Morgunblaðið - 23.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 23.01.2006, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík, sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 Hafnarfjörður, sími 510 9500 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 2 0 10 7 Frá 49.990 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í viku. Stökktu tilboð 4. febrúar. Flug, skattar og gisting í Zell am See eða Schuttdorf. Aukagjald fyrir einbýli kr. 8.900. Stökktu á skíði til Austurríkis 4. febrúar Flug og hótel frá 49.990 kr. Heimsferðir bjóða þér að stökkva á skíði til eins vinsælasta skíðasvæðis Austur- rísku alpanna, Zell am See/ Schuttdorf. Beint flug til Salzburg og um klst. akstur til Zell am Zee/Schuttdorf. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Góð skíðasvæði og allar tegundir af brekkum, einnig fyrir snjóbretti og gönguskíði. OPIÐ hús var í tann- læknadeild Háskóla Íslands á laugardag, í tilefni af sex- tíu ára afmæli deildarinnar. Þar var almenningi kynnt starfsemi deildarinnar með margvíslegum hætti. Meirihluti íslenskra tann- lækna er menntaður við Háskóla Íslands og fer menntun tannsmiða og tanntækni einnig fram í tengslum við tann- læknadeildina. Til að kynn- ast betur starfsumhverfi og vinnu tannlækna fengu handlagnir gestir að taka sér bor í hönd og spreyta sig á að bora í tennur. Enn- fremur var 60 fyrstu gest- um dagsins boðin tann- skoðun, þeim að kostn- aðarlausu. Lagðist það vel í gesti og mátu tann- læknanemar tannheilsu þeirra af fagmennsku og natni. Ókeypis tannskoðun í opnu húsi Morgunblaðið/Ómar Tannsmiðir sýndu margvísleg viðfangsefni sín í opnu húsi í tannlæknadeildinni við Hringbraut á laugardag. SAMEINING fjögurra sveitarfé- laga í Þingeyjarsýslu var samþykkt í kosningum á laugardaginn var. Íbúar Raufarhafnarhrepps, Öxar- fjarðarhrepps, Kelduneshrepps og Húsavíkurkaupstaðar gengu þá að kjörborðinu og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. Sveitarfélagið verður mjög víðfeðmt og íbúar þess rúmlega þrjú þúsund, samkvæmt íbúatölum 1. desember síðastliðinn. Alls samþykktu 79,1% þeirra sem greiddu atkvæði í Húsavík- urbæ sameininguna en 20,9% sögðu nei. Í Kelduneshreppi sögðu 54,1% já en 45,9% nei. Í Öxarfjarð- arhreppi samþykktu 55,5% samein- ingu en 44,5% sögðu nei. Í Rauf- arhafnarhreppi sögðu 58,9% já 41,1% nei. Í Húsavíkurbæ tóku 28,3% þeirra sem voru á kjörskrá þátt í kosningunni, í Kelduneshreppi 80,8%, í Öxarfjarðarhreppi 75,3% og í Raufarhafnarhreppi 58,2%. Sameining samþykkt                             GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, seg- ir það koma mjög á óvart að Atlantsskip hyggist flytja úr bænum. Morgunblaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið væri að sprengja af utan af sér aðstöðu sína við höfnina í Kópavogi og að for- ráðamönnum fyrirtækisins og bæjaryfirvöldum hefði orðið lítið ágengt í samningaviðræðum um framkvæmdir á svæðinu. Bæjaryfirvöld sögðu ótímabundnum samningi við Atlantsskip nýlega upp. „Við höfum verið í samningaviðræðum en það hefur ekki gengið saman,“ segir Gunnar. „Við sögðum samningnum upp með hefðbundnum sex mánaða fyrirvara með það í huga að endurnýja hann fyrsta júní þegar þessi tími rennur út, en samningar tókust ekki á milli okkar.“ Bjartsýnn á að samningar náist Gunnar segir fyrirtækið á förum náist ekki samningar en hann kveðst bjartsýnn á að það takist. „Ég held að þeim líði hvergi betur og það sé hvergi ódýrara og betra að vera en hjá okkur,“ segir hann. „Í fjárhagsáætlunum er aðeins gert ráð fyrir minni háttar framkvæmdum,“ segir Gunnar, en í blaðinu í gær var greint frá því að bæjaryfirvöld vildu byrja lengingu á hafnarkantinum og stækk- un svæðisins um rúmlega 4.000 rúmmetra. Þessi aðstaða yrði þó ekki tilbúin fyrr en árið 2008 og að sögn forsvarsmanna Atlantsskipa yrði það of seint. „Þessar framkvæmdir eru ekki á áætlun. Við gerum þetta eðlilega ekki þegar þeir eru að hóta að fara, þá þýðir ekkert að eiga við það,“ segir Gunnar. Gunnar segir bæjaryfirvöld ekki með samn- inga við önnur stór flutningafyrirtæki. „Það hafa hins vegar aðrir aðilar sýnt þessu áhuga,“ segir hann, en gefur ekki upp hverjir það séu. „Menn hafa sýnt þessu áhuga en við viljum vera heið- arlegir við Atlantsskip og höfum ekki viljað ræða mikið við aðra aðila. En fleiri en einn og fleiri en tveir hafa sýnt þessu áhuga.“ Bæjarstjóri Kópavogs hissa á hugsanlegum flutningum Atlantsskipa Aðrir hafa sýnt svæðinu áhuga Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN myndi ná hreinum meirihluta og fengi níu borgarfulltrúa kjörna, ef gengið væri til borgarstjórnarkosn- inga nú, samkvæmt könnun Frétta- blaðsins. Samfylkingin næði fimm fulltrúum og Vinstri grænir einum en Framsóknarflokkur og Frjáls- lyndi flokkurinn fengju ekki mann. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 52,7% at- kvæða en það er litlu minna en í síð- ustu könnun blaðsins í ágúst. Samfylkingin fengi 30,8% at- kvæða en Vinstri grænir 8%. Þrátt fyrir að ná ekki manni inn eykur Framsóknarflokkurinn aðeins við fylgi sitt frá því í síðustu könnun. Hann mælist nú með 5,4% fylgi en fékk síðast 4,8%. Frjálslyndi flokk- urinn bætir einnig aðeins við sig og hlýtur 2,8%. Hringt var í 600 íbúa í Reykjavík þann 21. janúar og skiptust svar- endur jafnt milli kynja. 58,5% tóku afstöðu til spurningarinnar „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?“ Sjálfstæðisflokkur fengi níu fulltrúa ÞRÍR menn, Íslendingur á sextugs- aldri og tveir útlendingar, annar með spænskt og hinn með portúgalskt vegabréf, voru handteknir í Reykja- vík síðastliðinn fimmtudag. Þeir höfðu reynt að stofna til viðskipta við Íslandsbanka og lagt fram skjöl sem við nánari skoðun voru talin vafasöm eða jafnvel fölsuð. Lögreglan í Reykjavík var kölluð til og handtók mennina. Hún annast rannsóknina. Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn sagði ekki hægt að fullyrða á þessu stigi nákvæmlega hvað mönn- unum hafi gengið til. Málið snúist um plagg, bankaábyrgð frá belgískum banka upp á tugi milljóna evra, sem þyki tortryggilegt og sé að öllum lík- indum falsað. Mennirnir voru í haldi lögreglu fram á föstudag. Þeir voru yfirheyrðir og gáfu einhverjar skýr- ingar en lögreglan lagði hald á skjal- ið og fleiri gögn. Á föstudag óskaði lögreglan eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að þremenningarnir yrðu úrskurðaðir í farbann, svo þeir færu ekki af land- inu meðan lögreglan skoðaði málið. Dómarinn tók sér frest til að kveða upp úrskurð fram á laugardag og hafnaði þá farbannskröfunni. Menn- irnir gætu þess vegna verið farnir úr landi, að sögn Harðar. Þremenning- arnir leituðu til Íslandsbanka um til- tekin viðskipti, að sögn Völu Páls- dóttur, upplýsingafulltrúa bankans. Hún sagði að starfsmenn Íslands- banka hefðu skoðað skjöl, sem mennirnir lögðu fram, með hefð- bundnum hætti. Þetta eftirlit væri hluti af starfsháttum bankans og t.d. viðhaft þegar lögð væru fram erlend verðbréf eða önnur skjöl vegna við- skipta. Við skoðunina kom eitthvað óeðlilegt í ljós og þótti ástæða til að hafa samband við lögregluna vegna þess. Bankinn varð ekki fyrir neinu fjárhagslegu tjóni vegna málsins. Þrír menn handteknir vegna vafasamra viðskiptaskjala Tortryggileg bankaábyrgð fyrir tugi milljóna evra MÆNUSKAÐAÁTAK íslenzkra heilbrigðisyfirvalda og Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar verður kynnt á fundi Evrópuráðsins í Strassborg, sem hefst í dag, mánudag, og stendur fram á föstudag. Fundinn sækja sendi- nefndir frá 46 löndum. Evrópuráðið samþykkti að til- lögu Láru Margrétar Ragn- arsdóttur að styðja þetta átak og á fundinum í Strassborg mun Auður Guðjónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, ásamt fleirum kynna Evrópuráðinu á hvaða stigi verkefnið er. Bandaríski vísindamaðurinn Laurance Johnston var ráðinn fyrir ári til þess að safna upplýs- ingum um meðferðir, sem beitt er við fólk, sem hlotið hefur mænu- skaða, í því augnamiði að lækna það. Hann er nú að undirbúa að hlaða upplýsingum inn í gagna- banka, sem verður öllum aðgengi- legur; fagfólki og almenningi. Á fundinum verður dreift myndbandinu Hvert örstutt spor, sem Saga film framleiddi fyrir mænuskaðaátakið, en þar er m.a. lýst eftir þekkingu fagfólks og annarra. Unnið verður að því að myndbandið verði tekið til sýn- inga í sem flestum löndum og hafa Danir orðið fyrstir utan Ís- lands til þess að ákveða sýningar í sjónvarpi. Íslenzku fulltrúarnir á fundinum í Strassborg eru al- þingismennirnir Birgir Ármanns- son, Birkir Jón Jónsson og Mar- grét Frímannsdóttir og munu þau koma að kynningunni ásamt starfsfólki íslenzka sendiráðsins í Strassborg. Mænuskaðaátak kynnt á fundi Evrópuráðsins í Strassborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.