Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 56
56 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kaupendur
Þinglýsing – Nauðsynlegt er að
þinglýsa kaupsamningi strax hjá við-
komandi sýslumannsembætti. Það er
mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn-
inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun
bæjaryfirvalda áður en þeim er þing-
lýst.
Greiðslustaður kaupverðs – Al-
gengast er að kaupandi greiði afborg-
anir skv. kaupsamningi inn á banka-
reikning seljanda og skal hann
tilgreindur í söluumboði.
Greiðslur – Inna skal allar greiðslur
af hendi á gjalddaga. Seljanda er
heimilt að reikna dráttarvexti strax
frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga
greiðslufrestur.
Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán-
veitendum um yfirtöku lána.
Lántökur– Skynsamlegt er að gefa
sér góðan tíma fyrir lántökur. Það
getur verið tímafrekt að afla tilskil-
inna gagna s. s. veðbókarvottorðs,
brunabótsmats og veðleyfa.
Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á,
hafa verið undirrituð samkvæmt um-
boði, verður umboðið einnig að fylgja
með til þinglýsingar. Ef eign er háð
ákvæðum laga um byggingarsam-
vinnufélög, þarf áritun bygging-
arsamvinnufélagsins á afsal fyrir
þinglýsingu þess og víða utan Reykja-
víkur þarf áritun bæjar/sveitarfélags
einnig á afsal fyrir þinglýsingu þess.
Samþykki maka – Samþykki maka
þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og
veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan
býr í eigninni.
Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni
koma í ljós eftir afhendingu, ber að
tilkynna seljanda slíkt strax. Að öðr-
um kosti getur kaupandi fyrirgert
hugsanlegum bótarétti sakir tómlæt-
is.
Gjaldtaka
Þinglýsing – Þinglýsingargjald
hvers þinglýsts skjals er nú 1.350 kr.
Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi
af kaupsamningum og afsölum um
leið og þau eru lögð inn til þinglýs-
ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst,
þarf ekki að greiða stimpilgjald af af-
salinu. Stimpilgjald kaupsamnings
eða afsals er 0,4% af fasteignamati
húss og lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri
milljón.
Skuldabréf – Stimpilgjald skulda-
bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar-
upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af
hverjum 100.000 kr. Kaupandi greiðir
þinglýsingar- og stimpilgjald útgef-
inna skuldabréfa vegna kaupanna, en
seljandi lætur þinglýsa bréfunum.
Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl,
sem ekki eru stimpluð innan 2ja mán-
aða frá útgáfudegi, fá á sig stimp-
ilsekt. Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr-
ir hverja byrjaða viku.
Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er
greitt af nýreistum húsum. Af hverri
byggingu, sem reist er, skal greiða
3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af
brunabótavirðingu hverrar húseignar.
Nýbygging telst hvert nýreist hús,
sem virt er til brunabóta svo og við-
byggingar við eldri hús, ef virðing-
arverð hinnar nýju viðbyggingar nem-
ur 1/5 af verði eldra hússins.
Húsbyggjendur
Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug-
lýsingar um ný byggingarsvæði geta
væntanlegir umsækjendur kynnt sér
þau hverfi og lóðir sem til úthlutunar
eru á hverjum tíma hjá byggingaryf-
irvöldum í viðkomandi bæjar- eða
sveitarfélögum – í Reykjavík á skrif-
stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni
2. Skilmálar eru þar afhentir gegn
gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur
skulu fylla út nákvæmlega þar til gert
eyðublað og senda aftur til viðkom-
andi skrifstofu. Í stöku tilfelli þarf í
umsókn að gera tillögu að húshönn-
uði en slíkra sérupplýsinga er þá get-
ið í skipulagsskilmálum og á umsókn-
areyðublöðum.
MinnisblaðÞórhildur Sandholtlögfr. og lögg. fast.sali
Gsm 899 9545
Gísli Sigurbjörnsson
sölumaður
FAX 568 3231
Stakfell
568 7633
LAUGARNESVEGUR
Falleg 3ja-4ra herb., 122,5 fm íbúð með
sérinngangi á 1. hæð (jarðhæð) í nýlegu
lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu og
9,2 fm sérgeymslu. Skiptist í stofu og
borðstofu með útgangi á suðurverönd, 2
svefnherb., fallegt eldhús með útgangi á
vesturverönd, stórt flísalagt baðherb. og
þvottaherb. Vandaðar innréttingar. Verð
37 millj.
FAXATÚN
Gott og sérlega vel staðsett einbýlishús
á einni hæð, alls 173,6 fm með bílskúr.
Skiptist í rúmgóða, bjarta stofu með út-
gangi á skjólsæla verönd, eldhús með
nýlegri innréttingu og stórum borðkróki,
3 svefnherbergi og nýlegt baðherbergi
með nuddbaðkari. Bílskúrinn er nú inn-
réttaður sem skrifstofa/íbúð. Mjög stór
lóð sem býður upp á mikla möguleika. Verðtilboð óskast.
HÁALEITISBRAUT
Til sölu 291 fm einbýlishús á 2 hæðum
með mikla möguleika. Tveir inngangar
eru á neðri hæðina og þar eru nú útbúin
8 herb. til útleigu ásamt sameiginlegri
setustofu og eldhúsi, 2 baðherb. þvotta-
húsi og geymslum. Efri hæðin skiptist í
forstofu, gestasnyrtingu, stofu, borð-
stofu, eldhús með góðum borðkróki og
búri, 3 svefnherb. og flísal. baðherb.
Stórar svalir. V. 79 millj.
HÁABARÐ
Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Skiptist í tvær samliggjandi stofur með
útgangi á verönd, fjögur svefnherbergi
og lítið vinnuherbergi. Eldhús með ný-
legri, fallegri innréttingu og flísalagt bað.
Góður bílskúr. Verð 35,2 millj. MELBÆR
Gott raðhús, kjallari og 2 hæðir ásamt
innbyggðum bílskúr, alls 268,2 fm, þar
af er bílskúrinn 23,3 fm. Á neðri hæð er
gott eldhús, stofur með útgangi á svalir
og gestasnyrting. Á efri hæð er sjón-
varpshol, 4 svefnherbergi og baðher-
bergi. Í kjallara er 2ja herb. íbúð, mjög
stórt þvottaherb. og stór geymsla. Verð
44,8 millj.
HVERFISGATA
Lítið og aðlaðandi einbýlishús á eignar-
lóð, kjallari, hæð og ris, alls 100,8 fm.
Skiptist í stofu og eldhús á aðalhæð, 2
svefnherb. í risi og herbergi og flísalagt
bað í kjallara. Verð 25 millj.
NORÐURTÚN - ÁLFTANESI
Einbýlishús á einni hæð, 172,5 fm
ásamt 54,8 fm bílskúr, alls 227,3 fm.
Skiptist í sjónvarpshol, rúmgott þvotta-
herb., gestasnyrtingu, stóra stofu með
arni, 4 svefnherb., eldhús og stórt flísa-
lagt baðherb. Húsið er laust við kaup-
samning. Verð 38,0 millj.
FERJUBAKKI
Góð 2ja herb., 65 fm íbúð á jarðhæð.
Skiptist í stofu, eldhús, svefnherb. og
baðherb. með þvottavélartengingu.
Parket á gólfum. Íbúðinni fylgir sérgarð-
ur og er gengið úr stofunni út á nýja ver-
önd í garðinum. Góð sérgeymsla fylgir.
VEGNA GÓÐRAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR
OKKUR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ.
Hafnarfjörður - DP Fasteignir eru
nú með í sölu stórglæsilegt ein-
býlishús við Fagrahvamm 16 sem
skiptist í 118,6 fermetra efri hæð
og 67,6 fm. neðri hæð ásamt 41
fm. bílskúr. Húsið er hannað að
innan af þekktum innanhúss-
arkitekt.
Komið er inn á forstofugang. Á
vinstri hönd frá forstofugangi er
gengið inn í tvöfaldan bílskúr sem
er með öllu. Á hægri hönd við for-
stofugang er gangur með fallegum
innfelldum ljósum og þar er hægt
að ganga inn í þrjú svefnherbergi
og baðherbergi. Þessum hluta er
auðveldlega hægt að breyta í sér-
íbúð.
Flísalagður stigi er upp á efri
hæðina. Þar er björt og rúmgóð
stofa og borðstofa með mikilli loft-
hæð. Gengið út á suður L-laga
stórar svalir með glæsilegu útsýni.
Halógen lýsing í loftum í stofum.
Einnig er hægt að ganga út á
hellulagða verönd frá stofu.
Stórglæsilegt eldhús með sér-
smíðaðri eikarinnréttingu með
granít-borðplötum og eldunareyju.
Halógen lýsing í eldhúsi og gott
útsýni. Svefnherbergisgangur með
tveimur svefnherbergjum.
Þvottahús með sérsmíðuðum
innréttingum og glugga. Flísalagt
baðherbergi í hólf og gólf, baðkar
og sturta og upphengt salerni.
Flísar eru á forstofugangi, svefn-
herbergisgangi neðri hæðar og
stiga upp á efri hæðina. Gegnheilt
stafaparket á öllum svefn-
herbergjum, stofu og borðstofu,
svefnherbergisgangi efri hæðar og
þvottahúsi.
Við bílskúr er upphituð úti-
geymsla. „Eignin er öll hin glæsi-
legasta að innan og hefur verið
mikið lagt í allan frágang,“ segir
Andri Sigurðsson, sölustjóri DP
Fasteigna.
DP Fasteignir eru nú með í sölu stórglæsilegt einbýlishús við Fagrahvamm 16 sem skiptist í 118,6 fermetra efri hæð og
67,6 fm neðri hæð ásamt 41 fm bílskúr.
Fagri-
hvamm-
ur 16