Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 23

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 23 MINNINGAR ✝ Úlfhildur JónaJústsdóttir Carroll fæddist í Reykjavík hinn 15. apríl 1916. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir hinn 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóns- dóttir húsmóðir frá Langholtsparti í Ár- nessýslu, f. 30. júní 1883, d. 9. júlí 1919, og Júst Guðmunds- son sjómaður frá Bakka í V-Ísafjarðarsýslu, f. 10. janúar 1872, d. 2. október 1937. Bróðir Úlfhildar var Alfreð sjó- maður, f. 17. nóvember 1912, d. 8. febrúar 1985. Fósturforeldrar Úlfhildar voru Sigríður Magnúsdóttir, f. 8 mars 1872, d. 1939, og Sveinn Magnús- son, f. 11. mars 1885, d. 9. desem- ber 1974. Árið 1957 giftist Úlfhildur Jóni Sigurðssyni, f. 21. október 1908, d. 9. ágúst 1982. Þau slitu samvistum. Hinn 10. júlí árið 1971 giftist Úlf- hildur John Victor Carroll, f. 9. septem- ber 1933, d. 3. febr- úar 1993. Dætur Úlfhildar eru:1) Sigrún Knúts- dóttir, f. 20. apríl 1949. Faðir hennar var Knut Jansen, f. 8. október 1912, lát- inn. Sigrún er gift Magnúsi Jónssyni, f. 17. desember 1949. Synir þeirra eru Sveinn Haukur, f. 17. apríl 1976, og Baldur Örn, f. 28. desem- ber 1981. 2) Edda Guðrún Jóns- dóttir, f. 10. júlí 1958, gift Friðriki Sigurðssyni, f. 5. maí 1958. Börn þeirra eru Hildur Jóna, f. 22. maí 1982, Jón Bjarni, f. 30. september 1985,og Berglind, f. 27. júlí 1988. Úlfhildur verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það kom nú að því, Úlla mín, að þinni jarðvist lauk, þú tókst pokann þinn og hélst yfir móðuna miklu. Ég veit að þú varst orðin södd líf- daga og ert nú örugglega sæl og hvíldinni fegin. Við sem eftir sitjum erum hnípin og söknum þín en lát- um minningarnar ylja okkur. Þótt tíminn hafi liðið undur fljótt þá er margs að minnast og ég veit varla hvar skal bera niður. Okkar sam- leið hefur staðið í hart nær 40 ár en þó eru það í raun ekki svo mörg ár sem við höfum átt saman, lengstum var úthaf á milli okkar. Þú varst nú alltaf svolítið spenn- andi tengdamamma, þú hafðir ferðast um lönd og álfur sem ekki var vanalegt á þessum tíma, alltaf varstu vel til höfð og flott og fórst þínar leiðir óháð kreddum samtím- ans. Þú hafðir búið í Noregi á stríðs- árunum, flæktist á einhvern hátt í atburðum þess tíma og þurftir á endanum að flýja undan hernáms- liði Þjóðverja, gekkst yfir fjöll og firnindi til Svíþjóðar, þar sem þú varðst innlyksa þar til stríðinu lauk. Það var líka alltaf um þig svo- lítil dulúð, þú áttir fullt af leynd- armálum sem okkur langaði að vita um en þú varst að jöfnu þögul sem gröfin, brostir bara í kampinn ef reynt var að „veiða þig“ og talaðir um annað. Sumt fengum við um síðir að vita en annað höfum við þurft að giska á. Við Sigrún fluttum fljótlega til Noregs og þú varst heima með Eddu. Svo kom John til sögunar, þið giftuð ykkur og þú varst upp- tekin af því að skapa ykkur nýjar venjur og nýtt heimili. Þið fluttuð svo vestur um haf um það leyti sem við Sigrún komum heim og bjugg- uð að mestu þar en þó með smá- hléum hér heima þangað til þú fluttir alkomin heim að John látn- um. Meðan þið bjugguð fyrir vest- an voru samskipti okkar stopul og þá aðallega þegar þú komst í heim- sóknir og svo fylgdist ég með heim- sóknum Sigrúnar og strákanna til ykkar Johns en það varð einhvern veginn aldrei úr að ég hefði mig með í heimsókn. Á þessu tímabili varst þú ofsa- lega spennandi amma sem sást um að til væri nóg af Levis 501, hettu- bolum, sleikjóum og annarri lúx- usvöru sem ekki var svo auðvelt að nálgast hér heima á þessum tíma. Svo fluttir þú heim að lokum fyrir 12 árum, varst í sárum fyrst en náðir fljótt áttum og skapaðir þér fallegt heimili í Bólstaðarhlíðinni og hófst nýtt líf á eigin fótum og forsendum. Þá hófst samleið okkar fyrst fyrir alvöru og við urðum nokkuð fljótt lítil og samhent fjöl- skylda. Þú varst mikið hjá okkur og miðlaðir ungum og gömlum af reynslu þinni og á það bæði við um menn og málleysingja því að tíkin okkar hún Birta naut góðs af þér og þinni reynslu í hundastússi. Þið Birta urðuð fljótt miklir mátar og nær óaðskiljanlegar. Það lék allt í höndunum á þér, Úlla mín, sama hvort það voru hannyrðir, saumsprettur eða mat- arstúss, allt var það list og leikur í þínum höndum. Nú er komið að leiðarlokum og ég vil færa þér kærar þakkir fyrir allt og allt. Góða ferð. Magnús. Hún Úlla amma dó síðastliðinn mánudagsmorgun. Því miður hafði hún ekki heilsu til að njóta síðustu æviáranna og að undanskildum stöku kunnuglegum frösum og orðasamböndum sem hún hélt fram undir lokin, var sjálf manneskjan í rauninni löngu farin. Það var því vel tímabært að hún fengi frið. Það er einhverslags óþreyjufull- ur spenningur tengdur æskuminn- ingunum um hana Úllu ömmu. Þar til við vorum unglingar bjó hún amma í amerískum smábæ, með íkornum í trjánum og litlum nag- dýrum (eins og þessum úr Andrési önd) í holum í bakgarðinum. Hún ók um á amerískum sportbíl með einkanúmerum, Plymouth eða Chrysler, eða álíka verkfæri og maðurinn hennar, hann John, átti stóran svartan pallbíll. Fyrstu minningar okkar bræðranna af henni snúast því að miklu leyti um Bandaríkin og heimsóknir okkar þangað. Sportlegir bílar, nagdýr og sólskin, og dótabúðir á stærð við Miklagarð … og svo auðvitað sjón- varpið maður, ertu ekki að grínast með allar teiknimyndirnar, Trans- formers, Thundercats og He-Man, löngu áður en þetta kom í sjón- varpið hér heima. Allt var þetta ólýsanlega spennandi fyrir tvo unga bræður úr Neðra-Breiðholt- inu, þar sem bílastæðin einkennd- ust af ryðguðum Lödum, Saab eða Volvo bifreiðum með grámygluleg- um R og tilfallandi Q númerum (við áttum reyndar brúnan Wagoner jeppa á þessum tíma að okkur minnir, frekar flottan að okkur fannst, númerið munum við þó ekki) og helstu villidýrin voru dúf- ur og stöku margfætla undir hús- vegg – í dag höldum við meira að segja að dúfurnar séu horfnar. Við bræðurnir erum að mestu hættir að velta við gangstéttarhellum svo það er erfitt að segja með marg- fætlurnar. Ekki minna merkilegir og spenn- andi og amma og Ameríka sjálf voru pakkarnir sem bárust þaðan inn á stofugólf í stórum pappakassa fyrir jólin. Amma kom sjaldan heim yfir hátíðirnar sem við höld- um að hafi aðallega verið vegna þess hve John var hræddur við flugsamgöngur. Það kom þó engan veginn niður á jólagjöfunum. Hún eyddi líklega lunganum af haustinu í kaup á gríðarlegum gjafastafla sem hún síðan hlóð í þennan pappakassa. Í kjölfarið uppúr 1990 höfum við bræðurnir áreiðanlega átt eitt stærsta safn landsins af spilum og Thinsulate hönskum. Og þvílík heljarinnar ósköpin öll af límbandi sem hún notaði, konan, það var akkorðsvinna bara að ná líminu utanaf kassanum til að kom- ast að gjöfunum. Eins furðulega og það hljómar er það ennþá eitt það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum til hennar ömmu, sæt lyktin af öllu þessu útlenska lím- bandi. Hún amma flutti heim frá Am- eríku þegar hann John dó fyrir tæpum 12 árum. Hún bjó hjá okkur um tíma og þvílíkur lúxus það var að hafa svona hvíthærða og fallega ömmu á heimilinu sem eldaði fyrir mann í hádeginu þykkan grjóna- graut með rúsínum – það var þá eitthvað annað en bölvans hakk- kássan hans pabba með beikonbit- unum. Eftir að hún flutti í sitt eigið húsnæði og meðan heilsan leyfði kom hún alltaf í mat til okkar á laugardögum, akandi litlu rauðu Toyotunni sinni neðan úr Hlíðum, líklega frekar eftir minni en sjón þegar tímanum leið. Undantekn- ingalítið keyrði hún svo niður stein- hleðsluna umhverfis blómabeðið í kveðjuskyni. Þessum stuttu kveðjuorðum til hennar ömmu okkar langar okkur að ljúka með því að segja bless að sinni amma, kærar þakkir fyrir okkur og við vonum að þú finnir þér eitthvað til dundurs þarna bak við tjöldin. Það hlýtur að þurfa ein- hvern þar til að stoppa í líkt og hérna megin. Ps. Biðjum að heilsa Birtu. Ykkar er saknað. Þínir Sveinn Haukur og Baldur Örn Magnússynir. Elsku Úlla mín. Þá er komið að kveðjustund. Kynni okkar eru nú orðin býsna löng en þau hófust strax og ég fór að vera með Oddu, bestu vinkonu þinni og síðar kon- unni minni. Þið voruð eiginlega uppeldissystur, því að þið voruð saman ungar í Garðinum og á sumrin hélduð þið utan um hvor aðra í Mundakoti á Eyrarbakka. Síðan hélduð þið saman allt fram á efri ár og vorum við nánir heim- ilisvinir alla tíð. Þegar þið John giftust, fluttir þú til Ameríku og þar bjóstu ykkur fallegt heimili. Ég minnist með hlýhug og gleði heim- sókna okkar Oddu til ykkar þang- að. Þar var nú dekrað við okkur, keyrt um allt og meðal annars skoðuðum við Niagara-fossa, Bost- on og fjölda annarra staða. Þegar John féll frá árið 1993 fluttist þú aftur heim til Íslands og bjóst í Bólstaðarhlíð 41 þar sem þú einnig bjóst þér fallegt heimili. Þú varst alltaf hinn mesti göngugarpur og ófáir voru göngutúrarnir þínir það- an í heimsókn til okkar Oddu á Laugarteiginn. Þegar þú veiktist og þurftir að yfirgefa Bólstaðar- hlíðina fluttist þú á Hjúkrunar- heimilið Eir þar sem afar vel var hugsað um þig. Og þá hugsaði hún dóttir þín, Sigrún, ekki síður vel um þig, kom til þín nánast á hverj- um degi að huga að líðan þinni, bæði á meðan þú bjóst í Bólstað- arhlíðinni og síðan á Eir. Nú ertu komin, Úlla mín, til Johns og Oddu vinkonu þinnar. Ég þakka þér fyrir yndisleg kynni í 48 ár. Guð blessi þig, elsku Úlla mín. Þinn vinur, Geir Þórðarson. ÚLFHILDUR J. CARROLL ✝ Alda Kristjáns-dóttir fæddist í Ási í Glerárþorpi á Akureyri 22. nóvem- ber 1920. Hún and- aðist á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri laugar- daginn 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristján Jó- hann Jónsson, f. á Gröf í Svarfaðardal 3. október 1897, d. á Akureyri 4. mars 1960 og Anna Jónsdóttir, f. í Vatnsleysu í Glæsibæjarhreppi 16. júlí 1898, d. 9. september 1974. Systkini Öldu eru Jón Ingimar, f. 8. nóvember 1919, d. 21. mars 1992, Laufey, f. 26. nóvember 1921, d. 6. maí 1990, Þorgerður, f. 17. febrúar 1924, d. 1. mars 2004 og Antonía Júlía, f. 7. ágúst 1926. Hinn 6. janúar 1955 giftist Alda Jóhanni Hann- essyni frá Bárufelli, f. 31. júlí 1925, d. 11. maí 1990. Foreldrar hans voru Hannes Júlíus Jóhannsson og Sigurlína Mar- grét Kristjánsdóttir. Dóttir Öldu og Jó- hanns er Indiana Þórunn Jóhanns- dóttir, f. 14. október 1948, gift Bessa Jó- hannssyni frá Melum á Látra- strönd, f. 2. júlí 1945. Börn þeirra eru Alda, f. 3. október 1972, Jó- hann, f. 20. apríl 1974 og Hrönn, f. 2. september 1976. Útför Öldu fer fram frá Gler- árkirkju á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Með söknuði í hjarta viljum við kveðja þig með örfáum orðum. Við þökkum þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum í Báró og allt sem þú kenndir okkur í gegnum lífið. Þú gerðir bernsku okk- ar að ævintýri og leiddir okkur í gegnum fullorðinsárin, fyrir það munum við ævinlega vera þakklát. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá nýbakaða snúða og brúnköku og hlusta á allar skemmtilegu sög- urnar sem þú hafðir að segja. Við þökkum þér fyrir samfylgnina elsku amma en nú ertu komin á betri stað þar sem þú hittir afa og gamla ást- vini og færð loksins þína langþráðu hvíld. Með þessum orðum kveðjum við þig amma, Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til Guðs míns. Signdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu ljósi vaka. Amen. (Úr Litlu bænabókinni.) Þín barnabörn, Alda, Jóhann og Hrönn. ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Lokað verður frá kl. 11.30 í dag, mánudaginn 23. janúar, vegna útfarar SIGRÚNAR PÉTURSDÓTTUR. Verslunin Ego Dekor, Bæjarlind 12. Ástkær frænka okkar og systir, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR áður til heimilis að Engjavegi 43, Selfossi, lést á Ljósheimum laugardaginn 21. janúar. Hansína Ásta Björgvinsdóttir Ingvi Þorkelsson Ingibjörg Ingvadóttir Anna Sólveig Ingvadóttir Björgvin Ingvason Stefán Jónsson Margrét Jónsdóttir. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.