Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 12
Sæmundur Sigmundssoner alinn upp á Hvít-árvöllum í Andakíls-hreppi og fékk ungur áhuga fyrir vélum og bílum. ,,Ég fór snemma að stelast til að keyra og var kominn í vegavinnu 16 ára gamall á bíl, þá var lítið um eftirlit en það er allt í lagi að segja frá þessu núna, ég verð ekki tekinn úr þessu,“ segir Sæ- mundur brosandi. ,,Ég fór svo að vinna á jarð- vinnutækjum um héraðið hjá Ræktunarsambandi Borg- arfjarðar, stundaði vöruflutn- ingaakstur og keyrði mjólkurbíl hjá Kaupfélagi Borgfirðinga um sveitirnar en árið 1956 byrjaði ég í þessari rútuútgerð ásamt Valdimari Ásmundssyni.“ Sæmundur vann hjá Kaup- félaginu jafnhliða rútuakstrinum til að byrja með en sneri sér al- farið að honum ári síðar. ,,Fyrsti bíllinn var 14 manna fjallabíll, maður keypti notaða bíla fyrstu árin og fljótlega urðu þeir fjórir. Reyndar fór ég ekki áætl- unarferðir í upphafi heldur var þetta svona auka, hobbý.“ Bílunum fjölgaði smám saman og þar sem Sæmundur var núm- eradellukarl, fékk hann númerin 202, 303, 404, 505, 606, 707, 808 og 909 á rúturnar og raðaði þeim eftir stærð. ,,202 var á tuttugu manna bílnum, 303 á þrjátíu manna bílnum og þannig koll af kolli. Þetta voru í rauninni nöfn bílanna og ég verð að játa að nýja bílnúmerakerfið fer í taug- arnar á mér Hann segist harma að í Borgarnesi skyldi ekki rísa samgönguminjasafn því Borg- arnes sé samgöngubær. Sæ- mundur er búinn að gera upp marga gamla bíla og vildi gjarn- an vita af þeim í héraðinu á öruggum stað eftir sinn dag. ,,Það væri synd að missa þá út úr héraðinu, finnst mér, margir eru nátengdir sögunni hér.“ Situr uppi með mikinn bílakost Sérleyfið fékkst árið 1958 svo einungis vantar tvö ár upp á að árin yrðu 50. Vegna nýrra reglna missti Sæmundur sér- leyfið og segist afar ósáttur. ,,Mér finnst eins og ævistarf mitt hafi verið í útboði. Ég var búinn að sameina sjö sérleyfi í eitt, með miklum tilkostnaði og taldi það mikla hagræðingu. Reglurnar voru áður þannig að ekki var hægt að fá sérleyfi frá öðrum nema að kaupa bílana með, og það kostaði mig að ég þurfti að kaupa sjö bíla af einu fyrirtæki til að ná sérleyfinu upp í Reykholt, í Vatnaskóg og á Akranes. Núna er þetta breytt, sérleyfið var tekið og boðið út. Og ég sit uppi með bílakost sem ég get ekki selt eða notað og þyrfti helst að losna við 20 bíla. Mér finnst hið opinbera hafa far- ið illa með mig, ég var gerður hálf eignalaus má segja og þekki ekki önnur hliðstæð dæmi.“ Sæmundur segir að helst megi líkja þessu við að eiga alla fiski- bátana í einhverri höfn, kvótinn væri tekinn af manni, og maður gæti hvorki veitt né selt bátana. ,,Það er enginn úreldingarsjóður til fyrir bíla segir,“ Sæmundur, ,,en ef sá sem fékk sérleyfið hefði þurft að kaupa bílana þá væri ég sáttur.“ Sæmundur telur að sérleyfin séu í of stórum einingum núna, og að þannig hafi ekki nema 2-3 fyrirtækjum verið kleift að bjóða í á þessum forsendum. ,,Ég hafði áhuga og hefði viljað bjóða í sér- leyfið, en ég hafði ekki bolmagn í svona stórt svæði, enda nær það alveg til Egilsstaða. Kannski voru þessar ákvarðanir teknar af mönnum sem ekki þekkja sög- una og vita ekki hvernig þetta gekk fyrir sig áður fyrr.“ Þjónustan hefur minnkað Hjá Sæmundi hættu fimm menn í vinnu þegar hann missti sérleyfið en tólf manns keyra fyrir hann og tveir menn sinna viðhaldi og viðgerðum á verk- stæði. Nýverið keypti Sæmund- ur aðstöðu úti í Brákarey þar sem áður var GH verkstæðið. Þar verða höfuðstöðvarnar og það er tölvuvert stærra húsnæði. Áfram verður þó aðstaða á gamla verkstæðinu sem er við Brákarbraut, þar sem hægt verður að þvo bíla og mála. ,,Það var orðið vandamál með pláss og bílastæði, en umsvifin eru miklu minni eftir að sérleyfið fór,“ seg- ir Sæmundur. ,,Nú er fólk að hringja í mig og kvartar sáran yfir því að þjónustan hafi minnkað. Það er t.d. enginn bíll sem keyrir sunn- anvert Snæfellsnesið og það er engin ferð úr Dölunum og Borg- arnesi til Akraness. Manneskja sem ætlar frá Staðarsveit til Akraness þarf fyrst að koma sér norður í Grundarfjörð, fara með rútu til Reykjavíkur og þaðan með strætó upp á Akranes. Þetta er ægileg afturför, finnst mér, en það þýðir auðvitað ekk- ert að kvarta við mig. Mér þætti samt gaman að vita hvort þetta kemur betur út fyrir ríkið, en það eru veittir styrkir til sérleyf- ishafa til að halda ferðum gang- andi og útboðið snerist um hvað menn vildu gera þetta fyrir lít- ið.“ Hefur aldrei neitað verki Á gamlársdag fór Sæmundur sína síðustu ferð sem sérleyf- ishafi og þá fjölmenntu Borgnes- ingar í síðustu ferðina til Reykjavíkur og heim aftur. ,,Ég átti alls ekki von á þessu, svo var tekið á móti mér með pomp og prakt þegar ég kom til baka, með gjöfum og blómum. Hólm- ararnir sendu mér líka blóm.“ Sæmundur segist vilja að sér- leyfið yrði boðið úr aftur og bæt- ir við að hann sé í fullu fjöri enn. ,,Margir halda að ég sé hættur en ég er alls ekkert hættur held- ur sný mér meira að hópferða- rekstri núna. Ég á 35 rútur, og sé um skólaakstur að Varma- landi og í Fjölbrautaskólann á Akranesi auk þess að keyra fyrir Ferðaskrifstofu Vesturlands. Ég hef aldrei neitað verki hingað til.“ Nokkrar rútur við verkstæði Sæmundar á Brákarbraut í Borgarnesi. Sæmundur er alls ekki hættur og hér er hann að leggja af stað til að aka fólki á þorrablót. „Mér finnst eins og ævistarf mitt hafi verið í útboði“ Sæmundur Sigmundsson hefur keyrt rútur í 50 ár og var sérleyfishafi með fólks- flutninga um Vesturland til síðustu áramóta. Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari í Borgarnesi heimsótti Sæmund og ræddi við hann á þessum tímamótum. Mynd frá árinu 1968 sem sýnir rútuflota Sæmundar, raðaðan eftir stærð, ásamt bílstjórum. 12 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR VESTURLAND FRÉTTIR Átelja vinnubrögð menntamálaráðherra FULLTRÚAR stjórnarandstöðu í mennta- málanefnd Alþingis hafa sent frá sér tilkynn- ingu vegna skipunar menntamálaráðherra í starfshóp um starfsnám. Stjórnarandstaðan segir það fagnaðarefni að loks skuli menntamálaráðherra skipa í starfshópinn en hinsvegar mótmælir hún því hvernig menntamálaráðherra stendur að skipan hópsins. Ráðherra hefur skipað átta manna nefnd sem á að kanna stöðu starfs- náms og á meðal þriggja fulltrúa ráðherra er einn þingmaður, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Ekkert samráð var haft við stjórnarand- stöðuna eða fulltrúa hennar í mennta- málanefnd við skipan starfshópsins. Stjórn- arandstaðan segir þetta vera ámælisverð vinnubrögð hjá menntamálaráðherra þar sem um þverpólitískt málefni sé að ræða. Hún segir vinnubrögð og samráðsleysi ráð- herrans einkar sérkennileg í því ljósi að menntamálaráðherra hafi haft uppi stór orð um mikilvægi samráðs við stjórnarandstöð- una í málefnum fjölmiðla. Stjórnarandstaðan segir eflingu starfs- náms vera eitt af brýnustu verkefnum ís- lenskra skólamála og því sé dapurlegt að ráð- herra menntamála skuli, með framgöngu sinni, skaða mikilvægt mál með því að fella það í skotgrafir flokkastjórnamála í stað þess að leita samráðs og samstöðu. Einkennisklæðnaður skattfrjáls RÍKISSKATTSTJÓRI hefur fallist á að ein- kennisklæðnaður sé skattfrjáls. Þetta kemur fram á vef Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Þar segir: „Ríkisskattstjóri hefur tekið til greina ábendingar BSRB varðandi skattlagn- ingu einkennisfatnaðar sem ákveðnar stéttir þurfa að klæðast vegna starfs síns. Áður voru einkennisklæðin metin starfsmanni til tekna 25.000 kr. eða meira. Þetta varðaði t.d. toll- verði og lögregluþjóna. Í nýjum reglum um skattmat fyrir árið 2006 kemur fram að „ef lög eða stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um að laun- þegi skuli klæðast ákveðnum einkennisfatnaði við störf sín skulu slík afnot ekki metin laun- þega til tekna,“ eins og segir orðrétt í regl- unum á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Einnig segir í nýju skattmatsreglunum: „Eigi skal reikna launþega til tekna nauðsyn- legan öryggis- eða hlífðarfatnað við störf hans sem launagreiðandi afhendir honum til afnota þ.m.t. er sá öryggis- og hlífðarfatnaður sem launagreiðendum er skylt skv. lögum, stjórn- valdsfyrirmælum og kjarasamningum að af- henda launþegum án endurgjalds.“ METÞÁTTTAKA var á Íslandsmóti barna í skák sem Skáksamband Íslands stóð fyrir um helgina. Skákheimilið í Faxafeni var fullt út úr dyrum og gríðarleg stemmning var í húsinu þar sem 112 krakkar kepptu um titilinn Íslandsmeistari barna í skák. Sigurvegari mótsins og Íslandsmeistari barna 10 ára og yngri varð Dagur Andri Friðgeirsson, en hann vann yfirburðasigur með því að leggja alla andstæðinga sína að velli. Brynjar Ísak Arnarson hreppti silfrið og Hjörtur Snær Jónsson bronsið. Hrund Hauksdóttir varð Íslandsmeistari telpna 10 ára og yngri. Önnur varð Sædís B. Jónsdóttir og í 3.–5. sæti urðu þær Gunn- hildur Kristjánsdóttir, Andrea Sif Sigurð- ardóttir og Margrét Finnbogadóttir. Gunn- hildur hlaut 3. sæti á stigum. Verðlaun voru einnig veitt fyrir bestan árangur í hverjum árgangi. Hjörtur Snær Jónsson sigraði í flokki þeirra sem fæddir eru 1996, en Ársæll Guðjónsson í 1997- árganginum. Baldur Haraldsson deildi fyrsta sætinu með Ársæli, en eftir stigaút- reikning hlaut Ársæll gullið. Skúli Guð- mundsson var bestur þeirra sem fæddir eru 1998 og Eiður Gauti Sæbjörnsson var fremstur í árgangi 1999. Dagur Andri Friðgeirsson með sigurlaunin. Metþátttaka í barnaskák

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.