Morgunblaðið - 20.02.2006, Side 35

Morgunblaðið - 20.02.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 F 35 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. S. 562 1200 F. 562 1251 TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI ÞÓRÐARSVEIGUR 2ja herb., 71,1 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin er stofa, opið eldhús, gott svefnherb., baðherb., þvottaherb. og forstofa. Fullbúin, falleg íbúð. Verð 16,5 millj. LOGAFOLD Höfum í einkasölu glæsilegt ca 340 fm einbýlishús á frábærum stað í Loga- foldinni. Húsið er tvílyft. Á efri hæð er stofa með flottum arni, stórglæsilegt eldhús/borðstofa, svefnherb.gangur með þremur svefnherb. og baðherb., eitt forstofuherb., snyrting og forstofa. Innaf eldhúsi er gott þvottaherb. og búr. Gengið er úr stofu, hjónaherb. og þvottaherb. út í garð. Á neðri hæð er stórt hol/fjölskylduherb., sjónvarpsherb. og stórt frístundaherb. Stór innb. bílskúr og innaf honum geymsla. Eldhúsið er end- urnýjað á mjög glæsilegan máta með fallegri og vandaðri innréttingu ásamt vönduðum tækjum. Á gólfum er gegnheilt parket og flísar. Mikil lofthæð. Falleg- ur og skjólgóður garður. Hús fyrir vandláta kaupendur. Verð 64,0 millj. NÝTT EINBÝLISHÚS VIÐ REYKJAHVOL Dreymir þig um: Glæsilegt, vel skipu- lagt einbýlishús? Tvöfaldan bílskúr? Víðáttumikið og fagurt útsýni? Að vera í einbýlishúsahverfi þar sem engin hætta er á að stórar blokkir taki af útsýni? Vera á einstaklega veðursælum og ró- legum stað á mörkum borgar og sveit- ar? Allt þetta og meira til býðst þér með kaupum á þessu einbýlishúsi, sem er 252 fm, til afhendingar strax, fokhelt, fullgert utan og lóð mikið unnin. All- ur frágangur mjög vandaður. Hafðu samband við okkur og við segjum þér meira og sýnum þér eignina. GAUKSHÓLAR - MEÐ BÍLSKÚR Höfum í einkasölu 5 herb. endaíbúð, 128,5 fm og 25,8 fm bílskúr. Íbúðin er á 4. hæð með miklu útsýni. Skiptist í stofu, 4 svefnherb., eldhús og innaf þvi er vinnuherbergi og geymsla, baðherb., snyrtingu, gang og hol. Þrennar svalir. Nýlegar, fallegar innréttingar og góð gólfefni. Tvær lyftur. Góð sameign. Frábær eign fyrir barnafólkið eða aðra sem þurfa rúmgóða íbúð á sanngjörnu verði. Verð 23,7 millj. FREYJUGATA Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Eignin er 77,4 fm og skiptist í 2 bjartar saml. stofur, rúmg. hjónaherb., eldhús, baðherb. og hol. Nýlegt gott eldhús og endurnýjað baðherb. Parket. Þetta er gullfalleg íbúð á mjög eftir- sóttum stað. Algjör draumaíbúð unga fólksins. Verð 18,8 millj. VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ MET var sett í sölu eldri fasteigna í Kanada á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun Kanada. Árið 2005 skiptu 481.900 fasteignir utan nýbygginga um hendur í Kanada og hafa aldrei fleiri sölur átt sér stað í landinu. Um 460.700 fasteignir voru seldar árið 2004 og um 435.000 árið þar á undan, um 418.000 árið 2002 og um 380.000 árið 2001. Gert er ráð fyrir að salan dragist saman í ár og fari niður í 461.500 íbúð- ir. Árið 2007 er talið að um 444.000 íbúðir skipti um hendur. Þetta á samt ekki við um eigenda- skipti í Saskatchewan og Manitoba. Í fyrrnefnda fylkinu er gert ráð fyrir að sala á eldri íbúðum fari úr 8.500 í fyrra í 8.800 í ár og 8.700 2007. Í Mani- toba er því spáð að fasteignasala auk- ist úr 12.750 eldri. íbúðum í fyrra í 13.500 í ár og 14.500 næsta ár. Samfara almennum samdrætti í sölu er áætlað að fasteignaverð hækki minna en að undanförnu eða um 5,5% á þessu ári og um 3,8% á því næsta. Met í sölu eldri fasteigna Morgunblaðið/Steinþór Talið er að verð á eldri íbúðum í Winnipeg haldi áfram að hækka í ár og 2007. Á HÓLUM í Hjaltadal eru nú þrjú hús í byggingu með alls 22 íbúðum. Þessar íbúðir eru ætlaðar nemend- um Háskólans á Hólum sem fjölgar ár frá ári. Þetta er þriðji áfangi í byggingu nemendagarða skólans, en áður hafa verið byggðar 43 íbúðir. Húsin sem eru þriggja hæða standa öll sunn- arlega í byggðakjarnanum á Hólum. Bygging þeirra hófst í ágúst sl. og uppsteypu lauk rétt fyrir jól. Ólafur Friðriksson byggingameistari reikn- ar með að skila einu húsinu á þessu ári og tveimur á árinu 2007. Þeim er skilað fullfrágengnum utan sem inn- an ásamt frágenginni lóð. Að sögn Skúla Skúlasonar rektors Hólaskóla eru átta íbúðir liðlega fimmtíu fermetrar að stærð og hinar eru tæplega hundrað fermetra. Þar sem til þessa hefur mest verið byggt af litlum íbúðum er meirihlutinn nú þriggja og fjögurra herbergja enda er algengt að nemendur séu með börn með sér meðan þeir eru í námi á staðnum. Skúli segir að stefnt sé á að halda áfram byggingu nemendaíbúða á Hólum því aðsókn að skólanum sé mjög mikil. Ekki sé þó ákveðið enn hvenær byrjað verði á fjórða áfanga. Þegar byrjað var á byggingu hús- næðis fyrir nemendagarðanna árið 2003 var gerður samningur við Byggingafélagið Þrá ehf. Þrá er í eigu Friðriks Jónssonar sf. á Sauð- árkróki og Kaupfélags Skagfirðinga. Samningurinn felur í sér að Þrá byggir íbúðirnar og sér um fjár- mögnun þeirra að 10% hluta en 90% fást með láni frá íbúðalánasjóði. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Á Hólum í Hjaltadal eru nú þrjú hús í byggingu með alls 22 íbúðum, sem eru ætlaðar nemendum Háskólans á Hólum. Tuttugu og tvær íbúðir í byggingu á Hólum Eftir Örn Þórarinsson ornalb@hvippinn.is BJARNABORG var fyrsta eigin- lega fjölbýlishúsið hér landi, en það var reist 1902. Húsið byggði Bjarni Jónsson sem bar viðurnefnið snikk- ari og var húsið kennt við hann. Bjarnaborg var í einkaeign til árs- ins 1917 en þá keypti borgin það og fékk fátækranefndin það til um- ráða. Morgunblaðið/Ásdís Bjarnaborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.