Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VINNA við umfangsmiklar breytingar á Hótel Borg í Reykjavík er nú í fullum gangi og hefur Pósthússtræti verið lokað vegna framkvæmda síðan á miðvikudag í síðustu viku. Að sögn Eyj- ólfs Ólafssonar, byggingastjóra hjá JÁ verktök- um ehf., þurfti að loka götunni á meðan verið var að setja nýja stálgrind á þak hótelsins. Verkinu er hins vegar að mestu lokið og verður gatan opnuð fyrir umferð á nýjan leik fyrir klukkan átta annað kvöld. Á meðal breytinga sem gerðar verða á hótelinu er fjölgun herbergja á efstu hæð og endurnýjun gólfefna og húsgagna. Eyj- ólfur segir verkið ganga vel og áætlað sé að framkvæmdum ljúki að öllu leyti í apríl eða maí næstkomandi. Morgunblaðið/Sverrir Unnið að endurbótum á Hótel Borg TVEIR 12 ára drengir úr Hafn- arfirði, Styrmir Kristinsson og Ást- valdur Einar Lindberg, voru hætt komnir þegar gat kom á bát þeirra er þeir sigldu á ís á miðju Hvaleyr- arvatni í Hafnarfirði á laugardag, og þurfti móðir Ástvalds Einars að synda út í ískalt vatnið til að bjarga syni sínum. „Við vorum á tveggja manna gúmmíbát að leika okkur að því að klessa á ísjaka á vatninu,“ sagði Styrmir þegar Morgunblaðið kíkti í heimsókn til þeirra félaga. Ekki vildi betur til en svo að hvass ísinn gerði gat á gúmmíbátinn og Styrm- ir og Ástvaldur Einar áttu engan annan kost en að stökkva í ískalt vatnið, en um 100–150 metrar eru þar að landi, að mati lögreglunnar í Hafnarfirði. „Við sáum ekki ísjakann sem gerði gatið en allt í einu fóru að koma loftbólur á vatnsyfirborðið og loftið lak ótrúlega hratt úr bátnum. Við reyndum að róa en það var svo lítið loft eftir að við urðum að stökkva fyrir borð,“ segir Styrmir sem náði að synda að landi en Ást- valdur lenti í hremmingum í köldu vatninu og móðir hans, Hildur Lindberg Hansdóttir, sem stödd var á bakkanum stökk sjálf út í vatnið og synti á móti syni sínum. „Ég lét mig vaða út í vatnið í öll- um fötunum. Þetta var kalt og frekar langt að fara, og ég sá að það var erfitt hjá þeim að synda þetta,“ segir Hildur. „Þetta var svo langt sund, ég var alveg að gefast upp. Ég náði syni mínum, en Styrmir fór annars staðar í átt að landi. Ég öskraði á hann að hann yrði að halda áfram að synda, þetta var svo kalt, og þegar maður er í fötunum er erfiðara að synda,“ segir Hildur sem kallaði í Styrmi eftir að hann komst í land og bað hann að reyna að stoppa bíl, en hún segir að vegna kuldans hafi verið erfitt að kalla, hvað þá meira. Vegfarandinn stökk út í vatnið Fyrsti bíllinn sem átti leið framhjá stoppaði þegar ökumað- urinn sá Styrmi, kaldan og þrek- Tveir drengir hætt komnir þegar gúmmíbátur þeirra varð loftlaus á miðju Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði „Þetta kenndi okkur rosalega lexíu“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti STYRMIR og Ástvaldur eru hinir hressustu þrátt fyrir að hafa þreytt erf- itt sund í ísköldu Hvaleyrarvatninu á laugardag. Helga Lindberg, móðir Ástvalds, þurfti að stökkva út í vatnið til að bjarga syni sínum. Eftir Brján Jónasson og Andra Karl aðan, en hann hné einnig niður fyr- ir framan bifreiðina. „Hann var svo elskulegur maðurinn, hann stökk út í líka og dró son minn upp, og dró mig svo líka upp eftir það. Hann kom okkur inn í hlýjan bílinn og hringdi í Neyðarlínuna,“ segir Hildur. „Þessu gleymir maður aldrei, þetta var alveg rosalegt.“ Fólkið þurfti allt að leita sér að- stoðar á slysadeild, enda kalt eftir sundið. Hildur segir að hitinn í Ást- valdi hafi farið niður í 33 gráður eftir volkið. Þrátt fyrir allt eru drengirnir hinir hressustu eftir óhappið, Ást- valdur fékk snert af lungnabólgu og Styrmir smáhita, en þeir láta það ekki á sig fá. Þeir voru hins vegar sammála um að leiðin liggi ekki út á Hvaleyrarvatn í bráð, þ.e.a.s. ekki nema að vera í björg- unarvestum. „Þetta kenndi okkur rosalega lexíu,“ segir Ástvaldur og Styrmir tekur undir. „Það var rosalega erfitt að synda í kuldanum og öllum fötunum en ég setti mér það markmið að vera ekki hræddur og hafa trú á því að ég kæmist í land, og það hjálpaði mér mikið.“ Hressir þrátt fyrir mikla raun í ísköldu vatni Í AUGLÝSINGU Vegagerðarinnar vegna útboðs á mislægum gatna- mótum Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar í Reykjavík er talað um gatnamót Hringvegar og Nes- brautar, en ekki Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Nesbraut er á máli Vegagerðarinnar leiðin milli Suðurlandsvegar og Eiðsgranda í vesturborginni. Baldur Grétarsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að það eigi sér ofureinfaldar skýringar. Vega- gerðin noti sín nöfn yfir vegi sem hún hefur umsjón með, og sam- kvæmt því nafnakerfi nái Nes- brautin alveg milli umræddra gatnamóta og Eiðsgranda og JL- hússins. Sveitarfélögin nefna svo göturnar þar sem þær liggja í gegnum þeirra yfirráðasvæði. Þannig heitir Nes- braut Vegagerðarinnar Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og svo Vesturlandsvegur. Raunar gildir svipað lögmál um aðrar götur, svo sem Reykjanesbrautina, sem breyt- ist þegar hún kemur í Reykjavík í Sæbraut, Geirsgötu og Mýrargötu norðan Miklubrautar, en heitir ann- ars Reykjanesbraut alla leið í gegn- um miðbæinn samkvæmt nafna- kerfi Vegagerðarinnar. | 4 Nesbraut en ekki Miklabraut GOSTÍÐNI Kötlu síðustu aldirnar er sú lægsta í 8.400 ára langri gossögu eldstöðvarinnar. Það vekur upp spurningar um hvort virkni hennar sé að dvína, en útilokar þó ekki gos á næstu árum eða áratugum, að því er fram kemur í ágripi greinar eftir Bergrúnu Örnu Óladóttur, Guðrúnu Larsen, Þorvald Þórðarson og Olgeir Sigmarsson í nýútkomnum Jökli, tímariti Jöklarannsóknafélagsins. Greint er frá rannsóknum á eld- virkni Kötlu í aldanna rás. Rannsak- að var samsett jarðvegssnið austan eldstöðvarinnar. Skipan gjóskulaga í því og efnasamsetning Kötlugjósk- unnar varpa ljósi á gossögu og þróun kviku á nútíma. Í jarðvegssniðinu fundust alls 208 gjóskulög frá 8.400 ára tímabili, þar af 18 frá sögulegum tíma, síðan land byggðist, og 190 frá forsögulegum tíma. Helmingur Kötlugosa síðustu 11 aldirnar, eða 10 af 20 Kötlugosum, skildi eftir gjóskulag austan eldstöðv- arinnar. Fjöldi basískra Kötlulaga í fyrrgreindu jarðvegssniði bendir til þess að gostíðni Kötlu hafi verið hærri á forsögulegum tíma en frá því land byggðist. Hafi ríkjandi vindáttir verið þær sömu á forsögulegum tíma og sögulegum gæti gostíðnin hafa verið tvöfalt hærri, eða að meðaltali fjögur Kötlugos á hverjum 100 árum í stað tveggja undanfarnar 11 aldir. Hæst var gostíðnin fyrir um 2.500– 4.500 árum og fyrir um 7.000–8.000 árum. Samkvæmt aldurslíkani fyrir for- sögulegan hluta jarðvegssniðsins liðu mest 164 ár og minnst tvö ár á milli þess að gjóska úr Kötlu féll þar sem sniðið var tekið. Sé gert ráð fyrir að jarðvegssniðið geymi helming gjóskulaga má draga þá ályktun að lengsta goshlé á forsögulegum tíma hafi verið um 80 ár og það stysta um eitt ár. Lengsta goshlé á sögulegum tíma er 95 ár, að fráteknu meira en 200 ára goshléi eftir Eldgjárgos á 20. öld. Eldvirkni í Kötlu talin minnkandi Morgunblaðið/RAX Horft að eldstöðinni Kötlu í Mýr- dalsjökli í vesturátt yfir jökulinn. ♦♦♦ EKKERT nýtt kom fram á samn- ingafundi launanefndar sveitarfélag- anna og samninganefndar Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna sem haldinn var í gær. Skoðanir beggja aðila voru viðraðar og farið yfir þá möguleika sem í stöðunni eru. Að sögn beggja aðila var þó jákvæðari tónn í viðræð- unum og engum hurðum skellt. Ann- ar samningafundur hefur verið boð- aður á fimmtudaginn næstkomandi. Engin tilboð lögð fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.