Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Skólastjóri
óskast við Grunnskóla Snæfellsbæjar
Grunnskóli Snæfellsbæjar er nýlega sameinað-
ur skóli með um 250 nemendur og 60 starfs-
menn. Skólinn er aldursskiptur og eru starfs-
stöðvar þrjár. Á Hellissandi er 1.-4. bekkur, í
Ólafsvík er 5.-10. bekkur og í Lýsuhólsskóla,
sem er samkennsluskóli, er 1.-10. bekkur.
Hér er um að ræða skólastarf í mótun og því
einstaklega spennandi tækifæri fyrir kraftmik-
inn og metnaðarfullan einstakling.
Hæfniskröfur eru:
Kennaramenntun.
Hæfni og reynsla af stjórnunarstörfum
- framhaldsmenntun í stjórnun æski-
leg.
Færni í mannlegum samskiptum,
metnaður, frumkvæði og skipulags-
hæfni.
Skólinn er virkur þátttakandi í Olweusverkefn-
inu gegn einelti og býður upp á Davis-nám-
stækni og -leiðréttingar. Einnig tekur skólinn
þátt í tveimur Comeniusarverkefnum með sam-
starfsskólum í Evrópu. Deild skólans í Lýsu-
hólsskóla tekur þátt í III. hluta Grænfána-verk-
efnisins og hampar auk þess farsælu þróunar-
starfi í umhverfismennt og nýsköpun.
Einkunnarorð og sýn skólans eru:
Virðing - Viska - Víðsýni
Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju H. Jakobs-
dóttur, formanni skólanefndar, í símum 435
6769 og 866 6993.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif-
lega grein fyrir menntun sinni og öðru því sem
þeir óska eftir að taka fram.
Umsóknarfrestur rennur út 7. maí 2006. Skrif-
legum umsóknum ber að skila til Guðnýjar H.
Jakobsdóttur, formanns skólanefndar, Syðri-
Knarrartungu, 356 Snæfellsbæ
Snæfellsbær býður upp á góða þjónustu við íbúana, m.a. 2 leikskólar,
skóladagvistun og tónlistarskóli. Útivist og íþróttir er hægt að stunda
hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hesta-
mennska og sund, einnig er líkamsræktarstöð á staðnum. Glæsilegt
íþróttahús er í Ólafsvík. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi
þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á
alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi.
Í Snæfellsbæ býr gott fólk sem alltaf er tilbúið að bjóða nýja Snæ-
fellsbæinga velkomna.
Sjúkraliðar, félagsliðar
og umönnunarstörf
Á fallegum stað í Grafarvogi er Eir hjúkrunar-
heimili sem rekur fjölbreytta þjónustu við
aldraða. Þar eru 8 hjúkrunardeildir, dagdeild,
skammtímadvöl, sjúkraþjálfun, dægradvöl og
einnig heimahjúkrun og þjónusta við íbúa í
Eirarhúsum þar sem eru 37 öryggisíbúðir.
Fastar stöður
Lausar eru stöður sjúkraliða, félagsliða og
starfsmanna í ummönnunarstörf á hinum
ýmsu deildum hjúkrunarheimilisins. Starfshlut-
fall er samkomulag.
Sumarvinnna
Núna er tíminn til að sækja um sumarvinnu.
Um er að ræða vinnu í umönnun. Að vinna
með öldruðum er einstök lífsreynsla sem við-
komandi býr að alla tíð.
Upplýsingar veita:
Hjúkrunarforstjóri, Birna Kr. Svavarsdóttir, eða
hjúkrunarfræðslustjóri, Jóna H. Magnúsdóttir,
í síma 522 5700.
Umsóknir er einnig hægt að senda á
fraedsla@eir.is.
Sími 522 5700.
www.eir.is