Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 40

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 40
„ÞETTA er heilmikið tækifæri og mjög spennandi,“ segir Guðni A. Emilsson, hljómsveitarstjórnandi, en hann var nýlega ráð- inn aðalstjórnandi ný- stofnaðrar atvinnu- sinfóníuhljómsveitar í Bangkok í Taílandi og er ráðningin til fimm ára. Það var Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands, sem stofnaði sveitina, en starfsemi hennar hófst í haust. Hljómsveitin er bæði rekin af taílenska ríkinu og Mahido-tónlistarhá- skólanum í Bangkok. „Þrátt fyrir að íbúar Taí- lands séu um 70 milljón talsins er þar ekki mikið um atvinnuhljómsveitir. Það er hins vegar heil- mikill vöxtur í taílensku tónlistarlífi,“ segir Guðni og nefnir sem dæmi að nýbúið sé að reisa tónleika- hús fyrir sinfóníuhljómsveitina við háskólann. Spurður um aðdraganda ráðningarinnar segir Guðni að í fyrra hafi hann farið í tónleikaferð til Asíu með Kammersveit Tübingen, en Tübingen er heimabær Guðna sem hefur verið búsettur í Þýskalandi í um 20 ár. Sveitin lék meðal annars í Bangkok, en þangað hafði Guðni áður komið til tónleikahalds árið 2000. „Þar komst ég í kynni við Mahido-háskólann og þá sem reka sinfóníu- hljómsveitina,“ segir Guðni um tónleikaferðina í fyrra. Gróska í asísku tónlistarlífi „Eftir þessa heimsókn buðu þeir mér að und- irbúa taílenska kammersveit fyrir alþjóðlega kammertónlistarkeppni sem haldin var í Int- erlagen í Sviss. Ég fór með sveitina þangað og við unnum fyrstu verðlaun,“ segir hann. Ýmsir taí- lenskir áhrifamenn hafi verið með í förinni til Sviss, þar á meðal aðstoðarforsætisráðherra landsins og yfirmaður taílensku Kauphallarinnar. „Taílensk sveit hafði aldrei áður unnið til slíkra verðlauna. Taílendingar voru mjög ánægðir með samstarfið og buðu mér þessa stöðu skömmu síð- ar,“ segir Guðni sem kveðst strax hafa þekkst boðið, enda spennandi staða. „Þetta opnar á ýmis sambönd í Asíu en þar er mikil gróska í tónlistar- lífinu,“ segir hann. Mikil ferðalög næstu árin Næstu árin verða mjög annasöm hjá Guðna. Taílenska sinfóníuhljómsveitin heldur um 20 tón- leika á ári og þarf Guðni því að ferðast til Bangkok um 12 sinnum á hverju ári til þess að stjórna æf- ingum sveitarinnar. Þá stjórnar Guðni kamm- erhljómsveit í Prag og hefur stjórnað tveimur sveitum í Þýskalandi og hyggst halda áfram að vinna með annarri þeirra. Hann kveðst hafa unnið að því að undanförnu að fá þekkta einleikara til þess að koma fram á tónleikum sveitarinnar. Meðal þeirra sem muni koma fram með henni séu klarínettuleikarinn Dimitri Ashkenazy og sellóleikarinn Misha Maisky. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Mikið tæki- færi og mjög spennandi Guðni A. Emilsson Guðni A. Emilsson aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitar í Taílandi TILLÖGUDRÖG vegna mats á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík voru kynnt í gær. Drögin verða til kynningar á vef verkfræðifyrirtækisins HRV til 5. febrúar næstkomandi og er þetta fyrsta skrefið í gerð mats á umhverfisáhrifum fyrir álverið. Gert er ráð fyrir að umhverfismats- ferlinu ljúki eftir um eitt ár. Stefnt er að því að byggja álver með 250.000 tonna framleiðslugetu á ári. Væntan- lega verður álverið byggt í að minnsta kosti tveimur áföngum. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunar- sviðs Norðuráls, sagði ætlun fyrirtækisins að láta uppbygginguna falla sem best að hags- munum þjóðfélagsins og hagkerfisins þannig að framkvæmdirnar ykju ekki á þenslu. „Undanfarið hafa verið stór verkefni í gangi samfara öðrum þáttum, sem hafa haft mikil áhrif líkt og breytingar á húsnæðislána- kerfinu,“ sagði Ragnar. „Við viljum finna þessum framkvæmdum skynsamlegan farveg þannig að þær verði í sátt við atvinnulífið og aðra starfsemi í landinu. Að þær komi ekki niður á mögu- leikum annarra til vaxtar.“ Samkvæmt drögunum er rætt um að fram- kvæmdir við álver í Helgu- vík geti hafist árið 2008 og að fyrsti áfangi þess verði gangsettur árið 2010. Ragnar segir að fyrst þurfi að hefja virkjanaframkvæmdir, áður en bygg- ing álversins hefst. Virkjanaframkvæmdirnar séu ráðandi þáttur, bæði hvað varðar bygg- ingu álversins og stærðir áfanga þess. Þynningarsvæði utan byggðar Því gætu framkvæmdir við álverið dregist fram á árið 2009. Hitaveita Suðurnesja hefur þegar sótt um rannsóknarleyfi vegna orkuöfl- unar og einnig hefur Norðurál átt í viðræðum við Landsvirkjun um hugsanleg orkukaup vegna álversins. Í tillögudrögunum er gerð grein fyrir tveimur mögulegum staðsetning- um álvers í Helguvík. Annars vegar þannig að tveir samsíða 1.000 m langir kerskálar snúi sem næst hornrétt á strandlengjuna og álver- ið verði allt innan marka Reykjanesbæjar. Hins vegar að skálarnir liggi eins og strand- lengjan og nái inn fyrir sveitarmörk Garðs og inn á varnarsvæðið. Ragnar segir að þessir möguleikar verði báðir skoðaðir við gerð umhverfismatsins. „Sveitarfélagið Garður hefur tekið mjög vel í þessar hugmyndir, en ef til kæmi þyrfti að breyta skilgreiningu á varnarsvæðinu á þess- um stað og fá leyfi fyrir breyttri nýtingu á því,“ sagði Ragnar. Veðurmælingar frá Keflavíkurflugvelli verða m.a. notaðar til að spá um dreifingu út- blásturs frá álverinu. Að sögn Ragnars gefa fyrstu athuganir til kynna að þynningarsvæði 250.000 t álvers nái ekki inn í byggð, sama hvor staðsetningin yrði fyrir valinu. Miðað er við að besta fáanleg tækni verði notuð við hreinsun útblásturs frá álverinu. Áætlun um mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík kynnt Bygging álversins verði ekki til að auka á þenslu TENGLAR ......................................................... www.hrv.is Ragnar Guðmundsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN Sími 568 6625 VETUR konungur minnti á sig víða um land í gær og hafði veðrið meðal annars áhrif á samgöngur. Rúta frá Norðurleið á suðurleið fór út af á Öxnadalsheiðinni um klukkan þrjú í gær. Rútan var á leið upp Bakkaselsbrekku þegar vind- hviða feykti henni út af. Bíllinn var á lítilli ferð og sakaði engan. Annar bíll var sendur eftir farþegunum sem héldu för sinni til Reykjavíkur áfram og ekki sér á rútunni. Togarinn Sólbakur EA-7 lagði að bryggju á Akureyri um miðjan dag í gær, með um fimmtíu tonn af þorski eftir veiðar norðan við landið. Skipið átti ekki að koma í land fyrr en í morgun, en vegna brælu var tekin ákvörðun um að fara fyrr í land. Íbúar í Grímsey fóru ekki var- hluta af látunum í veðrinu. Hvítt löð- ur var langt út í sjó, yfir hafnargarð- inn og suður eftir eynni, eins og sjá má á myndinni. Veðrið olli ekki skemmdum en flug lá niðri og fáir voru á ferli enda var sjórok yfir.Morgunblaðið/Helga Mattína Vonsku- veður víða FRAMUNDAN eru miklar byggingaframkvæmdir á reitnum milli Þverholts og Ein- holts á Rauðarárholti í Reykja- vík. Þar er gert ráð fyrir allt að 240 nýjum íbúðum, en sam- kvæmt deiliskipulagstillögu, sem nú er til kynningar hjá borgarskipulagi, er heimilað að rífa húsin, sem fyrir eru á þess- um reit og byggja ný í staðinn. Líklegt er samt, að einhverj- ar byggingar verði látnar standa áfram og þá byggt ofan á þær og þeim breytt að öðru leyti. Markmiðið með tillög- unni er að ná fram betri nýt- ingu á lóðum á reitnum, en gera má ráð fyrir, að á reitnum megi byggja um 40.000 m² af nýju húsnæði. Keflavíkurverk- takar eiga stærstan hluta af þessum reit eða um 7.000 m² og þeir hyggjast láta rífa allar byggingar, sem þar standa og byggja nýtt í staðinn. Allt að 240 nýjar íbúðir á Rauðarárholti  Fasteignablaðið ALLSHERJARHREINGERNING var gerð á húsnæði Fellaskóla í Breiðholti um helgina eftir að músagangs varð vart í skólanum og var unnið að því að finna og loka fyrir allar leiðir músa inn í skól- ann. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu skólans. Í gærkvöld gerði umhverfissvið borgarinnar út- tekt á ástandinu í skólanum og voru niðurstöður hennar jákvæðar. Kennsla verður því með hefð- bundnum hætti í dag. Umhverfissvið hafði áður sent skólanum bréf þess efnis að ekki mætti hefja kennslu fyrr en lausn væri fundin á vandanum. Tekið á músa- gangi í Fellaskóla ♦♦♦ INNFLUTNINGUR danskra mjólkurkúa yrði skoðaður ræki- lega, ef einhver sækti um slíkan innflutning, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis. „Menn verða að sækja um það til landbúnaðarráðuneytisins sem biður yfirdýralækni um umsögn. Að fenginni þeirri umsögn tæki ráðuneytið síðan ákvörðun.“ Halldór sagði að innflutningur fósturvísa úr norskum kúm hefði ekki strandað á sínum tíma vegna sjúkdóma eða sóttvarna. „Við vor- um búin að stilla upp kröfum okk- ar um sýnatökur úr foreldrunum. Norðmenn fóru eftir því í einu og öllu og gættu fyllsta öryggis. Það voru ekki sjúkdómavandamál sem stoppuðu norsku fósturvísana.“ Sjúkdómahætta þyrfti ekki að vera meiri þótt fluttir væru inn fósturvísar af dönskum kúa- ættum, að mati Halldórs. Þó væri ekki hægt að svara því nema með því að skoða nákvæmlega tiltekin dæmi. „Í sjálfu sér er tæknin við að flytja inn fósturvísa örugg. Ef farið er eftir öllum settum reglum um hvernig þeir eru búnir til og við stillum upp okkar kröfum um heilbrigði foreldranna þá á að vera hægt að gera þetta þannig að sjúkdómsáhætta verði ásætt- anleg.“ Þegar rætt var um að flytja inn norska fósturvísa var gert ráð fyrir að kálfarnir fæddust í sóttkví þar sem fylgst yrði með heilbrigði þeirra. Innflutningur danskra kúa yrði skoðaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.