Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 2
2 B FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar  GESTIR franska kappakstursins í Formúlu-1 í ár fá óvæntan glaðning í ár því breska sveitin Pink Floyd mun troða þar upp. Tilefnið er m.a. að þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því fyrsti Grand Prix-kappakstur heims var haldinn en mót það fór fram í Sarthe-brautinni í Frakklandi 1906. Til að minnast tímamótanna – og um leið vekja athygli á kappakstrinum í Magny Cours mánuði seinna – efnir franska akstursíþróttasambandið (FFSA) til aksturs sögufrægra bíla um götur Parísar snemma í júní og sýn- ingar á þeim. Pink Floyd treður upp á föstudegi kappaksturshelgarinnar í Magny Cours. Þar mun Roger Waters með aðstoð trommarans Nick Mason, sem er annálaður áhugamaður um kappakstur, flytja tónverkið „Dark Side of the Moon“. Pink Floyd rokkar í Magny Cours  Í BÍLAÞÆTTINUM Top Gear á Skjá einum á sunnudag verður sýnt innslag frá Íslandi. Breskir sjónvarpsmenn komu til landsins í annað sinn með þau fyrirmæli í farteskinu að gera eitthvað skemmtilegra en síðast. Og útkoman varð óvenjuleg; sýnt verður frá akstri torfærujeppa á Kleifarvatni – já, á vatninu sjálfu! – og spyrnukeppni torfærujeppans og vélsleða á sama vatni. Þá er í þættinum einnig fjallað um BMW-bifreið með dísilvél sem framleiðandinn segir vera bæði hag- kvæmari og kraftmeiri en bensínvél. Þátturinn er á dagskrá kl. 19 á sunnu- dag. Top Gear aftur á Íslandi andi fyrir aðra vegfarendur. Í sumum tilfellum jafnast það á við þá truflun sem notkun háu ljósanna veldur um- ferð úr gagnstæðri átt. Ef ökumaður verður var við það að verið er að blikka hann með þokuljósum þá er það líklegast merki um það að hann sé UMFERÐARSTOFA bendir á að mjög mikið beri á ofnotkun þokuljósa meðal ökumanna. „Umferðarstofa vill minna á að þokuljós skal aðeins nota þegar það er þoka og þá aðeins í dreif- býli. Ef þokuljós eru notuð þegar eng- in þoka er geta þau verið mjög trufl- að nota þokuljósin að óþörfu – við að- stæður þar sem notkun þeirra er truflandi fyrir aðra umferð.Umferð- arstofa vill hvetja ökumenn til að blikka þokuljósum á þá ökumenn sem nota þokuljósin þar sem og þegar það á ekki við.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þokuljós á ekki að nota nema skyggni sé verulega slæmt. Ber á ofnotkun þokuljósa NOKKRIR af stærstu bíla- og elds- neytisframleiðendum í Evrópu bundust nýlega samtökum um að auka notkun óhefðbundinna elds- neytis á kostnað hefðbundins. Nýju samtökin nefnast Alliance for Synthetic Fuels í Europe (ASFE) og koma að stofnun þeirra m.a. Renault, Volkswagen, Daimler- Chrysler, Royal Dutch Shell og Sasol Chevron. Á ráðstefnu, sem frumkvöðlarnir héldu í tilefni af stofnun samtakanna, kom fram að eitt brýnasta verkefni þeirra væri að hraða þróun brennisteinslauss eldsneytis sem unnið er úr m.a. gasi eða lífrænum efnum með svo- nefndri Fischer Tropsch-aðferð. Lífrænir og þar með endurnýjan- legir orkugjafar myndu enn fremur draga mest úr losun gróðurhúsa- lofttegunda eða um allt að 90% og bæri því að leggja mesta áherslu á þróun þeirra. Samhliða þyrfti að huga að öðrum þáttum s.s. mark- aðssetningu og dreifingu þessara nýju eldsneytisgerða. Bíla- og bensínfram- leiðendur vilja grænt eldsneyti SVO virðist sem gæðaátak Opel sé farið að skila árangri ef marka má nýlegar niðurstöður í þýskum fjölmiðlum. Þannig eru bílarnir frá Opel taldir vera með mestu gæðin meðal þýskra bíla, samkvæmt gæðakönnun þýska bílatímaritsins Auto Bild árið 2006. Í skýrslunni er lagt mat á áreiðanleika, lang- tímagæði, þjónustu og ánægju viðskiptavina. Þetta staðfestir jákvæðar niðurstöður annarra nýlegra gæðakannana. Samkvæmt háskólanum í Bamberg er Opel sú bílategund sem söluaðilar eru ánægðastir með hvað gæðin varðar og samkvæmt neytendakönnuninni „Car Check“ í Stuttgart er Opel með lægstu bilanatíðnina af öllum evrópskum bílaframleiðendum. Skúli Sigurðsson, þjónustustjóri Ingvars Helgasonar, segir að átak Opel í gæðamálum undanfarin ár sé að skila sér. Auto Bild notar margar mismunandi leiðir til að finna bestu bíltegundina í árlegri gæðakönnun sinni og má þar nefna skoðanakönnun sem nær til 24.000 bílaeigenda, TÜV-skýrsluna svonefndu og niðurstöður langtíma prófana á bílum. Opel hefur tekið stórstígum framförum í gæðum, ef marka má niðurstöður Auto Bild. Opel bestur samkvæmt Auto Bild JHM sport opnar í dag nýja og endurbætta verslun og verkstæði. Af því tilefni verður slegið upp léttri skemmtun fyrir utan verslunina á Stórhöfða 35 þar sem trialsíþróttin verður kynnt auk þess sem 2006- árgerðirnar af GasGas- og TM-hjólum verða til sýnis. Hjólalyftur sem ráða við hjól í öllum stærðarflokk- um, allt frá klifurhjólum upp í fullvaxta Gold- wing-hlunka, verða kynntar en æ fleiri festa kaup á slíkum tækjum til að hafa í bílskúrnum. Trialsstjarn- an Steve Colley sýnir kúnstir sínar og jafnvægisæf- ingar á trialshjólinu sínu fyrir utan JHM, en lögð hefur verið lítil trialsbraut fyrir kappann. Þarna verður því boðið upp á klifur, stökk, reykspólskeppni á „pittbike“, trialsklúbburinn Palli mætir á svæðið og margt fleira. Hefst dagskráin klukkan 18:30 og stendur til 20:30. Menn geta lagt bílum sínum á plan- inu við JHM Sport meðan pláss leyfir en eftir það er mönnum bent á að nóg er af bílastæðum í kring. Boð- ið verður upp á léttar veitingar. Trialsstjarnan Steve Colley sýnir listir sínar í kvöld. Klifurhjólasýning á Stórhöfða CITROËN er að setja nýjan bíl á markað í Kína sem byggður er á C4, sem selst hefur í yfir 280.000 eintökum um allan heim frá því hann kom á markað í fyrra. Í Kína heitir billinn C-Triomphe. Þetta er nútímalegur bíll með öllum þeim eiginleikum sem ein- kenna C4 en er blanda af stallbak og hlaðbak að aftan. C- Triomphe er framleiddur í Wuhan á grunni C4 en er með lengra hjólhaf. Hann var frumkynntur í Kína 18. febrúar sl. en kemur ámarkað á öðrum árshluta 2006. Með markaðssetningu C- Triomphe er Citroën að tryggja enn frekar stöðu sína á kínversk- um bílamarkaði, sem er einn sá álitlegasti í heimi um þessar mundir. Á síðustu 14 árum hefur Citroën selt 600.000 bíla í Kína. Citroën naut sérstakrar velgengni í Kína á síðasta ári þegar söluaukningin varð 34%. Alls seldust á árinu 100.000 bílar. C-Triomphe fyrir Kína  BMW í Bandaríkjunum framleiddi í vikunni 1.000.000. BMW-inn, aðeins 12 árum eftir að verksmiðja BMW Manu- facturing Co. var reist í Spartanburg í Suður-Karólínu. Það fylgir jafnframt sögunni, að hann hafi verið af gerðinni Z4 M Roadster, sem er einn hrað- skreiðasti blæjubíllinn frá BMW, eins og sjá má á því, að hann fer 0–100 km/ klst. á einungis 4,9 sekúndum. Sem sá milljónasti í röðinni, hefur bíllinn sögu- legt gildi fyrir BMW og hefur honum því verið fundinn staður í BMW safninu Zentrum Museum í Spartanburg. Í ár eru enn fremur 10 ár liðin frá því BMW endurvakti blæjuhefðina í flokki úrvals- bíla með Z3 blæjubílnum. Z4, næsta kynslóð Z línunnar, leit dagsins ljós ár- ið 2002 og naut ekki síðri vinsælda en forverinn. BMW Z4 Roadster. Meira en milljón BMW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.