Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 41
Reuters Steve Martin í hlutverki hins sein- heppna lögreglumanns Jacques Clouseau. NÝ KVIKMYND um Bleika pard- usinn með Steve Martin í hlut- verki Clouseau lögregluforingja, fór beint í efsta sætið á aðsókn- arlista bandarískra kvikmynda- húsa um helgina. Auk Martins leika þau Kevin Kline, Jean Reno og Beyoncé Knowles í myndinni. Söguþráður myndarinnar er í grófum dráttum sá, að heims- frægur knattspyrnuþjálfari hefur verið myrtur og hring hans stolið, en gimsteinninn í hringnum kall- ast Bleiki pardusinn. Franska rík- isstjórnin þarf á leynilögreglu- meistara að halda til að leysa málið og leitar þá til Jacques Clouseau lögregluforingja, sem er afar seinheppinn maður. Myndin er endurgerð gamallar myndar en þá var Peter Sellers í hlutverki lögregluforingjans. Í öðru sæti um helgina var hryllingsmynd, Final Destination 3 sem var ný á lista. Teiknimyndin Curious George fór beint í þriðja sætið og hasarmyndin Firewall, með Harrison Ford, Paul Bettany og Virginiu Madsen í aðal- hlutverkum, fór beint í fjórða sæt- ið. Kvikmyndir | Aðsóknarmestu myndirnar í Bandaríkjunum Bleiki pardusinn á toppnum                                                                                       !  "# $   % &     '(   )     *       ++  ,- .      /   +   + 0  1   $      2  TOPP TÍU: 1. The Pink Panther 2. Final Destination 3 3. Curious George 4. Firewall 5. When a Stranger Calls 6. Big Momma’s House 2 7. Nanny McPhee 8. Brokeback Mountain 9. Hoodwinked 10. Underworld: Evolution MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 41 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ KEFLAVÍK Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. Sýnd með íslensku tali. TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 Frábær og kraftmikil mynd sem styðst við raunverulega atburði með Óskarsverðlaunahöf unum, Charlize Theron, Frances McDormand og Sissy Spacek. eee M.M. J. Kvikmyndir.com mynd eftir steven spielberg TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 ***** S.V. Mbl. ***** L.I.B. Topp5.is **** S.U.S. XFM 91,9 **** kvikmyndir.is **** Ó.Ö. DV NORTH COUNTRY kl. 5.15 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 BAMBI 2 VIP kl. 4 - 6 DERAILED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára. DERAILED VIP kl. 8 - 10:20 MUNICH kl. 9:15 B.i. 16 ára. PRIDE AND PREJUDICE kl. 8 OLIVER TWIST kl. 4 - 6:30 B.i. 12 ára. RUMOR HAS IT kl. 10:40 HARRY POTTER AND THE GOBLET OF FIRE kl. 5 B.i. 10 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára. DERAILED kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 6 - 8 MUNICH kl. 8.15 - 10 B.i. 16 ára. OLIVER TWIST kl. 5.45 B.i. 12 ára. Derailed kl. 8 - 10:10 B.i. 16 Dick and Jane kl. 8 Jarhead kl. 10 B.i. 16 BAMBI 2 kl. 6 DERAILED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára March of the Penguins kl. 6 MUNICH kl. 8 B.i. 16 ára 11.02.2006 1 3 2 7 9 3 1 1 0 4 7 22 28 29 38 21 08.02.2006 7 10 17 32 35 47 4821 22 Fólk folk@mbl.is Fjórar íslenskar hljómsveitir erunú komnar til Berlínar þar sem yfirlýst markmið þeirra kvað vera að efla enn frekar menningar- samband þessara vináttuþjóða og fjölga gagnvirkum boðleiðum á menningarstraumum umræddra þjóða. Hljómsveitirnar eru Skakkam- anage, Borko, Hudson Wayne og Seaber en hljómsveitirnar eiga allar rætur sínar að rekja til borgarinnar á einn eða annan hátt Yfirskrift ferðarinnar; Senjórinn, Islandische Klugscheisser á að sögn Svavars Péturs í Skakkamanage að stuðla að því að þjóðirnar mætist á miðri leið. Tónleikarnir eru haldnir á tveimur klúbbum Berlínarborgar, í kvöld á N.B.I. Schönhauser Allee 36 og næsta laugardag á Zentrale Randlage e.v. Shönhauser Allee 172. FIMM kvikmyndir voru frum- sýndar nú um helgina og komust fjórar þeirra inn á topp tíu-listann. Í fyrsta sæti er mynd sem nú hef- ur sína þriðju viku á lista, Walk the Line, og fjallar um ævi banda- ríska sveitasöngvarans Johnny Cash. Rúmlega átta þúsund manns hafa farið á hana, þar af tæplega þrjú þúsund um helgina. Í öðru sæti er kvikmyndin Final Destination 3 eða Kleppur – hrað- ferð eins og einhver skeleggur þýðandi kallaði hana. Myndin fjallar um ungt fólk sem skýtur sér undan breiðum sveiflum sláttu- mannsins en kemst svo fljótlega að því að það er hægara sagt en gert að forða sér undan eigin örlögum. Rúmlega tvö þúsund gestir sáu Fi- nal Destination 3 um helgina. Í þriðja sæti er toppmynd síð- ustu viku, Fun with Dick and Jane, með Jim Carrey í aðalhlutverki. Hvorki fleiri né færri en 17 þúsund manns hafa farið á þessa grín- mynd. Í fjórða og fimmta sæti eru tveir nýliðar. Annars vegar er það myndin Bambi 2 en á hana fóru um tvö þúsund manns og hins vegar er það ævintýramyndin Zathura en álíka margir bíógestir sóttu þá mynd. Í níunda sæti er það svo Chron- icles of Narnia sem tæplega 48 þúsund manns hafa farið á og er hún því aðsóknarmesta kvikmynd topp tíu-listans, situr einu sæti fyrir ofan North Country sem kemur ný inn á lista. Myndin Mrs. Henderson Presents komst ekki inn á topp tíu listann. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi Johnny Cash á toppnum Joaquin Phoenix fer með hlutverk Johnny Cash í Walk the Line.                                     ! ! ! "! #! $! %! &! '! (!           (9$>( 1 %% ' %%   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.