins getur stýrt umfjöllun þeirra
og áherslum.
Það sem er hins vegar umhugsunarefni
fyrir þingmennina okkar er sú breyting sem
er að verða á íslensku samfélagi sem birtist í
harðara ofbeldi, meira miskunnarleysi og af-
skiptaleysi gagnvart börnum. Kærur eru
ekki lykill að betra samfélagi. Kannski menn
þurfi að hætta að skella koppi undir lekann
og komast frekar að upptökunum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sjálfsritskoðun „Í umræðunni síðustu misseri hefur orðið „sjálfsritskoðun“ verið nokkuð áberandi: blaðamaðurinn ritskoðar sjálfan sig til þess
að komast hjá óþarfa vandræðum hvort sem er í samskiptum við eigendur, pólitíkusa, almenning eða guðmávitahvað.“
Kærum Jón
» Það er miklu meira
áhyggjuefni fyrir blaða-
menn hvernig hættan á eins-
leitni hefur aukist til dæmis
með tilkomu frímiðla og hvern-
ig vald eigenda og markaðar-
ins getur stýrt umfjöllun
þeirra og áherslum.
FJÖLMIÐLAR
I Hver les Halldór Laxness utan heimalandshans? Þannig var spurt á fréttavef AFP í vik-
unni. Greinin fjallaði um fræga og gleymda nób-
elshöfunda. Laxness var talinn meðal hinna
gleymdu ásamt meðal annarra sænsku rithöf-
undunum Eyvind Johnson og Harry Martinson,
sem deildu verðlaununum
árið 1974, Erik Axel Karl-
feldt (1931), Czeslaw Mi-
losz (1980), Odysseus Elytis (1979) og Jaroslav
Seifert (1984). Spurningunni var auðvitað ekki
svarað frekar en öðrum retórískum spurn-
ingum. Svarið myndi hins vegar vera það að
Laxness sé vissulega lesinn annars staðar en í
heimalandi sínu, einkum þó á Norðurlöndunum
og í Þýskalandi. Nýleg endurútgáfa á Sjálf-
stæðu fólki í Bandaríkjunum virtist líka fá
ágætar viðtökur en þýddar bókmenntir eiga sér
ekki stóran lesendahóp þar yfirleitt. En auð-
vitað er eitthvað til í því að Laxness er ekki
meðal þekktustu nóbelsverðlaunahafa í bók-
menntum. Hann nýtur ekki og hefur aldrei
notið viðlíka vinsælda í bókmenntaheiminum
og til dæmis Orhan Pamuk sem útnefndur var
til verðlaunanna sl. fimmtudag. Pamuk hefur
þegar verið þýddur á fjörutíu tungumál. Hið
sama má segja um J.M. Coetzee sem hlaut
verðlaunin 2003. En það er frekar undantekn-
ing en regla að nóbelshöfundar séu vinsælir
eða nálgist það að vera metsöluhöfundar. Elf-
riede Jelinek er ekki metsöluhöfundur, hvað
þá Imre Kertesz eða Wislawa Szymborska og
Gao Xingjian en allt eru þetta höfundar sem
fengið hafa verðlaunin fyrir fáum árum. Ha-
rold Pinter er hins vegar vel þekktur höfundur
og V.S. Naipaul, Seamus Heaney, Dario Fo og
Oktavio Paz, en þeir eru engir metsöluhöf-
undar, þeir eru ekki allra.
II Þegar listi yfir nóbelsverðlaunahafa í bók-menntum síðustu áratuga er skoðaður kemur
reyndar í ljós að áherslan hefur umfram allt verið á
höfunda sem eru tiltölulega óþekktir. Páll Vals-
son, útgáfustjóri Eddu-útgáfu, sagði í sjónvarp-
inu á fimmtudag að val nefndarinnar að þessu sinni
á Orhan Pamuk væri sannarlega djarft, ekki aðeins
vegna pólitískra skírskotana þess heldur einnig
vegna þess að hann væri vinsæll höfundur og
þekktur víða um lönd. Þetta er sjálfsagt rétt en lík-
lega hefur Pamuk ekki orðið fyrir valinu vegna
þess að hann er þekktur höfundur heldur vegna
þess að hann er góður höfundur sem hefur jafn-
framt pólitískt og táknrænt gildi. Um það er
fjallað í Erindi á blaðsíðu ellefu í Lesbók í dag.
NEÐANMÁLS
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Gunnar Birgisson
birgisson@aol.com
!
Nú er Kólumbusardagurinn ný-
liðinn í Bandaríkjunum, en þá er
þess minnst að fyrir rúmlega 500
árum „fann“ landkönnuðurinn
Vesturheim. Að venju veldur
þessi dagur ýmsum viðbrögðum.
Indjánum er illa við Kólumb-
usardag, enda urðu þeir að gjalda
fyrir mannflutningana sem fylgdu á eftir.
Íslendingar eru svekktir því þessi dagur
skyggir á afrek Leifs heppna, sem mætti til
Norður-Ameríku fimm öldum fyrr.
En þá mótmæla Norðmenn, því að
þeirra mati var Leifur norskur, einungis
fæddur á Íslandi. Og þótt Ísland hafi verið
til, þá var varla til íslensk þjóð: Þetta voru
bara Norðmenn á nýjum stað. Bush
Bandaríkjaforseti var hlutlaus þegar hann
tilkynnti að Leifur yrði heiðraður 9. októ-
ber ár hvert, hann sagði Leif vera son Ís-
lands og sonarson Noregs.
Kólumbus er hetja Bandaríkjamanna af
ítölskum ættum. En þá flækist málið, því
þegar Kólumbus sigldi yfir Atlantshaf var
ítalska ríkið ekki til. Sikileyingur þess tíma
hefði varla kallað Genóa-manninn að norðan
landa sinn. En 21. aldar New York-búi af sik-
ileyskum uppruna er stoltur af Kólumbusi.
Spurningin er hver á rétt á að hreykja
sér af afrekum fólks frá fyrri tíð. Það er oft
lítið samband milli þess og nútímaþjóð-
arstolts. Mörg landamæri voru ekki til fyrr
en á 19. eða 20. öld. Ríkin og þjóðirnar eiga
oft ekki langa sögu, og óljóst er hvenær sú
saga byrjaði. En spurningin skiptir máli,
því margir vilja monta sig af afrekum sem
þeir hafa ekki unnið en þykjast þó tengjast.
Spyrjið bara stoltan Mongóla sem er að
drekka Genghis Khan-bjór.
Mörg dæmi eru til um þetta lauslega
samband milli fortíðar og nútímans. Egypt-
ar eru t.d. stoltir af pýramídunum. En þeir
sem byggðu þessi mannvirki höfðu annað
tungumál, trúarbrögð og þjóðskipulag, og
voru að einhverju leyti af öðrum kynþætti,
eiga í raun fátt sameiginlegt með Egyptum
nútímans nema staðsetninguna.
Á sama hátt má spyrja: Er nokkuð
franskt við Lascaux-hellana eða enskt við
Stonehenge? Englendingar vita ekki einu
sinni hvað Stonehenge er. Aðeins staðsetn-
ing fornminjanna tengir þær við landið nú.
Sjaldan, en þó stundum, veldur gjöf fortíð-
innar hneykslun. Talibanastjórnin í Afgan-
istan ákvað að fornar styttur af Búdda
móðguðu guð þeirra, og nú eru stytturnar í
molum.
Sumir telja að útþensla Evrópusam-
bandsins hjálpi til við að skapa evrópska
sjálfsímynd. Evrópubúar munu þá geta
hreykt sér meira af afrekum frá öðrum
hornum heimsálfunnar. Ég hef t.d. heyrt
Norðurlandabúa monta sig við Bandaríkja-
mann af menningu Ítalíu – en þó ekki af
Kólumbusi.
Hið gagnstæða getur gerst þegar þjóð
klofnar. Landamærin sem urðu til árið
1947 til að skilja Pakistan frá Indlandi ollu
því að múhameðstrúarmenn áttu erfitt með
að hreykja sér af einu helsta mannvirki
heims. Taj Mahal er hluti af þeirra menn-
ingararfleifð, en það var núna í Indlandi,
landi óvinarins.
Deilan um Leif snýst um þjóðerni fyrsta
Evrópumannsins sem heimsótti Vestur-
heim. En aðrir komu fyrr, sennilega yfir
frosið Beringshaf fyrir u.þ.b. 15.000 árum.
Þetta voru landkönnuðir sem notuðu skó
frekar en skip, og þeir mjökuðu sér hægt í
austur og suður, án fána eða fréttasendinga
til konunga í gamla heiminum.
Ef nota skal þá vafasömu reglu að þeir
sem búa í landi þar sem forn afrek voru
unnin megi tileinka sér þau afrek, þá var
Ameríka hvorki fundin af Íslendingi, Norð-
manni né Ítala, heldur Rússa. Afkomendur
þeirra urðu svo að Indíánunum sem sáu
Leif og fleiri sigla að landi.
Hagsmunahópur Rússa hér fyrir vestan
ætti að biðja stjórnvöld að bæta sínum há-
tíðardegi inn á dagatalið.
Höfundur er lögmaður í Washington D.C.