Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Verkefnastjóri Kerfisþjónustu Íkon óskar eftir kerfistjóra í fullt starf sem fyrst eða í síðasta lagi 2. maí 2006. Starfssvið: Starf kerfisstjóra er bæði fjölbreytt og krefjandi á sviði upplýsingatækni. Starfið felst í kerfis- stjórn og notendaaðstoð við viðskiptavini Íkon ásamt þátttöku í frekari uppbyggingu og þróun kerfisþjónustu og vefhýsingar. Vinsamlegast lesið nánar um starfið á vefsvæði okkar: www.ikon.is Við erum að opna annað vöruhús og því óskum við eftir starfsmönnum í almenn lagerstörf í mjög fullkomnum vöruhúsum í Skútuvogi og Draghálsi þar sem mikið er lagt í aðbúnað starfsmanna. Unnið er á vöktum sem skiptast þannig: Vika 1: mán.-fim. 7-14 og föstudag 7-19. Vika 2: mán.-fim. 14-24 og frí á föstudegi. Við óskum eftir starfsfólki á aldrinum 20-45 ára. Reynsla af lagerstörfum og lyftarapróf er mikill kostur. Nánari upplýsingar gefur Pétur Kr. Þorgrímsson í síma 580 6600 eða petur@danol.is sem jafnframt tekur við umsóknum. Umsóknarfrestur er til 31. mars. Danól er fram- sækið fyrirtæki, leiðandi í inn- flutningi, mark- aðssetningu og dreifingu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og veitingahús. Danól er til húsa við Skútuvog 3, þar sem 4.500 palla vörulager okkar er stað- settur. Orkuveita Reykjavíkur framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköp- unar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskyldu- ábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 31 96 2 03 /2 00 6 Dreifing er eitt grunnsviða Orkuveitunnar og annast uppbyggingu, þróun og rekstur dreifikerfisins. Meðal starfssemi sviðsins er fjárhagsáætlanagerð, gang- setning verkefna og mótun stefnu í átt að hagkvæmari og betri rekstri, auk þjónustu við viðskiptavini. Byggingaverkfræðingur / byggingatæknifræðingur Starfs- og ábyrgðarsvið: • Gerð kostnaðar - og framkvæmdaáætlana • Hagkvæmnirannsóknir og bestun kerfa • Forsendugerð og gangsetning verkefna • Eigendahlutverk í verkefnum sviðsins Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í byggingaverkfræði eða -tæknifræði • Menntun á umhverfissviði og/eða reynsla af fráveitumálum er æskileg • Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum • Frumkvæði, metnaður og áhugi í starfi • Góð tölvukunnátta Rafmagnsverkfræðingur / rafmagnstæknifræðingur Starfs- og ábyrgðarsvið: • Gerð kostnaðar - og framkvæmdaáætlana • Umsjón með þróun, skipulagningu og rekstri aðveitukerfisins • Innleiðing viðhaldskerfis fyrir aðveitukerfið • Eigendahlutverk í verkefnum sviðsins Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í rafmagnsverkfræði eða -tæknifræði. • Æskileg er sérþekking eða menntun á sterkstraums- eða orkusviði • Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum • Frumkvæði, metnaður og áhugi í starfi • Góð tölvukunnátta Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Helga Jónsdóttir (helga@img.is) og Sigrún Ýr Árnadóttir (sigrun@img.is) hjá Mannafli-Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að leggja inn umsókn á heimasíðu Mannafls- Liðsauka: www.mannafl.is og sendið jafnframt ferilskrá. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað. Byggingaverkfræðing eða -tæknifræðing og Rafmagnsverkfræðing eða -tæknifræðing Svið Dreifingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða: Kaplahrauni 14-16 Járniðnaðar- menn Óskum eftir að ráða nú þegar vana járniðnaðarmenn með eftirfarandi rétt- indi. Við erum að leita að mönnum sem geta unnið sjálfstætt, sem og í stærri hópum. Plötusmiðir Stálskipasmiðir Vélvirkji Rafsuðumenn Einnig óskum við eftir að ráða aðstoðarmenn sem hefðu áhuga á að komast á samn- ing hjá okkur. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar í Kaplahrauni 17. Upplýsingar veita Eiríkur, í síma 660 9660, og Guðmundur, síma 660 9670, á milli kl. 9.00 og 17.00 virka daga. Vélsmiðja Orms og Víglundar var stofnuð árið 1973. Hún hefur sérhæft sig í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað og virkjanir. Fyrirtækið er einnig í viðhaldi og þjónustu á skipum og bátum þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð. Grunneiningar þess eru plötuverkstæði, renni- verkstæði, trésmíðaverkstæði, slippur og flotkvíar. Jarðýtumaður Klæðning ehf. óskar að ráða vanan jarðýtu- mann til framtíðarstarfa. Um er að ræða nýja CAT D6N jarðýtu með GPS stýringu. Klæðning ehf. er verktakafyrirtæki sem sérhæf- ir sig í jarðvinnu. Fyrirtækið leggur metnað í öryggismál og góðan aðbúnað starfsmanna sinna. Hjá Klæðn- ingu ehf. starfa nú 60 manns. Upplýsingar um starfið veitir Sigþór Ari í síma 664 5075. Starfsmaður óskast á þjónustuborð Kringlunnar Kringlan er verslunar- og þjónustumiðstöð sem verið hefur leiðandi verslunarstaður á Íslandi í nær tvo áratugi. Í Kringlunni er að finna yfir 150 verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og nemur heimsóknafjöldi 5,5 milljónum heimsókna árlega. Rekstrarfélag Kringlunnar sinnir daglegum rekstri verslunarmiðstöðvarinnar svo sem viðhaldi, öryggisgæslu, ræstingum, rekstri þjónustuborðs, rekstri Ævintýralands, viðburðastjórnun og sameiginlegri markaðssetningu Kringlunnar. Hjá Rekstrarfélagi Kringlunnar starfa uþb. 30 manns auk verktaka í öryggisgæslu og ræstingum. Rekstrarfélag Kringlunnar óskar eftir starfsmanni á þjónustuborð. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími frá kl. 9.30–14.00 aðra vikuna (til kl. 15.30 á fimmtudögum) og kl. 14.00–19.00 hina vikuna (til kl. 21.30 á fimmtudögum). Unnið er annan hvern laugardag frá klukkan 9.30-18.00. Hæfniskröfur: Stúdentspróf eða sambærileg menntun Grunnþekking í Excel Enskukunnátta Þjónustulund Nánari upplýsingar gefur Hólmfríður Petersen, þjónustustjóri Kringlunnar í síma 820 3304 eða á netfanginu holmfridur@kringlan.is Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.