Morgunblaðið - 20.02.2006, Page 2
2 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ferðast þú til Flórída?
Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús?
Viltu vita meira?
Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á
Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga:
laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00
sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00
á Hótel Loftleiðum, Reykjavík.
Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna
ókeypis gistingu í Orlandó!
www.livinfl.com
SELÁSHVERFIÐ í Reykjavík er á
milli Elliðaáa og Rauðavatns og skilur
Fylkisvegur það frá Árbæjarhverfi en
áður skildi Vatnsveituvegur hverfin
að. Hulda Guðrún Filippusdóttir og
fjölskylda hennar voru með fyrstu íbú-
um Seláshverfis og síðar fluttu hún og
Árni Kjartansson, eiginmaður hennar,
í Árbæjarhverfið þar sem þau búa enn
í sama húsinu fyrir ofan Elliðaár. Þau
hafa upplifað tímana tvenna á svæðinu
og hafa sögu að segja.
Hvorki vatn né rafmagn
Hulda og systkini hennar bjuggu
með foreldrum sínum, Filippusi Guð-
mundssyni múrarameistara og Krist-
ínu Jóhannesdóttur, við Þórsgötu í
Reykjavík. 1929 byggði faðir hennar
sumarbústað skammt austan við þar
sem Árbæjarskóli er nú og fyrir ofan
núverandi æfingavelli Fylkis. Rúm-
lega áratug síðar reisti hann stórt
íbúðarhús við hliðina, „stóra hvíta
húsið“ eins og það var gjarnan kallað
en Selásinn var síðar skipulagður út
frá því.
„Jens Eyjólfsson átti allan Selásinn
og bjó á svæðinu þar sem hesthúsin
eru núna, en pabbi og Einar Sveins-
son voru með þeim fyrstu til þess að
kaupa land af honum fyrir sumarbú-
staði,“ segir Hulda. „Ég var fimm ára
þegar við byrjuðum að dvelja í bú-
staðnum okkar á sumrin. Við fluttum
hingað 14. maí og aftur í bæinn 1.
október ár hvert. Okkur líkaði mjög
vel hérna upp frá og við krakkarnir
vildum helst alls ekki fara í bæinn á
haustin. Það varð til þess að pabbi
byrjaði að byggja stóra húsið við hlið-
ina á bústaðnum 1941 og við fluttum í
það næsta ár. Þá var auðvitað ekkert
rafmagn hérna og við fengum vatn
með tankbílum frá Reykjavíkurflug-
velli en pabbi var með vatnstank und-
ir húsinu. Fyrstu árin fórum við með
allt tau niður að á til að skola það, bár-
um þvottinn niður eftir í bala. Húsið
varð strax miðpunkturinn, lengi vel
höfðum við eina símann í hverfinu og
því var húsið símstöð auk þess að vera
líka pósthúsið, en við höfðum sér
stimpil sem á stóð Selás. Pabbi var
einnig með hænsnabú og í kringum
húsið voru kálgarðar. Selásinn til-
heyrði þá Mosfellssveit og þangað
greiddum við okkar gjöld fyrstu árin.
Fyrsti presturinn okkar var séra
Hálfdán Helgason og síðan séra
Bjarni Sigurðsson, og það var stund-
um messað heima í stofu.“
Hulda stundaði verslunarstörf í
Reykjavík og fór yfirleitt með stræt-
isvagni í og úr vinnu. Hún þurfti þó að
ganga töluverðan spöl á stoppistöðina
en setti það ekki fyrir sig.
„Ég vann fyrst í versluninni Grund,
á horninu á Klapparstíg og Lauga-
vegi, og gekk yfirleitt héðan niður að
gömlu rafstöðinni til að ná í strætis-
vagn en stundum tók ég Lögbergs-
vagninn sem fór þrjár ferðir á dag.
Það var mikið gengið í þá daga og
fyrstu árin sóttum við til dæmis alltaf
mjólk til Sjönu gömlu sem bjó í Árbæ.
Stundum fórum við á skíðum og það
kom fyrir að við vorum teppt í
Reykjavík vegna snjóa, jafnvel í þrjá
daga. Í janúar 1952 þurftum við einu
sinni að ganga heim úr svonefndum
Smálöndum sem voru neðan við þar
sem nú er golfvöllurinn í Grafarholt-
inu, og snjórinn náði okkur sums stað-
ar upp í mitti. Það var hræðilegt.“
Öll á sama stað
Foreldrar Huldu bjuggu með fimm
börnum sínum í hvíta húsinu. Eftir að
Hulda og Árni giftu sig 1955 fengu
þau sér íbúð og bróðir hennar var í
annarri íbúð en foreldrar hennar voru
í aðalíbúð hússins. „Ég bjó á Ásvalla-
götunni en eftir að við gengum í
hjónaband kom ekki annað til greina
hjá okkur en að búa uppi á lofti í hvíta
húsinu,“ segir Árni og bætir við að
það hafi verið mikil synd þegar yf-
irvöld hafi látið rífa húsið fyrir nokkr-
um árum. Hann vann í um 20 ár í
Reykhúsinu á Grettisgötu og rak síð-
an ásamt öðrum verslunina Vogaver í
aldarfjórðung. „Ég hef aldrei fundið
fyrir vegalengdunum og þó kom fyrir
að ég þurfti að ganga héðan í vinnuna
eða fara á skíðum.“
Árni og Hulda eiga fjögur börn, son
í Svíþjóð og þrjár dætur sem búa með
fjölskyldum sínum í Selásnum. „Þær
gátu ekki hugsað sér að búa annars
staðar og það er dásamlegt að hafa
barnabörnin nánast í kallfæri, en
dæturnar koma alltaf við þegar þær
fara í göngutúra,“ segir Hulda.
„Við höfum alla tíð búið á besta stað
í bænum,“ segir Árni. „Úr eldhús-
glugganum sjáum við Elliðaárdalinn
og upp í Bláfjöll, náttúran er allt í
kring og ekki verður byggt fyrir út-
sýnið. Stutt er að fara á skíði upp í
Bláfjöll og Elliðaárhringurinn er góð
göngubraut. Á seinni árum hefur
helsta áhugamálið verið að hugsa um
garðinn og blómin en á árum áður var
stundum togstreita á vorin, hvort ætti
að fara á skíði eða sinna garðvinnu.“
Gott fyrir börnin
Hulda segir að gott hafi verið að
alast upp á svæðinu og Árni bætir við
að gott hafi verið að ala þar upp börn.
„Það var svo mikið frjálsræði hérna,“
segir hann og hún tekur í sama
streng. „Við krakkarnir lékum okkur
endalaust í ánni, syntum í henni og
hvaðeina. Þá var laxinn fluttur upp
fyrir stíflu á vorin en gekk ekki upp
þar sem hann fer núna.“
Árni og Hulda hafa búið í einbýlis-
húsi við Hlaðbæ síðan 1972. „Við vor-
um heppin að fá þessa lóð, sem frændi
minn átti, og okkur hefur liðið ein-
staklega vel hérna,“ segir hún. „Það
segir sína sögu að við höfum ekki
þurft á sumarbústað að halda enda
erum við með ána beint fyrir framan
okkur. Ég get ekki hugsað mér betra
hverfi en Árbæinn og Selásinn. Hér
er allt til alls. Ég hef aldrei þekkt
miðbæinn í Reykjavík, mér leiddist
alltaf niðri í bæ og ég var svo guðs lif-
andi fegin þegar við fluttum alfarin
hingað upp eftir. Sem barn og ung-
lingur vildi ég hafa vítt til veggja og
hátt til lofts og það hefur ekkert
breyst. Ég hef alltaf verið mikil úti-
vistarmanneskja og gæti ekki hugsað
mér að fara annað.
Messað í stof-
unni og buslað
í Elliðaánum
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Kjartansson og Hulda Guðrún Filippusdóttir á göngustígnum við Elliðaárnar, rétt við hús þeirra í Hlaðbæ.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árbærinn hefur breyst mikið síðan Hulda Guðrún Filippusdóttir hóf að venja komur sínar þangað. Hvíta húsið var þar sem raðhúsin eru lengst til hægri en Hulda og
Árni búa nú við Hlaðbæ, sem er gatan niður að Elliðaám til vinstri. Vinsæll göngustígur tengir Árbæinn við Selásinn og notar fjölskyldan hann óspart.
Hvíta húsið var miðpunktur alls í hverfinu í áratugi og það var meðal annars
pósthús og símstöð. Það var rifið fyrir nokkrum árum og sakna hjónin þess.
Hraunhamar ......................... 31-34
Húsakaup .................................... 48
Húsavík ........................................ 49
Húseign ........................................ 30
Höfði ...................................... 50-51
Íslenskir aðalverktakar ..... 20-21
Kjöreign ....................................... 44
Klettur .................................. 28-29
Lundur .................................. 46-47
Nethús ............................................ 6
Perla ............................................. 47
Skeifan .......................................... 14
Stakfell ........................................ 56
Störnueignir ................................. 11
Valhöll .......................................... 45
Efnisyfirlit
101 Reykjavík ........................ 12-13
Akkurat ................................ 24-25
Ás .................................................. 43
Ásbyrgi ........................................ 58
Berg .............................................. 52
Borgir ......................................... 4-5
Brynjólfur Jónsson ........... 38-39
Eignaborg .................................... 30
Eignamiðjan ................................ 27
Eignamiðlunin .................... 42-43
Eignaval ........................................ 15
Eik ................................................. 26
Fasteign.is ................................... 10
Fasteignakaup ............................ 23
Fasteignamarkaðurinn ....... 16-17
Fasteignamiðlunin ....................... 7
Fasteignamiðstöðin .................. 27
Fasteignasala Íslands ............... 41
Fasteignasala Mosfellsbæjar . 64
Fasteignastofan .......................... 61
Fjárfesting .................................. 53
Fold .......................................... 18-19
Foss ................................................. 9
Garðatorg .................................... 59
Garður .......................................... 35
Gimli ..................................... 54-55
Heimili ............................................. 3
Híbýli ............................................ 63
Hof ................................................. 37
Hóll ......................................... 40-41
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón
Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, og Steinþór Guðbjartsson, steinthor@mbl.is, sími
5691257 Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðs-
ins.