Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 F 11
HÚSAVÍKURBÆR auglýsti ný-
lega 9 lóðir fyrir nýbyggingar við
Stakkholt sem eru í nýlegu hverfi
syðst í bænum, auk nokkurra
stakra lóða við götur skammt frá
með endinguna -gerði.
Að sögn Vigfúsar Sigurðssonar
byggingafulltrúa Húsavíkurbæjar
verða alls 12 lóðir fyrir einbýlis-,
par- eða raðhús við Stakkholtið.
Fyrir eru í Langholtshverfi göt-
urnar Stekkjarholt og Lyngholt og
eru þær fullbyggðar.
„Þarna verður væntanlega ekki
byggt lengra til suðurs heldur er
framtíðar-byggingarsvæði bæjar-
ins hugsað á Húsavíkurhöfðanum
norður af bænum enda er það
mjög fallegt byggingarland. Á
þessu svæði verða einbýlis-, par-
og raðhús en fjölbýlishúsahverfi er
hugsað í framhaldi af húsum sem
þegar eru komin ofan við grunn-
skólann,“ segir Vigfús. Hann bætir
við að mikil vinna hafi verið við
gerð aðalskipulags bæjarins sem
nær fram til ársins 2026 og það
verði lagt fyrir bæjarstjórnina á
næstu dögum en þá sé öll deili-
skipulagsvinna eftir.
„Greinilegt er að losnað hefur
um spennu sem hér var á fast-
eignamarkaðnum til margra ára,
verð hefur hækkað og eftirspurn
er orðin mikil eftir lóðum fyrir ný-
byggingar og því er verið að
mæta,“ segir Vigfús.
Á fundi skipulags- og bygging-
arnefndar nú á dögunum var með-
al annars erindi frá Norðurvík ehf.
sem óskar eftir að fá svæði undir
íbúðir fyrir eldri borgara milli
Pálsgarðs og Útgarðs og var tekið
vel í þá ósk, en fyrir fundinum lá
fjöldi erinda bæði frá einstakling-
um og fyrirtækjum um nýbygg-
ingar eða breytingar á eignum sín-
um.
Deiliskipulag Langholtshverfisins á Húsavík.
Framtíðarbyggð verður
áHúsavíkurhöfða
Framtíðarbyggingarsvæðið er hugsað á Húsavíkurhöfðanum norður af bænum.
Eftir Kristin Benediktsson
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Gljástig
málningar
HVERS vegna eru litir ekki eins ef
sama litnum er strokið hlið við hlið í
mismunandi gljástigi? Skýringin er
sú að mismunandi gljástig merkir
mismunandi endurkast ljóss af flet-
inum sem veldur því að augað nem-
ur litinn ekki eins. Mannsaugað
skynjar meiri dýpt og hreinleika í
litnum ef hann er málaður með háu
gljástigi, en aftur á móti finnst okk-
ur matti liturinn mýkri og grárri.