Morgunblaðið - 20.02.2006, Side 38
38 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
RAUFARSEL Mjög fallegt, bjart og
vel umgengið 177,3 fm raðhús á tveimur
hæðum með innbyggðum 20,4 fm bílskúr.
Mögulegt væri að hafa 6 svefnherbergi í
húsinu. Verð 37,5 m.
REYKJAVEGUR - MOSFELLS-
BÆ 151,8 fm einbýlishús á einni hæð auk
42,5 fm bílskúrs, alls 194,3 fm. Óvenju góð
lofthæð er í húsinu. Eignin stendur á 1.115 fm
glæsilegri ræktaðri lóð. Verð 39,9 m.
HÆÐIR
HOLTABYGGÐ - HFJ - NÝTT
Sérlega björt og falleg 96,7 fm neðri sérhæð,
jarðhæð, með stórri skjólgóðri suður og vest-
ursólverönd í nýlegu Permaformhúsi rétt við
golfvöllinn á Hvaleyri. Stutt í skóla og leik-
skóla. Verð 25,9 m.
MIÐBRAUT - SELTJ.NESI
Sérlega falleg, björt og töluvert mikið endur-
nýjuð 121,3 fm efri sérhæð í tvíbýli auk 23,2
fm bílskúrs á rólegum stað sunnanvert á Sel-
tjarnarnesinu. Verð 37,5 m.
4RA HERB. OG STÆRRI
EIÐISTORG 116,4 fm björt og mikið
endurnýjuð glæsiíbúð á 1. hæð í góðu fjölbýl-
islyftuhúsi. Mikið útsýni er út á sjóinn til Esj-
unnar og Akrafjallsins. Skjólgóð suðursólver-
önd að sunnanverðu. Verð 29,5 m.
ENGIHJALLI Mjög falleg 4ra herb.,
97,4 fm íbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi með
frábæru útsýni yfir borgina. Nýlega er búið
að setja upp lokað öryggismyndavélakerfi í
kringum hús og inni á göngum og lyftum.
Verð 18,9 m.
LÓMASALIR NÝTT Mjög falleg 4ra
herb. 120,8 fm endaíbúð með sérinngangi af svölum í
góðu lyftuhúsi. Rúmgóðar suðursvalir með frábæru
útsýni og góðu bílastæði í kjallara. Verð 29,7 m.
GVENDARGEISLI - EIGN Í
SÉRFLOKKI Nýleg, glæsileg, stílhrein,
björt og vönduð 4ra-5 herb. 129,4 fm útsýnis-
íbúð með sérinngangi og rúmgóðu stæði í
bílageymslu. Stutt er í grunnskóla, leikskóla,
veiði og golf. Verð 29,9 m. EIGN Í SÉRFLOKKI.
KRUMMAHÓLAR Björt og falleg
131,6 fm, 6 herb. útsýnisíbúð á 6. og 7. hæð í
góðu lyftuhúsi með sérinngangi af svölum.
Eigninni fylgir góður 25 fm bílskúr. Verð 26 m.
LEIRUBAKKI Falleg og björt 114,9
fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu barnvænu
fjölbýli með aukaherbergi í kjallara sem
leigja má út með aðgangi að snyrtingu.
Þvottahús innan íbúðar. Falleg lóð með leik-
tækjum. Verð 18,5 m.
NEÐSTALEITI - LAUS STRAX
Óvenju björt og vönduð 140,6 fm endaíbúð á
1. hæð með sólstofu, suðvestursvölum og
stæði í bílageymsluhúsi. Verð 33,9 m. -EIGN-
IN ER LAUS TIL AFHENDINGAR STRAX -
EIGN Í SÉRFLOKKI.
ÞORLÁKSGEISLI Nánast ný,
vönduð, stílhrein, björt 113,5 fm glæsiíbúð á
3. hæð (efstu) í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í
bílageymslukjallara. Mikið útsýni er til fjalla
og stórt opið svæði út frá stofu. Húsið er
klætt að utan og einangrað að utan á vand-
aðan og smekklegan hátt. Verð 29,6 m. EIGN
Í SÉRFLOKKI.
ÖLDUGRANDI Mjög falleg og
skemmtileg 4ra herb., 99,6 fm íbúð á 2. hæð í
góðu fjölbýli með sérinngangi af svölum
ásamt stæði í bjartri og endurnýjaðri bíla-
geymslu. Verð 24,9 m.
3JA HERBERGJA
AUÐARSTRÆTI - Í NORÐUR-
MÝRINNI
Verð 21,9 m. Íbúðin
er laus til afhendingar 1.4.2006.
BARÐASTAÐIR
Verð 22,9 m.
BERGÞÓRUGATA - LAUS
STRAX
Verð 16,9 m. EIGN Í SÉRFLOKKI. EIGNIN ER
LAUS OG TIL AFHENDINGAR STRAX.
BLIKAHÓLAR
Verð
17,3 m.
BLÖNDUBAKKI
Verð 18,9
m.
BOÐAGRANDI - NÝTT
Verð 23,5 m.
BÚSTAÐAVEGUR
Verð 19,9 m.
MIKLABRAUT
Verð 15,9 m
NÓATÚN
Verð 17,9 m.
SOGAVEGUR
Verð 14,9 m.
SÓLVALLAGATA - NÝTT
Verð 15,5 m.
VÍFILSGATA - NÝTT
Verð 15,9 m.
2JA HERBERGJA
BERGÞÓRUGATA
Verð 16,2 m.
DÚFNAHÓLAR - NÝTT
Verð 14,9 m.
HÁALEITISBRAUT
Verð 12,5
m.
LANGHOLTSVEGUR
Verð 10,9 m.
LANGHOLTSVEGUR - NÝTT
Verð 16,3 m.
RAUÐARÁRSTÍGUR - LAUS
STRAX
Verð 17,3 m.
TRYGGVAGATA
Verð 9,9 m
ÆSUFELL
Verð 11,9 m.
LANDSBYGGÐIN
HVOLSVÖLLUR - GILSBAKKI
Verð 20 m.
SELFOSS - HLAÐAVELLIR
Verð 21,9 m.
EIGNIN ER LAUS OG TIL AFHENDINGAR
STRAX.
TIL SÖLU
ATVINNUHÚSNÆÐI
KÖLLUNARKLETTSVEGUR
LAUS STRAX
Verð 47 millj.
EIGNIN ER LAUS OG TIL AFHENDINGAR
STRAX. LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI.
AUÐBREKKA - LAUST
STRAX
Verð 19,9 m. EIGNIN ER LAUS
TIL AFHENDINGAR STRAX.
HRINGBRAUT - REYKJANES-
BÆ
Verð 29,9 m.
TIL LEIGU
ATVINNUHÚSNÆÐI
NÓATÚN - LAUST STRAX
Allar nán-
ari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson .
ENGIHJALLI - NÝTT
Verð 15,9 m.
FORNHAGI
Verð 16,9 m.
FURUGRUND - LAUS STRAX.
Verð 17,9 m. EIGNIN ER LAUS
STRAX.
HRAUNBÆR NÝTT
Verð 18,9 m.
HVERFISGATA - NÝTT
Verð 18,9 m.
LANGHOLTSVEGUR
Verð 19,9 m.
EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.
LAUGALIND - NÝTT
Verð 27,5 m.
Brynjólfur Jónsson
hagfræðingur og
lögg. fast.sali
Bjarni Jónsson
viðsk.fr., lögg. endursk.,
og lögg. fast.sali.
Tryggvi Þór
Tryggvason
sölumaður
Sigrún Unnsteinsdóttir
þjónustufulltrúi
EINBÝLI - RAÐHÚS
EFSTAHLÍÐ - HAFN. - NÝTT
Nýlegt, glæsilegt og vandað 151,8 fm raðhús
á rólegum stað innarlega í lokaðri húsagötu
með stórri sólverönd með skjólveggjum og
heitum potti. Eigninni fylgir að auki 28,7 fm
góður bílskúr með háum dyrum og geymslu-
lofti. Verð 41,5 m.
GLÆSIBÆR - NÝTT Sérlega fal-
legt 129,6 fm einbýlishús á einni hæð. Eign-
inni fylgir 32 fm bílskúr með jafnstórum kjall-
ara. Stórglæsilegur ræktaður garður með
tveim sólpöllum, heitum potti og garðskála.
Verð 42,9 m.
REYNIHVAMMUR Fallegt, 268,8
fm einbýli með bílskúr á besta stað í suður-
hlíðum Kópavogs. Góður suðurgarður og
sólpallur. Einstök veðursæld. Verð 51,9 m.
VÍKURBAKKI - NÝTT Mjög fal-
legt 177,1 fm endaraðhús á pöllum á þessum
eftirsótta stað. Húsið er með innbyggðum
bílskúr. Búið er að klæða suðurgafl og aust-
urhlið hússins á vandaðan hátt. Hiti í bíla-
plani. Verð 39,8 m
HOLTASEL Bjart og fallegt parhús á
tveimur hæðum auk kjallara með innbyggð-
um bílskúr. Húsið er mælt 215,4 fm en undir
því öllu er rúmlega 100 fm kjallari sem ekki er
talinn með í mælingu fasteignamats. Því er
húsið í allt ca 315 fm. Eignin getur verið laus
og til afhendingar fljótlega. Verð 42,5 m.
GLÆSIEIGN til sölu. Nýleg, björt, sérlega
vönduð ca 335 fm penthouseíbúð í góðu
lyftuhúsi ásamt tvöföldum bílskúr á besta
stað í Bryggjuhverfinu með fallegu útsýni
og sjávarsýn. Hentar m.a. þeim sem vilja
þægindin af því að losna við garðumsjón
og viðhaldsáhyggjur. EINSTÖK EIGN Á
ALLAN HÁTT OG Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jóns-
son.
BÁSBRYGGJA
Virðulegt og mjög mikið endurnýjað hús á
þremur hæðum með tveimur samþykktum
íbúðum, garðhúsi og tveimur bílskúrum.
Íbúðarhúsið er 296,6 fm og bílskúrarnir
samtals 47,7 fm. Alls er eignin skv. mæling-
um Fasteignamats því 344,3 fm. Að auki
fylgja eigninni gott garðhús á vesturlóð og
geymsluskúr. Arkitekt Guðjón Samúelsson.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson. Verð 98 m. - EIGN Í ALGJÖRUM SÉR-
FLOKKI.
LAUFÁSVEGUR
Íútvarpsþættinum Orð skulustanda ber margt á góma.Fyrir stuttu var spurt ummerkingu orðsins vetr-
arlopi. Þar sem orðskýringin stóð
dálítið í svarendum gafst mér tími
til að láta hugann
reika. Orðið vetr-
arlopi var nýtt í mín-
um eyrum, en ég
kannaðist svo sem við
orðið vetrarkvíða,
sem er notað um sér-
staka gerð köngulóar-
vefja, það er könguló-
arvefi í grasi sem
glitra í sól. Síðla sum-
ars eða snemmhausts
er stundum sem silf-
urnet liggi yfir stóru
svæði. Þótt þetta sé
falleg sjón taldi
þjóðtrúin vetrarkvíða
boða harðan vetur.
En vetrarlopi, það
skyldi þó ekki vera
lopinn, sem maður prjónar úr á
veturna, svo sem eins og þessar
blessaðar tískupeysur, sem eru
endurbætt útgáfa á lopapeysunum
með grænlenska munstrinu, sem
urðu fyrst vinsælar um 1960. Nú
er ég víst farin að teygja lopann
um of svo ég verð að koma með
orðabókarskýringuna. Þar stend-
ur: Vetrarlopi – (grænt) gras sem
kemur upp á túnum eða engjum (í
hlákum) að vetri til – (grænt) gras
sem kemur undan snjó að vorlagi.
Það var nú það. Ég verð víst að
halda mig við notkun orðsins sam-
kvæmt gömlu sveitamenningunni
en ekki yfirfæra það í garðmenn-
inguna og segja að það sé vetr-
arlopi í rósunum mínum þar sem
þær eru komnar með nokkura
sentimetra nývöxt eftir þennan
hlýindakafla sem verið hefur und-
anfarið.
Veðráttan í janúar var óvenju
mild, hitamet slegin og hvaðeina.
Stuttur hlýindakafli um hávet-
urinn hefur sjaldnast áhrif á gróð-
urinn, en nú hafa bæði grös, blóm
og runnar látið veðurblíðuna
gabba sig. Upp við húshlið móti
sólu eru víða komnir 10-15 cm
grastoppar, stöku runnar hafa
opnað brum og laukplöntur og
aðrir fjölæringar eru komnir á
fleygiferð. Hjá mér eru bæði
glansmispill og blátoppur vaknaðir
auk sumra runnarósa. Þetta virð-
ast vera tegundir sem eru með
hitastýrðan dvalartíma og því geta
svona langir hlýindakaflar ruglað
þær í ríminu. Birkið lætur veð-
urblíðuna ekkert á sig fá, enda er
það birtan sem stýrir dvalartíma
þess. Við ættum e.t.v. að huga enn
betur að því hvað stýrir vetr-
ardvala innfluttra trjáa og runna
svo við verðum ekki
fyrir vonbrigðum eftir
ótímabæran nývöxt.
Hætt er við að Vetur
konungur eigi enn
eftir að sýna klærnar
og kal verði í þeim
runnum, sem eru
bráðlátastir.
Það hefur þó oft
gerst fyrr að gróður
hefur bært á sér of
snemma eða blómstr-
að óvenju lengi fram
eftir vetri. Stjúpur
blómstra oft lengi
fram eftir hausti og
nú í vetur hefur
haustliljan mín, fyllta
afbrigðið sem er kall-
að Ẃater Lilý opnað blóm í hvert
skipti sem hefur hlýnað. Túnfífill-
inn er með eindæmum harðger og
hann á það til að opna blóm um
miðjan desember eða þá talið vor-
ið vera komið í febrúarlok og
blómstrað þá. Haustlaukarnir
stríða okkur líka stundum. Ég
man hvað ég varð felmtruð í
fyrsta skiptið sem ég setti niður
haustlauka. Þá var janúarmánuður
mildur og laukarnir tóku að gægj-
ast upp úr moldinni. Þegar túlip-
anar og páskaliljur höfðu vaxið um
10-15 cm og fór að frjósa greip ég
símann og hringdi í Ólaf Björn,
ritstjóra Garðyrkjuritsins. Hann
sagðist ekki kunna neitt ráð til að
stoppa laukana, en ef ég fyndi
símanúmerið í neðra, ætti ég að
biðja húsbóndann að kippa dálítið
í ræturnar á óþægustu plöntunum.
Og viti menn, laukarnir mínir
blómstruðu fallega um vorið og
næsta vor líka eins og ekkert
hefði í skorist.
Í görðum í Reykjavík er ég búin
að sjá vetrargosa í blóma fyrir
nokkrum dögum, en hjá mér bíða
laukarnir rólegir núna þótt prí-
múlurnar mínar hafi látið blekkj-
ast. Íralykillinn Primula x mar-
gotae sem er alltaf snemma á
ferðinni er farinn að opna blóm.
Hætt er við að þetta sé góu-
gróður, því orðið góugróður er
samkvæmt orðabókinni einmitt
haft yfir eitthvað skammætt, eða
gróður sem sprettur í mars.
S.Hj.
Íralykill í apríl í fullum blóma.
Vetrarlopi og
góugróður
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
560. þáttur