Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 B 23 Starf í eldhúsi Hyrnuna vantar starfsmann til starfa í eldhúsi til að sjá um matseld á rétti dagsins. Um er að ræða framtíðarstarf. Einnig vantar starfs- mann í sama starf í sumarafleysingar í sumar. Unnið er á vöktum en möguleiki á að semja um vinnutímann að eitthverju leyti. Nánari upplýsingar gefur Halla Hafbergsdóttir verslunarstjóri í síma 430 5550. Húsnæði óskast Traust fyrirtæki óskar eftir að taka á leigu 700-1200 fermetra vel útbúið lagerhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist til augl.deildar Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 3. apríl 2006 merkt: „N - 18341". Húsnæði óskast Þrír geislafræðingar frá Danmörku og Noregi óska eftir húsnæði til eins árs á svæði 101/108. Upplýsingar gefur Hansína Sigurgeirsd. deildarstjóri á myndgreiningarsviði Land- spítala - háskólasjúkrahúsi, sími 824 5475. Kennsla Forstöðumaður Starf forstöðumanns Hringsjár er laust til um- sóknar Í Hringsjá fer fram þriggja anna kennsla og sjálfsstyrking fullorðinna, sem vegna sjúk- dóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endur- meta og styrkja stöðu sína. 45 nemendur stunda nú fullt nám í Hringsjá og að auki sækja um 120 nemendur á ári styttri námskeið. Náms- og starfsendurhæfing Hringsjár er í stöðugri þróun. Um er að ræða fjölþætt starf sem krefst: háskólaprófs, færni og haldgóðrar reynslu á sviði endurhæfingar, kennslu og ráðgjafar brennandi áhuga á sókn og uppbyggingu starfseminnar frumkvæðis, skipulagshæfileika og sjálfstæð- is í vinnubrögðum lipurðar í mannlegum samskiptum, getu til að leiða og stýra hópstarfi, miðla og leiðbeina góðrar tölvukunnáttu góðrar kunnáttu í ensku og færni til að taka þátt í faglegu samstarfi innanlands sem utan Umóknir óskast sendar fyrir 7. apríl til stjórnar Hringsjár, Hátúni 10d 105 Reykjavík. Farið verð- ur með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nán- ari upplýsingar veitir Guðrún Hannesdóttir í síma 552-9380 eða 562-2840 Sveinspróf í byggingagreinum Sveinspróf í húsasmíði, húsgagnasmíði, mál- araiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun og dúklögn verða haldin í maí og júní 2006. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest. Með umsókn skal fylgja ljósrit af prófskírteini, námssamningi og yfirlit frá lífeyrissjóði. Nemendur sem eru að ljúka skólanámi á yfir- standandi önn geta skilað inn prófskírteini eftir að umsóknarfresti lýkur. Til að próf geti farið fram í viðkomandi iðngrein á tilteknum stað er miðað við að próftakar séu fimm eða fleiri í iðninni. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frami hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Sími 590 6430 og fax 590 6431. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Menntafélags byggingariðnaðar- ins www.mfb.is Study Medicine and Dentistry in Hungary 2006 For further details contact: Tel.:+ 36 209 430 492. Fax:+ 36 52 439 579 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Menntamálaráðuneyti Námsvist við alþjóðlegan menntaskóla Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við alþjóðlegan menntaskóla í Fjaler í Noregi. Skólinn er rekinn sameiginlega af Norðurlönd- unum í tengslum við Rauða krossinn. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur því með viður- kenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaureat Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nem- andi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um það bil 40.000 norskum krón- um á ári auk ferðakostnaðar. Nánari upplýsing- ar má finna á vef skólans: http//www.uwc.org. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2006-2007. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 12. apríl næstkomandi. Skóladeild ráðuneytis- ins veitir nánari upplýsingar í síma 545 9500. Umsóknareyðublöð eru á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Menntamálaráðuneyti, 24. mars 2006. menntamalaraduneyti.is Forstöðumaður Starf forstöðumanns Hringsjár er laust til umsóknar Í Hringsjá fer fram þriggja anna kennsla og sjálfstyrking fullorðinna, sem vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína. 45 nemendur stunda nú fullt nám í Hringsjá og að auki sækja um 120 nemendur á ári styttri námskeið. Náms- og starfsendurhæfing Hringsjár er í stöðugri þróun. Um er að ræða fjölþætt starf sem krefst:  háskólaprófs, færni og haldgóðrar reynslu á sviði endurhæfingar, kennslu og ráðgjafar  brennandi áhuga á sókn og uppbyggingu starfseminnar  frumkvæðis, skipulagshæfileika og sjálf- stæðis í vinnubrögðum  lipurðar í mannlegum samskiptum, getu til að leiða og stýra hópstarfi, miðla og leið- beina  góðrar tölvukunnáttu  góðrar kunnáttu í ensku og færni til að taka þátt í faglegu samstarfi innanlands sem utan Umóknir óskast sendar fyrir 7. apríl til stjórnar Hringsjár, Hátúni 10d, 105 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hannesdóttir í síma 552 9380 eða 562 2840. Bílstjóri óskast Mata óskar eftir að ráða skemmtilegan, röskan og þjónustulundaðan starfsmann í útkeyrslu á vörum í verslanir og til annarra viðskiptavina, auk þess að aðstoða við vörutiltektir og almenn lagerstörf þegar það á við. Áhugasamir sendi umsókn til Mötu ehf. á net- fangið eggert.g@mata.is. Raðauglýsingar 569 1100 Einbýlishús Bandaríska Sendiráðið leitar eftir einbýlishúsi til leigu. Stærð 220 – 350 m². 5 svefnherbergi og að minsta kosti tvö baðherbergi með sturtu eða baðkari. Leigutími er í 3 ár. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi. Tilboð óskast á skrifstofutíma í síma 562-9100, # 2286 eða á netfangið: reykjavikmanagement@state.gov Ritari óskast Fyrirtæki í vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir að ráða til sín ritara sem fyrst. Vinnutími frá kl. 9:00-12:00 eða 13:00-17:00 virka daga. Hæfniskröfur:  Reynsla af skrifstofustörfum.  Reynsla af bréfaskriftum.  Góð enskukunnátta.  Íslenskukunnátta.  Góð almenn tölvukunnátta.  Nákvæmni og heiðarleiki. Umsóknum skal skila til augldeilar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „S - 18339“ fyrir 31. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.