Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 56
56 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn- inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þing- lýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði afborg- anir skv. kaupsamningi inn á banka- reikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Seljanda er heimilt að reikna dráttarvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskil- inna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun bygging- arsamvinnufélagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og víða utan Reykja- víkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig á afsal fyrir þinglýsingu þess.  Samþykki maka – Samþykki maka þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.  Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni koma í ljós eftir afhendingu, ber að tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr- um kosti getur kaupandi fyrirgert hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt- is. Gjaldtaka  Þinglýsing – Þinglýsingargjald hvers þinglýsts skjals er nú 1.350 kr.  Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi af kaupsamningum og afsölum um leið og þau eru lögð inn til þinglýs- ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf ekki að greiða stimpilgjald af af- salinu. Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals er 0,4% af fasteignamati húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán- aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp- ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr- ir hverja byrjaða viku.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar húseignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og við- byggingar við eldri hús, ef virðing- arverð hinnar nýju viðbyggingar nem- ur 1/5 af verði eldra hússins. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar eru á hverjum tíma hjá byggingaryf- irvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar afhentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út nákvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkom- andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönn- uði en slíkra sérupplýsinga er þá get- ið í skipulagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum. MinnisblaðÞórhildur Sandholtlögfr. og lögg. fast.sali Gsm 899 9545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Stakfell 568 7633 LAUGARNESVEGUR Falleg 3ja-4ra herb., 122,5 fm íbúð með sérinngangi á 1. hæð (jarðhæð) í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu og 9,2 fm sérgeymslu. Skiptist í stofu og borðstofu með útgangi á suðurverönd, 2 svefnherb., fallegt eldhús með útgangi á vesturverönd, stórt flísalagt baðherb. og þvottaherb. Vandaðar innréttingar. Verð 37 millj. FAXATÚN Gott og sérlega vel staðsett einbýlishús á einni hæð, alls 173,6 fm með bílskúr. Skiptist í rúmgóða, bjarta stofu með út- gangi á skjólsæla verönd, eldhús með nýlegri innréttingu og stórum borðkróki, 3 svefnherbergi og nýlegt baðherbergi með nuddbaðkari. Bílskúrinn er nú inn- réttaður sem skrifstofa/íbúð. Mjög stór lóð sem býður upp á mikla möguleika. Verðtilboð óskast. HÁALEITISBRAUT Til sölu 291 fm einbýlishús á 2 hæðum með mikla möguleika. Tveir inngangar eru á neðri hæðina og þar eru nú útbúin 8 herb. til útleigu ásamt sameiginlegri setustofu og eldhúsi, 2 baðherb. þvotta- húsi og geymslum. Efri hæðin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, stofu, borð- stofu, eldhús með góðum borðkróki og búri, 3 svefnherb. og flísal. baðherb. Stórar svalir. V. 79 millj. HÁABARÐ Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Skiptist í tvær samliggjandi stofur með útgangi á verönd, fjögur svefnherbergi og lítið vinnuherbergi. Eldhús með ný- legri, fallegri innréttingu og flísalagt bað. Góður bílskúr. Verð 35,2 millj. MELBÆR Gott raðhús, kjallari og 2 hæðir ásamt innbyggðum bílskúr, alls 268,2 fm, þar af er bílskúrinn 23,3 fm. Á neðri hæð er gott eldhús, stofur með útgangi á svalir og gestasnyrting. Á efri hæð er sjón- varpshol, 4 svefnherbergi og baðher- bergi. Í kjallara er 2ja herb. íbúð, mjög stórt þvottaherb. og stór geymsla. Verð 44,8 millj. HVERFISGATA Lítið og aðlaðandi einbýlishús á eignar- lóð, kjallari, hæð og ris, alls 100,8 fm. Skiptist í stofu og eldhús á aðalhæð, 2 svefnherb. í risi og herbergi og flísalagt bað í kjallara. Verð 25 millj. NORÐURTÚN - ÁLFTANESI Einbýlishús á einni hæð, 172,5 fm ásamt 54,8 fm bílskúr, alls 227,3 fm. Skiptist í sjónvarpshol, rúmgott þvotta- herb., gestasnyrtingu, stóra stofu með arni, 4 svefnherb., eldhús og stórt flísa- lagt baðherb. Húsið er laust við kaup- samning. Verð 38,0 millj. FERJUBAKKI Góð 2ja herb., 65 fm íbúð á jarðhæð. Skiptist í stofu, eldhús, svefnherb. og baðherb. með þvottavélartengingu. Parket á gólfum. Íbúðinni fylgir sérgarð- ur og er gengið úr stofunni út á nýja ver- önd í garðinum. Góð sérgeymsla fylgir. VEGNA GÓÐRAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ. Hafnarfjörður - DP Fasteignir eru nú með í sölu stórglæsilegt ein- býlishús við Fagrahvamm 16 sem skiptist í 118,6 fermetra efri hæð og 67,6 fm. neðri hæð ásamt 41 fm. bílskúr. Húsið er hannað að innan af þekktum innanhúss- arkitekt. Komið er inn á forstofugang. Á vinstri hönd frá forstofugangi er gengið inn í tvöfaldan bílskúr sem er með öllu. Á hægri hönd við for- stofugang er gangur með fallegum innfelldum ljósum og þar er hægt að ganga inn í þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Þessum hluta er auðveldlega hægt að breyta í sér- íbúð. Flísalagður stigi er upp á efri hæðina. Þar er björt og rúmgóð stofa og borðstofa með mikilli loft- hæð. Gengið út á suður L-laga stórar svalir með glæsilegu útsýni. Halógen lýsing í loftum í stofum. Einnig er hægt að ganga út á hellulagða verönd frá stofu. Stórglæsilegt eldhús með sér- smíðaðri eikarinnréttingu með granít-borðplötum og eldunareyju. Halógen lýsing í eldhúsi og gott útsýni. Svefnherbergisgangur með tveimur svefnherbergjum. Þvottahús með sérsmíðuðum innréttingum og glugga. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, baðkar og sturta og upphengt salerni. Flísar eru á forstofugangi, svefn- herbergisgangi neðri hæðar og stiga upp á efri hæðina. Gegnheilt stafaparket á öllum svefn- herbergjum, stofu og borðstofu, svefnherbergisgangi efri hæðar og þvottahúsi. Við bílskúr er upphituð úti- geymsla. „Eignin er öll hin glæsi- legasta að innan og hefur verið mikið lagt í allan frágang,“ segir Andri Sigurðsson, sölustjóri DP Fasteigna. DP Fasteignir eru nú með í sölu stórglæsilegt einbýlishús við Fagrahvamm 16 sem skiptist í 118,6 fermetra efri hæð og 67,6 fm neðri hæð ásamt 41 fm bílskúr. Fagri- hvamm- ur 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.