Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KJÖRLENDI HEIGULSINS
Netið hefur haft gríðarleg áhrifá líf nútímamannsins og ekkier séð fyrir endann á þeim.
Það er vettvangur opinnar umræðu.
Netið skýtur einræðisherrum skelk í
bringu, en þó geta þeir illa verið án
þess. Það veitir jafnan aðgang að upp-
lýsingum, hvort sem menn eru staddir
í heimsborgum og menntasetrum eða
afskekktum útkjálkum.
En rétt eins og netið er vettvangur
upplýsinga getur það veitt skálkum
skjól. Í liðinni viku var haldin ráð-
stefna um siðferði á netinu. Á ráð-
stefnunni var komið víða við og sér-
staklega horft á nauðsyn þess að
tryggja jákvæða og örugga notkun
barna og unglinga á netinu. Ketill B.
Magnússon siðfræðingur hélt erindi á
ráðstefnunni og sagði mikilvægt að
fylgjast með því hvar börn færu inn á
netið og hvaða stuðning þau fengju. „Í
skólanum vinna þau með kennurum
og undir eftirliti þeirra, en mestur
tími barna á netinu fer þó fram í
heimatölvum. Því þarf að skoða
hvernig aðstæður eru þar, hvort for-
eldrar leiðbeini börnum og ræði við
þau um hvað ber að varast,“ sagði
Ketill. Hann spurði hvort siðferði á
netinu væri frábrugðið siðferði í veru-
leikanum og kvaðst telja að sömu við-
mið ættu að gilda, en ýmislegt gerði
að verkum að fólki fyndist að svo væri
ekki. Fólk ætti hins vegar að huga að
því að bera ætti virðingu fyrir fólki
hvort sem það væri í raunveruleikan-
um eða sýndarveruleikanum og gæta
að því hvernig talað væri til þess.
Lára Stefánsdóttir, ráðgjafi um
upplýsingatækni og menntun, benti á
það á ráðstefnunni að uppeldi barna
endaði ekki við lyklaborðið. Börnum
og ungmennum væru lagðar lífsreglur
um það hvernig þau ættu að haga sér í
kennslustofu, koma fram, jafnvel
borða snyrtilega, en þegar kæmi að
netinu giltu engar reglur.
Í Morgunblaðinu í gær birtist grein
eftir Friðrik Rafnsson, vefritstjóra
Háskóla Íslands, í tilefni af ráðstefn-
unni. „Vefurinn er ekkert annað en
samskiptatæki,“ skrifar hann. „Þann-
ig getur það stuðlað að því að bæta
heiminn og auðga mannkynið. En á
því er líka hægt að ljúga, níða, særa
og meiða. Þetta virðist því miður vera
vaxandi vandamál meðal ungs fólks,
ekki síst þess sem notar sér blogg-
síður til þess að skeyta skapi sínu á
skólafélögum sem þeim er einhverra
hluta vegna illa við en hafa ekki mann-
dóm í sér til að ræða við beint, bera út
gróusögur eða eitthvað þaðan af lág-
kúrulegra.“ Þetta eigi reyndar ekki
aðeins við um ungt fólk, heldur líka
fullorðið, greint og hámenntað fólk,
sem noti sér „grátt svæði netheim-
anna vísvitandi við sína vafasömu
iðju“. Friðrik bætir því við að það sé
dapurlegt að þetta frábæra upplýs-
ingatæki geti orðið að „kjörlendi heig-
ulsins“.
Það er mikilvægt að foreldrar fylg-
ist rækilega með því hvað börn þeirra
aðhafast á netinu. Það getur orðið
býsna hættulegt tæki þegar það er
notað til eineltis og ofsókna. Í sam-
félaginu tíðkast tilteknar samskipta-
reglur, sem byggjast á gagnkvæmri
virðingu og háttsemi. Þeim reglum á
ekki að sleppa þegar á netið er komið
og Sturlungaöld að taka við. Notend-
ur netsins verða að gera sér grein fyr-
ir því að allir geta lesið það sem þar
birtist. Það er helsti kostur netsins,
en getur líka gert það að „kjörlendi
heigulsins“.
MIKILVÆGI TÚLKAÞJÓNUSTU
Morgunblaðið sagði frá því í gærað nú væri túlkað á 50 tungu-
málum á vegum Alþjóðahússins í
Reykjavík. Nú hefur m.a. mongólska
bætzt við þau tungumál, sem túlkað
er á, en hér á landi búa nítján mong-
ólskir borgarar.
Um 200 manns starfa við túlka-
þjónustu, flestir í aukastarfi.
Umfang þessarar þjónustu hefur
vaxið mjög á undanförnum árum.
Þannig bárust í fyrra 3.600 beiðnir
um túlkaþjónustu til Alþjóðahússins,
um 300 á mánuði að meðaltali.
Þessi þjónusta er óhemjumikilvæg
fyrir þann sístækkandi hóp innflytj-
enda, sem nú býr á Íslandi. Fólk þarf
nauðsynlega á túlki að halda til að
þekkja rétt sinn og fá upplýsingar,
ekki sízt frá opinberum aðilum. Túlk-
ar eru t.d. kallaðir til vegna heilsu-
gæzlu, foreldraviðtala í skólum, lög-
reglumála, viðtala hjá félags-
þjónustu, giftinga, skilnaða, bílprófa
o.s.frv. Gott framboð á þjónustu
færra túlka skiptir öllu máli, til þess
að innflytjendur, sem hingað eru
komnir geti orðið virkir þátttakend-
ur í íslenzku samfélagi. Þetta fólk
leikur lykilhlutverk í atvinnulífi okk-
ar; er margt hvert hingað komið til
að vinna störf, sem ekki hefði tekizt
að manna með öðrum hætti. Þegar
fólk kann hvorki íslenzku né einhver
af þeim erlendu málum, sem algeng-
ast er að Íslendingar tali, t.d. ensk-
una, eru því nánast allar bjargir
bannaðar í samskiptum við aðra
nema hafa túlk. Hlutir eins og að
koma sér fyrir í íbúð, koma börnum í
skóla og skipuleggja heimilishaldið
og innkaupin geta orðið ótrúlega
flóknir og erfiðir þegar tungumála-
kunnáttuna skortir.
Sabine Leskopf, verkefnisstjóri
túlkaþjónustu hjá alþjóðahúsinu,
bendir á að misvel gangi að ná í fólk
til að túlka. Það hefur komið fram
hér í blaðinu að í sumum tilfellum
geti fólk þurft að bíða lengi eftir að fá
túlk. Sabine bendir ennfremur á að
margir túlkar hafi ekki fengið mikla
formlega þjálfun. Hingað til hafi
þeim ekki staðið til boða meira nám
en námskeið hjá Alþjóðahúsinu og
Félagi túlka. Annað skipulagt nám
standi þeim ekki til boða. Þetta er í
samræmi við það, sem túlkar hafa
kvartað undan hér í blaðinu; að fram-
boð á menntun fyrir þá sé ekki nægt.
Margoft hefur verið á það bent að
íslenzk stjórnvöld séu að búa til
vandamál með því að leggja ekki
næga áherzlu á íslenzkukennslu fyrir
útlendinga, sem hér setjast að. Það
vandamál er út af fyrir sig óleyst. Til
skamms tíma, áður en hægt er að
ætlast til að fólk hafi lært íslenzku til
að geta gert sig skiljanlegt á henni,
þarf hins vegar að tryggja skjóta og
góða túlkaþjónustu. Ein forsendan
fyrir því að slík þjónusta sé til reiðu,
er góð menntun fyrir túlka. Þetta er
annað mál, sem þar til bær yfirvöld
verða að gefa gaum, eigi að takast að
aðlaga innflytjendur íslenzku sam-
félagi – og samfélagið þörfum þeirra
– með árangursríkum hætti.
Hafnfirðingum verðurtryggður tímabundinnforgangur að hjúkrunar-rýmum á Vífilsstöðum
og Hrafnistu í Hafnarfirði, samhliða
því að 10 dvalarrýmum á Hrafnistu
verður breytt í hjúkrunarrými til að
vega á móti fækkun rýma á dval-
arheimilinu Sólvangi. Þá verður
mikil áhersla lögð á samþættingu og
uppbyggingu heimahjúkrunar og
félagslegrar heimaþjónustu með
sameiginlegri faglegri stjórn um
leið og heimahjúkrun verður veitt
allan sólarhringinn eftir þörfum.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í skýrslu nefndar um upp-
byggingu heildrænnar öldrunar-
þjónustu í Hafnarfirði, sem skipuð
var af heilbrigðisráðherra í október
sl. Nefndin kynnti niðurstöður
vinnu sinnar í Hafnarborg í gær.
Tillögur nefndarinnar eru byggðar
á mati nefndarinnar á stöðu öldr-
unarmála í sveitarfélaginu. Sumum
tillögunum er hægt að hrinda í
framkvæmd nú þegar eða fljótlega
án langs aðdraganda en aðrar krefj-
ast mikillar skipulagningar og und-
irbúnings áður en þær komast á
framkvæmdastig.
Í skýrslunni er einnig að finna ýt-
arlega úttekt á þeirri þjónustu sem
nú þegar er í boði fyrir aldraða í
Hafnarfirði og þau úrræði sem
bjóðast í sveitarfélaginu. Þar kemur
m.a. fram að á Sólvangi eru skráð
85 hjúkrunarrými en nú eru 66
þeirra í notkun. Þá er stefnt að því
að fækka hjúkrunarrýmum á Sól-
vangi á næstu misserum svo þau
verði ekki fleiri en 60 í árslok, þar
sem aðstaðan í húsinu veldur ekki
miklum fjölda hjúkrunarrýma.
Staða aldraðra með Alzheimers
sjúkdóminn eða önnur minnisglöp
var einnig skoðuð og kom í ljós að
um 24% notenda öldrunarstofnana
þjáðust af Alzheimer og um 40%
þeirra voru með aðra minnissjúk-
dóma.
Dýr uppbygging
hjúkrunarrýma
Áhersla verður lögð á uppbygg-
ingu þjónustu til að styðja sjálf-
stæða búsetu aldraðra, enda sé það
ein af niðurstöðum nefndarinnar að
leggja skuli kapp á að byggja upp
og efla þann þátt öldrunarþjónustu.
Að sögn Vilborgar Ingólfsdóttur,
skrifstofustjóra öldrunarmála í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu og formanns nefndarinnar, kom
það í ljós í könnunum sem gerðar
voru meðal aldraðra að yfir 61%
þeirra sem biðu eftir hjúkrunar-
rýmum kvaðst frekar vilja vera
heima ef góð heimaþjónusta byðist
og yfir 73% þeirra sem
dvalarrýmum voru á s
Ennfremur kom fram í
Kristjánssonar heilbrigð
að sparnaður hins opinb
bættrar heimaþjónustu
enda sé stofnkostnaður
hjúkrunarrými 15 mi
rekstrarkostnaður við þ
milljónir á ári. Því sé ti
vinna að eldra fólk geti no
búa heima með viðunandi
Í sama skyni var lagt t
yrði á fót upplýsinga- o
arþjónustu fyrir aldraða
firði þar sem aldraðir o
endur þeirra geta fengi
stað allar helstu upplý
þjónustu við aldraða, hv
leita hennar, ásamt up
Nefnd heilbrigðisráðherra setur fram tillögur u
Sjálfstæð búset
vera bæði hag
Niðurstöður nefndarinnar voru kynntar í Hafnarborg í Hafnarf
heilbrigðissráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Umhverfi hefur meiriáhrif en erfðir á þástaðreynd að Banda-ríkjamenn af afrískum
uppruna eru líklegri til að fá svo-
nefnda velmegunarsjúkdóma en
samlandar þeirra sem rekja upp-
runa sinn til Evrópu. Þetta segir
Charles Rotimi, yfirmaður Nation-
al Human Genome Center við
Howard University í Washington
og formaður Afrísku mannerfða-
fræðisamtakanna, en hann hélt
fyrirlestur á vegum Íslenskrar
erfðagreiningar sl. föstudag.
Rotimi er fæddur í Nígeríu og
fluttist til Bandaríkjanna árið
1982. Hann er menntaður sem líf-
efnafræðingur en heillaðist af
erfðafræði og fór í framhaldsnám
á því sviði. „Ég hef mestan áhuga
á því hvernig við getum notað
rannsóknir á svörtum Bandaríkja-
mönnum til að skilja samspil erfða
og umhverfis og hvernig genin
okkar annaðhvort vernda okkur
eða gera okkur viðkvæmari fyrir
ákveðnum sjúkdómum,“ segir Ro-
timi.
Rotimi hefur skoðað hvers
vegna tíðni svonefndra velmeg-
unarsjúkdóma er oft hærri í svört-
um Bandaríkjamönnum en í þeim
sem rekja uppruna sinn heldur til
Evrópu. Fyrrnefndi hópurinn er
t.a.m. líklegri til að vera með syk-
ursýki eða of háan blóðþrýsting og
glímir frekar við offitu.
Þetta tengist rannsóknum sem
Íslensk erfðagreining hefur gert á
hjartaáföllum. Eins og greint var
frá í Morgunblaðinu í nóvember
sl. hafa vísindamenn ÍE fundið
erfðabreytileika sem er kallaður
HapK og er talinn auka líkur á
hjartaáföllum meðal svertingja í
Bandaríkjunum 3,7 sinnum. Það
gerir HapK að mun stærri áhrifa-
valdi en bæði reykingar og of hátt
kólesteról. ÍE er nú með lyf í
prófun sem ætlað er að draga úr
bólgum í æðum sem tengjast
virkni HapK. Vonir standa til að
lyfið geti dregið úr hættu á
hjartaáföllum og þá ekki síst hjá
svörtum Bandaríkjamönnum sem
hafa þennan erfðabreytileika.
Mikil blöndun
hefur átt sér stað
Rotimi kemur til með að starfa
með Íslenskri erfðagreiningu á
öðru sviði en hans helsta áherslu-
mál er að ekki sé einblínt um og
of á húðlit fólks þegar fjallað er
um sjúkdóma innan erfðafræð-
innar.
Hann bendir á að mikil blöndun
hafi átt sér stað frá því að fólk frá
Afríku fluttist um allan heim og
þess vegna sé erfitt að skilgreina
hver teljist svartur Bandaríkja-
maður og hver ekki. Venjulega er
farið eftir því hvernig hver og ein
manneskja skilgreinir sig.
Rotimi telur að umhverfisþættir
á borð við mataræði, líkamsþyngd
og hreyfingu skýri að mestu leyti
þann mun sem er á tíðni velmeg-
unarsjúkdóma milli svartra og
hvítra. Hann ítrekar þó að erfða-
fræði sé mjög gagnleg í sjúkdóma-
rannsóknum enda hjálpi hún sér-
Húðliturinn skiptir
Charles Rotimi, formaðu
þætti á borð við mataræð
tíðni velmegunarsjúkdóm
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is