Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 26

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 26
26 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ar, allir voru svo hjartanlega vel- komnir og við nutum kræsinga sem þau töfruðu fram af mikilli snilld og natni. En það sem stendur upp úr er minningin um yndislega konu, Sig- rúnu Pétursdóttur Eyfeld. Strax við fyrstu kynni faðmaði hún mig að sér og bauð mig velkomna í fjölskyld- una. Og mér leið strax eins og við hefðum þekkst í mörg ár, enda ein- kenndist öll hennar framkoma af einstaklega mikilli hlýju, umhyggju- semi og einlægni. Þá er ötult og óeigingjarnt starf hennar í þágu krabbameinssjúkra beinlínis aðdá- unarvert. Alltaf var hún tilbúin til að gefa sér tíma fyrir aðra, sama hvern- ig stóð á hjá henni sjálfri. Sigrún tókst á við hin erfiðu og langvinnu veikindi sín af aðdáunarverðu æðru- leysi og hetjuskap. Elsku Sigrún, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér en vildi óska þess að við hefðum mátt hafa þig lengur hér hjá okkur, þín verður sárt saknað. Elsku Bogi, Maddi, Stella og Gurra, Þorgerður og Guðmundur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Mikill er ykkar miss- ir, en megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að kveðja mína yndislegu mágkonu Sig- rúnu Pétursdóttur. Ég kynntist þér sumarið 2001 og þú komst geislandi og brosandi eins og alltaf og bauðst mig velkominn í fjölskylduna. En nú er þrautaganga þín á enda og þú tókst því með æðru- leysi eins og öllu sem kom fyrir hjá þér. Sigrún mín, síðustu ár hafa nú ekki beint verið dans á rósum og veikindi þín sett sitt mark á líf þitt. En alltaf varstu boðin og búin að að- stoða aðra, hvort sem það voru þínir nánustu eða bláókunnugt fólk sem átti um sárt að binda. Þá naut Sam- hjálp þinnar dyggu þjónustu og varstu á sjúkrasæng sæmd æðstu viðurkenningu þeirra og varstu vel að henni komin. Ekki datt mér í hug að veikindi þín væru orðin jafn al- varleg og raunin var, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og ekki renndi ég grun í, þegar við stóðum saman í eldhúsinu heima á annan í jólum að undirbúa jólaboðið, að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég sæi þig. Það hvarflaði ekki að mér, jafn glöð og ánægð sem þú varst, en svona er nú víst lífið sjálft. Sigrún mín, megi góður Guð vagga þér í örmum sínum og um- vefja þig sömu hlýju og þú gafst öðr- um. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig kæra mágkona. Megi guð og góðar vættir styrkja þig og börnin ykkar Bogi minn. Haraldur Á. Gíslason (Halli Gísla). Sigrún ólst upp hjá ömmu og afa, sem yngsta systir mæðra okkar. Í aldri var hún mitt á milli þeirra og okkar. Hún brúaði bil milli kynslóð- anna því fyrir okkur var hún sem elsta systir. Ómetanlegt var að eiga hana að í uppvextinum. Kannski er engin tilviljun að bridge var í uppáhaldi hjá Sigrúnu en bridge þýðir brú. Í lífi og starfi byggði hún brýr í mannlegum sam- skiptum. Hún hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel og skapaði alls stað- ar góðan anda með léttleika og já- kvæðu hugarfari. Við bárum báðar gæfu til að starfa með henni um skeið. Hún leiðbeindi á áreynslulaus- an hátt, las úr óskiljanlegri skrift og leysti úr öllum vanda með bros á vör. Hún var góð fyrirmynd þar sem hún vann öll störf fljótt og vel og af metn- aði. Sigrún var barngóð. Hún lék Stúf jólasvein, las fyrir okkur, bak- aði stafakökur, þar sem passað var upp á að allir fengju sinn staf, og hafði það umfram ömmu að kunna að poppa. Nýlega fundust í fjölskyld- unni gamlar kvikmyndir. Margar senur eru af Sigrúnu og sést þá vel hvernig hún sýndi okkur, sem tán- ingur, umhyggju og hlýju. Við börn- in í Nökkvavogi 41 vorum eigingjörn á Sigrúnu og fannst ekkert gaman þegar hún fór að passa systkini sín. Það kom líka fyrir að hún og vinkon- ur hennar þurftu að læsa sig inni á baði og laumast burtu úr húsinu til að eiga stund fyrir sig. Okkur fannst heldur ekki sniðugt þegar ákveðinn kærasti fór að gera sig heimakominn en vorum reyndar ekki lengi að taka Boga í sátt. Eftir að hún flutti að heiman voru tengslin áfram sterk. Hún heimsótti oft ömmu, gerði fínt á henni hárið eða aðstoðaði hana með öðrum hætti. Sigrún sýndi æðruleysi og hetjulund í langvarandi baráttu við krabbamein og lét þá ekki sitt eftir liggja í stuðningi sínum við aðr- ar konur í sömu stöðu. Bogi og börn- in þeirra, Magnús og Stella, sýndu mikinn styrk og veittu henni ómet- anlegan stuðning í baráttu sinni. Við samhryggjumst þeim og öðrum að- standendum innilega. Við kveðjum yndislega frænku með trega en vitum að hún hefur fengið góðar móttökur hinum megin. Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. Kveðja frá Samhjálp kvenna Sigrún Pétursdóttir gekk til liðs við Samhjálp kvenna fyrir fimmtán árum, en þremur árum áður hafði hún fyrst greinst með brjósta- krabbamein. Mannkostir hennar komu strax fram, einkum einstök ósérhlífni og vilji til að láta gott af sér leiða. Hún var hlý í viðmóti, kvartaði aldrei og hallmælti aldrei neinu eða neinum. Hún var glettin og hvernig sem á stóð var alltaf stutt í gamansemina. Veikindi Sigrúnar stóðu í tæpa tvo áratugi, en hún leit á þau og meðferðir sem þeim fylgdu, sem áskorun. Vegna þess hve með- ferðartíminn var langur var hún í góðu sambandi við starfsfólk krabbameinslækningadeildarinnar sem hún bar ætíð gott orð. Hún var alltaf tilbúin til að styðja og hvetja aðrar konur, sérstaklega þær sem fengu ekki lækningu, en lentu í lang- varandi veikindum þegar brjósta- krabbameinið tók sig upp. Sigrún var einstök fyrirmynd annarra kvenna sem lentu í svipuðum að- stæðum og hún. Í viðtali við Vikuna í október síðastliðnum sagði hún sögu sína. Sú saga er merkileg fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir þann viljastyrk sem þar kom fram. Hún sagði frá því að hún gekk frá Landmannalaugum inn í Hrafn- tinnusker í fyrrasumar þrátt fyrir að hafa verið í þungri lyfjameðferð og hún sinnti vinnu sinni fram undir það síðasta. Sigrún kom í stjórn Samhjálpar kvenna árið 2000 og var ritari félags- ins til dauðadags. Hún vann mörg önnur verk fyrir samtökin, bæði í tengslum við samskipti við önnur fé- lög innan Krabbameinsfélagsins og við erlenda stuðnings- og baráttu- hópa brjóstakrabbameins. Árið 2003 fór Sigrún ásamt tveimur fulltrúum Samhjálpar kvenna á þing Reach to Recovery í Portúgal. Sú ferð var bæði lærdómsrík og ánægjuleg, þar sem samskipti voru náin, herbergi var deilt og hægt að spjalla fram eft- ir kvöldum. Hún gaf ferðafélögum sínum ekkert eftir hvað úthald varð- aði, átti auðvelt með að ræða við konur af öðru þjóðerni og heillaði þær með hlýju og gamansemi. Á afmælisdegi Sigrúnar, 10. jan- úar síðastliðinn, var hún sæmd gull- merki Samhjálpar kvenna fyrir ómæld störf í þágu félagsins. Ætl- unin var að afhenda það í hófi sem sjálfboðaliðahópurinn hélt það kvöld, en örlögin höguðu því svo að hún fékk gullmerkið sitt í lófann þar sem hún lá á gjörgæsludeild. Hún gladdist vegna þessa, bar sig vel og var ákveðin í að hitta hópinn eins skjótt og auðið væri. Því miður þró- uðust málin á annan hátt og sjálf- boðaliðahópurinn sér á bak ein- stökum félaga. Félagar Sigrúnar í Samhjálp kvenna þakka henni samfylgdina og senda eiginmanni, börnum og aldr- aðri móður innilegar samúðarkveðj- ur. Komin er kveðjustund. Fyrir rúmum 20 árum hófum við nokkrar konur að spila bridge og höfum átt góðan félagsskap. Sigrún hafði for- skot á okkur hinar í spilamennsk- unni í byrjun og gaf ósjaldan góð ráð um hvernig spila mætti úr því sem á hendi kom. Sigrún var nett, falleg og fíngerð kona, róleg að eðlisfari, hlý og glað- leg. Sjaldnast var glettnislegt bros með blik í augum langt undan. Fág- un og smekkvísi einkenndu Sigrúnu í hvívetna. Hún átti fjölskylduláni að fagna, góðan eiginmann og tvö mannvænleg börn sem nú eru upp- komin. Þótt forsjónin gæfi Sigrúnu svo mörg góð spil á hendi, þá lagði hún einnig á hana mjög svo strembna áraun sem Sigrún stóðst með ólíkindum vel í tæpa tvo ára- tugi. Skömmu eftir að spilaklúbbur- inn hóf göngu sína greindist Sigrún með krabbamein í brjósti, þá aðeins 37 ára gömul. Því miður lét vágestur þessi á sér kræla með nokkurra ára hléum. Sigrún gekkst undir ýmsar meðferðir í baráttunni við sjúkdóm- inn, sumar mjög erfiðar og langvar- andi. Sýndi hún þá ótrúlegan kjark og æðruleysi og lét engan bilbug á sér finna. Fyrir allmörgum árum er við nefndum við hana í lok erfiðrar meðferðar að nú hefði meinið von- andi látið í minni pokann kvað hún já við því og bætti svo við: „Og ef ekki, þá mun ég taka því sem að höndum ber.“ Óhætt er að segja að hugur og kjarkur sá er Sigrún bjó yfir er ekki öllum gefinn. Hún starfaði af dugn- aði og áhuga í Samhjálp kvenna og miðlaði þar öðrum konum af reynslu sinni. Sigrún stundaði vinnu sína á Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins meðan þrekið leyfði eða þar til nú í lok desember. Á síðasta spila- kvöldinu okkar nú fyrir jólin sýndi hún okkur glöð og stolt gjöf frá Há- koni yfirmanni sínum. Greinilegt var að hún mat hann og vinnustaðinn mikils. Við söknum góðs félaga og vottum eiginmanni Sigrúnar og börnum innilega samúð. Inga, Ingibjörg, Sólveig og Sigrún. Þegar Sigrúnar er minnst koma upp í hugann orð eins og dugnaður, samviskusemi, jákvæðni, jafnaðar- geð og skemmtilegheit. Sigrún hafði starfað lengst allra starfsmanna hjá Rb en hún hóf störf hjá stofnuninni skömmu eftir að rannsóknastofnanir atvinnuveganna voru stofnsettar þá 17 ára en stofnunin var þá til húsa í kjallara veitingahússins Klúbbsins sem margir muna eflaust eftir. Ég starfaði lengi með Sigrúnu og sein- ustu 10 árin var hún ritari minn. Aldrei sá ég hana skipta skapi og vann hún sín störf af einstökum dugnaði og með bros á vör þrátt fyr- ir mikið álag oft á tíðum. Þrátt fyrir erfið veikindi um langa hríð var Sig- rún nánast aldrei frá vinnu og sem dæmi um það má nefna að seinasta vinnudaginn spurði hún hvort ekki væri í lagi þótt hún færi heim þar sem henni liði ekki nógu vel en raun- ar var orðið áliðið dags. Um kvöldið lagðist hún á spítala og var hún látin innan viku. Sigrún var mikil fyrir- mynd fyrir aðra og starfaði af dugn- aði og ósérhlífni við að hughreysta og hjálpa öðrum, sem áttu við svip- aðan vanda að stríða. Um tíma var borðtennisaðstaða á Rb og var gjarnan leikið í matartím- um og eftir vinnu. Tók hópurinn þátt í nokkrum mótum og þá gerði Sig- rún sér lítið fyrir og varð Íslands- meistari í borðtennis, sú fyrsta ef ég man rétt. Sigrún var afar félagslynd og tók þátt í félagslífi á stofnuninni og ferðalögum og þá með eiginmanni sínum Boga Magnússyni. Í þessum ferðum var oft keppt í ýmsum íþrótt- um þar sem rannsóknar- og skrif- stofumenn kepptu gegn sérfræðing- um og reyndist Sigrún þá góður liðsmaður sínu liði. Við hjónin vottum Boga og börn- um þeirra Sigrúnar ásamt öðrum að- standendum innilegustu samúð. Hákon Ólafsson. Okkur vinkonurnar langar að minnast Sigrúnar með nokkrum orð- um. Við höfum verið mikið inni á heimili fjölskyldunnar frá unga aldri þar sem við erum æskuvinkonur dóttur hennar. Við minnumst Sig- rúnar sem glaðlyndrar og góðrar konu sem bauð okkur ávallt vel- komnar inn á sitt heimili. Það var sama hvað gekk á, hún tók öllum uppátækjum okkar með bros á vör. Við höfum fylgst með veikindum Sigrúnar í gegnum árin og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hetjulegri baráttu hennar. Guð blessi minningu Sigrúnar og megi hún hvíla í friði. Elsku Bogi, Magnús og Stella, við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Megi guð veita ykkur styrk. Hrafnhildur, Sigríður og Svanhildur. Látin er langt um aldur fram mikil hetja, Sigrún Pétursdóttir. Sigrún hefur um áraraðir barist við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur en í okkar huga var það Sigrún sem bar sigur úr býtum með hetjulegri baráttu sinni. Alla tíð þá hún ræddi veikindi sín var eins og um hvers- dagslegan hlut væri að ræða og það væri verkefni hennar að halda hon- um í skefjum. Hún setti sjálfa sig í síðasta sætið en umhyggja hennar og áhugi gagnvart öðrum var ávallt í fyrsta sæti. Fjölmargar minningar koma upp í hugann á þessum tímamótum. Okk- ur eru í fersku minni fyrstu árin í Logafoldinni er við hófum byggingu á húsinu okkar og Sigrún og Bogi við hliðina á okkur. Þetta eru ljúfar minningar. Við byggðum húsin okk- ar í náinni samvinnu og mótuðum síðan garðana eins og um einn garð væri að ræða, slepptum öllum lóða- mörkum en Sigrún hafði mikinn áhuga á garðrækt enda bar garð- urinn þeirra Sigrúnar og Boga þess glöggt vitni. Sannkallaður lystigarð- ur. Eitt af sameiginlegum áhugamál- um okkar voru gönguferðir um nátt- úru landsins. Við byrjuðum smátt en færðum okkur sífellt ofar á skaftið. Svo var það eitt sinn að við tókum þá ögrandi ákvörðun að ganga „Lauga- veginn“ frá Landmannalaugum nið- ur í Þórsmörk. Þetta ætluðum við að gera á fjórum dögum og algjörlega á eigin vegum. Í millitíðinni þurfti Sig- rún að hefja afar erfiða lyfjameðferð sem lauk nokkrum dögum fyrir fyr- irhugaða gönguferð. Þrátt fyrir það var það ekki tekið í mál af hennar hálfu að fresta ferðinni, það skyldi farið og áætlun skyldi standa og lögðum við fjögur í hann ásamt börnum okkar Stellu og Þorsteini. Ferðin gekk vel þrátt fyrir mis- jöfn veður. Eftirminnileg ferð og mjög skemmtileg. Hvert okkar bar sínar byrðar á bakinu. Það mátti ekki á milli sjá hver væri þreyttastur þegar í áfangastað var komið. Þarna vann Sigrún aðdáunarverða hetju- dáð. Þetta var fyrsta af mörgum álíka gönguferðum okkar um okkar ægifagra land. Síðasta gönguferðin okkar var farin síðastliðið sumar er við gengum úr Vesturdal niður í Hljóðakletta í frábæru veðri. Elsku Bogi, Stella og Maddi. Mik- ill er missir ykkar af elskulegri eig- inkonu og móður. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum hinn hæsta höfuðsmið að vernda ykkur og styrkja. Sigrúnu þökkum við allar sam- verustundirnar, öll áramótin og sumarferðirnar. Minningarnar eru hlýjar og verða vel varðveittar um ókomna tíð. Farnist þér vel á þeirri leið sem þú nú hefur lagt út á. Guðrún og Þorsteinn. Það var eins og öll náttúran tæki undir sorg okkar föstudaginn 13. janúar. Snjónum kyngdi niður og það var kalt. Við vissum að Sigrún hafði barist árum saman við erfiðan sjúkdóm en það er samt ótrúlegt og óraunverulegt að hún sé farin. Það er sár söknuður í hug og hjarta okk- ar sem höfum starfað með henni á Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins um áratuga skeið. Mér finnst eins og bergmála í sálinni þessi orð mín við hana: „Þetta er mjög vel gert hjá þér Sigrún, þakka þér fyrir.“ Þannig minnist ég hennar fyrir gott samstarf sem aldrei bar skugga á. Síðustu árin vann hún meðal annars við ritvinnslu og umbrot Rb-tækni- blaðanna. Þar kom skýrlega í ljós dugnaður hennar, færni og vand- virkni. Þótt sagt sé að maður komi í manns stað, þá verður hennar sæti vandfyllt. Ég votta Boga eiginmanni hennar og börnum mína dýpstu samúð. Óli Hilmar Jónsson. Er ég kom fyrst til starfa við At- vinnudeild Háskólans árið 1946 var þar fyrir verkfærasmiðurinn Stefán Gunnbjörn Egilsson, sem síðar varð fósturfaðir Sigrúnar P. Eyfeld. Sem barn og unglingur trítlaði hún gjarn- an kringum Gunnbjörn, þann sóma- mann. Síðar, þegar byggingarann- sóknir og verkstæðisaðstæður fluttust að Lækjarteigi 2, réðst hún til starfa þar hjá okkur sem ritari. Síðan hafa störf okkar jafnan legið saman. Loks fluttust starfsaðstæður okkar í sérbyggingu Rannsókna- deildar byggingariðnaðarins á Keldnaholti, en þar lauk störfum hennar sem einkaritari forstjóra er hún féll frá. Í störfum fylgdi Sigrúnu jafnan gleði, enda átti hún vináttu allra samstarfsmanna sinna. Hún var starfssöm og ábyrg og er hennar mikið saknað. Hún barðist lengi við illvígan sjúk- dóm, en æðruleysi hennar í þeim vanda var öðrum fyrirmynd. Ég minnist hennar með miklu þakklæti og læt í ljósi samúð mína með ástvinum hennar. Haraldur Ásgeirsson, fv. forstjóri Rb. Fyrir rúmlega 10 árum kynnist ég Sigrúnu en þá kom ég til starfa hjá Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins. Hjá því fyrirtæki hafði hún unnið alla sína tíð, frá því hún var 16 ára, þó með smá hléum þegar hún átti börnin sín tvö. Hún tók á móti mér fyrsta daginn brosandi, hlý og sæt, eins og hún var alltaf, og leiddi mig gegnum fyrirtækið, þannig að allt stress sem ég hafði dvínaði mjög við þessar notalegu móttökur. Hún virkaði strax mjög vel á mig enda ekki annað hægt, þannig persóna var hún. Okkur varð strax vel til vina og gátum spjallað um alla hluti og hef ég oft leitað til hennar á þessum árum og hún jafnan reynst mér vel. Síðustu ár urðum við svo nánari og ræddum oft saman í trúnaði. Þetta þótti mér mikils virði, ekki síst þar sem ég vissi að hún var frekar lokuð um sína hagi. Bjartsýni var henni líka í blóð borin og oftar en ekki benti hún mér á hvað það hjálpaði mikið í öllu okkar lífi. Hún vann sín störf í hljóði og var ekki að berast á þótt hún sinnti mörgu öðru en til var ætlast, fullt af ósýnilegum verkum. Þannig var hún trygg öllu, vinunum, vinnunni og ekki síst fjölskyldunni. Hún bar hag fjölskyldu sinnar og ættingja fyrir brjósti og hóaði alltaf öllum saman um jólin til að styrkja böndin. Hún var mjög stolt af börnun sínum Magnúsi og Stellu og hvað þeim gekk vel í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún og Bogi maðurinn hennar voru líka samstiga og heyrði maður skemmtilegar sögur af sam- verum þeirra, s.s. göngum um allt land og á Mallorca, útilegum og nú síðast Þýskalandsferð í haust. Það var gaman að kynnast fjölskyldunni hennar og koma inn á notalegt og fallegt heimili þeirra. Á kvennafrídaginn í október sl. fórum við kvensurnar á Rb í bæinn með Sigrúnu. Þar sem við vissum um veikindi hennar, reyndum við að láta hana stjórna ferðinni svo þetta yrði henni ekki of erfitt, en það fór nú þannig að við áttum fullt í fangi með að halda í við hana og við lá að hún hlypi okkur af sér, slíkur var krafturinn. Orðið „æðruleysi“ er ofarlega í huga mér þegar ég hugsa til Sigrún- ar og öll þau ár sem ég vann með henni sá ég hana aldrei skipta skapi. Ef maður gerði vitleysur í starfi SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.