Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.03.2006, Qupperneq 20
20 | 19.3.2006 Andri Snær Helgason er 13 ára að verða 14, í 8. bekk Foldaskóla, oghefur leikið í sinni fyrstu kvikmynd, sem gert er ráð fyrir að verðisýnd innan tíðar. Hann leikur hlutverk í Stelpunum á Stöð 2, í þátt- um sem nú er verið að sýna, og svo hefur hann leikið í auglýsingum. „Þegar ég var tíu ára lék ég í appelsínauglýsingu,“ nefnir hann sem dæmi. „Í kvikmynd- inni leik ég einmana strák sem á enga vini, nema einn fullorðinn mann. Það var mjög gaman, en samt svolítið skrýtið.“ Andri Snær segir það hafa verið frekar „augljóst“ að setja sig inn í hlutverkið, því systir hans, Nína Dögg Fil- ippusdóttir, leikur í myndinni. „Hún lék mömmu mína og hjálpaði mér, því hún þekkir mig svo vel, og því var þetta einhvern veginn svo auðvelt.“ Í Stelpunum hefur hann leik- ið í einum sjö atriðum, „alls konar hlutverk“, segir hann. „Það er gaman að leika og fá að vera með öllu þessu fólki.“ Andri Snær segir leiklistina „mjög skemmtilega“ og gæti alveg hugsað sér að leika meira í framtíðinni. Uppáhalds- leikararnir eru að sjálfsögðu Nína Dögg og Gísli Örn, mað- ur hennar, og „svo eru mjög margir fyndnir“. En leiklistargyðjan er ekki það eina sem heillar. „Ég hef líka áhuga á fótbolta og tónlist og útivist og ferðalög- um og alls konar. Ég er búinn að æfa fótbolta í sjö ár, æfi með Fjölni í Graf- arvogi og er nú í 4. flokki eldri. Ég spila oftast hægri eða vinstri kant, en stundum fer ég fram,“ segir hann. Uppáhaldsliðin eru Chelsea, Fylkir og Fjölnir „og ÍBV er svolítið skemmtilegt líka“. „Ég var að fá Sýn og horfi því mikið á fótbolta í sjónvarpinu og bíð mjög spenntur eftir heimsmeistara- keppninni,“ segir hann líka aðspurður. Andri Snær hefur lært á píanó frá því að hann var níu ára, er nú í „smá pásu“, en byrjar líklega aftur, að eigin sögn. „Í framtíðinni langar mig til þess að verða fótboltamaður. Eða leikari. Ég er ekki alveg viss.“ | helga@mbl.is Það er gaman að leika og fá að vera með öllu þessu fólki Hjólið er ein elsta og mikilvægastauppfinning mannsins og taliðvera upprunnið í Mesópótamíu hinni fornu á fimmtu öld fyrir Krist. Fyrsta hlutverk þess var að knýja renni- bekk leirkerasmiðsins og samkvæmt heimildum kom hjólið fram á sjón- arsviðið á næstum því sama tíma í Mesópótamíu og Evrópu og barst til Indlands á tímum menningarsamfélags Indus-dalsins á þriðju öld fyrir Krist. Vitað er að hjólið var að minnsta kosti komið til sögunnar í Kína árið 1200 fyrir Krist, þegar Kínverjar tóku tvíhjóla stríðs- vagninn í notkun, en sumir sagnfræðingar halda því fram að það hafi verið til þegar á annarri öld f. Kr. Hjólið varð ekki bara mik- ilvæg samgöngubót heldur undirstaða tækniþróunar og af því eru sprottin þýðing- armikil tæki á borð við vatnshjólið, tann- hjólið, spunahjólið og stjörnuhjólið, forvera sextantsins. Nútíma afkomendur hjólsins eru til dæmis skrúfan, þrýstiloftshreyfillinn, snúðvísirinn og túrbínan. Mikilvægi hjólsins í menningarsamfélögum í árdaga leiddi til þess að það varð jafnframt öflug menning- arleg og trúarleg myndlíking fyrir hringrás eða reglubundnar endurtekningar, sem aust- ræn heimspeki gengur mikið út á. Árið 2001 skráði ástralskur lögfræðingur, John Keogh, einkaleyfi á hjólinu með skilgreiningunni „hringlaga flutningshjálparbúnaður“ í þeim tilgangi að sýna fram á ósanngirni og óná- kvæmni nútíma einkaleyfisskráningar. Undirstaða tækniþróunar M or gu nb la ði ð/ G ol li SAGA HLUTANNA | HJÓLIÐ Hjól lífsins, samkvæmt tíbeskum búddisma. LOFAR GÓÐU A N D R I S N Æ R H E L G A S O N L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.