Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 11 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annae@mbl.is Íbókum PeterAckroyds eiga skáldskapur og raunveruleikinn það til að tvinnast saman enda vill höfundurinn helst byggja bækur sín- ar á raunverulegu fólki og lífga síðan upp á æviatriði þess með ímynd- unaraflinu. Og Ackroyd er yfirleitt nógu hæfileikamikill rithöfundur til að komast upp með þetta. Nýjasta bók hans The Fall of Troy er engin undantekning frá þessu. Þar segir frá hinum sérvitra og sömuleiðis um- deilda þýska fornleifafræðingi Hein- rich Schliemann, sem eltir uppi af sannkallaðri þráhyggju þær hug- myndir sínar að hann hafi fundið Tróju Hómers.    Heiti nýjustuskáldsögu norska rithöfund- arins Lars Saabye Christensen Mod- ellen býr yfir margvíslegri merkingu, ekki hvað síst er varðar þá kunnuglegu sögu sem felst í til- vistarkreppu listamanns á miðjum aldri. Berlingske Tidende telur Christensen þó ganga of langt í táknmyndasköpuninni með þessari sögu sem allt að því svigni undan samlíkingunum. Anne B. Ragde er einnig í hópi vinsælustu höfunda Noregs og vakti bók hennar Berl- ínaraspirnar, sem nýverið kom út hjá Máli og menningu, töluverða lukku í heimalandinu. Hún varð í kjölfarið margföld verðlaunasaga og skákaði Da Vinci lyklinum á sölulist- um. En í Berlínaröspunum leitast Ragde við að svara spurningunni hvernig hægt sé að sættast við til- veruna í stað þess að flýja hana.    Bandarískispennu- sagnahöfundurinn John Grisham sendi nýlega frá sér sína fyrstu bók sem ekki fellur í skáldsagnaflokk- inn þótt viðfangs- efnið sé réttar- drama í sönnum Grisham-stíl. The Innocent Man fjallar um fjóra venju- lega menn úr venjulegum fjölskyld- um sem lenda á skjön í réttarkerfinu og hljóta fyrir vikið samanlagt 33 ára fangelsisdóm. Og þótt veruleikinn sé oft fáránlegri en nokkur skáld- skapur fer ekki hjá því að skáldsagn- arformið hefði hentað sögunni betur. Lögfræðingadrama setur einnig svip sinn á bók Roberts Dugonis, Sá sem valdið hefur, sem nýlega kom út hjá Jentas-útgáfunni, en þar leitast lög- maðurinn David Sloane við að svara ótal spurningum í tengslum við þrjá- tíu ára gamalt samsæri.    Þó fantasíu- og ævintýrabækurhafi oft á tíðum nokkurs konar barnabókastimpil á sér er það ekki algengt að söguhöfundarnir sjálfir séu ekki nema börn að aldri. Chri- stopher Paolini, höfundur bókanna um Eragon, er líklega ein fárra und- antekninga frá þessu. Hin kínverska Yi Fan, sem tekið hefur sér engil- saxneska nafnið Nancy, virðist þó ætla að feta í fótspor hans, en ein- ungis ellefu ára gömul hefur Yi Fan náð að selja Harper Collins-útgáf- unni ævintýrasöguna Swordbird, sem auk þess að koma út á ensku í febrúar á næsta ári er líka ætlað að bæta tengsl Harper Collins við kín- verska bókamarkaðinn. Drekafræði þeirra Wayne Anderson, Douglas Carrel og Helen Ward, sem kemur út hjá Bjarti um þessar mundir, geymir þá ekki síður sagnir af ævin- týralegum skepnum. En þar segir frá drekameistaranum doktor Ern- est Drake sem lengi lifði meðal þess- ara fornu skepna … BÆKUR Peter Ackroyd Johns Grisham Lars Saabye Christensen Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Íslendingar ættu að taka tyrkneska rithöf-undinn Orhan Pamuk í guðatölu eða aðminnsta kosti gera hann að heiðursborgaravegna þess að hann hefur sýnt að hann er jafnsjálfstæður í hugsun og jafnóhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og Íslendingar hafa ætíð verið. Þetta sagði kanadíska skáldkonan Margaret Atwood í opnunarræðu við setningu Bók- menntahátíðar í Reykjavík 12. september í fyrra í Norræna húsinu. Á fimmtudaginn urðu Svíar fyrri til, Pamuk var þá útnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Og þó að Pamuk sé vissulega frábær höfundur er erfitt að bægja þeirri hugsun frá að hann hafi ekki síst fengið verðlaunin vegna þess að hann hefur orðið að eins konar tákni um baráttuna gegn ritskoðun og hvers konar kúgun þeirra sem vilja beita mætti orðsins og halda sannleikanum til haga. Fyrr á þessu ári féllu tyrknesk yfirvöld frá kæru á hendur Pamuk fyrir að hafa „móðgað tyrk- neska þjóðarvitund“, eins og það var kallað, með ummælum sínum um fjöldamorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöld. Tyrknesk yfirvöld halda því fram að ummælin eigi ekki við rök að styðjast. Í september sl. féllu yfirvöld í Tyrklandi síðan einn- ig frá kæru sama efnis á hendur skáldkonunni Elif Shafak. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sænska nób- elsnefndin notar verðlaunin sem pólitíska at- hugasemd af einhverju tagi. Harold Pinter hlaut verðlaunin í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki fengist mikið við skáldskap undanfarin ár og raunar ekki sent frá sér viðamikið leikrit síðan á níunda ára- tugnum. Pinter hefur hins vegar verið ötull bar- áttumaður gegn utanríkisstefnu Bandaríkja- stjórnar síðustu ár. Nóbelsnefndin var líklega ekki síður að senda Bush tóninn með því að veita Pinter verðlaunin en þakka leikskáldinu fyrir framlag sitt til heimsbókmenntanna þó að enginn efist svo sem um mikilvægi þess. Á sama hátt mætti líta á út- nefningu austurrísku skáldkonunnar Elfriede Jel- inek til verðlaunanna árið 2004 en hún hefur tekið skýra afstöðu gegn uppgangi öfgahægrimanna í heimalandi sínu. Og áfram mætti telja, til dæmis suður-afrísku höfundana Nadine Gordimer og J.M. Coetzee sem fengu verðlaunin 1991 og 2003. Þessi túlkun á bókmenntaverðlaunum Nóbels er ekki endilega á skjön við upphafleg markmið þeirra. Í erfðaskrá sinni var Alfred Nóbel mjög óljós um þær viðmiðanir sem ætti að hafa við út- hlutun verðlaunanna. Hann talar þar um að við- komandi höfundur verði að hafa „orðið mannkyni til góðs“ með skrifum sínum og skrifað fram- úrskarandi verk sem færði bókmenntirnar í „ídeal- íska“ átt. Allar götur síðan verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn árið 1901 hafa staðið umræður og deil- ur um það hvernig ætti að túlka þessi fyrirmæli, ekki síst hugtakið „ídealískur“. Í fyrstu áttu raunsæisbókmenntir til dæmis ekki upp á pall- borðið. Tolstoy, Ibsen og Émile Zola fengu þannig ekki verðlaunin. Á fjórða áratugnum var sjónum beint að höfundum sem náðu til fjöldans („mann- kyns“) en eftir seinna stríð voru frumkvöðlarnir verðlaunaðir eða þeir sem ruddu nýjum formum og hugmyndum („ídeölum“) braut inn í bókmennt- irnar svo sem Hesse og Beckett. Eftir 1978 hefur áherslan að stórum hluta legið á „óþekkta“ en „mikilvæga“ höfunda um leið og fleiri höfundar ut- an Evrópu hafa fengið verðlaunin. Á heimasíðu Nóbelsstofnunarinnar segir í grein um túlkun fyrirmæla Alfreds Nobels að pólitík hafi aldrei haft neitt með úthlutun verðlaunanna að gera. Öllum vangaveltum í þá átt er vísað á bug. En kannski er stofnunin fullviðkvæm fyrir þessari útleggingu á störfum hennar. Bókmenntir eru ekki og hafa aldrei verið algjörlega ópólitískar og hvers vegna ættu bókmenntaverðlaun þá að vera það? Margir telja einmitt að bókmenntir eigi að minnsta kosti öðrum þræði að gegna samfélagslegu hlut- verki, þær eigi að vera gagnrýnin, pólitísk rödd. Margaret Atwood sagði í fyrrnefndri ræðu sinni í Norræna húsinu í fyrra: „Að segja sögu þjóðar sinnar eins og hún var í raun og veru er hugrekki vegna þess að sannleikurinn er aldrei sléttur og felldur; þeir sem leiða hann í ljós eru heldur aldrei vinsælir meðal ríkjandi valdamanna. En rithöf- undar eins og Orhan Pamuk og Halldór Laxness eru ekki hér til þess að skjalla okkur og fela sann- leikann.“ Pólitískur Nóbel? » Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sænska nóbelsnefndin notar verðlaunin sem pólitíska athugasemd af einhverju tagi. Harold Pinter hlaut verðlaunin í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki fengist mikið við skáldskap und- anfarin ár … ERINDI Eftir Björn Þór Vilhjálmsson villhjalmsson@wisc.edu H ryllingsbókmenntahefðin hefur vaxið og dafnað í Bandaríkj- unum undanfarin ár og áratugi. Ég leyfi mér þó að efast um að það sem hæst ber í geiranum nái yfirleitt eyrum hins al- menna bókakaupanda, nema þá að viðkomandi verk sé samið af Stephen King en hann er sá hryllingsbókahöfundur sem vinsælastur hefur orðið. Þar sem nú er komið sögu getur King tal- ist vel taminn innan meginstraumsins og því hættulaus hinum venjulega neytanda. Sama verður ekki sagt um höfunda á borð við Thom Piccirilli, Bentley Little, Kathe Koja eða hinn undurfurðulega Edward Lee en þessir höfundar, og fjöldinn allur til viðbótar að sjálfsögðu hafa verið að gera afar athyglisverða hluti innan teg- undarinnar undanfarin tíu til fimmtán ár. Ég leyfi mér þó að ganga skrefinu lengra og halda því fram að það sé afar sjaldséð að sú hryllings- bókmennt líti dagsins ljós sem ögrar forminu og hlýtur á sama tíma náð fyrir augum almennra áhugamanna um bókmenntir, kannski gerðist það síðast þegar Clive Barker sló í gegn á ní- unda áratugnum. En þau undur og stórmerki hafa þó átt sér stað í sumar að skáldsaga sem sannarlega er fréttnæm, jafnvel í augum þeirra sem telja sig sjóaða í hryllingsbókmenntum, hef- ur skotið upp kollinum á metsölulista New York Times, einhverjum þeim besta mælikvarða sem til er um almennan bókmenntasmekk banda- rísku þjóðarinnar. Þar á ég við skáldsöguna The Ruins eftir Scott Smith en um bók þessa er að mínu mati vart hægt að halda nægilega langa lofsræðu. Hér tengir Smith sig hryllingshefðinni á markvissan hátt. Þetta gerir hann meðal annars með góðlátlegum vísunum til áðurnefnds Kings, sem og með því að fá lánuð nokkur vel þekkt verkfæri til að reisa formgerð sögunnar. En sem nýgræðingur leyfir Smith sér líka að snúa út úr og afbyggja væntingar þeirra sem einmitt kann- ast við sumar grófrissaðar línur í sögulandslag- inu og hryllingshefðinni. Auk þess leggur Smith á vogarskálarnar eitthvert það fínpússaðasta vit á snarpri sögubyggingu og flóknum en samt rökréttum þræði sem ég minnist að hafa séð undanfarin ár. Hér er ekki um höfund að ræða sem á langan feril að baki því The Ruins er önnur skáldsaga Smiths. Áhugamenn um sakamálasögur, eða þá kvikmyndaáhugamenn, kunna þó að kannast við verkið A Simple Plan en bók þessi kom út um miðjan tíunda áratuginn og var gerð að eft- irminnilegri kvikmynd árið 1998. Smith skrifaði sjálfur kvikmyndahandritið og var hann til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir. Enda þótt kvikmyndin væri afar vel heppnuð tóku lesendur bókarinnar eftir því hvernig upprunalegi sögu- þráðurinn var mildaður og úr slagkrafti hans dregið. Sennilega var það gert vegna þess að svartnætti bókarinnar þótti eilítið yfirdrifið fyrir Hollywood-mynd. The Ruins er ekki kaflaskipt. Þetta er e.t.v. það fyrsta sem lesandi tekur eftir og þessi hátt- ur eða aðferð höfundar er engin tilviljun. Fram- vinda bókarinnar er slík að hætt er við að kafla- skipti hefðu virkað sem óþarft hangs, töf eða athvarf fyrir lesanda. Öll bókin, allar óslitnar þrjú hundruð síðurnar, er einn flaumur, stríður straumur atburða sem gerast á skömmum tíma en er lýst í slíkum smáatriðum að lesanda finnst sem persónurnar hljóti að hafa upplifað atburða- rásina á vikum, ef ekki mánuðum. Hið rétta tímaflæði bókarinnar er hins vegar tæpir þrír dagar. Fjögur bandarísk ungmenni, tvö pör, fara í sólarlandaferð til Mexíkó. Sólin er sleikt, legið er á ströndinni og bjór er þjóraður. Ódýru verð- lagi er fagnað. Þar sem svamlað er í volgum sjónum rétt utan strandar rekast ungmennin á hjálpsaman og viðkunnanlegan Þjóðverja. Vin- skapur myndast og áður en langt um líður segir Þjóðverjinn nýjum vinum sínum frá sínu helsta áhyggjuefni. Bróðir hans varð skotinn í ungum fornleifafræðingi sem var að halda til forn- leifagraftrar rétta dægurleið frá þessum sama strandbæ. Hann ákvað að fylgja henni en ekkert hefur spurst til þeirra og síðan eru liðnar um þrjár vikur. Þjóðverjinn hefur í hyggju að elta bróður sinn, finna hann og draga á asnaeyrunum aftur til Berlínar. Vilja þau slást í hópinn? Jú, það vilja þau. Þau koma að svæðinu sem gröft- urinn hafði átt sér stað, það er afskekkt og þau eru ekki ein. Innan skamms eiga þau í baráttu upp á líf og dauða við forsögulegt skrímsli. Skrímsli þessu kýs ég að lýsa ekki nánar en at- hygli skal vakin á einu eftirminnilegasta and- artaki sumarbókmennta síðustu ára en það er þegar skrímslið hlær. Ég segi ekki meira. Það hlær, en lesandi ekki. Stílbrögð Smiths í bók þessari einkennast af þremur hlutum. Fyrst ber að nefna nákvæmni höfundar þegar kemur að tungumálinu. Setn- ingar syngja ekki beinlínis, en þær eru svo hnit- miðaðar að lýsingar og persónusköpun líkjast helst fullkomlega tálguðu listaverki. Svo gripið sé til einhvers ástsælasta lýsingarháttar ís- lenskrar bókmenntaumræðu mætti jafnvel segja að engu sé ofaukið. Smith er dagfarslegur í mál- fari en notkunin minnir einna helst á svokallaða síðfagurfræði, þá fagurfræði skálda sem hafa skrifað og upplifað svo mikið að næstum ekkert af því reynist nauðsynlegt í bókinni. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hver setning end- urspeglar ásetning. Í öðru lagi er það persónu- sköpunin. Að einhverju leyti er Smith að vinna með staðalpersónur en hann blæs þær lífi með vel völdum endurminningabrotum. Persónurnar verða ljóslifandi og það sem reynist kannski mikilvægara, þjáningar þeirra verða líka ljóslif- andi. Í þriðja lagi verður að minnast á sama kost og einkenndi A Simple Plan – söguþráðurinn, snúinn sem hann er, gengur eins og klukka, gangverkið er svo útpælt, finnst lesanda, að ekk- ert getur í raun verið öðruvísi. Það sem á sér stað er fjarskylt veruleikanum sem maður þekk- ir, en innan ramma skáldverksins verður at- burðarásin allt að því hversdagsleg, svo rökvís er hún. Harmleikurinn er jaðrar við að vera grískur í ófrávíkjanleika sínum. Það er síðan ná- kvæmlega þessi rökvísi sem gerir hryllinginn jafnáhrifaríkann og raun ber vitni. Stundum er sagt að sumar bækur, eða strand- arbækur, skuli lesa til dægrastyttingar. Mér segir svo hugur að sumum muni þykja bók þessi falla í þennan hóp. En trúðu mér, upplifun bók- arinnar er eins fjarri dægrastyttingu og hugsast getur. Ég er ekki einu sinni viss um að þú viljir fara í frí eftir að hafa lesið þessa bók, allra síst á sólarströnd. Síðasta sumarfríið Um skáldsöguna The Ruins eftir Scott Smith er að mati greinarhöfundar vart hægt að halda nægilega langa lofræðu. Í henni tengir Smith sig hryllingshefðinni á markvissan hátt. Þetta gerir hann meðal annars með góðlátlegum vísunum til Stephens Kings. Strandarbók? Greinarhöfundur er ekki viss um að lesendur vilji fara í frí eftir að hafa lesið þessa bók, allra síst á sólarströnd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.