Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 23

Morgunblaðið - 19.03.2006, Page 23
19.3.2006 | 23 Fyrir fáeinum árum var haldin kvikmyndahátíð í Reykja-vík. Meðal mynda þar var umtöluð heimildarmyndum líf og starf klámmyndaleikkonu sem vildi hefja sig upp yfir metnaðarleysi starfs síns og freista þess að setja heimsmet í linnulausum samförum. Annabelle Chong, eins og hún hét, ætlaði að freista þess að leggja 300 menn í síbylju en varð að snúa frá af heilsufarsástæðum eftir mann númer 251. Austurbæjarbíó var þéttsetið þetta síðdegi og ég man að áhorfendur voru almennt ungt fólk u.þ.b. 16–18 ára. Þegar átakanlegt líf Annabelle hafði gengið í um það bil þriðjung kom til sögunnar þekktur klámmyndaleikari af karlkyni og þegar andlit hans birtist á tjaldinu án kynningar í fyrstu brut- ust út innileg fagnaðarlæti í salnum, fólk klappaði og æpti upp yfir sig. Sem snöggvast vakti það undrun mína að þetta unga fólk skyldi vera svo vel heima í veröld klámmyndanna að þau þekktu í sjónhending andlit frægustu stjarnanna en svo rann það upp fyrir mér að ég var staddur í bíói með klám- kynslóðinni. Sagt er að á sjötta áratugnum hafi markaðsöfl í samvinnu við fjölmiðla fundið upp unglinginn og rokkararnir hafi verið fyrsta unga kynslóðin sem fann til samkenndar gegnum mjög út- breidda neyslu á sömu tónlist og tísku. Svo kom bítlakynslóðin, þá hipparnir, diskókynslóðin, pönkararnir og „eitís kynslóðin“ eða X-kynslóðin eins og mér skilst að hún sé stundum kölluð. Svo var það krúttkynslóðin og nú skilst mér að yngstu vaxtarsprotarnir séu klámkynslóðin. Hún verður þá væntanlega fyrsta kynslóðin sem skilgreinir sig sem hóp með athöfnum frekar en neyslu. Eins og sést af upptalningunni hér á undan hefur það oftast verið tónlist og tíska samofin sem hefur sett hinn sameiginlega stimpil á heilar kynslóðir. Eitt árið eru allir í Millet dúnúlpum með sítt að aft- an að hlusta á Duran Duran en hitt árið með lopahúfu í not- uðum fötum og dreyminn svip yfir nýrri plötu með Sigur Rós. Það eru fjölmiðlar sérstaklega ljósvakafjölmiðlar sem gerðu þetta mögulegt. Í upphafi 20. aldar var sagt að allar ungar stúlkur á Íslandi hefðu sofið með ljóðabókina Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson undir koddanum. En þær urðu ekki að Svörtufjaðrakynslóðinni því hver og ein taldi sig einstakling sem vissi ekki af hinum. Útvarpið og sjónvarpið rufu einangrun okkar og gerðu okkur að einsleitum hópum sem flokkast eftir aldri, stöðu, búsetu og innkaupum en framleiðendur og sölumenn með góðri hjálp fjölmiðla kenndu okkur að skilgreina okkur gegn- um neyslu. Ég er svona Cocoa Puffs týpa en þú ert meira svona músl. Þau eru svona fólk sem á húsbíl en hún fer samt aldrei í Kringluna og þau eiga þrjá stóla eftir Arne Jacobsen. Kannski er fólk sem vill láta skilgreina sig út frá því sem það gerir frekar en því sem það kaupir að brjótast til einshvers konar sjálfstæðis undan oki hópsálar neyslusamfélagsins. Maður spyr sig. Ég veit ekkert um klámkynslóðina því ég hitti hana aldrei. Ég sé þessu safnheiti stundum flaggað í blöðunum þegar heill bekkur í MR lætur taka af sér nektarmyndir eða þegar stúlka fær fullnægingu í beinni útsendingu í útvarpinu. Við vitum ekkert hvaða spor þessi kynslóð á eftir að marka í samfélagið. Kannski breytir hún samlífsmynstri heillar þjóð- ar, afnemur hjónabandið, lætur sjúkrasamlagið greiða sleipi- efni og titrara handa öllum og Þjóðleikhúsið setja upp Debbie does Dallas. En kannski verða þau bara eins og við hin. | lysandi@inter- net.is Kynslóð skilgreinir sig Pistill Páll Ásgeir Ásgeirsson Framleiðendur og sölumenn með góðri hjálp fjölmiðla kenndu okkur að skilgreina okkur gegnum neyslu. SMÁMUNIR… Ljómandi sumarstúlkur Í ys og þys stórborganna er eins og Yves Saint Laurent konan beinlínis baði sig í geislum sólarinnar. Svo herma að minnsta kosti fregnir frá samnefndu tískuhúsi, sem sett hefur á mark- aðinn nýjustu vor- og sumarförðunarvörurnar. Áherslan er á náttúrulegt, en þó forvitnilegt og fágað útlit, frelsi og léttleika. Allt er þetta í fyllsta samræmi við sumarfatatískuna; víð pils, þunnar blússur, djarfa liti og – brjálað aðdráttarafl eins og það er orðað í kynningarefni. Listrænn ráðgjafi YSL er sagður hafa sótt innblástur sinn til Provence : himnesks heims hlýrra og geislandi lita, þar sem andstæðir litir tóna vel saman. Kinnaliturinn, varaglossið og augnskuggarnir á myndinni eru aðeins brot af litadýrðinni, sem sólskinsstúlkur geta valið úr í viðleitni til að ljóma í sólinni í sumar. Áhrif nýja tískuilmsins frá Escada er líkt við brimgusu á húðina, endalaus- an bláma og orku Kyrrahafsins og mildan og hrífandi keim af framandi ávöxtum. Stærsta strandveisla ársins árið 2006 segja framleiðendur. Ef rétt reynist þarf ekki að fara langt yfir skammt því umræddur ilmur fæst nú í helstu snyrtivöruverslunum í 30 og 50 ml ilmúðaglösum, rakagefandi húðmjólk og bað- og sturtugeli. Eins og vera ber dregur ilmglasið dám af öllum litum hafsins þar sem aðaltón- arnir eru bleikir og blágrænir. Allir litir hafsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.