Morgunblaðið - 23.01.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 23.01.2006, Síða 21
nga, a r tala við börn sín og lesa góðri stærðfræðikunn- ðu læsi einstaklingsins. það reynst árangursríkast sa meira sé markmiðið fræðikunnáttu þeirra. al þess sem fram kom í r K. Björnssonar sálfræð- i niðurstöður PISA- ar á frammistöðu ung- stærðfræði og nátt- um að umtalsefni. sem nemandinn er að i er hann í að meðhöndla etur hefur hann vald á öðrum samsvarandi eig- eru nauðsynlegir til þess tærðfræði,“ sagði Júlíus ð lestrargeta væri raunar bóklegs náms. „Þannig nn er slakur í lestri eru íkur á því að hann sé líka m greinum.“ nntir undirstaðan Gunnarsdóttir rithöf- tri og lestrarhæfni við estur barna væri kjallari í stórhýsi sem restin af minum og lestri byggðist rnabókmenntir sem und- nntagreinina, grunninn r greinar byggjast á og “ sagði Kristín og tók ætti miður hversu létt- ókmenntir eru af mörgum óklestri barnsins felist fræðsla er hann þegar miklu meira en bara það. staða alls sem á eftir kemur og byggir menningarsamfélag. Bóklestur í æsku miklar og mótar manneskjuna og hefur áhrif á heildar- lífsstefnu,“ sagði Kristín og benti á að lesi börn ekki í dag muni enginn lesa bækur morgundagsins. Að mati Kristínar er þessi þungavigt- argrein bókmenntanna talin of léttvæg. Benti hún í því samhengi á að sífellt færri nýjar íslenskar barna- og ung- lingabækur komi út fyrir hver jól. Þannig komu aðeins níu nýjar íslenskar skáldsögur fyrir börn út fyrir síðustu jól, samanborið við 21 bók árið 1995, 22 bækur 1996 og 23 árið 1997. Velti hún fyrir sér hvað valdi þessari þróun og taldi sjálf að finna mætti svarið í því hversu lítil endurnýjun sé að verða í röðum barnabókahöfunda. Benti Kristín á að þrátt fyrir allar tækniframfarir væri bókin enn ein fær um að þroska barnið á einstakan hátt. „Hún leggur inn sjálfstæða hugsun, hún örvar skoðanamyndun, tekur til frumkvæðis, brúar kynslóðabil, kallar á flóknar samræður, býr til nærveru, leggur inn óendanlegt magn orða til að grípa og smjatta á, geyma og kasta um sig,“ sagði Kristín og kastaði fram þeirri hugmynd að RÚV skipulegði keppni á borð við Gettu betur fyrir 7. bekk grunnskólans á landsvísu þar sem íslenska og bókmenntir væru aðal- viðfangsefnið. Undirstöður tungumálsins eru að bresta Páll Valsson, útgáfustjóri hjá Eddu út- gáfu hf., spáði því að eftir hundrað ár verði ekki töluð íslenska á þessari jörð, ef svo fari fram sem horfi. Fyrir tvö hundruð árum spáði danski málfræð- ingurinn Rasmus Christian Rask þessu sama, en að mati Páls var sá vandi tungunnar sem t.a.m. Fjölnismenn stóðu frammi fyrir á sínum tíma dverg- vaxinn í samanburði við þá hættu sem nú steðjar að tungunni. „Í mínum huga er tvennt sem gefur okkur Íslendingum sérstöðu í veröld- inni, ljær okkur tilvistargrundvöll og réttlætir að þessi fámenni hópur sé kallaður þjóð. Það er annars vegar landið, náttúra Íslands, og hins vegar þetta sérstæða tungumál, íslenskan. Á allra síðustu árum höfum við orðið vitni að vakningu, hugarfarsbreytingu í við- horfi þjóðarinnar til náttúrunnar sem ekki síst ber að þakka útlendingum. Þeir hafa kennt okkur að meta náttúru Íslands og sannfært okkur um sérstöðu hennar og gildi. Í hinu tilvikinu er stað- an miklu alvarlegri. Ég verð ekki var við nokkra vakningu í sambandi við móðurmálið, þvert á móti. Flest for- dæmum við subbuskap gagnvart nátt- úrunni, en málspjöll þykja ekki alvarleg í okkar samfélagi,“ sagði Páll og lagði áherslu á að breyta þyrfti öllu mál- verndarstarfi hérlendis sem og kennslu og máluppeldi. Að mati Páls hefur of mikilli orku verið eytt í smáatriði á borð við það að leiðrétta þágufallssýki og amast við slettum á sama tíma og stökkbreyting sé að verða í þróun tungumálsins. Dæmi um slíka stökkbreytingu nefndi Páll brotthvarf viðtengingarháttar og gekk Páll svo langt að segja að bar- áttan fyrir viðtengingarhætti væri nú þegar töpuð. „Sjálfar undirstöður tungumálsins eru að bresta. Beygingakerfið er í upp- námi og setningafræðilegur grundvöllur líka. Svo virðist sem tilfinning fólks fyr- ir uppbyggingu eðlilegra og einfaldra setninga sé á mjög hröðu undanhaldi,“ sagði Páll og benti á að kynslóðabilið í tungutaki væri meira nú en nokkru sinni og unglingar t.d. að einangrast í eigin málheimi. Þannig flytjist orðaforði og orðfæri ekki lengur milli kynslóða, sem sé, að mati Páls, stóralvarlegt ef fólk vilji halda íslenskunni lifandi. „Lykillinn að allri okkar fortíð er tungumálið. Ef við missum það er slit- inn þráður sem ekki verður hnýttur aft- ur. Það tjón er óafturkræft. En það er misskilningur að slíkt tjón sé einkamál okkar Íslendinga. Glatist íslenskan sem þjóðtunga hverfur um leið merkilegt framlag þessarar þjóðar til bókmennta og menningar heimsins. Og hvað er þá orðið okkar starf?“ Baráttan fyrir viðtengingarhætti töpuð? Nýir miðlar eins og bloggsíður, sms- skeyti, tölvupóstur og spjallrásir hafa gert það að verkum að aldrei í Íslands- sögunni hafa jafnmargir ritað jafn mik- ið og nú um stundir. Á sama tíma er mikið af því efni sem til verður full- komlega ósnortið af málhreinsun og málrækt, sem sést á því að málið í þessum miðlum líkist meir talmáli en ritmáli. Þetta kom fram í erindi Jó- hannesar Bjarna Sigtryggssonar mál- fræðings. Sagði hann ýmis merki á lofti um að staða íslenskunnar fari hægt versnandi og nefndi hann í því sam- hengi ensk áhrif í skiltum, heitum og auglýsingum fyrirtækja. Að mati Jóhannesar leggur fólk minna upp úr því en áður að vanda stafsetningu og framburður einkennist af sífellt meira óskýrmælgi. Nefndi hann í því samhengi að margir sleppi stafnum g í orðum á borð við „og“, „al- veg“ og „ég“, en riti þess í stað aðeins „o“, „alve“ og „é“. Einnig virðist þróun í þá átt að stutt tvíhljóð einfaldist í rit- un þannig að skrifað sé „hakka“ í stað „hækka“ og „skonna“ í stað „skónna“. Áhrif enskunnar á setningauppbygging- una væri einnig afar áþreifanleg og sem dæmi heyrðist sífellt oftar „Hafðu góða helgi“. Jóhannes sagði viðtengingarháttinn vera á hröðu undanhaldi, en í hans stað kæmi framsöguháttur. Þannig væri í stað „henni var sama þótt hann færi“ sagt „henni var sama þótt hann fór“, auk þess sem þolmynd á borð við „það var lamið mig“ væri að aukast. Að sögn Jóhannesar er komið að ögurstund í þróun íslenskunnar. „Horfurnar eru dökkar en enn er von og með róttækum aðgerðum og samstilltu átaki gæti ástandið fljótt breyst til hins betra.“ Eðlilegt að helmingur efnis RÚV sé íslenskt Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi dagskrárstjóri Rík- issjónvarpsins, gerði íslenska tungu í sjónvarpi að umtalsefni í framsögu sinni. Sagði hann Sjónvarpið ekki að- eins eiga að vera frétta- og afþreying- armiðill. Það eigi líka að vera menningarmiðill og þátttakandi, ekki bara í umræðu heldur og í listsköpun samtímans, sem og að endurspegla íslenskan raunveru- leika. „Það á einfaldlega að halda úti dagskrá sem að svo stórum hluta er á íslensku að það geti talist íslenskur fjöl- miðill,“ sagði Sveinn og minnti á að í dag væri 80% sjónvarpsefnis hérlendis á öðrum tungumálum en íslensku. Sagði hann eðlilegt að flutningur ís- lensks efnis nemi a.m.k. helmingi út- sendingartímans. „Síðan verður að berja í stjórnendur stofnunarinnar að íslenskt efni sé ekki bara auglýsingar og íþróttaefni, né heldur útþynntar og oft illa staðfærðar afþreyingarformúlur. Fréttir og frétta- tengt efni er mikilvægt, en fréttatengd- ir spjallþættir koma aldrei í stað vand- aðrar dagskrárgerðar hvort sem er leikins efnis eða heimildarmynda,“ sagði Sveinn og reiknaði til að vönduð dagskrárgerð geti munið um 500 millj- ónum krónum á ári og tók fram að samfélagið hefði ekki efni á að spara á þessu sviði. „Núverandi dagskrá Rík- issjónvarpsins er óviðeigandi og óásætt- anleg. Ég skora á nýjan útvarpsstjóra og menntamálaráðherra að taka hönd- um saman og gera þá brýnu bragarbót sem allt ábyrgt og hugsandi fólk í land- inu telur skyldu þeirra ef við viljum halda áfram að eiga móðurmál.“ Tungumál er ekki skraut „Skipta orð máli? Hver hefur hag af því að rugla í öllum umræðuefnum samtím- ans og halda þeim á yfirborðinu þannig að fólk komist aldrei að kjarna málsins? Hverjum getur hentað að setja viðmið samfélagsins á flot?“ spurði Andri Snær Magnason rithöfundur og rakti dæmi af því hvernig fólk virðist sífellt vera flækt í grunnhugtökum og greini á um hvernig beri að skilja þau. Í fram- haldinu velti hann fyrir sér hvort sí- felldur ágreiningur um skilgreiningu orða gerði það að verkum að hinar ólíku kynslóðir ættu sífellt erfiðara með að tala saman þar sem þær skildu ekki þær vísanir sem í orðunum fælust. „Tungumál er ekki skraut, spurning um rétt mál eða rangt, heldur er það fyrst og fremst grundvöllur samskipta, farvegur minninga, reynslu og gilda. Tungumálið er mælikvarði á umhverfi og reynsluheim. Sá sem skilur ekki orð sem elsta kynslóðin notar hefur þar af leiðandi ekki átt samskipti við kynslóð- ina sem notar orðin. Hafi orð fallið úr gildi er líklegt að samhliða orðinu hafi þekking, reynsla og minning þeirra ekki flust milli kynslóða. Hvað gerist ef heilt orð og merking þess hverfur úr tungumálinu? Hvað verður sá sem er bíræfinn ef orðið vantar?“ spurði Andri Snær og sagðist sjálfur ekki vita hvaða orð geta lýst því ferli þar sem læsi og orðaforði minnki á sama tíma og þjóð- artekjur aukast. „Kannski vantar orð til að menn geti talað um þetta, en það má búa þau til,“ sagði Andri Snær og nefndi orð á borð við auðbyrgð, ofbyrgð eða skjátækt. „Ég hringdi upp í ís- lenskudeild HÍ til að fá álit á orðunum, en síminn hringdi út. Fimm prófessorar hafa hætt fyrir aldurs sakir eða dáið á sl. sex árum og enginn verið ráðinn í staðinn.“ Morgunblaðið/Sverrir r þjóðar? Og af hverju ætti okkur ekki að vera sama um þessa smáþjóðartungu sem er engan veginn gjaldgeng á enti hann á að hefði ekki verið fyrir tunguna hefði Íslendingum hvorki tekist að vinna sér fullveldi né sjálfstæði. Greinilegt er að mörgum er annt um íslenskuna og þróun tungumálsins, því troðfullt var út úr dyrum á ráðstefnu áhugahóps um stöðu málsins sem fram fór í Norræna húsinu í gærdag. Var salurinn þétt setinn og þurfti talsverður fjöldi fólks ýmist að sitja eða standa frammi í anddyri til þess að geta fylgst með því sem fram fór. na húsinu í ngan stæði dalokum r töldu ímingu num. silja@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.