Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Umhverfismálin og umræðuplanið Um miðjan júlí skrifaði ég opnugrein í Lesbókina þar sem ég varpaði fram þeirri spurningu hvort umhverfisvernd ætti að vera einkamál vinstri- manna og hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki tekið sér breska íhaldsflokkinn til fyrirmyndar í umhverfismálaumræðunni.1 Ég vísaði í skrif Dav- ids Cameron, leiðtoga enskra íhaldsmanna, og sagði að nú lýstu þeir því yfir að þeir væru hægri- grænir „stuðningsmönnum Verkamannaflokksins til sárrar mæðu, en þeir eru ekki nógu stórir í sér til að fagna þessari áherslubreytingu“. Síðan bæti ég við: „Umhverfismálin eiga að vera hafin yfir flokkadrætti.“ Ég hamra á þessum þætti í grein minni og segi tíma kominn til að íslenskir hægri- menn taki virkari þátt í umhverfismálaumræð- unni. Ég spyr m.a.: „Sýnir það mikla útsjónarsemi að láta vinstrimönnum algjörlega eftir einn mik- ilvægasta málaflokk samtímans?“ Svo segi ég undir lok greinar minnar: „ég fyrir mitt leyti get ómögulega séð hvers vegna græn viðhorf þurfi að útiloka úr stefnuskrá [Sjálfstæðis]flokksins.“ Einn af þeim einstaklingum sem ég beini sér- stakri athygli að er Illugi Gunnarsson, stjórn- armaður í Landsvirkjun, en hann gengur í skrif- um sínum út frá þeirri forsendu að andstaðan við stóriðju sé einkamál vinstrimanna, m.a. þegar hann segir í pistli í Fréttablaðinu: „Ég hef haft af því lúmskt gaman hversu margir vinstri sinnaðir kunningjar mínir tala þessa dagana um að þjóðin megi ekki vera hrædd […] við að hætt verði við opinbera þátttöku í atvinnulífinu, þ.e. í uppbygg- ingu stóriðju.“2 Ég var ósáttur við það hvernig Ill- ugi útilokaði flokkssystkini sín úr umhverfismála- umræðunni og spurði: „Þekkir Illugi enga hægrimenn sem vilja huga að umhverfisvernd- armálum í ríkari mæli en verið hefur? Veit Illugi ekki um neinn í Sjálfstæðisflokknum sem er á þeirri skoðun að rangt sé að leggja í stækkun ál- versins í Straumsvík og smíði nýrra álvera í Helguvík og á Húsavík? Hefur enginn í flokknum fært fyrir því hagfræðileg rök að stóriðjustefnan sé vanhugsuð? Vilja engir sjálfstæðismenn af- nema ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar? Þekkir Illugi enga hægri sinnaða einstaklinga sem hafa áhyggjur af áhrifum stóriðju á ferða- þjónustu í landinu? Hafa engir í Sjálfstæð- isflokknum áhyggjur af heilsufari barna á Stór- Reykjavíkur svæðinu haldi stóriðjuframkvæmdir áfram á suðvesturhorninu þar sem stærstur hluti landsmanna er búsettur?“ Enn mætti nú spyrja: Er Illugi ekki andvígur þeirri stefnu að ríkisvaldið gangist fjárhagslega í ábyrgð fyrir virkj- anaframkvæmdum til að vega upp á móti lakri arðsemi Kárahnjúkavirkjunar?“ Illugi vék sér undan spurningum mínum, en það kom í sjálfu sér ekki á óvart. Honum finnst sú niðurstaða mín, að hann útiloki með slíku orðalagi möguleikann á því að Sjálfstæðisflokksmenn geti verið andsnúnir stóriðju, alveg makalaus og vill skýra hana svo „að þar sem ekki sé fullur sam- hljómur á milli skoðana hans sjálfs [Guðna] á um- hverfismálum og hægrimanna, þá telji hann ein- hvern veginn að hægrimenn beri ekki náttúruvernd fyrir brjósti. Við erum ekki sam- mála ég og Guðni og þar með verður deiluefnið einkamál Guðna!“3 Illugi veit rétt eins og ég að til eru hægri sinnaðir einstaklingar sem eru and- snúnir frekari stóriðjuhugmyndum. En í stað þess að játa það siglir hann málinu í þá flokkspólitísku höfn sem reist var á Reyðarfirði fyrir skömmu. Af orðum Illuga má ætla að skoðanir hans séu sam- nefnari fyrir afstöðu allra hægrimanna en þær spurningar sem ég reifaði í grein minni séu aug- ljóst dæmi um eitthvað annað, líklega vinstri villu, eins og dylgjan um að deiluefnið sé „einkamál Guðna“ gefur til kynna, en mikið hvílir á því að hægt sé að sýna fram á að vegabréf Guðna El- íssonar sé rautt fremur en blátt, sér í lagi í ljósi þess að Guðni hefur ekki hátt um útgáfustaðinn. Með þessu svari hefur Illugi snúið merkingu greinar minnar á haus, en hún snerist einmitt um það að voðinn væri vís ef umhverfismálin héldu áfram að vera einkamál vinstrimanna. Ýmsir áttu eftir að blanda sér í umræðuna á komandi vikum og þá jafnan á þeim flokks- pólitísku nótum sem Illugi leggur í svari sínu. Ill- ugi gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að aðhyllast hægri sinnuð sjónarmið og vera andvígur þeirri stóriðjustefnu sem hann aðhyllist sjálfur og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur staðið fyrir síðasta áratug- inn. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, tekur undir það sjónarmið í grein sem hún skrifar í Lesbókina stuttu síðar.4 Eftir sitja allar þær þúsundir einstaklinga sem aðhyllast róttækari umhverfissjónarmið en þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á, en þykir flokkur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs ekki fýsilegur kostur þegar kemur að þjóðmálaumræðunni. Eftir sitja allir þeir sem hugsanlega vilja annan valkost en Illugi og Kol- brún eru fulltrúar fyrir. Það er því kannski engin furða að Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sjái sér leik á borði í Lesbók- argreininni „Græna þungamiðjan“ (30.9.) og höfði til þessa hóps einstaklinga með því að bjóða sam- fylkingarbland í poka. Fátt bendir þó til þess að Samfylkingin hafi horfið frá þeirri stóriðjustefnu sem hún hefur stutt undanfarin ár. Nú bíður mað- ur bara spenntur eftir því að Framsóknarflokk- urinn blási rykið af flokksmerkinu og reyni að sannfæra lesendur um að mengunargrátt sé grænt. Gunnar Hrafn Jónsson, blaðamaður, tók saman umræðuna um einokun vinstrimanna á umhverf- ismálaumræðunni fyrir Lesbók Morgunblaðsins í greininni: „Er hægt að vera hægri og grænn? Eru umhverfismál einkamál vinstrimanna? Eða kem- ur náttúruvernd flokkspólitík ekkert við?“ (9.9. 2006). Af titlinum mætti ætla að þau sjónarmið sem ég setti fram tveimur mánuðum fyrr væru í fyrirrúmi, en svo virðist sem Gunnar hafi misst af aðalpunktinum í grein minni því að hann gerir máttleysislega vörn Illuga Gunnarssonar að sinni skoðun í lýsingu á efni hennar: „Illugi velti því enn fremur fyrir sér hvort sú staðreynd að hann er ósammála málflutningi vinstri grænna um um- hverfismál sé ástæða þess að Guðni og aðrir vinstrimenn telji náttúruvernd sitt „einkamál“.“ Svargrein Illuga við grein minni segir Gunnar Hrafn svo kveikjuna „að þeirri heitu umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið um umhverfismál og hlutverk Sjálfstæðisflokksins í þeim málaflokki“. Ég sé ekkert að því að blaðamenn hafi skoðanir og að þeir taki afstöðu með eða á móti þeirri umræðu sem farið hefur fram, en samantekt Gunnars Hrafns á efni greinar minnar er gagnrýnislaus samsuða úr rangfærslum Illuga Gunnarssonar. Það er stundum svolítið eins og að gefa sig merkingarleysinu á hönd að taka þátt í íslenskri þjóðmálaumræðu. Það er gjörsamlega ómögulegt að halda því fram að í grein minni sé sett fram sú krafa að náttúruvernd sé einkamál vinstrimanna. Ef hún hefur eitthvert gildi fyrir samfélags- umræðuna liggur það einmitt í því að enginn ís- lenskra stjórnmálaflokka hefur séð ástæðu til að fagna innihaldi hennar. Hún er gagnrýnin á stór- iðjuafstöðu Sjálfstæðisflokksins, Framsókn- arflokksins og Samfylkingarinnar, en leggur um leið til að umhverfismálin verði tekin til róttækrar endurskoðunar á hægri væng íslenskra stjórn- mála. Ef slíkar breytingar yrðu að veruleika er hugsanlega hætt við að Vinstrihreyfingin – grænt framboð tapaði nokkru af sérstöðu sinni í íslenskri stjórnmálaumræðu. Enda hef ég ekki orðið var við að grein mín hafi vakið sérstaka hrifningu meðal íslenskra vinstrimanna. Sem stendur hafa þeir þó ekkert að óttast því að grænar áherslur Sjálfstæðisflokkins eru orðin tóm. Grein Illuga Gunnarssonar á því meira sameig- inlegt með grein Kolbrúnar Halldórsdóttur en mín grein, því að Kolbrún og Illugi eru bæði fús að halda umhverfismálaumræðu flokkanna tveggja rækilega aðgreindri í stað þess að taka hana út fyrir hið flokkspólitíska svið eins og ég legg til að gert verði. Bæði gera líka ráð fyrir einni gerð hægrimanna, einstaklinga sem aðhyllast hrein- ræktaða frjálshyggju. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur þó alltaf sameinað flóknari hugmyndafræði en þau vilja vera láta, t.d. tekið mið af þeirri íhalds- stefnu sem er ein af helstu kjölfestum flokksins og í nafni hennar má auðveldlega gera umhverf- ismálin að helsta baráttumáli flokksins. Þá væri farið að dæmi breskra íhaldsmanna en því má ekki gleyma að hugtökin conservative og con- servation eru af sama meiði eins og ég ítrekaði í grein minni frá því í júlí. Austanátt eða vestanátt? Skiptir máli hvaðan hann blæs? Eru veðurguð- irnir ekki hafnir yfir pólitískt moldviðri? Eitt af því sem Illugi Gunnarsson vill ekki ræða úr grein minni er sú staðreynd að harðlínumenn í Sjálf- stæðisflokknum hafa lengi litið svo á að fréttir af gróðurhúsaáhrifum væru lævíst áróðursbragð vinstrimanna, sem reyna að vinna gegn framtaki einstaklingsins með því að koma á ýmiss konar mengunarkvótum og með því að vilja takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Umhverf- isverndarsjónarmið hafa lengi verið álitin ógn við frelsið í heiminum í augum áköfustu harðlínu- manna á hægri vængnum í bandarískum og ís- lenskum stjórnmálum. Þessi harðlínuafstaða birtist í fjöldamörgum greinum á heimasíðu ungliðahreyfingarinnar á Vef-Þjóðviljanum, en þar er jafnan lítið mark tek- ið á fréttum um stórhættulegar afleiðingar hnatt- rænnar hlýnunar. Í grein minni „Umhverfið og áróðurstækin: Stendur Sjálfstæðisflokknum ógn af umhverfisvernd?“ frá því í júlí rakti ég hvernig hagfræðingurinn og frjálshyggjumaðurinn Roger Bate segir Ísland mögulega geta brúað bilið milli Bandaríkjanna og Evrópu í umræðunni um gróð- urhúsaáhrifin, en Bate sem hefur skrifað margar bækur þar sem hann dregur í efa vísindalegt gildi loftslagsrannsókna, segir Davíð Oddsson hafa verið mikilvægan liðsmann í baráttu hægrimanna gegn þeirri vá sem stendur fyrir dyrum ef um- hverfissjónarmiðin ná fram að ganga: „Davíð Oddsson hefur gert lítið úr líkunum á hættulegum loftslagsbreytingum og er kannski eini leiðtoginn í Evrópu sem hefur gert það. Hann studdi Bush bak við tjöldin á nokkrum fundum í Evrópu þar sem spurningar um loftslag voru teknar fyrir. […] Afstaða hans til loftslagsbreytinga er óvenjuleg rétt eins og viðhorf hans til efnahagsstjórnunar, sérstaklega í ljósi þess að græningjar og sósíal- istar eru fyrirferðarmiklir í landinu.“5 Bate segir Ísland enn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að miðla málum milli Evrópu og Bandaríkj- anna þótt kaldastríðinu sé lokið, en þar sé ágrein- ingurinn um loftslagsbreytingarnar alvarleg- astur. Tilefni greinar Roger Bate var ráðstefna frjálshyggjumanna í Reykjavík í ágúst 2005, en eitt af viðfangsefnum hennar var að greina hvern- ig vísindunum er misbeitt á kostnað frelsisins. Bate leggur til að aftur verði fundað í Reykjavík núna í október, en þeim fundi á Davíð Oddsson að stýra og þar á að fjalla um þau stefnumál sem snúa að loftslagsbreytingum. Hér hlýtur sú spurning að vakna hvort margir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins séu í stríði gegn þeim ráðandi hugmyndum loftslagsvísinda- manna sem mótað hafa umhverfismálaumræðuna í heiminum? Hversu margir af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins eru á þeirri skoðun að kenningar um gróðurhúsaáhrif séu vafasamar í ljósi þess að þær takmarki frelsi einstaklinga og því sé réttara að halda að sér höndum? Hversu margir eru á þeirri skoðun að ábyrg viðbrögð við hættunni falli undir ríkisafskipti og það sé hættulegra en að gera ekkert? Það er í raun ótrúleg kaldhæðni að ötulustu fulltrúar hægri-umræðunnar í umhverf- ismálum skuli vera Illugi Gunnarsson og Sigríður Ásthildur Andersen, prófkjörsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins, því að á meðan aðrir fram- bjóðendur sýna umhverfismálum lítinn sem eng- an áhuga hafa Illugi og Sigríður bæði sett fram hugmyndir um að við eigum að njóta náttúrunnar og nýta hana.6 Jafnframt hafa þessar björtustu vonarstjörnur umhverfisbótastefnunnar lengi verið ötulir gagnrýnendur ráðandi loftslagsrann- sókna jafnt í ræðu sem riti, eins og allir vita sem eitthvað hafa fylgst með íslenskri þjóðmála- umræðu. Illugi hefur margsinnis dregið í efa að gróðurhúsaáhrifin séu af manna völdum, t.d. í þættinum Silfri Egils síðasta vor, en Sigríður er einn af ritstjórum Vef-Þjóðviljans, en það vef- tímarit hefur gengið lengst íslenskra fjölmiðla í tilraunum til að vefengja allar þær rannsóknir sem benda til aukinna gróðurhúsaáhrifa í heim- inum. Illugi og Sigríður kveða ekki eins fast að orði nú og oft áður. Eflaust hugleiða þau vaxandi áhuga almennings á umhverfismálum, sem er skyn- samlegt að gera þegar maður er á leiðinni í fram- boð.7 Þó er rétt að fjölmiðlar spyrji þau í þaula um afstöðu þeirra til loftslagsrannsókna svo að eng- inn vafi leiki á skoðunum þeirra í þeim efnum. Ill- ugi sakaði mig um að telja náttúruvernd vera mitt Með lögum skal landi Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn stóriðjuflokkur? Við Torfajökul „Það er kominn tími til að risinn í íslenskum stjórnmálum vakni af steinrunnum náttt sökum ber hann mesta ábyrgð á þeim náttúru- og efnahagsspjöllum sem íslenskar stóriðjuframkvæm Í ljósi hinnar miklu arðsemi sem íslensk stjórnvöld segja að tengist vatnsfallsvirkjunum og ásættanlegs fórnarkostnaðar verður að teljast undarlegt að almenn andstaða við stíflur hafi ver- ið orðin svo mikil á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar að vestræn stóriðjufyrirtæki í lönd- um eins og Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Kanada, Ástralíu, Frakklandi og Austurríki fóru að leita eftir nýjum mörkuðum. Stíflugerð í þriðjaheims ríkjum varð miklu algengari upp úr þessu og tengdist þá gjarnan þróunarhjálp. Hvað býr á bak við íslenska stóriðjustefnu?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.