Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁSTA Möller, þingmaður og for-
maður Landssambands Sjálfstæð-
iskvenna, kveðst mjög sátt við nið-
urstöðu prófkjörsins í Kópavogi.
„Ég get ekki annað en verið glöð
fyrir hönd kvenna og fyrir hönd
flokksins með hvernig þetta rað-
aðist,“ segir hún. „Konur hafa
greinilega fengið mjög góðan stuðn-
ing í þessu prófkjöri og þær eru
þarna tvær í öruggum sætum. Það
var, eins og í Garðabæ, mikil barátta
um fyrstu sætin. Gunnar var auðvit-
að óskoraður í fyrsta en svo var mik-
il barátta um annað sætið og það
hefur auðvitað áhrif niður eftir list-
anum. En ég get ekki annað en verið
sátt með að á eftir þessum þremur
körlum koma sjö konur.“
Ásta segir konur greinilega hafa
fengið víðtækan stuðning og að Ást-
hildur hafi til dæmis fengið næstflest
atkvæði í heildina, næst á eftir
Gunnari.
„Mér sýnist líka að Sigurrós hafi
fengið flest atkvæði í þriðja sætið en
karlarnir á undan henni fá það mik-
ið í fyrsta og annað að hún nær ekki
þriðja sætinu,“ segir hún. „Þarna
eru bæði til staðar konur með langa
reynslu og glæsileg ung og öflug, vel
menntuð kona. Ef allt gengur eftir
verða að minnsta kosti tvær konur
af fimm fulltrúum okkar og jafnvel
þrjár ef Sjálfstæðisflokkurinn nær
sjötta manni inn og þá yrðu það jöfn
skipti. Kópavogsbúar voru full-
komlega meðvitaðir um að þeir
þyrftu að stilla upp góðum lista og
þeim hefur tekist það.“ Ásta sér ekki
ástæðu til að breyta röð frambjóð-
enda á listanum í Kópavogi út frá
kynjasjónarmiðum og kveðst al-
mennt frekar setja fyrirvara við úr-
ræði á borð við kynjakvóta. „Mér
finnst prófkjör hjá okkur upp á síð-
kastið hafa sýnt að kjósendur eru al-
mennt meðvitaðir um að það þarf
fjölbreytni og langbest er að þeir
raði þessu,“ segir hún.
Víðtækur stuðn-
ingur við konur
Morgunblaðið/Ómar
Ásthildur Helgadóttir, sem kemur ný inn á lista sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi í vor, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra voru
meðal þeirra sem biðu spenntar eftir úrslitum prófkjörsins.
GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, sigraði í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í bænum á laugardag-
inn. Gunnsteinn Sigurðsson, skóla-
stjóri og bæjarfulltrúi, náði öðru
sæti og Ármann Kr. Ólafsson, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra og
forseti bæjarstjórnar, hafnaði í því
þriðja. Efst kvenna í prófkjörinu
varð Ásthildur Helgadóttir, verk-
fræðingur og knattspyrnukona, sem
lenti í fjórða sæti eins og hún stefndi
að, en hún kemur ný inn á lista
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í
sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Gild atkvæði í prófkjörinu voru
2.239, 84 voru ógild og 1 autt. Alls
voru 1.293 nýskráningar í Sjálfstæð-
isflokkinn í Kópavogi síðustu tvær
vikur fyrir prófkjörið.
Niðurstöðurnar nú eru ekki mjög
ólíkar þeim sem urðu í síðasta próf-
kjöri flokksins í Kópavogi. Gunnar
heldur fyrsta sætinu en Gunnsteinn
og Ármann víxla næstu tveimur
sætum. Sigurrós Þorgrímsdóttir, al-
þingismaður og bæjarfulltrúi, náði
síðast fjórða sæti en hafnaði nú í því
fimmta og Ásthildur nær nú fjórða
sæti en Halla Halldórsdóttir, sem
síðast lenti í fimmta sæti, bauð sig
ekki fram að þessu sinni.
Sjötta til tíunda sæti skipuðu, í
réttri röð, Bragi Michaelsson, Ásdís
Ólafsdóttir, Margrét Björnsdóttir,
Sigrún Tryggvadóttir og Jóhanna
Thorsteinsson.
Það var gott hljóðið í Gunnari
Birgissyni í gær og kvaðst hann
mjög ánægður með úrslitin á laug-
ardaginn.
„Kvenhollir og vænir
í Kópavoginum“
„Það er ekki hægt annað,“ sagði
hann. „Ég held að út úr þessu próf-
kjöri hafi komið mjög sterkur og
góður listi. Það eru þarna þrír karl-
menn og sjö konur í tíu efstu sæt-
unum. Við erum mjög kvenhollir og
vænir í Kópavoginum.“
Gunnar telur hlut kvenna á listan-
um nægan þrátt fyrir að karlar hafi
raðast í þrjú efstu sætin.
„Þetta eru mjög hæfir einstak-
lingar og það skiptist þannig í þetta
skiptið að það er svona mikill fjöldi
kvenmenn,“ sagði hann og í hans
huga kemur ekki til greina að
breyta röð frambjóðenda á listanum
fyrir kosningarnar í vor. „Þetta er
lýðræði og fólkið er búið að velja að
hafa þetta svona. Það verður bara
virt.“ Gunnar telur listann sigur-
stranglegan í kosningunum í vor.
„Þarna er að koma inn ungt fólk auk
þess sem fyrir er fólk með reynslu
og þekkingu,“ sagði hann. „Ég held
að þetta sé góð blanda af ungum og
eldri og reyndari.“
Ásthildur Helgadóttir náði fjórða
sæti í prófkjörinu sem telst ekki síst
glæsilegur árangur þar sem hún er
ný í slagnum og hafði aðeins um
viku til undirbúnings fyrir kjörið.
Morgunblaðið hafði samband við
hana í gær þegar hún var komin
heim til sín í Malmö. „Ég er auðvit-
að mjög sátt. Ég er að koma ný inn í
þetta og náði takmarki mínu svo ég
gæti ekki verið ánægðari,“ segir
Ásthildur. „Ég er bara að ná mér
niður.“ Ásthildur kveðst hafa fundið
fyrir meðbyr og áhuga á að fá hana
inn á listann, en miðað við tímann
sem hún hafi haft til stefnu sé ár-
angurinn ótrúlegur.
„Það er fullt af spennandi verk-
efnum framundan, eins og í skipu-
lags- og framkvæmdamálum sem
eru mjög tengd mínu áhugasviði og
menntun,“ segir hún. „Svo eru það
auðvitað íþróttamálin og til dæmis
skólamál, sem ég hef áhuga á þótt
þau væru ekki á meðal minna
stefnumála. Ég vildi hafa þau fá en
markviss.“
Konurnar stefni hærra
Ásthildur kveðst ánægð með úr-
slitin í heild sinni. „Ég er auðvitað
mjög ánægð með Gunnar. Ég styð
hann og hann fékk mig nú einu sinni
út í þetta,“ segir hún. „Ég vissi að
baráttan um annað sætið yrði hörð
og að þess vegna harðnaði baráttan
á milli þriðja og fjórða sætisins. Ég
vissi í raun ekkert við hverju ég
mætti búast.“
Hún telur listann líklegan til af-
reka í vor og segir að miðað við
gang mála sé draumurinn núna að
ná hreinum meirihluta í kosningun-
um. Hún kveðst líka ánægð með
hversu margar konur séu á listan-
um.
„Þótt við séum ekki í topp þremur
erum við margar og frambærilegar
held ég, en síðan megum við kannski
alveg vera ákveðnari og stefna
hærra,“ segir hún. „Við förum
kannski í slaginn við karlana næst.“
Ásthildur lýkur á næstu dögum
lokaritgerð sinni í verkfræði og flyt-
ur síðan til Íslands í febrúar þar
sem næg verkefni bíða hennar.
Viðbúið að eitthvað færðist til
Sigurrós Þorgrímsdóttir sóttist
eftir þriðja sætinu en hafnaði í því
fimmta, þrátt fyrir að fá flest at-
kvæði í það þriðja.
„Ég er mjög ánægð með þetta og
það er gott að fá unga konu í fjórða
sætið. Ég hefði auðvitað viljað fá
þriðja sætið en er sátt með það sem
ég fékk,“ segir hún. „Maður vill allt-
af fá það sem maður biður um en
það er ekki alltaf hægt og sérstak-
lega ekki í prófkjöri.“ Sigurrós segir
að viðbúið hafi verið að eitthvað
færðist til þar sem mikil barátta
hefði verið um annað sætið auk þess
sem mjög sterk ung kona hefði kom-
ið inn.
Hún telur listann líklegan til af-
reka í vor. „Það eru ungar konur að
koma inn og mér finnst þetta fersk-
ur og spennandi listi,“ segir hún.
„Ég fer ekki dult með að það hefði
auðvitað verið gaman að fá konu of-
ar, en ég er sátt við listann eins og
hann er og nú hefst bara undirbún-
ingur fyrir kosningarnar í vor.“
Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn
!
"# $
"
# %&&'
(
)
# * # "
(
+ #"
,!
-. "
, #
+ #/"#!
0 #1*
#
-(!
( ,#
2" .
3
4 "
"
* # 0 5 "
(
( "
#!6 7
"
10 #
* # "
)
# !
-(!
"
!
!"#
$#
!%
!!
!#
Karlar í þremur
efstu sætunum
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Gunnar Birgisson, óskoraður leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi, fór yfir
tölur með stuðningsmönnum sínum á laugardaginn.
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun