Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Línuróður með Aron ÞH á Grímseyjarsund Úr verinu á morgun HEILDARAFLINN í janúar 2006 var 40.624 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskistofu. Það er rúmlega einn sjötti hluti aflans í janúar í fyrra. Afli dróst saman í flestum tegundum. Að því er magn varðar munar mest um loðnuna en loðnuaflinn í ár var aðeins 8.090 tonn á móti 202.680 tonnum í jan- úar 2005. Heildarafli í janúar hefur ekki verið minni síðan 1995 þegar aflinn var 37.433 tonn. Heildarafli fiskveiðiársins 2005/ 2006 var orðinn 363.609 tonn í lok janúar en aflinn var 659.697 tonn á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Munar þar um 190 þúsund tonna samdrátt í loðnuafla og 100 þúsund tonnum minni kolmunnaafla á yf- irstandandi fiskveiðiári. Botnfiskaflinn í nýliðnum janúar var 31.912 tonn en botnfiskaflinn var 33.736 tonn í janúar 2005. Afli þorsks, ýsu og ufsa var minni en í fyrra en lítið eitt meira veiddist af steinbít, karfa og kola. Í ár var það í fyrsta sinn að jan- úaraflinn brást síðan farið var að veiða loðnu í flotvörpu að einhverju marki. Lítið fannst af loðnu fyrri hluta mánaðarins. Það var loks 31. janúar sem aflamarki í loðnu á yf- irstandandi veiðitímabili var út- hlutað. Þá var úthlutað 47.219 tonna aflamarki til íslenskra skipa. Þang- að til voru nokkur leitarskip að veiða rannsóknaraflamark. Íslensk skip veiddu ekki kol- munna í nýliðnum janúar og aðeins var landað 571 tonni af síld. Engin rækjuveiði var við Ísland í janúar og skelveiði liggur niðri núna. Afli botnfisks í aflamarki er mjög áþekkur því sem var á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Mjög lítill afli í janúar      ! " #  $%%   & ' () * % #+%% (,  - *         $   +. &'                 '%% "#$%" "$&&' &('%) $*#' %')) %%+% %++" &*&) (*& )#'# # (&   ,)%-'. ,$-). ,"-+. ,&+-". ,%'-&. /(-*. /&#-+. /'#-(. /(&-(. ,'$-#. 0 ,+&-&. /'      ! " #  $%%   & ' () * % #+%% (,  - *      !+ ! $   +. &'                        '%% +$+$#' %*#"%# )$"&% +'*+$ %)#($ &('*# &+)+" '##* &+'+&" &*"&$ &#")$ ++*$ ,""-'. ,(-(. ,(-(. ,"-$. ,&+-'. ,"-*. /&&-". ,(-$. /*-'. ,'&-*. ,'#-". ,(&-(.   /' EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra átti í gær fund með Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB. Á fundin- um var ákveðið að hefja viðræður um möguleika á frekari tollalækkunum á sjávarafurðum gegn hugsanlegu af- námi útflutningsálags á ferskan óveginn fisk. Ákveðið var að embætt- ismenn hittist í því skyni. Ennfremur var ákveðið að hefja viðræður um möguleika á aðgangi til kolmunna- veiða innan lögsagna Íslands og ESB. Þá lýsti Joe Borg fullum stuðningi við átak íslenskra stjórnvalda gegn ólöglegum karfaveiðum á Reykjanes- hrygg og hét fullri liðveislu við mál- stað Íslendinga, m.a. muni fram- kvæmdastjórnin leggja að aðildar- ríkjunum að virkja hafnríkislögsögu sína betur í þeirri baráttu. Sjávarút- vegsráðherra og Joe Borg ákváðu að hittast aftur í tengslum við árlega sjávarútvegssýningu í Brussel í maí nk. Rætt um síldina Á fundinum var farið yfir fjölmörg sameiginleg hagsmunamál og eins mál þar sem vandi hefur komið upp í samskiptum Íslands og ESB. Rætt var um möguleika á nýjum samning- um um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, en ESB hefur ný- lega gert tvíhliða samning við Noreg um veiðar úr þeim stofni. Sjávarút- vegsráðherra hvatti framkvæmda- stjórann til þess að viðurkenna að- greiningu úthafskarfa í tvo stofna og samþykkja stjórnun veiða á úthafinu í samræmi við það. Þeir voru sammála um að ástæða væri til að hafa áhyggj- ur af ástandi stofnsins og að nauðsyn- legt væri að bæta stjórnun veiðanna. Líffræðileg fjölbreytni á úthafinu kom til umfjöllunar, en ýmis félaga- samtök vilja beita hnattrænum að- gerðum gegn fiskveiðum, m.a. banni við notkun botnvörpu við veiðar á út- hafinu. Samstaða var um að leggja beri áherslu á svæðisbundna stjórnun og að forðast beri að Sameinuðu þjóð- irnar taki að sér stjórn fiskveiða. Joe Borg lýsti ánægju með frumkvæði Ís- lands og samstarf aðila, m.a. á vett- vangi Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO), varðandi gerð reglna um umhverfis- merkingar sjávarafurða og óskaði eftir því að sjávarútvegsráðherra opnaði heimasíðu um efnið ásamt honum í tengslum við sjávarútvegs- sýninguna í Brussel í maí nk. Fundir Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ræddu ýmis málefni í gær. Ræddu um tolla og álag á ferskan fisk ÚR VERINU MÝRARGATA verður lengd og lögð í stokk til að greiða fyrir um- ferð í gegnum fyrirhugað Mýr- argötu-slippasvæði við gömlu höfnina í Reykjavík. Hugmyndin er að byggja 370 metra langan stokk neðanjarðar milli gatna- móta Ægisgötu og hringtorgs við Ánanaust. Einnig verður götunni breytt á 40 metra kafla austan stokksins og endurgerð Mýr- argata því alls 410 metra löng. Ný gata ofan á stokknum milli Æg- isgötu og Seljavegar mun mynda aðkomuleið frá austri að nýju hverfi á slippasvæðinu. Fyrir- huguð framkvæmd verður í sam- starfi Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Tillaga að matsáætlun vegna lagningar Mýrargötu í Reykjavík í stokk er nú til kynningar á vef- síðu Framkvæmdasviðs Reykja- víkurborgar og vefsíðu Hönnunar. Lagning götunnar í stokk er talin ein af forsendum þess að skipu- leggja Mýrargötu-slippasvæðið á nýjan leik. Samkvæmt ramma- skipulagi fyrir svæðið er gert ráð fyrir rúmlega helmingi fleiri íbúð- um á svæðinu en í staðfestu að- alskipulagi Reykjavíkur. Með því að færa umferðina undir yfirborð- ið á m.a. að greiða fyrir umferð í gegnum svæðið og auka á umferð- aröryggi. Framkvæmdin er talin muni hafa margvísleg áhrif. Tals- verð breyting verður á ásýnd lands með tilkomu stokksins, talið er að hann muni almennt bæta loftgæði á svæðinu og aukin um- ferð mun hafa áhrif á hljóðvist. Gera má ráð fyrir talsverðu raski meðan á framkvæmdum stendur. Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir eða koma fram með ábendingar varðandi áform um breytta legu Mýrargötu á ýmsum stigum ferlisins. Stefnt er að því að frummatsskýrsla verði tilbúin í júní og endanleg skýrsla í september. Ráðgert er að leggja Mýrargötu í stokk á um 370 metra kafla. Mýrargata lögð í stokk Hér sést hvernig ekið yrði niður í stokkinn á Mýrargötu á vesturleiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.