Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 19

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 19 UMRÆÐAN ÞAÐ HRINGJA margar viðvör- unarbjöllur í þjóðfélaginu þessa dag- ana. Börnin okkar eru að verða of feit, þau leiðast út í fíkniefnaneyslu og glæpi, uppeldi er ábótavant, agaleysi landlægt og allt of margir óvinnufærir og þurfa á aðstoð hins opinbera að halda til að lifa sómasamlegu lífi. Vinnumarkaðurinn er orðinn harðari gagnvart þeim sem minna mega sín og öryrkjum fjölgar. Meðalaldur hefur aldrei verið hærri og fer hækkandi um leið og þeim sem vinna og skila framlegð í þjóð- arbúið fækkar. Sökum aukinna krafna um velmegun þurfa báðir foreldrar að sækja tekjur utan heimilis og hafa þess vegna minni tíma til að sinna uppeldi og sam- veru með fjölskyld- unni. Það eru forréttindi ef annar forráðamaður getur verið heima þeg- ar börnin koma heim þannig að hægt sé að næra þau og styðja til heimanáms. Hvernig má snúa þessari þróun við? Það er löngu sannað að þau börn sem stunda íþróttir og annað tóm- sundastarf eru heilsuhraustari, skipulagðari og ná almennt betri námsárangri. Með því að samþætta skóla og tómstundastarf með öflugri samvinnu innan hverfa er hægt að stuðla að betri nýtingu hins dýr- mæta tíma fjölskyldunnar sem við erum öll að leita eftir og eigum aldrei nóg af. Ef við byrjum á byrjuninni og hlú- um vel að einstaklingum allt frá fæð- ingu og fram yfir skólagöngu fyrir- byggjum við mörg af stærstu vandamálum þjóðfélagsins. Einn meginvandi Íslendinga er fá- mennið. Okkur þarf að fjölga í a.m.k. 1.000.000 til að hagkvæmni náist í rekstri þjóðarbúsins og sveiflur verði minni. Frumskilyrði fyrir vexti þjóða er að barneignir séu sjálfsagð- ar og verði ekki fjárhagslegur baggi á ungu fólki. Við erum öll sammála um gildi for- varna og góðs uppeldis. Einu sinni heyrði ég sagt „að það eina sem við getum gert til að tryggja langlífi og góða heilsu sé að vanda val for- eldra“. Með því að vanda „val“ á foreldrum erum við að tryggja okkur erfðamengi og gott uppeldi. Erfða- menginu er erfitt að breyta en uppeldinu höfum við stjórn á. En hvað er til ráða? Til þess að sporna við þessari þróun þurfa margir að taka saman höndum. Mismunandi aðgerða er þörf miðað við aldur, og samstarfið byrjar strax á leik- skólaaldri. Við þurfum að efla samvinnu skólastofn- ana og tómstundafélaga innan hvers hverfis. Þetta má gera með því að stofna samvinnu- félög innan borgarhlut- anna og að þeim koma Reykjavíkurborg, grunnskólarnir, íþrótta- félög, tómstundafélög og tónskólar. Verkefni þessarar sam- vinnuhreyfingar verður það að taka við börn- unum þegar hefð- bundnum skóla lýkur, nýta þau mannvirki sem eru innan hverfis og skipuleggja tómstundastarf sem væri lokið fyrir kl. 17. Þáttur Reykjavíkurborgar er aðallega sá að greiða laun starfs- manna og leggja til það húsnæði sem þarf til þjónustunnar. Tómstunda- félögin koma með sína sérþekkingu og sjá um þjálfun, afþreyingu og að- stoð við heimanám. Það er mikilvægt að foreldrar séu virkir í starfi og leik barnanna og gefist tækifæri til að starfa innan ýmissa félagasamtaka sem taka þátt í samstarfi borgaranna og stuðla þannig að betri leið til framtíðar. Nánari upplýsingar um frambjóð- andann er að finna á heimasíðu: www.hjorturg.is (Grein 1 af 5). Samþætting skóla og tóm- stundafélaga – leið til framtíðar Eftir Hjört Gíslason Hjörtur Gíslason ’Sökum auk-inna krafna um velmegun þurfa báðir foreldrar að sækja tekjur utan heimilis og hafa þess vegna minni tíma til að sinna uppeldi og samveru með fjölskyldunni.‘ Höfundur býður sig fram í 2.–6. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Prófkjör í Reykjavík Í SÍÐASTA mánuði óskaði ég eftir því á fundi umhverfisráðs Reykjavík- ur að lögð yrðu fram gögn um loftgæði í borginni í kjölfar þess að svifryk í andrúms- lofti borgarbúa hafði í nokkrum tilfellum farið yfir mörk sem sett eru með hliðsjón af heilsu- farsmarkmiðum. Það þarf að bregðast við og draga úr svifryki til að koma í veg fyrir hugs- anlegt heilsutjón og eins þar sem verið er að herða viðmiðanir í þess- um efnum í Evrópu. Stærsti hluti svifryks í Reykjavík stafar frá umferð, og þar af er mestur hluti að vetri til vegna malbiksagna sem nagladekk rífa upp. Það er mat starfsmanna borgarinnar að tíu þúsund tonn af malbiki séu rifin upp árlega og að kostnaður vegna þess sé á bilinu 100–200 milljónir króna. Framkvæmdasvið borgarinnar hefur þegar gripið til þess ráðs að þrífa betur götur í þeirri von að það megi draga úr svif- ryksmengun. Vinnu- hópur um notkun nagla- dekkja, sem skilaði skýrslu nú eftir áramót- in, greinir frá því að reynsla erlendis frá bendi til þess að hægt sé að minnka verulega notkun nagladekkja án þess að draga úr um- ferðaröryggi. Vinnu- hópurinn leggur til að víðtækt samráð verði haft við lögreglu, Vega- gerð, önnur sveit- arfélög, Umferðarráð og Félag íslenskra bifreiðaeigenda um næstu skref í þessum málum. Það þurfi að upplýsa vel um allar hliðar málsins. Nefndar eru hugsanlegar leiðir til að draga úr óæskilegum af- leiðingum af notkun nagladekkja. Þar á meðal er að hámarkshraði verði lækkaður tímabundið við þær að- stæður þegar svifryk getur orðið mikið, að litið verði á kostnaðarþætti málsins, að hvatt verið til vistvæns aksturs og að almenningssamgöngur verði bættar. Hvað síðasttalda atriðið varðar vill umhverfisráð borgarinnar láta kanna kosti þess að hafa gjald- frjálst í strætó fyrir vissa hópa á til- teknum tímum. Það þarf að vinna markvisst í þess- um málum og nýta þá þekkingu sem við teljum besta og hafa heildarhags- muni allra borgarbúa að leiðarljósi. Loftgæði í Reykjavík Eftir Stefán Jóhann Stefánsson ’Stærsti hluti svifryks íReykjavík stafar frá umferð, og þar af er mestur hluti að vetri til vegna malbiksagna sem nagladekk rífa upp.‘ Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkur og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjör í Reykjavík Í STARFI mínu sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hef ég fengið tækifæri til þess að kynnast því góða starfi sem íþrótta- og æskulýðsfélög í borg- inni vinna. Gildi slíks starfs fyrir börn og ungmenni er í raun ómetanlegt bæði í upp- eldislegu, heilsufars- legu og samfélagslegu tilliti. Þá er ótalinn sá þáttur sem snýr að for- vörnum og hafa ótalmargar rann- sóknir hér á landi sýnt fram á að skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er börnum og unglingum bæði hollt og kemur í veg fyrir fíkniefnaneyslu. Ég hef reynt í starfi mínu sem for- maður Íþrótta- og tómstundaráðs að vinna að því að tryggja að öll börn og ungmenni sem í borginni búa geti tekið virkan þátt í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi án tillits til efnahags. Fyr- ir slíku kerfi hef ég talað og við und- irritun þjónustusamninga við 16 íþróttafélög í borginni á liðnu sumri tilkynnti ég að innan ÍTR yrði unnið að undirbúningi á slíkum greiðslum. Því hef ég lagt til í þriggja ára áætl- un ÍTR fyrir árin 2007–2009 að, til að byrja með, 100 milljónir verði lagðar árlega til þess að greiða niður þátttöku- og æfingagjöld barna og ungmenna í borginni. Þessar greiðslur ættu þannig að leiða til þess að öll börn í borginni geti notið þeirra sjálfsögðu rétt- inda að geta stundað íþrótta- og æskulýðs- starf án tillits til efna- hags eða aðstæðna heima fyrir. Það á að vera réttur allra barna að geta tek- ið þátt í slíku starfi í borginni. Þá hefur mér jafnframt orðið ljós sú breyting sem hefur orðið í rekstrar- umhverfi slíkrar starf- semi á undanförnum árum. Þessar breyt- ingar má fyrst og fremst rekja til þess að störf innan slíkra samtaka voru að mestu unnin í sjálfboðastarfi hér áður, en krefjast þess í sí aukn- um mæli að fagfólk innan frítímans komi þar að. Þetta kallar á meira fjármagn til rekstrarins og því vil ég auka stuðning við innra starf slíks félagsstarfs í borginni enn frekar. Þannig á Reykjavíkurborg að vera leiðandi í starfi frítímans, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Borgin greiði fyrir íþrótta- og tómstundaþátttöku Eftir Önnu Kristinsdóttur ’Það á að vera rétturallra barna að geta tekið þátt í slíku starfi í borginni.‘ Anna Kristinsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna. Prófkjör í Reykjavík Marteinn Karlsson: Vegna óbil- gjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábáta- eigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu. Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn ev- angelísk-lútherski vígsluskilning- ur fari í bága við það að gefa sam- an fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Ólafur Örn Haraldsson mælir með Gesti Kr. Gestssyni í 2. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.