Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 33
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI
Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20
4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 – 5. sýn. fös. 24. feb. kl. 20
AÐEINS SÝND Í FEBRÚAR OGMARS
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Stóra svið
SALKA VALKA
Fi 26/1 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING!
WOYZECK
Su 29/1 kl. 20 UPPSELT SÍÐASTA SÝNING!
KALLI Á ÞAKINU
Lau 4/2 kl. 14 AUKAS Su 5/2 kl. 14 AUKAS.
CARMEN
Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort
Lau 28/1 kl. 20 Blá kort
Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20
Fö 10/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT
Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Fö 3/2 kl. 20 AUKASÝNING
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 UPPSELT
Lau 25/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Lau 28/1 kl. 20 UPPSELT Su 29/1 kl. 20
Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 UPPS.
Su 5/2 kl. 20 Fi 9/2 kl. 20
Fö 10/2 kl. 20 Lau 11/2 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20
Fi 2/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20
Naglinn
Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20
Fö 3/2 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Fös. 20. jan. kl. 20 UPPSELT
Lau. 21. jan. kl. 19 UPPSELT
Fös. 27. jan. kl. 20 Örfá sæti laus
Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus
Lau. 28. jan. kl. 22 AUKASÝNING
Fös. 3. feb. kl. 20 Nokkur sæti laus
Lau. 4. feb. kl. 19 Laus sæti
Lau. 4. feb. kl. 22 AUKASÝNING
10/2, 11/2, 18/2. - Síðustu sýningar
Miðasala opin
allan sólarhringinn
á netinu.
Snjór í
fjallinu!
Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum.
Sýnt á NASA við Austurvöll
Fimmtudagur 26 . janúar - Laus sæti
Föstudagur 27 . janúar - Laus sæti
Laugardagur 28 . janúar - Laus sæti
Fimmtudagur 2 . febrúar - Laus sæti
Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti
Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti
Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti
Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum Skífunnar,
www.midi.is og í síma: 575 1550
Til erkibiskupsins í Salz-
burg, Hieronymusar
Colloredo.
Salzburg, 1. ágúst 1777
Yðar hágöfugi, náðugi og
mikilsvirti herra fursti
Hins heilaga rómverska
ríkis! Náðugur landsdrott-
inn vor og herra Herra!
Ég dirfist ekki að ónáða
yðar hágöfgi með lang-
orðum lýsingum á bág-
bornum kringumstæðum
vorum, enda mun faðir
minn allraauðmjúklegast
hafa greint frá þeim í
bænaskjali til yðar hágöfgi
hinn 14. marz þessa árs og
lagt við æru sína og sam-
vizku um sannleiksgildi
orða sinna. En þar sem von
hans um náðarsamlega
ákvörðun yðar hágöfgi
brást, hugðist faðir minn í
júní síðastliðnum fara þess
auðmjúklegast á leit við yð-
ar hágöfgi að þér veittuð
oss leyfi til ferðalags um
nokkurra mánaða skeið í
því skyni að afla oss bjarg-
ræðis, og hefði framkvæmt
þá fyrirætlun sína, ef ekki
hefði borizt mildileg fyr-
irskipan yðar hágöfgi um
að hljómsveitin skuli vera
til alls reiðubúin vegna
væntanlegrar yfirferðar
hans hátignar, keisarans.
Síðar endurtók faðir minn í
auðmýkt beiðni sína sem
var synjað af yðar hágöfgi,
þó að mér (sem aðeins er
að hálfu í þjónustu) væri
leyft að fara einum. Hagur
okkar er svo bágborinn að
faðir minn ákvað að ég
legði upp í ferðina einn
míns liðs. En þá þóknaðist
yðar hágöfgi allramildileg-
ast að setja vissar skorður.
Náðugi fursti og herra
Herra! Foreldrum er það
hugleikið að börn þeirra
komist til svo mikils þroska
að þau verði fær um að sjá
fyrir sér sjálf, og er það
jafnt í þágu foreldranna og
ríkisins. Því meiri gáfur
sem Guð hefir gefið börn-
unum, þeim mun meiri
skyldur hvíla á þeim gagn-
vart foreldrunum að nota
þær þeim til stuðnings og
sjálfum sér til framdráttar.
Guðspjallið innrætir oss að
ávaxta vort pund. Því ber
mér gagnvart Guði og sam-
vizku minni skylda til að
vera þakklátur föður mín-
um, sem hefir öllum stund-
um lagt sig fram við upp-
eldi mitt, og létta honum
byrðina með því að reyna
að sjá fyrir mér sjálfur og
einnig fyrir systur minni.
Mér þætti fyrir því, ef hún
hefir þurft að eyða ótelj-
andi stundum við hljóðfæri
sitt án þess að hafa af því
hinn minnsta arð.
Hágöfugi fursti, leyfið
mér því náðarsamlegast að
fara þess á leit við yðar tign
í auðmýkt að verða leystur
frá störfum þar, eða ég er
neyddur til að notfæra mér
haustmánuðinn sem í
vændum er, svo að ég lendi
ekki í vandræðum vegna
veðurfars, er veturinn
gengur í garð. Yðar há-
göfgi munuð ekki í mildi
yðar misvirða þessa auð-
mjúku bón mína, minnugir
þess svars sem minn hágöf-
ugi herra veitti mér er ég
fyrir þrem árum sótti um
leyfi til að fara til Vín-
arborgar, svohljóðandi „að
ég hefði hér einskis að
vænta og ætti heldur að
leita gæfunnar annars
staðar“. Ég þakka yðar há-
göfgi í auðmýkt fyrir alla
mér auðsýnda náðarsemi,
og óskandi þess, vonglaður,
að mér auðnist síðarmeir,
er ég hefi tekið út þroska
minn, að mega þjóna yðar
hágöfgi við betra gengi, ber
ég fram kveðju mína í
djúpri lotningu.
Yðar hágöfgi og ágætasta
landsfursta og herra Herra
auðmjúki og undirgefni
Wolfgang Amadé Mozart
Bréfinu lét erkibisk-
upinn svara á þá leið að
þeim feðgum væri báðum
heimilt samkvæmt guð-
spjallinu að fara og leita
gæfunnar hvert sem þá
lysti. Wolfgang fór þá í ferð
með móður sinni. Leopold
sat heima. Þótti það ráð-
legra.
Þinn ein-
lægur
Amadé
Wolfgang
Amadeus Mozart
27. janúar 1756–
5. desember 1791
MOZART-MOLAR
Íslensk þýðing: Árni Kristjánsson
Vegna ummæla í grein Bergþóru
Jónsdóttur, Af listum, á laugardag,
vill listrænn stjórnandi Kasa-
hópsins koma eftirfarandi leiðrétt-
ingu á framfæri.
KaSa hópurinn er ekki starf-
ræktur í Kópavogi og hefur aldrei
notið fastra opinberra styrkja frá
Kópavogi. KaSa hópurinn var stofn-
aður árið 2001 með fast aðsetur í
Reykjavík. KaSa hópurinn hefur
frá árinu 2001 sótt um að halda tón-
leika í Tíbrá, tónleikaröð Kópavogs
í Salnum á sama hátt og tugir ís-
lenskra og erlendra tónlistarmanna.
2001 – 2002 keypti Tíbrá 8 tónleika
af KaSa hópnum; 2002 – 2003 6 tón-
leika; 2003 – 2004 6 tónleika; 2004 –
2005 2 tónleika og 2005 – 2006 2
tónleika. Á tímabilinu 2001 – 2006
hefur KaSa hópurinn jafnframt
haldið talsverðan fjölda tónleika í
Reykjavík, í Japan og í Færeyjum,
m.a. á vegum Listahátíðar, Myrkra
músíkdaga og Háskólatónleika.
KaSa hópurinn hefur líkt og meg-
inþorri tónlistarfólks á Íslandi notið
þeirrar framsýnu listastefnu sem
rekin hefur verið í Kópavogi á und-
anförnum áratug. Líta má á
ákvörðun hópsins um að kenna sig
við Salinn, fyrsta tónlistarhús á Ís-
landi, sem táknrænan virðingarvott
við hið frábæra starf sem þar hefur
verið unnið í þágu tónlistar frá upp-
hafi.
Sú staðreynd að Reykjavík-
urborg hefur ákveðið að styrkja
KaSa hópinn á árinu 2006 líkt og
fjölda annarra tónlistarhópa á und-
anförnum árum er ennfremur mikið
fagnaðarefni og gefur áframhald-
andi tónlistarstarfi innanlands og
erlendis byr undir báða vængi.
Nína Margrét Grímsdóttir,
píanóleikari og listrænn
stjórnandi KaSa hópsins.
Kasa-hópurinn
ekki starfræktur
í Kópavogi
KVENKYNS lágfiðluleikari
í sinfóníuhljómsveitinni í
Teheran leikur hér á al-
þjóðlegri tónlistarhátíð, sem
haldin var í borginni í vik-
unni.
Harðlínuforsetinn
Mahmoud Ahmadinejad hef-
ur bannað alla vestræna tón-
list í Ríkisútvarpi og -sjón-
varpi Írans, sem þykir minna
á íslömsku byltuinguna árið
1979 þegar ákveðin tónlist
var bönnuð undir því yfir-
skini að hún væri ekki ísl-
ömsk, að frumkvæði Ayatoll-
ah Ruhollah Khomeini.
Vestræn tónlist
í Teheran
AP
BARNASPÍTALI í London, Great
Ormond Street Hospital, hefur
fengið rithöfundinn Geraldine
McCaughrean til að skrifa framhald
af hinni þekktu sögu af Pétri Pan eft-
ir J.M. Barrie. Nýja bókin mun kall-
ast Peter Pan in Scarlet og mun láta
uppi hvað varð um drenginn sem
aldrei varð fullorðinn. Áætlaður út-
gáfudagur bókarinnar er 5. október
næstkomandi og er hún sögð æv-
intýraleg og spennandi. Fréttavefur
breska ríkisútvarpsins greindi frá
þessu.
Varð að innihalda lykilpersónur
Spítalinn á útgáfuréttinn á sögunni
af Pétri Pan og fékk McCaughrean til
að skrifa framhaldsbók eftir mikla
leit að rétta höfundinum fyrir verkið.
Hún hefur í þrígang hlotið Whitbred-
barnabókaverðlaunin fyrir að endur-
skrifa klassískar bókmenntir á borð
við Moby Dick, Örkina hans Nóa og
Kantaraborgar-sögurnar.
Aðstandendur verkefnisins hafa
lesið nýlega klárað handritið og sam-
þykkt það til útgáfu. Skilyrði voru
sett um að í bókinni kæmu fyrir upp-
runalegu persónurnar – Pétur,
Vanda, Skellibjalla, Kafteinn Krókur
og Darling-fjölskyldan.
Þegar höfundur sögunnar, J.M.
Barrie, lést árið 1937, arfleiddi hann
Great Ormond Street-sjúkrahúsið að
höfundarréttinum að sögunni um
Pétur Pan, auk annarra hug-
verkaréttinda tengdra henni. Hagn-
aði af nýju bókinni verður deilt milli
höfundarins nýja og spítalans, en
hann missir réttindi sín gagnvart
sögunni af Pétri Pan árið 2007.
Endur-
koma Pét-
urs Pan