Morgunblaðið - 23.01.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.01.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 17 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Árangurinn af þessari aðgerð er var-anlegur,“ segir Þórður Sverrissonaugnlæknir en dæmi eru um að fólksem hefur farið í augnaðgerð til að losna við gleraugu sé nokkrum árum seinna aft- ur komið með þau á nefið. „Það sem gerist er að eftir því sem aldurinn færist yfir breytist hjá fólki sjónin. Þegar fólk er nærsýnt er það oft þannig að nærsýnin breytist. Fólk getur bætt við sig í nærsýni, maður veit það aldrei fyrr en eftir á,“ segir Þórður. „Þegar búið er að taka úr fólki nærsýnina með þessari aðgerð segir mað- ur að viðkomandi komi bara aftur ef hann bætir við sig.“ Þórður giskar á að allt að sex þúsund leysi- augnaðgerðir hafi verið gerðar hérlendis. „Milli 5 og 10% þarf að fínstilla og laga til þess að ná árangri strax. Það eru eingöngu tveir eða þrír einstaklingar sem hafa komið og kvartað við okkur. Þó að einhver sé með 0,50-gleraugu er engin ástæða til að ganga með þau og ekki ástæða til að gera aðgerð aftur,“ segir Þórður og bendir á að augun sem slík haldi áfram að breytast og aðgerðin hafi ekkert með það að gera. Aldursfjarsýni eftir fertugt Hann minnir á að eftir fertugt fái margir ald- ursfjarsýni. „Við erum á sjötta ári með þessar aðgerðir og ef fólk er farið að spá í hvort áhrifin af aðgerðinni renni af með tímanum er svarið við því nei. Það er ekki málið. Við spyrjum fólk hversu mikið sjónin hafi breyst hjá því og ef það segir að hún hafi ekki breyst í fimm ár verðum við að taka það trúanlegt.“ Þegar farið er í augnaðgerð rétt fyrir fertugsaldurinn er tekið tillit til þess að aldursfjarsýnin geti verið á næsta leiti. „Hugsanlegt er að þeir sem bæta við sig í fjarsýni þurfi að taka upp gleraugun til að lesa. Það er eðlileg breyting á sjón.“ Þórður segir að hann hafi í upphafi allt eins búist við því að fólk kæmi til baka til að biðja um fínstill- ingu á sjóninni fram og til baka. „Þetta er svo sjaldgæft,“ segir hann með áherslu, „miðað við hvað við erum búnir að gera margar svona að- gerðir.“ Ef sjón fólks hefur breyst mikið næstu ár á undan er ekki farið út í það að gera leysiaðgerð. „Við viljum það ekki. Þetta eru í raun tveir hóp- ar, annars vegar þeir sem eru nærsýnir og eru enn að bæta við sig. Nærsýni eykst frá tánings- árum og fram yfir tvítugt. Þeir sem eru mikið nærsýnir bæta oft við sig fram yfir þrítugt. Þeir sem eru með mikla nærsýni, segjum -8, eru ánægðir ef hægt er að ná þeim niður í -1. Ef við- komandi er enn að versna mikið er ekki gerð aðgerð. Við ráðleggjum fólki að bíða í t.d. tvö ár og sjá til.“ Viðmiðun fyrir aðgerð er að ekki hafi orðið breyting upp á meira en hálfan í tvö ár. „Hins vegar fer aldursfjarsýnin að gera vart við sig upp úr fertugu. Augasteinninn tapar hæfni til að breyta um lögun. Sjónin getur verið að breytast í þeim hópi fram til sextugs. Breyt- ingin á sjóninni hjá þeim hópi er fyrirsegjanleg og aðgerðirnar eru miðaðar við það. Þeim hópi eru því ekki sömu skorður settar.“ Þórður tek- ur sjálfan sig, rétt fimmtugan, sem dæmi og segir að hann hafi farið í sömu aðgerð í fyrra til að losna við lesgleraugu og hann fór í fyrir fimm árum til að losna við gleraugu. „Síðan myndi ég fara í eins aðgerð eftir fimm ár. Það breytir ekki öllu hvað maður er gamall. Það borgar sig að ganga ákveðið langt og svo ekki meir.“ Þegar Þórður er spurður um þau tilvik þar sem sjónin breytist það mikið að fólk fer að ganga með gleraugu aftur segir hann: „Það eru helst þau tilvik þar sem fólk yfir fimmtugt með aldursfjarsýni eykur við sig og svo krakkarnir sem eru nærsýnir og nærsýnin er enn að aukast. Það er því til að fólk setji upp gleraugun aftur.“  HEILSA | Um það bil sex þúsund leysiaugnaðgerðir hafa þegar verið gerðar hér á landi Augun halda áfram að breytast Morgunblaðið/Þorkell Þórður Sverrisson augnlæknir segir að ef sjón fólks hafi breyst mikið næstu ár á undan sé ekki farið út í að gera leysiaðgerð.  Eftir 5–8 vikur er árangur hjá nær- sýnum sá að 81,5% eru innan +/-0,25 og 98,5% eru innan við +/-0,50. Þannig lesa 98,5% neðstu línu eftir aðgerð, hafa 100% sjón.  Hjá fjarsýnum eru 47% innan við +/-0,25 og 95,1% innan við +/-1. Hafa ber í huga að oft er ekki stefnt að núlli því oft er um að ræða eldra fólk sem hefur þörf fyrir betri nærsjón og leið- réttingu á aldursfjarsýni.  Þessar tölur sýna aðgerðir gerðar með 4. kynslóðar leysi en síðastliðið ár hefur 6. kynslóð verið í notkun og ár- angur betri.  Stærstur hluti nærsýniaðgerða er núorðið sniðinn að hverju auga fyrir sig, sérsnið er búið til fyrir hvert auga sem hentar því og því einu.  Í u.þ.b. 6% tilfella þarf að fínstilla aðgerðina af, afar fátítt er að það tak- ist ekki strax, u.þ.b. eitt tilfelli af þús- und.  Aukning í aðgerðum var 100% árið 2004 og 70% síðan 2005. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Fullorðnir ættu að stunda rösk-lega hreyfingu í minnst hálf-tíma samtals á dag fimm daga vikunnar eða oftar. Börn ættu að hreyfa sig rösklega í minnst klukkutíma samtals daglega. Þetta eru ráðleggingar, sem fræðast má um í glænýjum hreyfihring, sem Lýðheilsustöð hefur gefið út í formi veggspjalda í nokkrum stærðum ásamt nýjum fæðuhring. Fæðuhring- urinn sýnir fæðuflokkana sex sem mælt er með að fólk borði úr reglu- lega til að tryggja fjölbreytni. Fæðuflokkarnir eru mjólkurvörur; fiskur, kjöt, egg, baunir og hnetur; ávextir og ber; grænmeti; kornvörur og feitmeti. Haft er mismikið í geir- um hringsins til að leggja áherslu á að vægi hvers flokks í hollu mataræði er mismikið og vatn er haft í miðju hans til að minna á að það er besti svaladrykkurinn. Í fæðuhringnum eru eng- in sætindi, kökur, kex, ís, sykraðir gosdrykkir eða djús enda eru þessar vörur ekki nauðsynlegar til vaxtar og viðhalds líkamans. Sæt- indi skemma tennur og rannsóknir benda til þess að neysla á sykruðum drykkjum geti aukið líkur á offitu. Þessar vörur geta þó komið inn í litlu magni af og til, segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri nær- ingar hjá Lýðheilsustöð. Með hreyfihringnum eru gefnar ráðleggingar á myndrænan hátt um hvernig fólk getur aukið hlut hreyf- ingar í daglega lífinu. Og þar sem samspil næringar og hreyfingar er tengt órjúfanlegum böndum inni- heldur hreyfihringurinn einnig myndir, sem minna á mikilvægi fjöl- breytni og hollustu í mataræði, að sögn Gígju Gunnarsdóttur verkefn- isstjóra hreyfingar hjá Lýð- heilsustöð. Ávinningurinn er mestur fyrir kyrrsetufólk, sem byrjar að hreyfa sig reglulega. Öll hreyfing er betri en engin hreyfing, en aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur, sem end- urspeglast í þeim áhrifum, sem hreyfingin hefur á líkamann. Með því að hjóla, ganga, velja stig- ann umfram lyftuna og rúllustigann, takmarka þann tíma, sem varið er í kyrrsetu fyrir framan tölvu og sjón- varp, en nýta þess í stað tímann til heilsusamlegrar samveru getur fólk tileinkað sér holla hreyfingu í dag- lega lífinu. Að sama skapi er bent á að hreyfing sé ekki endilega bundin við mannvirki heldur er upplagt að klæða sig eftir veðri, njóta stórbrot- innar íslenskrar náttúru og fylla lungun af fersku lofti, að sögn Gígju.  HEILSA | Lýðheilsustöð gefur út nýja fæðu- og hreyfihringi Engin sætindi í fæðuhringnum Nánari umfjöllun um hringina erað finna á heimasíðu Lýðheilsu-stöðvar: www.lydheilsustod.is. Hægt er að reikna út næringar- efni í mat og áætlaða orkuþörf á www.matarvefurinn.is. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.