Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 B 9
bílar
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
FJAÐRIR OG GORMAR
Í FLESTAR GERÐIR
JEPPA
Japan/U.S.A.
ÞAÐ kemst enginn Íslendingur með
tærnar þar sem Þórður Tómasson fisk-
verkandi hefur hælana þegar kraftmikl-
ir bílar eru annars vegar. Í þessu tilviki
má segja að um það bil ein kvartmíla sé
á milli hæla hans og tánna á hinum.
Þórður hefur síðastliðin ár keypt til
landsins þrjú öflug keppnistæki fyrir
kvartmílukeppni. Núna hefur hann far-
ið alla leið og látið smíða fyrir sig í
Bandaríkjunum þetta ógnvænlega
keppnistæki sem hér sést á myndum.
Yfirbygging tækisins er úr plasti og ber
svip af Pontiac TransAm, en lengra
nær samlíkingin við TransAm bíla ekki.
Vélin er 8,6 lítra Hemi, sem skilar 3.800
hestöflum og brennir alkóhóli. Til þess
að mega stýra tækinu í kvartmílu-
keppni þarf Þórður að fara í ökuskóla
og bera skírteini upp á vasann.
Ætlar að reyna að slá
Evrópumetið í kvartmílu
Þórður ætlar að prófa tækið á næst-
unni í Bandaríkjunum, en ætlar svo að
flytja bílinn til Evrópu og keppa í Sví-
þjóð eða Englandi í sumar. Evrópumet-
ið í kvartmílu fyrir „Top Alcohol Funny
Car-flokknum“, eins og þessi bíll telst
tilheyra, er 5,66 sekúndur á 422 km
endahraða á klst. og ætlar Þórður að
reyna að slá það. Hann spáir því að nýi
bíllinn muni ná rúmlega 430 kílómetra
endahraða, sem eitt og sér er ofsahraði,
en þegar sú staðreynd er tekin með í
reikninginn að bíllinn fer aðeins rúma
402 metra (kvartmíla) til að ná þessum
hraða, þá skilur maður betur þá ógn-
arkrafta sem leysast úr læðingi þegar
Þórður „stígur alkóhólið í botn“.
Kvartmílubrautin í Kapelluhrauni er
of stutt og mjó til að hægt sé að taka
eina alvöru bunu á tækinu hér heima,
en Þórður útilokar samt ekki að hann
komi með bílinn hingað síðar og fari
smá sýningarferð. Það er því tilvalið
fyrir áhugasama að fylgjast vel með
komandi keppnistímabili í kvartmílu,
því auk ofurtækisins sem hér er um
rætt hafa fleiri öflug keppnistæki verið
flutt til landsins í vetur. Keppnisdagar
kvartmílunnar í sumar verða 20. maí,
10. og 21. júní, 8. og 22. júlí og 13. og
26. ágúst. Þórður kveðst kæra sig koll-
óttann um skoðanir þeirra sem telja
hann ekki vera alveg í lagi. „Ég safna
bílum en aðrir safna hinu og þessu. Ef
maður getur þetta því þá ekki að leyfa
sér það.“
Þórður stefnir að keppni og afrekum á nýja ofurbílnum.
Viltu koma í stórfiskaleik?
Vélin er engin smásmíði þegar hún er komin í grindina. Skrápnum lyft þannig að innyflin blasa við í Stórfiskinum.
Furðufiskurinn hans Þórðar er oftenntur en vissulega ógnvænlegur.