Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÓSTUR Á HAÍTÍ Einn maður týndi lífi í átökum í Port-Au-Prince, höfuðborg Haítí, í gær sem brutust út eftir að stuðn- ingsmenn forsetaframbjóðandans Rene Preval tóku völdin í miðborg- inni og helltu úr skálum reiði sinnar vegna bráðabirgðakosningaúrslita sem tilkynnt voru í gær. Stuðnings- menn Prevals eru reiðir því að úr- slitin sýndu að Preval hafði ekki náð að tryggja sér forsetaembættið í fyrstu umferð. 1% halli á LSH Tekjuhalli á rekstri Landspítalans var 1% á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Rekstrargjöld nema um 30 milljörðum króna. Heil- brigðisráðherra segir árangur hafa náðst í rekstri spítalans og að nið- urstaðan sé ánægjuleg. Biðlistar eft- ir flestum aðgerðum hafa styst og t.d. bíða 16% færri nú eftir skurð- aðgerðum en fyrir ári. Sjötta ríkasta landið Ísland er komið í sjötta sæti yfir ríkustu lönd heimsins samkvæmt nýjum lista OECD þar sem gengið er út frá vergri þjóðarframleiðslu á mann að teknu tilliti til kaupmáttar í viðkomandi landi. Er Ísland með 23% hærri tekjur á mann árið 2005 með tilliti til kaupmáttar en með- altalið í OECD-ríkjunum. Frá síðustu mælingu hafa Íslend- ingar farið fram úr Dönum og eru komnir þétt upp að Svisslendingum. Hætt komnir Tveir 12 ára drengir voru hætt komnir þegar gat kom á gúmmíbát þeirra er þeir sigldu á ís á miðju Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði á laug- ardag, og þurfti móðir annars þeirra að synda út í ískalt vatnið til bjargar. Allt fór þó vel en vegfarandi kom þeim til aðstoðar og hringdi á Neyð- arlínuna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Umræðan 24/26 Úr verinu 12 Bréf 25 Viðskipti 14 Minningar 27/29 Erlent 16/16 Myndasögur 32 Heima 17 Víkverji 32 Akureyri 18 Velvakandi 33 Austurland 18 Staður og stund 34 Suðurnes 19 Leikhús 36 Landið 19 Bíó/ 38/41 Menning 20 Ljósvakamiðlar 42 Daglegt líf 21 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,         : ! %          18. febrúar 2006 CHRISTIAN Gundtoft, stjórnandi danska þátt- arins Forsvundne danskere, eða Týndir Danir, er nú staddur hér á landi ásamt myndatökumann- inum Peter Wath, en þeir rannsaka hvarf Danans René Michael Bodilsen, en síðast spurðist til hans hér á landi ár- ið 2004. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Christian að þátt- urinn hefði á undanförnum árum tekið að sér að leita uppi Dani sem horfið hafa erlendis þar sem danska lögreglan leit- ar ekki út fyrir landsteinana. Spurður um málið sem þeir vinna að núna sagði Christian að René þessi hefði yfirgefið konu sína og börn í Vejle í Danmörku og tekið saman við fatafellu. „Þau hófu búskap og stuttu síðar fluttu þau til Ís- lands þar sem hún stundaði nektardans á Bóhem. Þetta var í byrjun maí árið 2004 og er vitað að þau hafi búið hjá plötusnúði skemmtistaðarins sem kallaður var Sibbi. Stúlkan fór aftur til Danmerk- ur en René dvaldi hér í viku til viðbótar en ekki er vitað hvar hann dvaldi áður en hann flutti út frá Sibba. Það sem við vitum hins vegar er það að hann var í sambandi við tvo íslenska menn og er líklegt að þeir hafi ætlað út í viðskipti af einhverju tagi. Í byrjun júní kemur hann aftur til Danmerk- ur en þá hafði samband hans við fatafelluna farið út um þúfur. Á þeim tímapunkti er ljóst að hann skuldaði bæði henni og öðrum Dönum peninga. René fór aftur til Íslands til að heimta fé sem hann hafði þénað í þessum meintu viðskiptum með óþekktu mönnunum tveimur auk þess sem hann ætlaði með þeim í einhvers konar ferð um landið. Líklegt að René sé í London René var hér í viku og gisti hann á gistiheim- ilinu 101 við Laugaveg. Við ræddum við Jack, eig- anda gistiheimilisins, og hann fann René í skrám sínum þó svo að hann hafi ekki munað eftir honum sjálfur. Jack kannaðist heldur ekki við neina pen- inga því að René hafði sagt við fólk í Danmörku að peningarnir væru geymdir í öryggishólfi á gisti- heimilinu, en þar er ekkert slíkt hólf. Við vitum, eftir að hafa fengið farþegalista frá lögreglunni í Reykjavík, að hann flaug frá Keflavíkurflugvelli til Stansted í Lundúnum 8 dögum eftir að hann kom til landsins frá Danmörku. Hann gisti fyrstu þrjár næturnar á gistiheimilinu en hvar var hann hina fimm dagana?“ Christian benti á að ef einhver hefði viljað skaða René hér á landi, jafnvel myrða hann, hefði verið auðvelt að leiða rannsóknaraðila á ranga slóð, m.a. með því að fá annan aðila til að ferðast til Lundúna með vegabréf hans. Ekki viðriðinn glæpastarfsemi Spurður um bakgrunn René sagði Christian að hann hefði verið atvinnulaus í nokkur ár. Ekki er talið að hann hafi tengst glæpastarfsemi á beinan hátt og hann var með hreina sakaskrá. Christian benti þó á að René hefði á sínum tíma verið líf- vörður fatafellunnar sem hann hafði verið í tygjum við og er það alkunna að mikil tengsl eru á milli glæpastarfsemi og nektardansstaða í Danmörku. Að sögn Christian hefur hann rætt við nokkurn fjölda manna hér á landi vegna rannsóknarinnar, þeirra á meðal lögregluna, eiganda gistiheimilisins og plötusnúðinn á Bóhem. Hann taldi það þó mik- ilvægast að hafa uppi á óþekktu mönnunum tveim- ur sem talið er að René hafi verið í viðskiptum við, en líklegast væri að þeir hefðu einhverja vitneskju um afdrif René. Því hefði hann ákveðið að snúa sér til fjölmiðla og óska eftir aðstoð almennings. René er 37 ára, 186 sentímetrar á hæð, ljós- hærður með brotna framtönn og lítið ör á vinstri nasavæng. Christian vildi biðja þá sem hefðu ein- hverjar upplýsingar um René eða mennina tvo, sem hann átti að hafa verið í viðskiptum við, að hafa samband við sig í síma +45 2854 0679. Leita horfins Dana hér á landi René Michael Bodilsen Morgunblaðið/Ómar Christian Gundtoft leitar að horfnum Dönum fyrir dönsku sjónvarpsstöðina DR1. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is TVEIR tæplega tvítugir piltar voru í gærmorgun dæmdir í 3 og 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Piltarnir voru dæmdir fyrir innbrot, þjófnaði, íkveikju og fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sín- um. Lögreglustjórinn í Hafnarfirði höfðaði málið í tveimur ákærum. Fyrri kæran var á hendur öðrum pilt- anna fyrir brot sem framin voru í lok árs 2004 og að vori 2005. Voru það innbrot í leikskóla þar sem gluggi hafði verið spenntur upp, þaðan stolið tölvu, flatskjá og peningaskáp sem hafði að geyma trúnaðargögn um börnin á leikskólanum. Þá var ákært fyrir stórfelld eignaspjöll með íkveikju í skólahúsnæði, en um var að ræða timburhús sem ákærða tókst að leggja eld að með mottum og blöðum sem hann hafði safnað saman í horn- sófa við gafl húsnæðisins. Olli elds- voðinn stórtjóni og eyðilagði allt innbú. Einnig var pilturinn ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni tæp 18 g af hassi og rúm 2 g af kókaíni. Síðari ákæran var gegn báðum piltunum fyrir brot framin í apríl 2005. Um var að ræða nytjastuld á bifreið sem pilt- arnir stálu í Garðabæ og skildu svo eftir í Mosfellsbæ. Auk þess voru þeir ákærðir fyrir þjófnaði á skjávörpum, stafrænum myndavélum o.fl. Skýlaus játning þeirra lá fyrir og hlutu báðir skilorðsbundna dóma. Til- lit var tekið til þess við dómsúrskurð að með brotum sínum rauf annar þeirra skilorðsdóm frá 2003. Öðrum piltanna var gert að greiða skipuðum verjanda sínum, Hilmari Ingimund- arsyni hrl., 75 þúsund krónur í máls- varnarlaun. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Skilorðsbundin refs- ing fyrir ýmis afbrot FRAMKVÆMDIR við Laugardals- völl eru í fullum gangi og í gærdag var unnið hörðum höndum við að hífa fyrstu þakeininguna af eldri áhorfendastúkunni. Fyrir liggur stækkun stúkunnar í báðar áttir – um alls 2.500 sæti – en einnig verð- ur fimm röðum bætt framan við og þakið endurbyggt. Að sögn Jó- hanns G. Kristinssonar, vallarstjóra Laugardalsvallar, gekk verkið vel og var önnur einingin tekin í kjöl- far þeirrar fyrstu. Verklok eru áætluð um næstu áramót en þrátt fyrir það, og að eldri stúkan verði lokuð, verður leikið á Laugardals- velli næsta sumar og áhorfendum fundin sæti í nýrri stúku vallarins. Andlitslyfting á þjóðarleikvanginum LIÐSMENN Björgunarfélags Hornafjarðar sóttu slasaðan sjó- mann um borð í nótaskip fyrir utan Hornafjörð í gærmorgun á björg- unarskipi félagsins, Ingibjörgu SF. Að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði hafði maðurinn slasast á hendi um kl. 8 í gærmorgun, og var skipi hans snúið í átt að landi til móts við björgunarmennina. Vel gekk að koma sjómanninum milli báta, og var hann fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðausturlands þar sem gert var að sárum hans. Sóttu slasaðan sjómann GRUNUR leikur á því að kveikt hafi verið í ruslageymslu við Vest- urberg í Breiðholti í gærmorgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang á ellefta tím- anum, en þá hafði lögreglumönnum sem komu fyrstir á vettvang tekist að slökkva eldinn að mestu. Ekki varð mikið tjón af völdum eldsins, og tók slökkvilið að sér að ljúka slökkvistarfinu. Grunur um íkveikju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.