Morgunblaðið - 23.01.2006, Side 8

Morgunblaðið - 23.01.2006, Side 8
… fylgir frítt með í dag. 8 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfir 2.000 karlar aferlendu þjóðernibúa nú á Austur- landi og starfar meirihluti þeirra að virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum. 624 erlendir starfsmenn, megnið karlar, eru við byggingu álvers á Reyðar- firði á vegum Bechtel og undirverktaka og um 1.200 starfsmenn hjá Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Eru þá ótaldir erlendir starfsmenn undirverktaka þar, sem skipta tugum. Að auki býr og starfar nokkur hópur erlendra karla vítt og breitt um fjórðunginn óháð álveri eða virkjun. Hjá Becthel eru karlmenn af 16 þjóðernum við störf. Af 624 starfsmönnum eru 559 Pólverjar og flestir aðrir Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Ástralar og Chilebúar. Langflestir starfs- mannanna búa í Fjardaal Team Village, FTV-þorpinu rétt utan við þorpið í Reyðarfirði, en yfirmenn búa margir inni á Reyðarfirði eða Eskifirði og eru leigðar undir þá íbúðir eða einbýlishús. Í FTV er gott mötuneyti, grillstaður og bar, fimm afþreyingarsalir með t.d. borðtennis, billjarð, stóru sjón- varpi og 16 sjónvarpsstöðvum, bókasafn með internettengdum tölvum, lítil verslun með nauðsynj- um og þreksalur. Þráðlaust inter- net er á svæðinu svo þeir sem eiga sína tölvu geta notast við það. Allir fá í upphafi kynningu á Ís- landi og þeirri þjónustu sem er í boði í Fjarðabyggð. Starfsmenn fara títt inn á Reyðarfjörð og ganga þá gjarnan sérstakan upp- lýstan göngustíg sem liggur milli þorpanna. Erlendu starfsmennirn- ir setja sterkan svip á Reyðarfjörð og sem dæmi má oft sjá Pólverja raða sér á bryggjur og bakka og dorga. Þeir fara í hópum í mat- vöruverslanir og vínbúð og sækja mikið veitinga- og skemmtistaði á svæðinu, alls staðar auðþekkjan- legir í gulu búningunum. Bechtel innprentar sínu fólki mjög rækilega að hver og einn sé fulltrúi fyrirtækisins út á við og hvetur ákveðið til að menn hagi sér vel. Svo virðist sem ekki hafi komið til neinna meiri háttar árekstra við heimamenn. Heimsóknir í FTV- þorpið eru takmarkaðar, ekki síst fyrir það að vegna vaktavinnu á að ríkja þar ró. Íbúar þar geta þó tek- ið inn gesti á sínum vegum og bera ábyrgð á þeim. Einhver samskipti eru á milli er- lendu starfsmannanna og íslenskra kvenna á svæðinu, en virðast ekki vera mikil. Samfélag fjarri byggð Á Kárahnjúkasvæðinu búa nú hátt í 2.000 manns allt í allt. Erlendir starfsmenn Impregilo eru um 1.200 talsins, þar af er 591 frá löndum utan Evrópska efna- hagssvæðisins og 441 innan þess. 115 nýir eru væntanlegir um þessa helgi. Starfsmannavelta hefur minnkað mjög mikið eftir því sem liðið hefur á verkið og því myndast fastur kjarni starfsmanna. Yfirlæknir á svæðinu segir heilsu fólks býsna góða, þ.m.t. geð- heilsu erlendra starfsmanna, sem helst þjást af heimþrá og svefn- truflunum vegna sumarbirtunnar. Töluvert er um að vera á svæðinu, starfsmönnum til afþreyingar. Fjölsótt eru tungumálanámskeið og oft skemmtanir í klúbbhúsi. Sýnt er beint frá íþróttaviðburðum og afþreyingarefni í sjónvarpi á fleiri tugum sjónvarpsrása. Net- tengingar eru í boði fyrir alla starfsmenn á herbergjum og þráð- lausar tengingar víða um svæðið. Gott mötuneyti, matvöruverslun, sjoppu, heilsugæslu, skóla, leik- skóla og þrek- og íþróttasali má og finna í búðunum. Karlar úr Kárahnjúkum koma margir hverjir á sunnudögum í Eg- ilsstaði og fara þá í þær búðir sem á annað borð eru opnar og á kaffihús og sjoppur. Viðmælandi Morgun- blaðsins segir heimamenn lítið hafa reynt að ná til útlendinganna við virkjunina á mannlegum og fé- lagslegum nótum, utan félagasam- taka kvenna sem hafa samband við fjölskyldur í búðunum. Samfélagið sé þröngt og einangrað fyrir vikið og hverfist um sjálft sig. Karlarnir vinna, borða, sofa, umgangast tölu- vert eftir þjóðernum, fara á ein- stöku fyllirí og langar í félagsskap kvenna, sem takmarkast við búð- irnar sjálfar enda lítið hægt að gera í þeim efnum á örfáum sunnu- dagsklukkustundum á Egilsstöð- um. „Bara vinna á þessum ömurlega stað, engin sól, engar konur. Ekki einu sinni á Egilsstöðum,“ sagði einn og yggldi sig. Skv. upplýsingum frá Bechtel hafa starfsmenn tekið töluverðan þátt í heilsurækt inni á Reyðar- firði, farið sé í sund á sunnudögum í Egilsstaði og helgarferðir um Austurland, Norðurland og allt suður í Breiðamerkurlón þegar gefur og söfnin í kring skoðuð. Þátttaka er misjöfn og mest þegar farið er í Bónus á Egilsstöðum á sunnudögum. Nú koma 40 til 50 nýir starfsmenn vikulega til Becht- el og um 1.600 manns verða við störf um mitt næsta sumar, þar af á milli 10 og 20% Íslendingar. Það þýðir líklega að 800 erlendir karl- menn eru væntanlegir til viðbótar á Reyðarfjörð næsta hálfa árið eða svo. Fréttaskýring | 2.000 erlendir karlmenn starfa við virkjun og álver Aðeins unnið, borðað og sofið Afar ólíkt er að búa á reginfjöllum eða í eins kílómetra fjarlægð frá næstu byggð Lítil samskipti eru við heimafólk. Lífið snýst um að þrauka úthaldið og komast í frí  Tæplega 2.000 erlendir karl- menn starfa að byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi. Þeir vinna á 10 tíma vöktum í 2 eða 3 mánaða úthöldum og fá frí í 2 eða 3 vikur miðað við það, auk frídags á sunnudögum viku hverja. Þeir hafa nauman tíma til að gera annað en að vinna, borða og sofa; samskipti við heima- menn eru upp og ofan, samskipti við innlendar konur fara leynt og afþreyingu er helst að finna í vinnubúðunum þar sem þeir búa. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is DR. CAROL von Voorst sór embættiseið þann þriðja jan- úar síðastliðinn, en hún verður næsti sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi. George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi Von Voorst til embættisins í október síðastliðnum og í nóvember staðfesti Öldungadeild bandaríska þingsins tilnefninguna. Von Voorst hefur gegnt lykilstöðum í bandarísku utan- ríkisþjónustunni og lét í desember af störfum sem yfir- maður bandaríska sendiráðsins í Vín. Áður vann hún með- al annars í sendiráðunum í Helsinki og í Sarajevó. Hún hefur MA-gráðu í alþjóðlegum öryggismálum og MA- og Ph.d.- gráður í sagnfræði. Áður en hún gekk til liðs við utanríkisþjónustuna árið 1980 kenndi Van Voorst am- eríska sögu á háskólastigi. Hún er gift William A. Garland. Von Voorst tekur við af Philip S. Kosnett sem hefur starfað sem staðgengill sendiherra síðan James I. Gadsd- en lét af störfum í júlí síðastliðnum. F.v. dr. Carol von Voorst, nýr sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi AUÐUR Magndís Leiknisdóttir hlaut nýlega verkefnastyrk Fé- lagsstofnunar stúdenta fyrir BA- verkefni sitt í félags- og kynjafræðum „Bráðum kemur betri tíð – um við- horf til jafnréttismála í upphafi 21. aldar.“ Í verkefninu gerði Auður Magndís grein fyrir mælingum á viðhorfum fólks til jafnréttismála, en nið- urstöður hennar sýndu að karlar, at- vinnurekendur, þeir sem eru aðeins með grunnskólapróf eða framhalds- skólapróf og ungt fólk, aðhyllast frek- ar en aðrir hópar viðhorf sem ekki eru vænleg til árangurs í jafnrétt- ismálum. Niðurstöðurnar voru settar í samhengi við umræðu líðandi stund- ar um jafnréttismál, til að mynda um að jafnrétti sé handan við hornið, að atvinnurekendur sjái hag í auknu jafnrétti og að ungt fólk sé jafnrétt- issinnaðra en eldra. Að mati Auðar Magndísar renndu niðurstöður verkefnisins ekki stoðum undir slík sjónarmið, heldur sýna þær að kerfislægt viðnám, þekkingarleysi og vanmat á konum standaframþróun jafnréttis fyrir þrifum. Þannig hreki verkefnið ýmsar goðsagnir um gang jafnréttismála og viðhorf til þeirra. Verkefni Auðar var unnið upp úr Gallup-könnun frá árinu 2003, þar sem spurt var fjölmargra spurninga um ýmiss konar viðhorf. Veiddi hún Goðsagnir um gang jafnréttismála hraktar Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Magndís Leiknisdóttir tekur við verkefnastyrknum hjá Þórlindi Kjartanssyni, formanni stjórnar Félagsstofnunar stúdenta. Við hlið þeirra stendur Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS. upp úr könnuninni fjórtán spurningar og bjó til nokkurs konar jafnréttis- viðhorfavísa með því að draga saman viðhorfin. Meðal spurninga sem Auður Magndís dró út úr könnuninni voru spurningar eins og „Finnst þér konur eða karlar hæfari til að annast upp- eldi barna eða finnst þér kynin jafn hæf?“, „Væri það til góða fyrir stjórn- mál að konur taki þátt?“ og „Heldur þú að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu?“ Auður segir háskólamenntað fólk yfirleitt hafa fengið háa jafnrétt- iseinkunn og þá sérstaklega konur. Þá virtist launafólk á vinnumarkaði og nemar hafa nokkuð betri skilning á jafnréttismálum en atvinnurek- endur og þeir sem stóðu utan at- vinnumarkaðarins. „Mér fannst líka mjög áhugavert að fólk á aldrinum 18–30 ára var með neikvæðari viðhorf en hópurinn 31–47 ára, sem stóð sig best,“ segir Auður Magndís, sem seg- ir menntun ekki spila þar inn í, enda hafi hún tekið tillit til hennar í út- reikningum vegna aldurshópa. Leiðbeinandi Auðar Magndísar var dr. Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræðum. Verkefnastyrkir FS eru veittir þrisvar á ári og nema kr. 150.000 hver styrkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.