Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gylfi EldjárnSigurlinnason
fæddist í Reykjavík
17. mars 1936.
Hann lést laugar-
daginn 7. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurlinni Péturs-
son húsasmíða-
meistari frá Skála-
dal í Sléttuhreppi,
f. 12. desember
1899, d. 20. júní
1976, og kona hans
Vilhelmína Ólafs-
dóttir frá Gestshúsum í Hafnar-
firði, f. 11. maí 1905, d. 16. mars
1983. Gylfi var fimmti í röð sex
systkina. 1) Ingibjörg, f. 30. mars
1926, d. 21. mars 1986, maður
hennar er Steingrímur Kristjáns-
son lyfsali, f. 21. október 1926. 2)
Sigurlinni verslunarmaður, f. 12.
júní 1927, d. 26. nóvember 2002,
kona hans er Ingibjörg Einars-
dóttir, f. 20. júlí 1927. 3) Ólafur
Pétur trésmiður, f. 12. maí 1929,
d. 5. febrúar 2001. Fyrri kona
hans er Sunna Guðmundsdóttir, f.
12. mars 1932. Seinni kona Dóra
Jóhannesdóttir, f. 19. júní 1928. 4)
6. maí 1968, maður hennar er
Sveinn Margeirsson iðnaðarverk-
fræðingur, f. 14. mars 1978. Dótt-
ir þeirra er Iðunn Fjalldís, f.
2005. Sonur Rakelar og Þorsteins
E. Jónssonar er Kári Eldjárn, f.
1995. 4) Þröstur Ingvar flugstjóri,
f. 11. júlí 1970, kvæntur Dórótheu
Jónsdóttur tölvunarfræðingi, f.
19. september 1973. Synir þeirra
eru Ólafur Már, f. 2000, og Há-
kon Arnar, f. 2002.
Gylfi útskrifaðist frá Verslun-
arskóla Íslands vorið 1957. Hinn
1. desember 1959 hóf hann störf
hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum
og vann þar samfellt til ársins
1996, lengst af sem forstöðumað-
ur fargjalda- og áætlunardeildar,
einnig svæðisstjóri bæði í Kaup-
mannahöfn og New York. Eftir
nær 37 ár hugðist Gylfi minnka
við sig vinnu, sagði upp störfum
og festi kaup á iðnaðarhúsnæði í
Hólshrauni 7 í Hafnarfirði. Vildi
snúa sér að ýmiss konar listsköp-
un, sem alla tíð lék í höndum
hans. Fyrr en varði var „leik-
stofan“ orðin verslun fyrir hand-
verksfólk, með allt frá stórum
vélum til smæstu hluta í útskurð,
steinaslípun eða silfursmíði, svo
aðeins fátt sé nefnt. Þessu mikla
hugðarefni sinnti Gylfi myrkra á
milli til hinstu stundar.
Útför Gylfa verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Svanhvít myndlistar-
kona, f. 6. ágúst
1934. Fyrri maður
var Roy Ólafsson
stýrimaður, f. 2.
ágúst 1933, d. 12.
október 1997. Seinni
maður er Bergur P.
Jónsson flugumferð-
arstjóri, f. 11. des-
ember 1925. 5) Vil-
hjálmur hjúkrunar-
fræðingur, f. 6.
janúar 1944.
Hinn 11. maí 1957
kvæntist Gylfi Þór-
unni Sólveigu Ólafsdóttur (fædd
Jónasdóttir), f. á Akureyri 13.
október 1937. Börn þeirra eru: 1)
Stefana Björk lífeindafræðingur,
f. 19. ágúst 1955, maður hennar
er Guðmundur Björgvinsson
læknir, f. 10. janúar 1955. Börn
þeirra eru: Gylfi Þór, f. 1977,
Rakel Edda, f. 1983, Haukur Týr,
f. 1986, og Ester Eir, f. 1989. 2)
Ólafur Gylfi flugstjóri, f. 27. sept-
ember 1958, kvæntur Bergþóru
Kristínu Garðarsdóttur flug-
freyju, f. 1. ágúst 1964. Sonur
þeirra er Garðar Freyr, f. 1992.
3) Þórunn Rakel sjúkraþjálfari, f.
Ég var hjá þér, Gylfi minn, þeg-
ar þú kvaddir þitt æviskeið á þeim
stað þar sem þér leið mjög vel, í
ævintýraheiminum sem þú skap-
aðir á Hólshrauninu. Þangað var
ætíð mjög gott að koma, finna
notalegt andrúmsloftið sem var
eins þykkt og manngæska þín og
húmor. Að fá að kynnast þér sem
tengdaföður, afa, samstarfsfélaga
og ekki síst sem lífsreyndum
heimsmanni er nokkuð sem ég
hefði ekki viljað missa af. Hvort
sem það var lífsýn þín og mann-
gæska, áræðnin og eljan, gálga-
húmorinn af sjálfum þér eða bara
góð ráð um meðhöndlun á útskurð-
arjárni þá hlustaði ég ávallt og
meðtók af heilum hug. Það kom
líka alltaf á daginn að bæði gjörðir
þínar og orð voru svo gegnheil og
vönduð að manni fannst hvergi
betra að leita ráða eða fá aðstoð.
Fólk talaði um að koma í heim-
sókn í búðina þína og var það mjög
táknrænt fyrir stemninguna í
kringum þig og unun að fylgjast
með fólki fara aftur með bros á
vör.
Þér var margt til lista lagt en
það sem þú tókst þér fyrir hendur
hverju sinni tók hug þinn allan og
því erfitt að yrkja öll áhugamálin.
Þér þótti þó lúmskt gaman að ár-
legri golfferð okkar með Kára Eld-
járn strákinn okkar á Ljúflinginn.
Verst að ekkert skuli hafa orðið af
ferð okkar síðasta sumar en við
munum halda mótinu áfram með
gömlu golfkerruna þína.
Elsku Gylfi minn, ég kveð þig
með hlýju og söknuði en einnig
með brosi í hjarta um góðar minn-
ingar. Kári nafni þinn saknar þín
mikið og hefði óskað sér fleiri
stunda með þér eins og við öll en
yndislegar minningar ylja honum
alla tíð. Hann stekkur í fangið á
Ömmu Doddu sem segir honum
fleiri skemmtilegar sögur eins og
henni er einni lagið af ykkar við-
burðaríku tímum saman. Þú lifir
áfram í huga okkar.
Þorsteinn Eyfjörð Jónsson.
Gylfi Eldjárn Sigurlinnason
skólabróðir minn og vinur er geng-
inn til hins eilífa austurs á hljóðan
hátt. Hann var svolítið hrjúfur á
yfirborðinu, eins og hann vildi láta
aðra halda að hann væri „töffari“,
en hafði hjarta úr gulli og stóran
faðm. Ég heyrði síðast í honum á
nýársdagsmorgun þegar hann
hringdi í mig til að óska mér gleði-
legs árs.
Í desember 1959 hóf Gylfi störf
hjá Loftleiðum og vann óslitið við
millilandaflug hjá íslenskum flug-
félögum til 1. júní 1996, er hann
fór á eftirlaun. Ferill hans í flug-
inu einkenndist af yfirburðaþekk-
ingu og reynslu, sérstaklega í far-
gjöldum og við að útvega flugvélar
með stuttum fyrirvara. Gylfi var
vel virtur og vinsæll meðal sam-
starfsmanna sinna.
Eftir að Gylfi fór á eftirlaun
sneri hann sér að hugðarefnum
sínum á sviði lista og listiðnaðar.
Samfara því byrjaði hann að flytja
inn verkfæri og vörur til að þjóna
því fólki sem var á þessu sviði.
Þetta var fremur köllun en við-
skipti og ætti Gylfi ekki til það
sem beðið var um flutti hann það
til landsins fyrir viðskiptavininn.
Fyrirtækið bar nafn Gylfa og var á
Hólshrauni og var eins og hans
annað heimili.
Hégómi og tildur var Gylfa
fjarri. Til að leggja áherslu á það
var gálgahúmornum óspart beitt,
misjafnlega hvössum, svona eftir
því hvernig lá á honum. Viðskipta-
vinir sem þekktu hann ekki hafa
áreiðanlega oft orðið undrandi á
því hvernig hann talaði til vina
sinna. En svörin sem hann fékk á
móti gáfu til kynna að vingjarnleg
orðaskipti áttu hreint ekki við. Það
gerðist fyrir nokkru að fullorðinn
maður kom til hans í viðskiptaer-
indum og snerist Gylfi kringum
hann til að þjóna honum. Um mán-
uði síðar kom þessi maður aftur,
en þá lá ekki eins vel á Gylfa og
var hann önugur við þennan við-
skiptavin. Gamli maðurinn spurði
þá hvenær þessi sem afgreiddi
hann síðast yrði við. Þetta var að
skapi Gylfa og brosandi veitti hann
þessum gamla manni bestu þjón-
ustu sem völ var á.
Þó að léttleikinn svifi yfir vötn-
unum á Hólshrauni undir værð-
arlegu yfirborðinu, hafði Gylfi heil-
steypta lífsskoðun, sem var rædd í
tveggja manna tali og heimspeki-
legar vangaveltur voru settar fram
vel ígrundaðar.
Gylfi fór alltof fljótt, en hefði
ekki sætt sig við að verða ósjálf-
bjarga og upp á aðra kominn. Það
er svo margt verra en dauðinn og
öll höfum við afmarkaðan tíma,
sem við eigum að nýta sem best.
Gylfi var sannur vinur og vin-
átta hans var auðlegð annarra.
Blessuð sé minning hans.
Hafsteinn Hafsteinsson.
Gylfi Eldjárn Sigurlinnason er
látinn langt um aldur fram. Vinir
hans fundu ekki að hann væri
veikur, jafn hress og hann var og
glaður dags daglega en eitthvað
hefir verið að. Hann hafði eftir að
starfi hjá Flugleiðum lauk komið
sér upp atvinnurekstri sem honum
þótti gaman að og sem veitti hon-
um og fjölskyldunni ánægju. Hann
flutti inn og seldi verkfæri sem
sérstaklega nýttust við listiðnað og
þar naut Gylfi sín vel. Vinir og
kunningjar sem stunduðu þessa
grein voru daglegir gestir og
þarna var mikið spjallað um ýmis
málefni varðandi útskurð og listi-
legar smíðar.
Foreldrar Gylfa voru þau Vil-
helmína Ólafsdóttir frá Gesthúsum
í Hafnarfirði og Sigurlinni Pét-
ursson frá Skáladal í Aðalvík. Sig-
urlinni faðir Gylfa var annálaður
hagleiksmaður og enn eru til smíð-
isgripir sem sýna listfengi hans og
hagleik. Hann nam húsasmíði á
Ísafirði en sigldi síðan til Kaup-
mannahafnar þar sem hann nam
listmunagerð og lauk prófi árið
1924.
Þeim sem þetta ritar er í fersku
minni frásögn af því er fiðla úr
hvalbeini, smíðisgripur Sigurlinna,
var á sýningu Íslands á Heimssýn-
ingunnni í New York árið 1940.
Sigurlinni faðir Gylfa lagði gjörva
hönd á margt og vann að uppfinn-
ingum t.d. í húsabyggingum, þar
sem hann var frumkvöðull í smíði
einingahúsa og sérstaklega á loft-
þéttum gluggaumbúnaði sem fljót-
lega var tekinn í notkun erlendis.
Þá fékk hann einkaleyfi á sér-
stakri aðferð við heyþurrkun og
fékk einkaleyfi á þeirri aðferð árið
1932. Sigurlinni stundaði húsa-
smíði víða um land og var gjarnan
yfirsmiður við byggingar sem
Húsameistari ríkisins hafði á sinni
könnu. Hann var hugmyndaríkur
maður sem fann upp og smíðaði
tæki sem auðveldaði fólki störf í
landbúnaði og við fiskveiðar.
Ekki hafa farið af því fréttir að
Gylfi hafi smíðað fiðlur en margt
annað listilegt hefir hann gert á
öðrum vettvangi. Hann vann ís-
lenskum flug- og ferðamálum um
langt tímabil, hóf störf hjá Loft-
leiðum í desember 1959 sem
fulltrúi í fargjaldadeild og varð
síðar deildarstjóri í deildinni. Árið
1963 hélt Gylfi ásamt fjölskyldu
sinni til New York og starfaði sem
vaktstjóri í flugafgreiðslu Loft-
leiða á J.F. Kennedy flugvelli.
Þrem árum síðar bauðst honum yf-
irmannsstaða í söluskrifstofu fé-
lagsins að Vesturgötu 2 í Reykja-
vík og flutti fjölskyldan þá aftur til
Íslands og varð Gylfi forstöðumað-
ur fargjalda- og áætlunardeildar
félagsins og um tíma einnig for-
stöðumaður farskrárdeildar. Enn
kom að því að Gylfi væri kvaddur
til ferðar og nú til Kaupmanna-
hafnar þar sem hann var svæð-
isstjóri frá 1990, næstu þrjú árin.
Eftir dvölina í Danmörku varð
Gylfi yfirmaður starfsemi Flug-
leiða í Norður Ameríku með aðset-
ur í New York uns hann sneri
heim til Íslands þar sem hann
vann enn að fargjaldamálum sem
einn helsti sérfræðingur félagsins
á því sviði.
Það var svo árið 1997 sem Gylfi
kaupir húsnæði að Hólshrauni 7 í
Hafnarfirði þar sem hann setti
upp fyrirtæki sem minnst er á hér
að framan. Það var til siðs að
halda stutta fundi í flugleildinni kl.
10 f.h. þar sem farið var yfir flug
og rekstur sólarhringinn á undan
og rætt um hvað framundan væri.
Þótt fundarefnið væri oftast alvar-
legt kom það ekki í veg fyrir að
menn gerðu að gamni sínu. Sér-
staklega minnist ég tveggja manna
sem báðir voru grínistar og báðir
höfðu að eigin sögn „svartan húm-
or“ Þetta voru þeir Gylfi Sigur-
linnason í fargjaldadeild og Svavar
Eiríksson í flugdeild. Ég sé stund-
um eftir því að hafa ekki sett í
gang upptökutæki til þess að eiga
orðaskipti þeirra tveggja á bandi.
Þriðji maðurinn sem að vísu var
ekki oft á morgunfundunum var
Vilhjálmur Guðmundsson sem
lengi var yfirmaður Flugleiða í
Kaupmannahöfn en hafði líka
„svartan húmor“ og féll því vel inn
í umræðurnar.
Seint líður úr minni ferð sem við
Gylfi fórum til Grænlands fyrir all-
mörgum árum. Erindið var að
ræða við grænlenska flugfélagið
Grænlandsflug og semja um flug-
og ferðamál. Fyrsti áfanginn var
Narsarsuaq en þaðan var flogið
með þyrlu til Qaqortoq sem áður
hét Julianehåb en þar ætluðum við
að hitta fulltrúa Grænlandsflugs.
Allt gekk þetta eftir og við hlutum
góðar móttökur hjá viðsemjendum
okkar. Mér er ofarlega í minni að
mikill reykjarmökkur var í fund-
arherberginu enda reykti meiri-
hluti fundarmanna. Þetta var
örugglega fyrir þann tíma sem
óbeinar reykingar voru taldar
hættulegar heilsu manna. Við Gylfi
sátum við þessa samninga í nokkra
daga og var þá niðurstaða sem við
töldum ásættanlega í höfn.
Ég vil að endingu þakka Gylfa
skemmtilega samfylgd öll árin og
er þess fullviss að hann mun ekki
láta sitt eftir liggja á nýjum til-
verustigum. Um leið sendum við
María Þórunni og öðrum í fjöl-
skyldunni hlýjar samúðarkveðjur
Sveinn Sæmundsson.
Þegar ég heyrði af andláti Gylfa
var ég staddur í smíðadeild Kenn-
araháskólans þar sem mikið af
þeim verkfærum og áhöldum sem
hann var svo duglegur að flytja
inn fyrir handverksfólk og kenn-
ara eru notuð.
Alls konar hugsanir flugu í
gegnum huga minn á örskömmum
tíma s.s. hvað verður þá um hand-
verkið, hvernig förum við að þegar
Gylfa nýtur ekki lengur við, hver
pantar fyrir okkur verkfærin og
tólin sem við notum til að kenna
fólki að tálga og vinna ferskan við
í handverki? Þessar hugrenningar
segja mikið um Gylfa sem var ein-
staklega áhugasamur um íslenskt
tréhandverk og gerði allt sem
hann gat til að útvega réttu áhöld-
in til að hægt væri að efla það sem
allra mest.
Hversu leiður sem maður var
þegar til Gylfa var komið fór mað-
ur alltaf brosandi, ef ekki skelli-
hlæjandi frá honum. Hann hafði
einstaka kímnigáfu sem einkennd-
ist af djúpum húmor sem maður
oftar en ekki þurfti að leggja sig
fram um að skilja til fulls. Hann
lék sér með orðin og meiningarnar
á bak við þau. Sætið á hakanum er
afar táknrænn hlutur fyrir Gylfa
og lífsstíl hans. Að setja sæti á
haka til að hægt væri í orðsins
fyllstu merkingu að „sitja á hak-
anum“ var dæmigert fyrir hann.
Hann talaði ekki bara um hlutina
heldur lét athafnir fylgja orðum
sínum.
Hvar sem maður hitti Gylfa, s.s.
á sýningum sem hann sótti ófáar,
var hláturinn ekki langt undan, þó
hann hefði vissulega skoðanir á
flestum málum sem hann lá oftast
ekki á.
Á ferskviðar- og tálgutækninám-
skeiðunum Lesið í skóginn spyrja
þátttakendur gjarnan hvar sé
hægt að fá hin og þessi áhöldin
keypt sem notuð eru og alltaf er
svarið, „hjá Gylfa,“ hvort sem um
er að ræða, hnífa, axir, brýni,
bora, eða annað sem til þarf. Hvar
finnum við Gylfa var síðan spurt
og svarið var, „í Hafnarfirði, á bak
við Fjarðarkaup – við hliðina á
slökkvistöðinni o.s.frv.“ Það eru
mikil viðbrigði að eiga ekki lengur
Gylfa að. Allir þeir sem notið hafa
góðvildar hans og greiðvikni munu
sakna hans mikið.
Ég votta fjölskyldu hans og vin-
um innilega samúð.
Ólafur Oddsson.
Símtal seint á laugardagskvöldi.
Gylfi vinur minn allur. Vinur vina
sinna. Ef til vill áttu fyrstu við-
brögð ekki að vera eins og eftir
högg. En samt.
Orðin „Gylfi vinur minn“ hafa
verið mér alltöm gegnum tíðina.
Frá okkar fyrstu kynnum. Báðir
þá að fóta sig í nýjum skóla í nýju
umhverfi, unglingsárin framundan.
Óréttlát og ósanngjörn fram-
koma gagnvart öðrum okkar út af
ákveðnu atviki, misbauð svo rétt-
lætiskennd hins að hann snerist til
varnar fyrir félega sinn. Síðan var
slíkt ætíð gagnkvæmt við sam-
bærilegar kringumstæður.
Þarna myndaðist strengur sem
stöðugt hélt, þann rúmlega fimm
og hálfan áratug er við síðan átt-
um samleið. Vissulega gat sá
strengur slaknað af og til, en aldr-
ei flæktist hann né slitnaði. Vel
var hann tengdur þegar upp komu
óvæntar aðstæður á erlendri
grund fyrir fimmtán árum, er
Gylfi fékk alvarlegt áfall og óvið-
unandi meðferð misviturs þarlends
læknis. Þótti hvorugum okkar
verra að svo hagaði til að við gát-
um átt stundir saman er eiginkona
hans og fjölskylda af einstökum
krafti önnuðust það sem gera
þurfti.
Það er minnisstætt hvernig mér
unglingnum var tekið af fjölskyldu
hans á Miklubrautinni þar sem ég
var heimagangur allt fram á full-
orðins ár, að ógleymdu hans eigin
heimili. Eins er ánægjulegt að
minnast þess tíma er við nokkrir
æskuvinir áttum þess kost að hitt-
ast vikulega og ræða málin, jafn-
hliða því að snæða kjarngóðan mat
hjá góðum félaga.
Ekki veit ég hve margir þekktu
Gylfa vel. Ýmsir lítið þótt í nálægð
væru. Sumir töldu hann bara með
harða skel, en um leið skemmti-
lega stríðinn og stundum þveran
er það átti við, hvað svo sem undir
GYLFI ELDJÁRN
SIGURLINNASON
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning