Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 50% afsláttur Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA AKUREYRI AUSTURLAND NOKKRIR krakkar úr Giljaskóla á Akureyri afhentu nýverið Hjálparstarfi kirkjunnar um 30 þúsund krónur sem þau söfnuðu, og vilja að féð renni til hjálparstarfs í Pakistan. Söfnunin hófst í fyrrahaust þegar krakkarnir héldu tombólu í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, þar sem söfnuðust 13 þúsund krónur. Börnin voru síðan svo heppin að Kjötkrókur gaf hverju og einu þeirra eitt þús- und krónur í skóinn aðfaranótt Þorláksmessu, og fór sá góði sveinn þess þá á leit við krakkana að þau gengju líka í hús í hverfinu og söfnuðu svolítið meiru. Það gerðu þau, 10 þúsund bættust þannig í sarpinn og þegar upp var staðið höfðu þau því safnað 30 þúsund krónum. Fimm úr hópi krakkanna sjö eru á myndinni ásamt sóknarprestum í Glerárkirkju. Frá vinstri: séra Arn- aldur Bárðarson, Björn Ísak Benediktsson, Sara Koldís Garðarsdóttir, Bjarki Guðmundsson, Hákon Birkir Gunnarsson, Natan Dagur Benediktsson, Hilmir Gauti Garðarsson og séra Gunnlaugur Garðarsson. Tvö barnanna voru fjarverandi þegar myndin var tekin, Sigfús Elvar Vatnsdal og Álfhildur Rögn Gunnars- dóttir. Kjötkrókur lagði fé í söfnunina Nokkrir krakkar söfnuðu 30 þúsund krónum handa fórnarlömbum hamfaranna í Pakistan Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Djúpivogur | Á laugardag héldu viðbragðsaðilar á Djúpavogi upp á 112-daginn sem haldinn var hátíð- legur um allt land. Viðburðurinn, sem var haldinn í blíðskaparveðri, vakti verðskuld- aða athygli í bænum, þar sem flestöll tæki og tól er skipta máli í þessum efnum voru til sýnis fyrir bæjarbúa. Dagurinn byrjaði á því að bifreiðum viðbragðsaðila var keyrt í halarófu um bæinn með til- heyrandi ljósagangi og lúðraþyt. Það má segja að það hafi komið bæjarbúum skemmtilega á óvart hvað mikið er til af góðum tækj- um og búnaði í sveitarfélaginu, enda t.d. ekki komið til þess áður að bifreiðum þessara aðila hafi verið stillt sérstaklega upp til sýn- is á sama stað. Þá sýndu slökkviliðsmenn m.a. hvernig menn bera sig að því að klippa bíla sem fólk er fast í. Er vonandi að dagur sem þessi verði gerður að föstum lið á hverju ári til að viðhalda og vekja áhuga almennings á því nauðsyn- lega starfi sem þessir aðilar vinna. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Klippt og skorið Kristján Ragnarsson einbeittur á svip með klippurnar. 112 með ljósa- gangi og lúðraþyt Neskaupstaður | Blús-, rokk- og djassklúbburinn á Nesi, BRJÁN, leggst í vikunni í víking til höf- uðborgarinnar með rokkveisluna Einnar nætur gaman. Er þetta 15. rokkveisla BRJÁN og var sýnd fimm sinnum fyrir fullu húsi í Eg- ilsbúð í Neskaupstað seint í haust. Rokkveislan verður flutt á Broad- way 17. febrúar nk. og á Marías B. Kristjánsson, annar framkvæmda- stjóra sýningarinnar, von á fjöl- mörgum Austfirðingum og öðrum aðdáendum BRJÁN á sýninguna. Klúbburinn hefur farið á Broadway með sýningar frá árinu 1999 og á milli 750 og 1.200 gestir komið í hvert skipti. Um 40 manns fara suður í þetta skiptið, þar af 8 manna hljómsveit, 11 söngvarar, 2 dansarar og hljóð- og ljósamenn. Að auki eru makar með í för og segir Marías það n.k. uppbót fyrir þá, sem sýnt hafi tak- markalausa þolinmæði á meðan æf- ingum og sýningum hafi staðið. Hóp- urinn sé firnagóður og mikil eftirvænting vegna suðurferðar- innar. Sívinsælir smellir á dagskrá Einnar nætur gaman byggist á lögum með flytjendum sem slegið hafa í gegn með einu einasta lagi og eru flutt bæði innlend og útlensk lög sem eiga það sameiginlegt að hafa verið miklir músíksmellir. Í sýningunni taka þátt listamenn víða að af Austurlandi, en auk Marí- asar sér Guðmundur R. Gíslason um framkvæmdastjórn. BRJÁN- klúbburinn hefur puttana í ýmsu á Austurlandi, þ.á m. sá hann um Neistaflugshátíðina í fyrra, tónleika- hald er nokkuð viðamikið og í bígerð er Jazzhátíð Egilsstaða með fleiri aðilum. BRJÁN suður með Einnar nætur gaman Ljósmynd/ÞSÞ Kampakátir gestir Stuðið í algleymingi í Egilsbúð í haust. Ljósmynd/ÞSÞ Í „Einnar nætur sveiflu“ Sigurjón Egilsson syngur í rokkveislu BRJÁN. Nýtt KEA-merki | KEA hefur tek- ið í notkun nýtt merki og fær um leið nýja ásýnd. Í áratugi hefur merki KEA, sem fagnar 120 ára afmæli hinn 19. júní næstkomandi, verið hinn þekkti græni tígull, en tilvist hans má rekja allt aft- ur til ársins 1930 og hefur hann sett mikinn svip á bæjarmynd Akureyrar. Ekki er vitað hver hönnuður þess merkis var, en nýtt merki fyrir KEA var hannað hjá Ásprenti Stíl ehf. Fleiri breytinga er að vænta hjá KEA. Ákveðið hefur verið að flytja skrifstofu félagsins úr Hafnarstæti 91, þar sem hún hefur verið staðsett um áratuga skeið. KEA á ekki lengur húsnæðið í Hafnarstræti, en hefur á undanförnum misserum leigt þar að- stöðu. Að sögn Halldórs Jóhanns- sonar rúmar núverandi húsnæði ekki starfsemi KEA, Upphafs og Hild- ings, dótturfélaga þess, til framtíðar. Íþróttahús | Fyrirhugað er að byggja fjölnota íþróttahús í Hrísey. Hönnun stendur nú yfir og er gert ráð fyrir því að útboð fari fram í apríl. Húsinu verður valinn staður í nálægð við sundlaug og skóla. Gert er ráð fyrir samnýtingu búningsaðstöðu fyr- ir íþróttahúsið og sundlaugina. Hönn- un hússins er í höndum Kollgátu hf. Kynningarfundur var haldinn með íbúum Hríseyjar í janúar. Undir- tektir íbúa voru mjög jákvæðar og komu fram ýmsar góðar ábendingar sem hafðar eru til hliðsjónar eftir því sem verkinu vindur fram að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Fjöldi ferða í beinu flugi | STUTT ÚT, beint flug frá Akureyri er yf- irskrift bæklings sem Ferðaskrif- stofa Akureyrar dreifir inn á öll heim- ili á svæðinu frá Ólafsfirði austur til Húsavíkur, en þar kynnir hún fjölda ferða til nokkurra áfangastaða í Evr- ópu í beinu flugi frá Akureyri. Beint flug frá Akureyri til Evrópu hefur notið vinsælda, enda þykir fólki á norðanverðu landinu gott að þurft ekki að ferðast þvert yfir landið áður en utanlandsferðin sjálf hefst. Nú í vor og næsta haust mun Ferðaskrifstofa Akureyrar bjóða upp á ferðir í beinu flugi frá Akureyri, áhersla verður lögð á helgarferðir til nokkurra borga og stuttar sólar- landaferðir. Áfangastaðirnir eru Kaupmannahöfn, Barcelona, Dublin, Hamborg, Varsjá, Mallorca og Krít. Sem dæmi má nefna páskaferðir milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, dagana 13., 17. og 24. apríl þar sem möguleiki er á að hefja ferð hvort heldur sem er á Akureyri eða í Kaup- mannahöfn. Í maí verður boðið upp á helgarferð til Hamborgar og vikuferð til Krítar. Jafnframt er í boði göngu- ferð um Krít. Í haust, september og október verða svo í boði helgarferðir til Barcelona, Dublin og Varsjár sem og vikuferðir til Mallorca og Krítar. Þá má nefna aðventuferð til Kaup- mannahafnar í desember. Sala er þegar hafin í þessar ferðir. Sýna í Danmörku | Tvær akur- eyrskar listakonur, Anna G. Torfa- dóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, taka nú þátt í stórri grafíksýningu í Danmörku. Þar sýna 120 félagsmenn í Fyns Grafiske Værksted ný graf- íkverk unnin í hina ýmsu miðla graf- íklistarinnar. Fyns Grafiske Værks- ted er grafíkfélag á Fjóni og eru nú liðin 30 ár frá stofnun þess. Meðlimir eru um 250 grafík- listamenn frá 17 löndum. Félagi rek- ur vel búið verkstæði og sýning- arrými í miðbæ Óðinsvé á Fjóni. Sýningin stóð fram í febrúar en var að þá flutt til Kerteminde og opnuð í Johannes Larsen Museet 17. febrúar.         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.