Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 F 11 HÚSAVÍKURBÆR auglýsti ný- lega 9 lóðir fyrir nýbyggingar við Stakkholt sem eru í nýlegu hverfi syðst í bænum, auk nokkurra stakra lóða við götur skammt frá með endinguna -gerði. Að sögn Vigfúsar Sigurðssonar byggingafulltrúa Húsavíkurbæjar verða alls 12 lóðir fyrir einbýlis-, par- eða raðhús við Stakkholtið. Fyrir eru í Langholtshverfi göt- urnar Stekkjarholt og Lyngholt og eru þær fullbyggðar. „Þarna verður væntanlega ekki byggt lengra til suðurs heldur er framtíðar-byggingarsvæði bæjar- ins hugsað á Húsavíkurhöfðanum norður af bænum enda er það mjög fallegt byggingarland. Á þessu svæði verða einbýlis-, par- og raðhús en fjölbýlishúsahverfi er hugsað í framhaldi af húsum sem þegar eru komin ofan við grunn- skólann,“ segir Vigfús. Hann bætir við að mikil vinna hafi verið við gerð aðalskipulags bæjarins sem nær fram til ársins 2026 og það verði lagt fyrir bæjarstjórnina á næstu dögum en þá sé öll deili- skipulagsvinna eftir. „Greinilegt er að losnað hefur um spennu sem hér var á fast- eignamarkaðnum til margra ára, verð hefur hækkað og eftirspurn er orðin mikil eftir lóðum fyrir ný- byggingar og því er verið að mæta,“ segir Vigfús. Á fundi skipulags- og bygging- arnefndar nú á dögunum var með- al annars erindi frá Norðurvík ehf. sem óskar eftir að fá svæði undir íbúðir fyrir eldri borgara milli Pálsgarðs og Útgarðs og var tekið vel í þá ósk, en fyrir fundinum lá fjöldi erinda bæði frá einstakling- um og fyrirtækjum um nýbygg- ingar eða breytingar á eignum sín- um. Deiliskipulag Langholtshverfisins á Húsavík. Framtíðarbyggð verður áHúsavíkurhöfða Framtíðarbyggingarsvæðið er hugsað á Húsavíkurhöfðanum norður af bænum. Eftir Kristin Benediktsson Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Gljástig málningar HVERS vegna eru litir ekki eins ef sama litnum er strokið hlið við hlið í mismunandi gljástigi? Skýringin er sú að mismunandi gljástig merkir mismunandi endurkast ljóss af flet- inum sem veldur því að augað nem- ur litinn ekki eins. Mannsaugað skynjar meiri dýpt og hreinleika í litnum ef hann er málaður með háu gljástigi, en aftur á móti finnst okk- ur matti liturinn mýkri og grárri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.