Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Stefán Snævarr
stefan.snavarr@hil.no
L
ýðveldishyggja er pólitísk
stefna sem á sér rætur í
evrópskri fornöld. Sam-
kvæmt henni er lýðveldið
„res publica“, hinn sam-
eiginlegi hlutur. Sam-
félagsvaldinu ber að vera í
höndum virkra borgara
sem líti á lýðveldið sem annað og meira en hag-
kvæmt tæki fyrir sérgæðinga. Lýðveldið er gott
í sjálfu sér, þess vegna er rétt að efla hag þess.
Borgararnir verða helst að hafa ýmsar dyggðir
til að bera, t.d. réttsýni og hugrekki til að
vernda lýðveldið. Brútus er hetja hefðbundinna
lýðveldissinna enda þorði hann að verja lýðveld-
ið með því að stúta Sesari, þótt sá væri nánast
fósturfaðir hans. Brútus fórnaði hagi sjálfs síns
og ættar sinnar fyrir heildarhag. „Þannig eiga
borgarar að vera!,“ sögðu lýðveldismenn til
forna og bættu við að ekki væri nóg að borg-
ararnir séu hugrakkir og réttsýnir. Lýðveldið
verður líka að vera réttarríki. Þess vegna telja
menn einatt að rómverska lýðveldið sé hið eig-
inlega frumlýðveldi því hið aþenska lýðræði
vantaði þann (örmjóa) vísi að réttarríki sem
finna má í Róm. Reyndar höfðu frumlýðveld-
issinnar talsvert aðrar hugmyndir um borg-
araréttindi en við, hávelbornir eða auðugir karl-
menn einir töldust borgarar. En mikið vatn
hefur til sjávar runnið síðan. Lýðveldissinnar
hafa turnast til lýðræðistrúar, ekki síst fyrir til-
verknað Hönnuh Arendts en sú blés nýju lífi í
lýðveldishyggjuna á öldinni sem leið. Hún var
reyndar efins um ágæti fulltrúalýðræðis en vildi
í þess stað ráðstjórn, þ.e. beint lýðræði ráða.
Slík skipan skyldi vera í anda umræðulýðræðis.
En það átti aðeins að ná til stjórnmálasviðsins,
Arendt var hreint engin sósíalisti og taldi alræð-
isþátt í kenningum Karls Marx. Í ofan á lag vildi
hún helst að þeir einir hefðu áhrif í stjórnmálum
sem nenntu að taka þátt í störfum ráðanna.
(Arendt (1990) Bls. 267 – 281 og víðar, Canovan
(1992), Bls. 201 – 252). Ekki hyggst ég ræða
kenningar hennar nánar í þessari grein en
beina í þess stað sjónum mínum að lýðveld-
ishyggju írska heimspekingsins Philip Pettits.
Sá er tómlátur um hetjuskap fornmanna en er
þess uppteknari af innviðum lýðræðisins. Hann
er í ýmsum efnum sammála frjálshyggjumönn-
um og frjálslyndum jafnaðarmönnum, rétt eins
og þeir er hann fylgjandi réttarríki og valddreif-
ingu. En ólíkt frjálshyggjumönnum telur hann
nauðsynlegt að fulltrúar hinna ýmsu hópa sam-
félagsins eigi aðild að stjórn. Oftast sé best að
láta kjósa þessa fulltrúa með lýðræðislegum
hætti. Ennfremur er æskilegt að stór hluti
borgaranna hafi virkan áhuga á stjórnmálum.
Þeim ber að leika hlutverk varðhunda sem verji
frelsi manna gegn mögulegri misbeitingu
valds1.
Áður en ég fer nánar út í sálma írska heim-
spekingsins vil ég bjóða góðfúsum lesanda í ferð
til Mónakó. Um þann merka stað var eitt sinn
ort:
„Mónakó er lítið land
Og langt í burtu að auki“2
Ætla ég ekki fjölyrða frekar um kveðskap
þennan en spyr heldur: Er ekki dvergríki þetta
sælureitur frelsins? Íbúarnir borga jú ekki einu
sinni skatta, ekki fer fyrir ritskoðun, hvað þá átt-
hagafjötrum og það þótt (eða vegna þess að) að
furstadæmið sé engan veginn lýðræðisríki. En
Pettit (sem hvergi nefnir Mónakó) teldi varla
íbúa þessa ríkis frjálsa. Hann segir að ekki sé
gefið að menn séu frjálsir jafnvel þótt enginn
skipti sér af þeim. Hugsum okkur að af-
skiptaleysið sé skilyrt staðreynd (contingent
fact, tilviljun) og að menn búi að auki í skugga
ofurvalds. Þá eru þeir strangt tekið ekki frjálsir.
Hugsast gæti að furstinn af Mónakó hafi vald til
þess að skipta sér af fólki gegn vilja þeirra en
hafi ákveðið af gæsku sinni að láta það eiga sig.
Þá er afskiptaleysið í Mónakó skilyrt, það vill
bara svo til að furstarnir þar hafa ekki nennt að
kúga skrílinn. Annað borgríki, Hong Kong, er
jafnvel enn betra dæmi. Þar hefur ekki ríkt lýð-
ræði en bresku nýlendaherrarnir skiptu sér lítið
af þegnunum og landið hafði frjálsustu markaðs-
skipan í heimi. En Bretar takmörkuðu tjáning-
arfrelsið þegar þeim bauð svo að horfa. Það
gerðu þeir sérstakleg ef þeir óttuðust að frelsinu
yrði beitt til að ögra kommúnistastjórninni í
Peking. Ekki nefnir Pettit Hong Kong fremur
en Mónakó, hefði hann gert það þá hefði hann
sjálfssagt sagt að Hong Kong-búar hefðu eig-
inlega ekki notið frelsis. Að vera frjáls þýðir ekki
að engar hömlur séu settar á gerðir manna.
Þvert á móti, hömlur réttláts lagakerfis svipta
menn ekki frelsi. Hugsum okkur að tiltekinni
stofnun sé leyft að skipta sér af högum fólks en
aðeins með því skilyrði að afskiptin virðist þjóna
hagsmunum fólksins eins og stofnunin skil-
greinir þá. Gerum okkur líka í hugarlund að
stofnunin sé þess megnug að gera þetta en geti
alls ekki skipt sér af högum manna nema af-
skiptin þjóni því sem þeir telji vera hagsmuni
sína. Í slíku tilviki væri erfitt að kalla afskiptin
„frelsisskerðingu“. Til að skilja þetta verðum við
að líta á hugmyndir Pettits um frelsi sem for-
ræðisleysu (liberty as non-domination). Maður
getur lifað lífi sínu án afskipta annarra en samt
verið upp á náð annarra manna kominn. Þeir
gætu hafa látið geðþótta sinn ráða er þeir afréðu
að láta manninn í friði og gera hann þannig
frjálsan að hætti frjálshyggjunnar (frjáls-
hyggjumenn segja menn frjálsa ef enginn treður
þeim um tær). En þessi maður er ekki raunveru-
lega frjáls því afskiptaleysi hans er skilyrt (cont-
ingent), tilviljunum undirorpið. Það vildi einfald-
lega svo til að ákveðnir einstaklingar ákváðu að
láta hann í friði. Hann lýtur forræðis þessara
einstaklinga, hann er háður náð þeirra og frelsi
hans er því takmarkað. Hugsast gæti að hann
byggi í hverfi þar sem rustamenni nokkurt er
forráða. En maðurinn hefur fengið að vera í friði
fyrir rustanum, kannski vegna hreinnar heppni
(ruddinn tekur ekki eftir honum). Kannski er
hann einfaldlega slægur og smjaðrar fyrir hverf-
is-Rambónum hvenær sem þeir hittast. Kona
sem býr í karlveldi kann að vera í svipaðri að-
stöðu. Hún gæti verið nógu útsjónarsöm til að
koma í veg fyrir afskipti annarra eða svo hepp-
inn að vera gift góðum manni. Frelsi konunnar
er samt ófullkomið. Menn geta nefnilega ekki
verið fyllilega frjálsir nema þeir séu gulltryggðir
gegn geðþóttakenndum afskiptum. Og sem áður
segir geta þeir talist frjálsir jafnvel þótt einhver
skipti sér af þeim svo fremi afskiptin séu ekki
bundin geðþótta: „… an act of intereference will
be non-arbitrary to the extent that it is forced to
track the interests and ideas of the person suf-
fering from the interference“ (Pettit (1997), Bls.
55). Sá afskiptasami verður sem sagt að þekkja
og taka fyllsta tillit til hagsmuna og hugmynda
afskiptaþola. Mér sýnist þetta hljóti að þýða að
morðingi sé ekki sviptur frelsi þótt hann sé sett-
ur í tukthúsið. Ein af ástæðunum fyrir þessu er
sú að hann hljóti að telja rétt að banna morð.
Ekki einu sinni morðhundar vilja láta drepa sig!
Réttarkerfið skiptir sér af honum með því að
stinga honum inn en skerðir ekki frelsi hans því
tillit er tekið til hagsmuna hans (hann telur sig
hafa hag af að vera ekki myrtur). Geðþóttavana
afskipti (non-arbitrary interference) af þessu
tagi eru eins og þær þvinganir sem við verðum
fyrir af völdum náttúrunnar. Enginn myndi
segja að stormurinn skipti sér af mér, að hann
skerði frelsi mitt þótt ég verði að sitja heima
vegna veðurs. Hvað ríkið varðar þá eru afskipti
þess þá og því aðeins geðþóttavana að þau þjóna
sameiginlegum hagsmunum þeirra sem verða
fyrir barðinu á þeim (afskiptunum). Ríkið skipti
sér af högum morðingjans en þau afskipti þjón-
uðu bæði hag hans og annarra í sömu aðstöðu.
Þýðir þetta að þolendur afskiptanna verði í
reynd að samþykkja réttmæti þeirra? Alls ekki,
en menn verða að eiga kost á að gagnrýna af-
skiptin og hnekkja þeim. Til dæmis verður
morðinginn að geta áfrýjað dóm sínum og póli-
tísk öfl verða að geta barist fyrir afnámi fang-
elsa. Aðeins valdbeiting sem hægt er að berjast
gegn með þessum hætti er í raun og sannleik
geðþóttalaus. Sérhver borgari og sérhver sam-
félagshópur verður að geta skorað ríkið á hólm.
Þeir verða að geta gagnrýnt og hnekkt sérhverri
athöfn ríkisins og hugmyndunum sem að baki
búa. Þess lags ríkisvald er ekki forræðisríki.
Pettit talar um hnekkjunarlýðræði (“contestory
democracy) sem undirstöðu hins sanna lýðveld-
is. Ríkisstjórn er lýðræðisleg að svo miklu leyti
sem borgarnir geta ávallt skorað hana á hólm,
borið brigður á ákvarðanir hennar og hnekkt
þeim. Borgarar í slíku ríki njóta sjálfsstjórnar í
þeim skilningi að þeir eru aldrei aðeins þol-
endur, heldur líka gerendur. Þeim er frjálst að
velta vöngum yfir hugmyndum og gerðum rík-
isstjórna, styðja þær eða berjast gegn þeim. Og
þá spyr kannski frómur lesandi hvort Pettit sé
fylgjandi beinu lýðræði. Samkvæmt hugmynd-
inni um beint lýðræði taka borgararnir allar
ákvarðanir í sameiningu án milligöngu kjörinna
fulltrúa. Þeir stjórna einatt gegnum sjálfs-
sprottin ráð, samanber hugmyndir Arendts og
ýmissra róttæklinga. En þannig hugsar Pettit
ekki. Beint lýðræði er ekki endilega besta
hnekkjunarlýðræðið, þess utan getur meiri-
hlutaveldi ógnað lýðræðinu. Frjálshyggjumenn
hafa bent réttilega á að meirhlutinn geti ákveðið
að sálga lýðræðinu. Samt ber ekki að varpa lýð-
ræðishugsjóninni fyrir róða, segir Pettit.
Hnekkjunarlýðræðið (lýðveldið) er móteitur
gegn hættunni af meirihlutakúgun því það er
lýðræði sameiginlegra og yfirvegaðra ákvarðana
(deliberative democracy). Pettit hefur í huga
þær sameiginlegu og yfirveguðu ákvarðanir sem
kviðdómar taka. Stofnanir lýðræðissamfélags
eiga að vera sem líkastar slíkum kviðdómum.
Hafi ég skilið Pettit rétt þá ber þessum lýðræð-
is-kviðdómi að vega og meta ákvarðanir og hug-
myndir ríkisins. Og rétt eins og aðrir kviðdómar
verður lýðræðis-kviðdómurinn að hafa meðlimi
frá hinum ýmsu hópum samfélagsins. Ein leið til
að tryggja það er að úthluta minnihlutahópum
lágmarkskvóta þingmanna.
Lögþing skipta miklu máli fyrir lýðveld-
ishyggju Pettits. Lýðræði er nefnilega að hans
mati ekki bara spurning um gagnrýni, áskorun
og vörn gegn valdníðslu. Borgarar lýðveldisins
verða líka sumpart að vera höfundar laga, sum-
part ritstjórar sem hjálpa til við ritstjórn laga
meðan lögþing semja lögin. Vissulega leggur
Pettit áherslu á lögveldi (the empire of law),
dreifingu lagavalds, og tryggingu þess að meiri-
hlutinn geti ekki breytt stjórnarskránni að geð-
þótta. En lýðveldið hefur aðrar víddir en þær
sem varða lög og stjórnarskrá. Lýðveldið þarf á
virkum og vakandi borgurum að halda. Í því
sambandi má velta fyrir sér hvort Nixon hefði
komist upp með athæfi sitt hefði ekki hópur
virkra borgara varið lýðræðið gegn honum.
Spyrja má líka hvort ríkisstjórnir Davíðs Odds-
sonar og Halldórs Ásgrímssonar hefðu getað
vaðið svona uppi ef borgararnir hefðu verið virk-
ari og betur vakandi.
Pettit er alls ekki á móti því að lýðveldið leiki
virkt hlutverk í efnahagslífinu, t.d. með því að
banna einokun fjölmiðla. Hinn mikli lýðveld-
issinni Davíð Oddsson er örugglega innilega
sammála, um Samfylkinguna skal ekki fjölyrt.
Hún er þó örugglega sammála írska hugsuðnum
um að mikilvægast sé að ríkið aðstoði þá sem
minna mega sín til að losna undan forræði. Lít-
um á stöðu verkamanna. Ef verkamenn eiga að-
eins val milli þess að svelta eða undirrita nauð-
ungarsamninga við atvinnurekendur þá geta
ríkisafskipti verið þrautalendingin fyrir verka-
mennina. Í þessu tilviki getur ríkið fært þeim
frelsi, bjargað þeim frá forræði auðherranna.
Slíkt forræði virðist ríkja í sæluríki George
Bushs. Bandaríska blaðakonan Barbara Ehren-
reich segir að fátækt verkafólk vestanhafs sem
vinnur McStörf sé nánast þrælar almáttugra at-
vinnurekenda. Vandséð er annað en að rík-
isíhlutun ein geti bætt kjör þessa fólks, hvers
grábölvuð sem hún kunni að vera. Ehrenreich
segir reyndar að ríkisstjórn Bush berjist með
ráðum og dáðum gegn verkalýðsfélögum í
McStarfsgreinum, ríkisíhlutun hefur ýmsar hlið-
ar (Ehrenreich (2001)). Auðvitað ætti ríkið að
fara hina leiðina, efla verkalýðsfélögin í þessum
bransa, þótt dæmi séu um að ríkið hafi gert rétt í
að múlbinda verkalýðsfélög. Bresk verkalýðs-
félög voru komin góða leið með að eyðileggja
breskt samfélag með endalausum verkföllum
þegar frjálshyggjufrömuðurinn Margret Thatc-
her greip í taumana. Þökk sé kerlu! Enda segir
Pettit réttilega að undir vissum kringumstæðum
eigi lýðveldið að fara leið frjálshyggjunnar. Ef
við uppgötvum að velferðaríkið geri þegnanna
að aumingjum sem geti vart tekið sjálfsstæðar
ákarðanir þá er til í dæminu að breyta að hætti
frjálshyggjunnar. Þetta er eins og talað úr mínu
hjarta. Mig rekur minni til þess að hafa heyrt
um rannsókn gerða í Svíþjóð sem benti til þess
að stór hluti þjóðarinnar gæti vart tekið frum-
kvæði að neinu, heldur biði eftir því að ríkið
Lýðveldi eða forræði?
Hnekkjunarlýðræði Hnekkjunarlýðræðið (lýðveldið) er móteitur gegn hættunni af meirihlutakúgun því það er lýðræði sameiginlegra og yfirvegaðra ákvarðana (deliberative democracy).
Samfylkingarmenn ættu að sperra eyrun er
írski heimspekingurinn Philip Pettit segir að
lýðræðið eigi að vera hnekkjunarræði virkra,
vakandi borgara, segir greinarhöfundur.
» Spurningin er hvort ekki sé
kominn tími til þess að beita
íslenska ríkinu til þess að
temja auðvaldið, t.d. með því
að takmarka rétt auðherranna
til að dæla peningum í kosn-
ingasjóði. Það nær engri átt að
peningamenn geti gert stjórn-
málaflokka að bankaútibúum.