Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Protocol assistant Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2006. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http//iceland.usembassy.gov. Sérfræðilæknir Starf sérfræðilæknis við háls-, nef- og eyrnadeild á skurð- lækningasviði er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 70% og veitist starfið frá 1. júni 2006. Umsækjendur skulu hafa sér- fræðiviðurkenningu í háls-, nef- og eyrnalækningum. Starfs- vettvangur innan LSH verður einkum í Fossvogi en einnig á Hringbraut. Starfið tekur til allra þátta sérgreinarinnar en sér- staklega til skurðaðgerða á mið- og innraeyra. Því er nauð- synlegt að umsækjandi hafi víðtæka þekkingu í faginu og góða reynslu af háls-, nef- og eyrnalækningum á háskóla- spítala á síðastliðnum árum. Að auki er æskilegt að umsækj- andi hafi reynslu og þjálfun í skurðaðgerðum á mið- og innraeyra. Starfinu fylgir gæsluvaktabyrði. Sérfræðilæknirinn tekur þátt í kennslu og vísindavinnu á deildinni og er því æskilegt að hann hafi reynslu á því sviði. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum, fylgi vottfestar upp- lýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af grein- um sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Umsóknargögn berist í tvíriti, fyrir 30. apríl 2006, til yfir- læknis háls-, nef- og eyrnadeildar, B-3 Fossvogi og veitir hann upplýsingar í síma 543 7383, netfang hpet@landspit- ali.is. Mat stöðunefnda byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Sérfræðilæknir Sérfræðilæknir í æðaskurðlækningum óskast á skurðlækn- ingasvið. Starfshlutfall er 80% og veitist starfið frá 1. ágúst 2006. Umsækjendur skulu hafa sérfræðiviðurkenningu í æðaskurðlækningum. Starfsvettvangur verður í Fossvogi. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi víðtæka þekkingu og reynslu í opinni æðakírurgíu. Einnig þarf umsækjandi að hafa góða reynslu af endoluminal meðferð æðasjúkdóma á há- skólaspítala á síðastliðnum árum. Starfinu fylgir umtalsverð vaktabyrði. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentum eða ljósritum af greinum og öðru prentuðu máli, sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat stöðunefnda byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðn- ingu einnig á þeim. Umsóknargögn berist í tvíriti, fyrir 15. apríl 2006, til Björns Zoega sviðsstjóra, E-4 Fossvogi, netfang bjornz@landspit- ali.is. Upplýsingar veitir Helgi H. Sigurðsson, yfirlæknir, í síma 543 1000, netfang helgihs@landspitali.is. Mat stöðunefnda byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu einnig á þeim. Yfirlæknir Starf yfirlæknis kvensjúkdómadeildar á kvennasviði er laust til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og veitist það frá 1. ágúst 2006. Umsækjendur skulu hafa lækningaleyfi og sérfræðiviðurkenningu í fæðinga- og kvensjúkdómalækning- um á Íslandi. Yfirlæknir sérgreinar er yfirmaður deildar og ber ábyrgð gagnvart sviðsstjóra og framkvæmdastjóra lækn- inga. Stjórnunarreynsla er mikilvægt skilyrði. Honum ber að hlúa að kennslu og vísindavinnu á deildinni. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu á því sviði og akademískt hæfi er æskilegt. Meðal verkefna yfirlæknis er fagleg stjórn og umsjón með skipulagi og uppbyggingu kvensjúkdómalækn- inga á sviðinu, bæði á legudeild, móttökudeild og í göngu- deildarvinnu, samskipti og skipulagning á skurðstofu kvenna, umsjón með vinnuskipulagi lækna, framkvæmd framhalds- og símenntunar innan kvensjúkdómalækninga, gerð klínískra leiðbeininga og önnur svipuð fagleg forystu- störf. Kvensjúkdómadeild kvennasviðs veitir fjölþætta þjón- ustu sem tekur til almennra og sérhæfðra kvensjúkdóma. Fyrirsjáanleg er uppbygging alhliða göngudeildarþjónustu með áherslu á undirgreinar kvenlækninga og frekari tækja- væðing vegna skurðaðgerða. Rafræn skráning m.t.t. DRG- kerfis er í framþróun. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörf- um, ásamt ljósriti af birtum greinum og útdráttum sem um- sækjandi hefur ritað eða átt þátt í. Umsóknargögn berist í tvíriti, fyrir 15. apríl 2006, til fram- kvæmdastjóra lækninga, Eiríksgötu 5, netfang jgunn- ars@landspitali.is og veitir hann upplýsingar ásamt sviðs- stjóra kvennasviðs, Reyni Tómasi Geirssyni, sími 543 3325, netfang reynirg@landspitali.is. Mat stöðunefnda byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Skurðhjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á skurðdeild E-5 í Fossvogi. Unnið er á dag- vöktum frá 7:30-15:30 virka daga en bundnum vökt- um/gæsluvöktum á kvöldin og um helgar. Á skurðdeildinni er stunduð einstaklingshæfð hjúkrun og góð aðlögun er í boði. Sérnám í skurðhjúkrun hefst við HÍ haustið 2006. Á deildinni starfar samheldinn hópur hjúkrunarfræðinga og er unnið í teymisvinnu á þeim sérsviðum skurðaðgerða sem þar eru framkvæmdar, þ.e. bæklunarskurðlækningar, heila- og taugaskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnaskurðlækning- ar, lýta- og æðaskurðlækningar. Umsóknir skulu berast fyrir 10. apríl nk. til Steinunnar Her- mannsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra E-5 Fossvogi og veitir hún upplýsingar í síma 824 5660, netfang steinher@land- spitali.is. Skurðhjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á augnskurðstofum við Hringbraut. Starfs- hlutfall samkomulag. Unnið er á dagvöktum frá 7:30-15:30 virka daga en gæsluvöktum á kvöldin og um helgar. Á skurðstofunum eru gerðar allar helstu augnaðgerðir á börn- um og fullorðnum. Á augnskurðstofum er stunduð einstak- lingshæfð hjúkrun og góð aðlögun er í boði. Leitað er eftir hjúkrunarfræðingum með viðbótarnám í skurðhjúkrun. Umsóknir skulu berast fyrir 10. apríl nk. til Svanhildar Jóns- dóttur aðgerðarstjóra og veitir hún upplýsingar í síma 543 7200, netfang svanhjon@landspitali.is. Sjúkraliðar óskast á klíníska lífefnafræðideild. Starfshlutfall samkomulag. Stöðurnar eru tvær og ná þær til blóðtökuþjónustu klínískrar lífefnafræðideildar á LSH og heilsugæslustöðvum. Starfs- mennirnir vinna undir stjórn deildarlífeindafræðings sem skipuleggur og stýrir starfseminni í samvinnu við yfirlífeinda- fræðing og sérfræðilækna. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af blóðsýnatökum. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknir berist fyrir 10. apríl nk. til Unu Guðnadóttur, yfirlíf- eindafræðings, klínískri lífefnafræðideild E-1 Fossvogi og veitir hún upplýs. í síma 543 5602, netfang unagud@land- spitali.is. Hjúkrunarfræðingar Tvær stöður hjúkrunarfræðinga á speglunardeild LSH eru lausar til umsóknar. Starfshlutföll eru 80-100% eða eftir sam- komulagi. Dagvinna ásamt bakvöktum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felst í hjúkrun og aðhlynningu sjúklinga ásamt aðstoð við aðgerðir framkvæmdar í gegnum speglun- artæki svo og umsjón með tækjum. Framundan er upp- bygging sameiginlegra speglunardeildar LSH sem veitir áhugasömum hjúkrunarfræðingum tækifæri til að taka þátt í þróun hjúkrunar og uppbyggingu gæðamála á hátækni speglunardeild. Einstaklingsaðlögun fer fram undir stjórn reynds speglunarhjúkrunarfræðings. Umsóknir berist fyrir 10. apríl nk. til Herdísar Ástráðsdóttur, deildarstjóra 11D við Hringbraut, sími 543 6030, netfang herdisa@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Her- dísi Herbertsdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, sími 543 6430, netfang herdish@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarfræðings á göngudeild húð- og kynsjúk- dóma í Þverholti og á húðlækningadeild í Kópavogi er laus til umsóknar. Starfshlutfall er 80%. Starfið felst aðallega í móttöku og meðferð sjúklinga með húð- og kynsjúkdóma á göngudeild. Deildin er opin frá kl. 7:30 til ýmist 16:00 eða 17:00, virka daga. Göngudeildin er rekin samhliða 5 daga legudeild húðlækninga í Kópavogi, þannig að viðkomandi hjúkrunarfræðingur vinnur þar u.þ.b. fjórar næturvaktir virka daga í mánuði, a.m.k. til þess að byrja með. Umsóknir berist fyrir 10. apríl nk. til Emmu B. Magnúsdóttur deildarstjóra og veitir hún upplýsingar í síma 825 5029, net- fang emmabm@landspitali.is. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verð- ur svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali há- skólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Laun ofangreindra starfa eru skv. kjarasamningi sjúkrahúslækna og er starfið bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjara- samnings við sjúkrahúslækna dags. 2. maí 2002. Hægt er að nálgast um- sókn um lækningaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu LSH. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur ver- ið tekin. Landspítali háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Utanríkisráðuneytið Ungliðastöður á vegum Sameinuðu þjóðanna á Barbados, Indlandi og Kenía Á vegum Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) er starf- rækt svokallað ungliðaverkefni (Junior Profess- ional Officer Programme) þar sem ungu fólki er gefið tækifæri á að starfa á vegum samtak- anna. Í ár mun utanríkisráðuneytið fjármagna þrjár slíkar ungliðastöður: tvær á vegum Barna- hjálpar S.þ. (UNICEF) og eina á vegum Þróun- arsjóðs S.þ. í þágu kvenna (UNIFEM). Ráðið verður til eins árs, með möguleika á framlengingu. Reiknað er með að ungliðar hefji störf haustið 2006. Ungliðar eru starfsmenn S.þ. og fara launakjör eftir reglum samtak- anna. UNIFEM - Verkefnafulltrúi, Barbados Um er að ræða starf hjá svæðisskrifstofu UNIFEM í Karabíska hafinu. Í starfinu felst m.a. undirbúningur, framkvæmd og mat á þróunar- verkefnum, fjármögnun verkefna og samráð og samvinna við stjórnvöld og félagasamtök. Krafist er meistaraprófs, eða sambærilegs, í félagsvísindum, eða öðru fagi sem tengist starfsemi UNIFEM. Æskilegt er að í námi hafi verið lögð áhersla á þróunarmál og málefni kvenna. Frönskukunnátta, sem og starfsreynsla á þessu sviði, er kostur. UNICEF - Verkefnafulltrúi, Kenía Ungliðinn starfar m.a. við undirbúning, fram- kvæmd og mat á þróunarverkefnum, gagna- vinnslu og greiningu og gerð kynningarefnis. Starfið fer fram í Næróbí og í héruðum lands- ins. Krafist er háskólaprófs í félagsvísindum, eða í fagi sem nýtist í starfi sem þessu. Þá er góð tölvukunnátta og greiningarhæfileikar nauðsyn- legir. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. UNICEF - Upplýsingafulltrúi, Nýja-Delí Ungliðinn tekur m.a. þátt í gerð kynningarefnis og kynningu á starfsemi UNICEF á Indlandi, þróar tengsl við stjórnvöld, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila og er í samskiptum við fjölmiðla. Krafist er háskólaprófs í félagsvísindum, eða í fagi sem nýtist í starfi sem þessu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af gerð kynningar- efnis og almannatengslum. Almennar hæfniskröfur  Umsækjendur skulu vera undir 34 ára aldri.  Mjög góð enskukunnátta er skilyrði og kunn- átta í einu öðru opinberu tungumáli S.þ. er kostur.  Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, að- lögunarhæfni og hæfni í mannlegum sam- skiptum eru nauðsynleg.  Almenn þekking og áhugi á starfsemi Sam- einuðu þjóðanna er nauðsynleg. Umsóknir og ferilskrá á ensku skulu sendast utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 12. apríl nk. Taka skal fram hvaða stöðu sótt er um, en heimilt er að sækja um þær allar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar fást hjá Önnu Hjartardóttur og Hermanni Ingólfssyni hjá utanríkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.