Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 25 MINNINGAR byggi. Víst þurfti hann að nota skelina við ákveðnar aðstæður. Það var ekki alltaf hægt að sýna hinn innri og mýkri mann, einlæg- an og hlýjan. Í raun sérstakan og viðkvæman listamann. Ég veit að honum féll það ekki alltaf vel að búa í skelinni. En tveir kallar gátu alveg látið það eftir sér að taka hvor utan um annan og ýmist fella tár eða gleðjast saman, eftir því sem augnablikið bauð upp á. Þótt við færum fljótt ólíkar leið- ir í lífinu var sambandið alltaf til staðar, hvorki lönd né landamæri rufu það. Heimsóknir ekki eins tíð- ar og áður fyrr, en hið sígilda tæki síminn gerði sitt gagn. Ekki löng samtöl, þess þurfti ekki. Við kunn- um alveg að tala og vissum hvað við vildum segja, stutt tengsl nægðu. Ef annar dró of lengi að hringja, þá hringdi bara hinn. Gegnum árin. Að lokum áleitin spurning. Hvað hefði gerst, ef fyrirtækið er byrj- aði sem leikur, hefði ekki orðið að því sem það varð. Hvað fengum við ekki að sjá af því sem listamað- urinn hefði getað látið eftir sig? Ég kveð þig, kæri félagi, og þakka samferðina. Megi þín næsta för verða þér góð. Þótt tíminn græði, tekur öll aðlögun sinn skerf. Það vantar í hópinn. Samúðarkveðjur til eiginkonu, afkomenda, ættingja og vina. Megi sá sem öllu ræður vera þeim stoð. Marinó Þ. Guðmundsson. Það var vissulega áfall fyrir smíðakennara að frétta andlát Gylfa, hann var orðinn fastur punktur í starfi okkar, sannkall- aður viskubrunnur handverks- fólks, mikil hjálparhella og vinur hvers kennara sem til hans leitaði. Að eigin frumkvæði leitaði hann logandi ljósi innanlands sem utan að hlutum og verkfærum sem kæmu sér vel fyrir handverksfólk, nemendur og kennara. Að koma í ótrúlegu búðina hans var eins og að detta í lukkupottinn, alltaf fann maður eitthvað nýtt og nytsamlegt til að bæta og auðga kennsluna eða sína eigin vinnu. Efni frá Gylfa er stór hluti af daglegum þörfum í skólum landsins, hann útvegaði það sem enginn annar gat. Vin- átta, þjónustulund og lipurð var hans aðalsmerki. Hann skilur eftir sig ákveðið tómarúm sem erfitt verður að fylla. Við þurfum að hugsa margt upp á nýtt. Við viljum þakka Gylfa fyrir ómælda aðstoð og vinsemd í garð okkar smíðakennara. Sendum fjöl- skyldu hans og ástvinum samúðar- kveðjur. F.h. Félags íslenskra smíða- kennara, Agnes og Kristín. Gylfi Eldjárn Sigurlinnason er fallinn frá. Við félagarnir kynnt- umst Gylfa fyrir fáeinum árum þegar hann hóf innflutning og sölu á verkfærum til handverksfólks. Þessi kynni urðu síðan að vin- skap sem leiddi okkur í fyrirtæki hans jafnvel vikulega þó ekki væri til annars en að spjalla og þiggja kaffi. Þegar vantaði hugmyndir og uppörvun var gott að fara á hans fund. Hann lá ekki á liði sínu, var hugmyndaríkari en margir aðrir og hvatti menn óspart til að gera nýja hluti. Enginn hefur þjónað handverksfólki betur en Gylfi þeg- ar kom að tækjum og tólum. Ef eitthvað vantaði var hann ávallt reiðubúinn að liðsinna. Spurði gjarnan hvar best væri að bera niður og greip hann þá símann á stundinni og hringdi út í heim. Reynsla hans eftir margra ára starf erlendis kom því að góðum notum. Það eru því kaflaskil hjá hand- verksfólki við fráfall Gylfa sem vandfyllt er. Missir fjölskyldunnar er þó mestur og vottum við Þór- unni, börnum þeirra og öðrum að- standendum samúð okkar. Blessuð sé minning Gylfa Eld- járns Sigurlinnasonar. F.h. Félags trérennismiða á Ís- landi. Reynir og Úlfar. ✝ Sigrún Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1950. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. jan- úar síðastliðinn. Móðir hennar er Þorgerður Jóhann- esdóttir húsmóðir, f. 7. nóvember 1922, gift Guðmundi Frið- vinssyni fyrrverandi sjómanni, f. 10. júlí 1932. Faðir Sigrúnar er Pétur Eyfeld verslunarmaður, f. 28. júní 1922, var kvæntur Pálínu Guðrúnu Páls- dóttur, f. 26. október 1936, d. 1. september 2001. Uppeldisforeldrar Sigrúnar voru hjónin Oddrún S. Jó- hannsdóttir, f. 19. janúar 1903, d. 31. júlí 1986 og Stefán Gunnbjörn Egilsson, f. 14. desember 1904, d. 25. janúar 1995, en Þorgerður, móðir Sigrúnar, var sammæðra Oddrúnu sem var 19 árum eldri. Fósturforeldrar Sigrúnar áttu tvær dætur, Jóhönnu, f. 4. nóvember 1938, d. 1974, og Arnþrúði Lilju, f. 1922, og Magnús Guðmundsson, f. 22. október 1918, d. 14. janúar 1998. Sigrún og Bogi eignuðust tvö börn, Magnús, f. 13. nóvember 1974, og Guðríði Stellu, f. 17. des- ember 1981. Magnús er stjórnmála- fræðingur (BA, MSc, MA) og er fangavörður í Hegningarhúsinu og Guðríður Stella er viðskipta- og markaðsfræðingur (BS) og vinnur hjá húsgagnavöruversluninni Ego Dekor. Sigrún starfaði hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins sem var áður Rannsóknarstofnun at- vinnuveganna. Hún byrjaði 11 ára að aðstoða „pabba“ sinn Stefán Gunnbjörn sem þar vann og starf- aði þar svo einhver sumur þangað til hún var fastráðin í maí 1967. Hún stundaði borðtennis þegar hún var yngri og vann til margra verð- launa, þar á meðal varð hún Ís- landsmeistari í tvenndarleik 1971, 1973 og 1974. Eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein 1987 fór hún fljótlega að vinna fyrir Sam- hjálp kvenna og sat þar í stjórn síð- ustu árin. Systkinin Björg, Friðvin og Sigrún stofnuðu húsgagnaversl- unina Ego Dekor árið 1997 og var Sigrún stjórnarformaður fyrirtæk- isins. Útför Sigrúnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 28. nóvember 1942, d. 1963. Sammæðra systkini Sigrúnar eru Björg Guðmundsdótt- ir framkvæmdastjóri, f. 29. október 1959, sambýlismaður Har- aldur Gíslason, Frið- vin Guðmundsson, f. 7. júní 1961, kvæntur Hafdísi Hilmarsdótt- ur, Þorvaldur S. Guð- mundsson sölustjóri, f. 23. mars 1964, kvæntur Halldóru Lárusdóttur, dr. Hjalti J. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri á umhverfissviði hjá Reykjavíkurborg, f. 3. september 1965, kvæntur Sigurbjörgu Sigur- jónsdóttur. Samfeðra systkini Sig- rúnar eru Pétur F. Eyfeld verslun- armaður, f. 13. apríl 1961, kvæntur Guðbjörgu Karlsdóttur, og Þórdís Eyfeld, f. 5. október 1958. Hinn 9. desember 1972 giftist Sigrún Boga Magnússyni, fyrrver- andi bankaútibússtjóra, f. 10. sept- ember 1950. Foreldrar hans eru Guðríður Jónasdóttir, f. 26. febrúar Mamma er dáin. Ég er búinn að hugsa þessa setningu oft í huganum undanfarna daga. Það er erfitt að sætta sig við meiningu orðanna því heimurinn stöðvast ekki en heldur áfram sinn vanagang. Þannig að meðan lífið heldur áfram verð ég að líta aftur og finna út hvernig ég vil minnast hennar, bæði við þetta tæki- færi sem og til að geyma í huga mér. Móðir mín elskaði alla í fjölskyld- unni en umhyggja hennar og hjálp- semi átti fá takmörk. Hún var alltaf skilningsrík og ég man ekki eftir því að hún hafi reiðst eða hækkað róm- inn en það hefði svo sem verið í lagi af og til. Þegar ég lít aftur þá virðist sem hún hafi alltaf fyrst hugsað um aðra og síðan um sjálfa sig. Þetta kom bersýnilega fram á meðan hún barðist við alvarleg veikindi en það gerði hún í meira eða minna 18 ár. Hún vildi alltaf að þessi veikindi hefðu sem minnst áhrif á líf sitt og hreinlega leyfði þeim ekki að gera það. Þannig að sama hvað var í gangi þá hugsaði hún um fjölskylduna og heimilið og sinnti starfi sínu. Hún vildi frekar safna upp orlofi en að taka eitthvert veikindafrí. Með þessu er ég ekki að segja að veik- indin hafi ekki breytt lífi hennar heldur að hún vildi ekki breyta sínu daglega lífi vegna þeirra. Þannig nýtti hún dugnað sinn til að halda í vonina enda gafst hún aldrei upp. Ég man alltaf eftir því að þegar við áttum heima í Logafoldinni höfð- um við stóran og fallegan garð sem mömmu þótti mjög vænt um og hafði yndi af að sinna. Mamma og pabbi voru sérstaklega dugleg að vinna þarna úti og við börnin hjálpuðum oft til. Mamma beinlínis elskaði að geta sinnt þessum garði og vildi helst alltaf hafa eitthvað grænt og lifandi í kringum sig. Mamma hafði einnig mjög gaman af allri útivist og voru þau pabbi mjög dugleg í að fara í langar gönguferðir á sumrin. Mað- ur vissi ekki fyrri til en þau voru allt í einu búin að pakka saman dótinu, henda því út í bíl og síðan farin eitt- hvað upp á fjöll. Hún var einnig mikil félagsvera, var í spilaklúbbi og vann mikið innan Samhjálpar kvenna, sem ég er viss um að hafi gefið henni mikið til baka. Það var aðallega þetta, auk fjölskyldunnar, sem hún hafði dálæti á. Ég sakna hennar ekki bara af því hún var móðir mín og stór hluti af mínu daglega lífi heldur einnig vegna þess að hún var vinur minn. Hún hafði alltaf tíma til að tala við mann, hvort sem það var um ein- hverja draumóra eða daginn og veg- inn. Tómarúmið sem hún skilur eftir í lífi mínu og fjölskyldunnar er meira en orð gera skil. Hvernig hún lifði lífi sínu, full af kjarki, dugnaði og um- fram allt von, mun sitja eftir í minn- ingu minni og setur fordæmi sem all- ir ættu að geta farið eftir. Magnús Bogason. Elsku mamma mín, það koma svo margar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku mamma mín. Erfitt er að sætta sig við það að eftir margra ára, hetjulega baráttu þína, síðustu 19 árin, sért þú tekin frá okkur, á besta aldri. En skyndi- lega, aðfaranótt sjötta janúar síðast- liðinn, var för þinni heitið upp á spít- ala og þú áttir ekki afturkvæmt. Þegar þú greinist fyrst með krabbamein var ég sex ára gömul. Ég var svo lítil að ég gerði mér ekki alveg grein fyrir því hversu alvarlegt það var en ég man að ég teiknaði margar myndir og föndraði fyrir þig og kom með upp á spítala sem ég veit þér þótti vænt um. Þetta var þó einungis upphafið á löngum og ströngum lyfjameðferðum því eftir þetta lét krabbameinið alltaf aftur og aftur á sér bera, en þrátt fyrir sjúkdóm þinn stundaðir þú alltaf fulla vinnu og lést aldrei neitt á neinu bera sama hversu aukaverk- anirnar voru miklar. Mér er minnisstætt þegar við, ég, þú og pabbi, fórum í eina gönguna. Þegar við fórum „Laugaveginn“ með vinum okkar en þú hafðir alltaf svo gaman af göngu og útivist. Við fórum þá einungis mánuði eftir að þú klár- aðir enn eina meðferðina. Þetta var þriggja daga ferð en þú kláraðir hana með trompi. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur og hversu erfitt það var, alltaf varstu jafn dugleg. Ég man líka þegar við vinirnir úr Logafoldinni vorum að leika okkur saman og kíktum heim til mín en þá varstu alltaf með nammi fyrir okkur eða eitthvað á boðstólum og allir voru alltaf að tala um hversu góða mömmu ég ætti og var ég alltaf stolt af því. Aldrei skammaðir þú mig mikið sama hversu mikill prakkari ég var, frekar talaðir þú rólega við mig og útskýrðir hvað væri rétt og hvað væri rangt. Elsku mamma mín, alltaf varstu svo góð og þolinmóð við allt og alla og tókst öllu með jafn- aðargeði sama hversu alvarlegt það var. Þú hjálpaðir mörgum sem greinst höfðu með krabbamein gegnum starf þitt fyrir Samhjálp kvenna og veittir þeim styrk og ljós í myrkrinu. Margir leituðu til þín í erfiðleikum og alltaf varstu tilbúin að gefa þinn tíma og hjálp til þeirra sem á þurftu að halda. Utanlandsferðir okkar fjölskyld- unnar eru mér einnig alltaf minn- isstæðar, elsku mamma mín, þegar við keyrðum um Evrópu og þegar við heimsóttum Björgu frænku í Prag en það var alltaf svo skemmti- legt. Allar blíðu og góðu samverustund- ir okkar verða alltaf í huga mínum og munu fylgja mér um ókomna tíð. Þína síðustu daga fengum við Maddi og pabbi að vera hjá þér og alltaf hugsaðir þú fyrst um okkur en síðan þig sjálfa. Þú spurðir alltaf hvort við værum nú ekki búin að borða og hvort við ættum ekki að drífa okkur heim og hvíla okkur. Þetta var alltaf einkennandi við þig, elsku mamma mín, hversu vel þú hugsaðir um alla í kringum þig, sama hvað dundi á. Ég ákvað árla morguns, föstudag- inn 13. janúar sl., að skreppa heim í sturtu og ætlaði ég ekki að vera lengi en þú varst farin þegar ég kom til baka. Ég sem átti eftir að segja þér svo mikið, hversu vænt mér þótti um þig, hversu mikið ég leit upp til þín og hversu mikil hetja þú varst, en það verður að bíða betri tíma, þegar við hittumst á ný. Elsku besta mamma mín, ég fæ ekki með neinum orðum lýst hversu sárt ég sakna þín, vegir Guðs eru óútreiknanlegir og oftar en ekki ósanngjarnir. Guð hefur ætlað þér annað verk á framandi stað þar sem þú átt eftir að njóta þín til hins ýtr- asta í birtu og yl. Ég veit þó að þér leið vel síðustu stundirnar í lífi þínu og að þér líður vel á þeim stað sem þú ert komin nú, sem er huggun. Stórt skarð er komið sem ekki verð- ur aftur fyllt. Þú verður ávallt í huga mínum og hjarta, elsku mamma mín og ég veit að þú átt eftir að vísa mér veginn í gegnum lífið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ég vil þakka hjúkrunarfólkinu á gjörgæslu Landspítalans við Hring- braut fyrir einstakan hlýhug og ást- kæra umönnun. Sérstakar þakkir vil ég færa Sigurði Björnssyni krabba- meinslækni. Þín dóttir, Guðríður Stella. Elsku Sigrún mín, hve þungbært er að skrifa þessa hinstu kveðju til þín. Að horfa upp á þig berjast við illvígan sjúkdóm í mörg ár af þvílíku hugrekki og æðruleysi án þess að geta neitt að gert og að þú skyldir síðan þurfa að láta í minni pokann er sárara en orð fá lýst. Maður spyr sjálfan sig hvaða tilgangi þetta þjóni allt saman en víst er að veröldin er fátækari eftir að þú ert farin, það vit- um við sem fengum að hafa þig í allt of stuttan tíma. Það sem eftir stend- ur núna eru fallegar minningar um fallega manneskju sem þú varst svo sannarlega að innan sem utan. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín systir, Björg. Hugrekki og hetjuskapur taka á sig margar myndir. Ein birtingar- mynd þessara dyggða er barátta ein- staklinga við erfiða sjúkdóma svo ár- um skiptir. Maður fylgist með viðkomandi og getur ekki annað en tekið ofan hattinn, sumu fólki er hreinlega gefið það að geta með ótrúlegum hætti tekist á við hvert áfallið á fætur öðru með æðruleysi, dugnaði og óttaleysi. Þannig var Sig- rún og þrátt fyrir að áföllin væru stór og mörg var einfaldlega haldið áfram án allra kvartana eða sjálfs- vorkunnar. Daginn sem hún lést var hún búin að eiga í harðri og óvæginni glímu við krabbamein í rúmlega 18 ár. Allan þann tíma var ávallt við- kvæðið þegar maður spurði að líðan, „jú, mér líður ágætlega núna“ en maður vissi betur. Síðasta árið, og í raun síðustu árin hennar, var má segja viðstöðulaus lyfjameðferð og er það með ólíkindum að slíkt skuli vera lagt á nokkra manneskju. En alltaf var barist áfram þangað til núna að líkami hennar sagði hingað og ekki lengra. Nú er nóg komið. Árið er 1972 um sumar. Ég og bræður mínir vissum að Sigrún og Bogi ætluðu að passa okkur pjakk- ana þar sem mamma, pabbi og Björg systir ætluðu að bregða sér bæjar- leið til Grænlands í útsýnisflug. Okk- ur var nokk sama um það enda viss- um við að nú yrði fjör. Bogi og Sigrún fengu glænýja Plymman hans pabba lánaðan þessa dagstund og nú skyldi rúntað. Mamma, pabbi og Björg gátu bara verið áfram á einhverju Grænlandi. Og minningin um þennan dag er ógleymanleg. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann en þessi fyrsta minning er mér alltaf lifandi og kær. Árin liðu og svo komu börnin þeirra Sigrúnar og Boga, fyrst Magnús fæddur 1974 og síðan Guðríður Stella fædd 1981. Bæði endurspegla þau persónueinkenni móður sinnar, dugnað, elju, ósérhlífni og þetta ótrúlega rólega lundarfar sem ein- kenndi Sigrúnu svo mikið þar var nú enginn æsingurinn. Eitt af því mörgu sem Sigrún var alger snill- ingur í voru veisluhöld og matar- gerð. Jólaboðin á jóladag hélt hún al- veg sama hve veik hún var. Og alltaf voru boðin fullkomin maturinn, um- gjörðin og fólkið. Þessi boð voru allt- af mikið tilhlökkunarefni; að borða frábæra matinn hennar Sigrúnar og hitta alla fjölskylduna og spjalla. Sigrún var nefnilega mikill miðdepill í fjölskyldunni, hún kallaði fólkið saman og maður átti hana alltaf að. Hennar er sárt saknað en ég er þakklátur fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Undanfarin ár hafa verið erfið fyr- ir fjölskylduna. Mikið er lagt á þig, Bogi minn, og móður þína hana Gurru. Nú þegar Sigrún er farin hafa orðið fjögur svipleg dauðsföll í fjölskyldunni undanfarin ár, fyrst Guðmundur bróðir þinn, síðan Magnús faðir þinn, næst Reynir bróðir þinn og núna Sigrún. Mér er orðfátt og skil ekki þann veg sem þér er ætlað að ganga. En vonandi er til- gangur með þessu öllu sem er æðri okkar skilningi. Ég vil þakka þér, Sigrún mín, fyrir allt og allt. Ég veit að þér líður vel í dag og ert tilbúin að takast á við ný verkefni. Hjá ykkur Bogi minn, Maddi og Stella er hugur minn og hjá þér elsku mamma mín, þið hafið sýnt ótrúlegan styrk á þessum erfiðu tímum. Hjalti bróðir. Ég og maðurinn minn erum á leið- inni í fyrsta jólaboðið mitt hjá tengdafjölskyldunni. Gestgjafarnir eru Sigrún, mágkona mín og Bogi, eiginmaður hennar. Þá þegar vissi ég að þau höfðu um árabil haft veg og vanda af glæsilegum jólaboðum sem voru tilhlökkunarefni stórfjöl- skyldunnar allt árið. Þetta kvöld var yndislegt, eins og við mátti búast. Allir nutu sín í hlýlegu og notalegu andrúmslofti sem einkenndi fallegt heimili Sigrúnar og fjölskyldu henn- SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.