Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 25
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EF ÉG lifi verð ég 85 ára á þessu
vori. Ég er tilbúinn í sýningu, en í
Reykjavík, þar sem ég er borinn og
barnfæddur, fæ
ég bara hvergi
sýningaraðstöðu.
Galleríin eru mér
opin en of lítil.
Það hefur verið
sagt að málarar
séu eins og vínið,
því eldri því betri,
og líklega eitt-
hvað til í því.
Listasafn Ís-
lands og Listasafn Reykjavíkur hafa
hvorugt keypt af mér verk í 40 ár.
Fáein verk sem keypt voru meðan
ég var í náðinni hafa verið lokuð
niðri í dimmum kjöllurum öll árin,
utan þrjú verk sem Kvaran taldi sig
þurfa á sýningu og eru nú aftur
komin á sinn stað í myrkrinu. Svona
er nú að sýna ekki listfræðingum til-
hlýðilega virðingu.
En nú hefur það komið eins og
himnasending að gamlir sveitungar
mínir á Seltjarnarnesi veittu mér
ljúflega leyfi til að sýna í Seltjarnar-
neskirkju, sem ég tel reyndar að sé
með fegurstu húsum í Guðs kristni.
Sýningin verður í mars nk.
Að auki fékk ég óvænt boð um
sýningu á Akranesi, en þar er öflugt
listvinafélag, sem hefur tveggja
hæða hús til umráða. Sú sýning
verður í maí.
Maður heitir Stefán Jón Hafstein.
Hann er málóður í meira lagi og nær
varla andanum, jafnvel ekki á síðum
dagblaða. Sár löngun hans í borg-
arstjórastól er nánast eins og hríðir
sængurkonu. Það væri að æra óstöð-
ugan að elta við hann ólar um mynd-
listarmál, því að um það sem annað
telur hann sig alvitran. Hann ætti
eiginlega að stækka myndirnar af
sér um helming eða meir.
KJARTAN GUÐJÓNSSON,
Snorrabraut 56,
105 Reykjavík.
Faglegt mat
Frá Kjartani Guðjónssyni:
Kjartan
Guðjónsson
MIG LANGAR með fáum orðum að
reyna að koma vitinu fyrir þá aðila
sem ákvarða laun þessara fag-
manna sem þeir eru svo sannar-
lega. Ég hef séð til þessara manna
oftar en einu sinni og er það með
ólíkindum hvað þeir eru afslapp-
aðir, fumlausir, hver maður veit
upp á hár hvað hann á að gera þeg-
ar á vettvang er komið. Ég hef
sjálfur þurft á þeim að halda og því
er ég dómbær á störf þeirra. Það er
mín krafa sem borgari hér á höf-
uðborgarsvæðinu að í þessum störf-
um séu þeir bestu (sem þeir eru) og
þeim séu borguð mjög góð laun.
Ég sé ekki annað í stöðunni en að
ef flótti verður úr stéttinni vegna
lélegra launakjara hljótum við
borgarar að gera sveitarfélögin
ábyrg, ekki satt? Því hvet ég ykkur
sem með þessi mál farið fyrir hönd
sveitarfélaga að gera strax góðan
samning, og þá meina ég góðan
samning, við þessa fagstétt strax.
Ef ekki takast samningar á
Reykjavíkurborg að kljúfa sig úr
þessu samkrulli, stofna aftur
Slökkvilið Reykjavíkur og gera vel
við sína menn.
Að lokum langar mig til að senda
ykkur slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingsmönnum um land allt bar-
áttukveðjur í þessum kjaravið-
ræðum með ósk um mun betri
launakjör ykkur til handa.
ÓMAR F. DABNEY,
Austurbergi 10, 111 Reykjavík.
Slökkviliðs-
og sjúkraflutn-
ingamenn
vanmetnir
Frá Ómar F. Dabney,
fyrrverandi fangaverði:
Marteinn Karlsson: „Vegna
óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar af okk-
ur smábátaeigendum, þar sem
ekkert tillit er tekið til þess
hvort við megum veiða 10 eða
500 tonn, ákvað ég að selja bát-
inn og flytja í burtu.“
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf. - fasteignamiðlun
Magnús og Anna taka á móti áhugasömum kaupendum sem vilja skoða
góða 2ja herbergja íbúð í kjallara. Sérbílastæði fylgir íbúðinni.
Verð kr. 13,9 millj.
BARMAHLÍÐ 43
Opið hús í kvöld frá kl. 20:00-22:00