Morgunblaðið - 20.02.2006, Síða 6
6 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Bæjar l ind 6 • 201 Kópavogur • S ími : 575 8800 • Fax : 575 8801 • www.nethus. is
Laufengi, 112 Rvk
- sérinngangur
Mjög góð 3ja herb., 85,6 fm íbúð með
sérinngangi. Íbúðin skiptist í 2 svefnher-
bergi, eldhús með borðkrók, rúmgóða
stofu og stórt baðherbergi. Björt og fal-
leg eign á eftirsóttum stað, stutt í alla
þjónustu. Verð 17,9 millj.
3ja herbergja
Elín D.W. Guðmundsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Drekavellir - 221
Hafnarfirði
Vel skipulögð 105,4 fm íbúð. Gólfefni er
eikarparket og eru allar innréttingar og
hurðir úr eik. Baðherbergi rúmgott
m/flísum og upph. salerni. Þvottah. og
geymsla m/flísum innan íbúðar. Íbúðin
er fullkláruð.
4ra herbergja
Laufrimi, 112 Rvk
- sérinngangur
Vel skipulögð, falleg endaíbúð með sér
inngangi á efstu hæð með góðu útsýni.
Gólfefni og innréttingar eru vandaðar.
Stutt í þjónustukjarna. Verð 21,9 millj.
3ja herbergja
Tunguheiði, Kóp.
með bílskúr
Góð 3ja-4ra herb. íbúð ásamt bílskúr í
rólegu og grónu hverfi. Nýleg innrétting
í eldhúsi. Björt íbúð með stórum glugg-
um. Timburverönd sem snýr í suður og
stórar svalir í suðvestur. Húsið klætt við-
haldsfrírri klæðningu. Ásett verð 24,4
millj.
4ra herbergja
Ljósavík - 112 Rvk
Falleg 3ja-4ra herb., 104,7 fm endaíbúð
með sérinngangi á eftirsóttum stað í
Grafarvogi. Innréttingar eru sérsmíðaðar
úr eik. Hurðar og dyrakarmar úr eik.
Gólfefni íbúðar er gegnheilt, olíuborið
eikarparket og gráar flísar. Glæsilegt út-
sýni til norðurs. Íbúð í snyrtilegu litlu
fjölbýli í rólegu hverfi. Verð 24,7 millj.
4ra herbergja
Hverafold, 112
Rvk með bílskúr
60,6 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð ásamt
21 fm bílskúr m/fjarstýrðum hurðaopn-
ara. Gott útsýni frá íbúð og stórar svalir
sem snúa í sv. Skápar í svefnherbergi og
forstofu. Verð 16,5 millj.
2ja herbergja
Kristnibraut,
113 Rvk.
Falleg og vel skipulögð 93 fm íbúð á
jarðhæð. 2 rúmgóð svefnh. m/skápum.
Gólfefni íbúðar er eikarparket og flísar.
Allar innréttingar úr birki (spón) Fallegt
eldhús, rúmgott og bjart með AEG tækj-
um. Mjög stutt í barnaskóla. Verð 23,4
millj.
3ja herbergja
Bergstaðastræti
101 Rvk
Mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð ásamt
viðbyggingu, samt. um 90 fm. Búið er
að endurnýja rafmagn-, vatns- og skolp-
lagnir. Ný eldhúsinnrétting. Nýjar hurðir.
Náttúrusteinn og parket á gólfum. Sér
garður. Mjög falleg eign á þessum eftir-
sótta stað. Verð 18,5 millj.
3ja herbergja
Hrísmóar,
210 Garðabæ
Ný á sölu: 2ja-3ja herb., 77 fm íbúð á 1.
hæð í Garðabæ. Íbúðin er sérstaklega
vel skipulögð. Útgengt á svalir frá svefn-
herbergi og stofu. Baðherbergi er flísa-
lagt á veggjum og dúkur á gólfi. Þvotta-
hús er innan íbúðar. Verð 17,6 millj.
3ja herbergja
Funalind, 201 Kóp.
Góð 162 fm íbúð á tveimur hæðum með
mikilli lofthæð. Innréttingar úr kirsu-
berjavið (spónn), parket, flísar og filt-
teppi á gólfum. Neðri hæð er 4ra herb.
Efri hæð er sér og er nýtt til útleigu með
eldhúsi, baðherbergi og samliggjandi
stofu og svefnherbergi. Eign með mikla
möguleika. Verð 34,9 millj.
5-7 herbergja
Dofraborgir, 112
Rvk
Glæsilegt 201 fm einbýlishús á einni
hæð með innbyggðum bílskúr. Skjólsæl
stór verönd með heitum potti. Hiti í bíla-
plani og stéttum. Undir öllu húsinu er
ósamþykktur kjallari. Þetta er vandað,
nýlegt hús sem stendur neðan við götu
með góðu útsýni. Fallegar gönguleiðir
með ströndinni. Verð 49,9 millj.
Einbýlishús
Erluás, 221 Hfirði
Mjög glæsilegt 7 herb. 223,6 fm parhús
með innbyggðum bílskúr. Rúmgott eld-
hús sem er opið inn í borðstofu, stofa
með útgengi á stóran pall. 4 góð barna-
herbergi, hjónaherbergi með fataher-
bergi og sérbaðherbergi með hornbað-
kari. Glæsilegt útsýni, stutt í skóla og
leikskóla. Ásett verð 37,5 millj.
Rað- og parhús
fasteignasala
Höfðabakka 9, Reykjavík - Sími 534 2000
Ísak V. Jóhannsson
Sölustjóri
ÝMIS TÆKIFÆRI HJÁ STÓRHÚS
● 150 fm iðnaðarbil við Steinhellu Hf.
● 315 fm iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg.
● Skipulagt landsvæði fyrir sumarbústaði.
● Þrjú raðhús í Þorlákshöfn.
● Gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur.
● Tækifæri í ferðaþjónustu á Suðurlandi.
● Byggingaframkvæmdir á Akranesi.
● Byggingalóð í Reykjanesbæ.
● Hæð 6. íbúðir miðsvæðis í Reykjavík.
● Tvær þakíbúðir miðsvæðis í Reykjavík.
● Hótel í Reykjavík.
Agnar Agnarsson, löggiltur fasteignasali.
Sérhæfð fasteigna- og fyrirtækjasala með
áratugareynslu starfsmanna.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Borgarbyggð - Fasteignamiðstöð-
in er með jörðina Staðarhús í
Borgarfirði til sölu. Jörðin er við
afleggjara frá þjóðvegi númer 1
um 17 km fyrir norðan Borgarnes
og er aksturstími frá Reykjavík
um ein klukkustund. Við tveggja
km langan afleggjarann eru einnig
jarðirnar Galtarholt og Laxholt.
Afleggjarinn liggur í vestur yfir
skógarása og sést þjóðvegurinn
því ekki frá bænum, sem er enda-
stöð.
Vegna legu sinnar er jörðin út
úr en samt nálægt allri þjónustu.
Staðarhús er 261,53 ha. að stærð
og allt landið gróið. Á landamerkj-
um í austur rennur áin Gufuá og
gengur lax og urriði í hana. Jörðin
er fremur votlend með fallegum
birkiskógarásum og vötnum og til-
heyrandi fuglalífi. Tún eru rúm-
lega 20 ha.
Á jörðinni hefur verið rekin
tamningastöð og reiðskóli og er
uppbygging á staðnum miðuð við
slíkan rekstur. Þar er hesthús með
básum og stíum fyrir um 40 hross,
900 m² reiðskemma, 200 m hring-
völlur og sérstaklega góðar út-
reiðaleiðir til allra átta án bíla-
umferðar.
Tvö íbúðarhús eru á jörðinni.
Annað er steypt 137,7 m² Loft-
orkuhús byggt 1984 og hitt er 119
m² eldra steinhús, klætt með stáli
og byggt 1930. Bæði húsin eru í
notkun og það eldra er töluvert
uppgert og því hefur verið vel við
haldið.
Bæjarstæðið er það hæsta í
Borgarhreppi (hinum forna) og
státar af einu besta útsýni í Borg-
arfirði – öllum fjallahringnum
ásamt Snæfellsnesi. Miðað við
staðsetningu og núverandi upp-
byggingu hentar þessi jörð til
hvers konar starfsemi með hross,
s.s. reiðkennslu, tamningar, þjálf-
unar og hrossasýninga, hestaleigu
og hestaferða, svo eitthvað sé tal-
ið. Einnig til sölu/leigu á sumarbú-
staðalöndum og hvers kyns ferða-
þjónustu því tengdu. „Auk þess
sem að framan er talið er þetta
frábær jörð til einkanota fyrir
náttúruunnendur eða áhugafólk í
hestamennsku sem langar í góða
aðstöðu á kyrrlátum og fallegum
stað stutt frá Reykjavík,“ segir
Páll Guðmundsson hjá Fasteigna-
miðstöðinni. Verðhugmynd er 120
millj. kr. eða tilboð.
Jörðin Staðarhús í Borgarfirði er um 17 km frá Borgarnesi. Hún er 261,53 ha að stærð og allt landið gróið. Tvö íbúðarhús
eru á jörðinni, hesthús, reiðskemma og hringvöllur. Verðhugmynd er 120 milljónir króna eða tilboð.
Staðarhús í Borgarbyggð