Morgunblaðið - 30.04.2006, Qupperneq 16
16 | 30.4.2006
Frá því að leikstjórinn Robert Altman og rithöfundurinn Joan Tewkesburyhristu upp í kvikmyndaheiminum fyrir þremur áratugum með meist-arverkinu Nashville hafa kvikmyndagerðarmenn verið að reyna við svip-
aða hluti. Það sem gerði þessa margverðlaunuðu og vinsælu mynd að freistandi
fyrirmynd er nýstárleg uppbygging, framvinda og gnótt stórra hlutverka. Nas-
hville rekur samhliða sögur af
fjölmörgum persónum sem
tengjast ekki en eru viðriðnar
tvö hundruð ára afmælishátíð
Bandaríkjanna. Flestar tilheyra
tónlistargeiranum og skemmta
í veisluhöldunum í Nashville. Í
sameiningu mynda þær þver-
skurð af íbúum landsins og þó
að þátttakendurnir þekkist
ekki innbyrðis krossast leiðir í
háborg kántrítónlistarinnar.
Síðan þá hefur Altman
margoft fengist við fléttuþem-
að og með minnisstæðum ár-
angri, ekki síst í Short Cuts
(’93), í samvinnu við rithöf-
undinn Raymond Carver. Hún fjallar um
á annan tug Los Angelesbúa sem þekkjast
lítið sem ekkert en tilviljanir eða örlögin
leiða þá saman á einn eða annan hátt þeg-
ar líða tekur á, en myndin spannar
nokkra daga í Englaborginni. Altman
byggir fleiri verk á slíkri framvindu og
meðal þekktra kvikmynda annarra leik-
stjóra frá síðustu árum og gerðar eru
undir áhrifum frá Altman, má nefna Pulp
Fiction (’94), Magnolia (’99), Amores
Perros (’00), Traffic (’00), og 21 Grams
(’03).
Tvær af fimm tilnefndum | Frásagnar-
mátinn er þó eldri en verkin hans Alt-
mans, því nákvæmlega sextíu ár eru liðin
síðan The Best Years of Our Lives var
frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún fjallar
um þrjá hermenn (Harold Russell, Fride-
rich March og Dana Andrews), sem snúa
heim að seinna stríði loknu. Segir myndin
frá því hvernig líf hermannanna og þeirra
nánustu hefur tekið stakkaskiptum af
ýmsum ástæðum á ekki lengri tíma, en
bakgrunnur hermannanna og allar ytri
sem innri aðstæður eru gjörólíkar. Sögu-
stíllinn tókst einstaklega vel og myndin,
sem er fyrir margt löngu komin í hóp sí-
gildra, hlaut fjölda Óskarsverðlauna. M.a.
sem besta mynd ársins 1946; William
Wyler fyrir leikstjórnina og Russell (sem
missti báða handleggi í stríðinu) fyrir
bestan leik í aukahlutverki.
Af fimm tilnefndum verkum sem besta mynd ársins sem var að líða voru
hvorki fleiri né færri en tvær þessarar gerðar, Crash og Syriana. Sú fyrrnefnda
var frumsýnd í maí sl., og vakti furðu takmarkaða athygli hérlendis en nú er
þessi gæðamynd fáanleg á DVD
Crash, sem var nokkuð á óvart, kjörin besta mynd ársins, færði leikstjóranum,
Paul Haggis, auk þess Óskarsverðlaunin fyrir besta frumsamda handritið, þá
hlaut myndin Óskar fyrir klippingu. Viðfangsefni Crash er hópur fólks sem á
fátt annað sameiginlegt en að búa í Los Angeles og segir einar sjö sögur sem all-
ar fléttast saman á hálmstrái. Fjöldi sagnanna og persónanna er nýttur til að
dramatísera hinar ólíku þjóðir, kynþætti og trúarbrögð sem skapa suðupott lit-
skrúðugs mannlífs borgarinnar.
Olía, vopn, spilling og ofstækistrúarmenn eru meginþættir hringiðunnar Syr-
iana, sem er gerð og skrifuð af Stephen Gaghan, Óskarsverðlaunuðum handrits-
höfundi Traffic. Að þessu sinni reynir hann að fanga margflókna aðild Banda-
ríkjamanna að atburða-
rásinni í Mið-Austurlönd-
um, með því að vefa
saman fjórar, ólíkar sögur.
Ein snýst um leyniþjón-
ustumanninn George
Clooney, önnur um banka-
manninn Matt Damon,
fjármálaráðgjafa arabísks
ríkisarfa. Þriðji þátturinn
fjallar um Jeffrey Wright,
lögfræðing sem rannsakar
samruna tveggja olíurisa
fyrir ríkisstjórnina í Wash-
ington, og fjórða sagan er
með arabískan hryðju-
verkamanna í brennidepli.
Gaghan fannst umfang viðfangsefnisins
alltof stórt og mikilvægt til að sjóða það sam-
an í venjulega afþreyingarmynd með Clooney
í aðalhlutverkinu. Það hefði létt honum
störfin (og á heilabúi áhorfandans), en í ljósi
ástandsins í þessum óróasama heimshluta
þótti honum slík lausn ekki boðleg.
Ávinningur bíógesta | Allnokkrir leikstjórar
eru að feta í sporin þeirra Haggis og Gagh-
ans, einn þeirra er Alejandro González Iñ-
árritu (21 Grams), nýjasta myndin hans, Bab-
el, verður frumsýnd í haust og segir þrjár,
sjálfstæðar sögur sem gerast í Bandaríkjun-
um, Mexíkó, Marokkó og Japan og tala per-
sónurnar á tungum þessara þjóða. Myndin
hefst á harmleik sem hendir hjón í sumarfríi
og eru leikin af Brad Pitt og Cate Blanchett.
Mexíkaninn Gael García Bernal (LaMala
educación), og Japaninn Kôji Yakusho
(Memoirs of a Geisha), fara einnig með stór
hlutverk.
Nine Lives er önnur, forvitnileg mynd af
þessum toga og segir, einsog nafnið bendir
til, níu mannlífssögur sem hver er 10–15
mínútur að lengd. Slíkur sögufjöldi krefst
vel mannaðs leikhóps og fer hátt á annan
tug sterkra skapgerðarleikara með hlutverk-
in, þ. á m.: Glenn Close, William Fichtner,
Sissy Spacek og Holly Hunter. Leikstjórn og
handrit er eftir Rodrigo García, kólomb-
ískan kvikmyndagerðarmann sem er að festa
sig í sessi í Bandaríkjunum og leikstýrði m.a.
mörgum hinna bráðsnjöllu Carnivale þátta,
sem sýndir voru í Sjónvarpinu. Myndin hefur fengið mjög góða dóma og unnið
til verðlauna vítt og breitt.
Sögurnar níu skarast þar sem þær eru allar byggðar á sama þema; um ein-
staklinga, fasta í samböndum sem þeir geta ekki slitið.
Sjálfsagt dregur fyrr en síðar úr margfléttustefnunni, en hún er skemmtileg til-
breyting í annars hefðbundnum frásagnarmáta í kvikmyndum samtímans. Hún
gefur ferska sýn og býður upp á óvænt sjónarhorn og niðurstöður. Annar ávinn-
ingur bíógesta er oftast breiður og áhugaverður hópur gæðaleikara.
| saebjorn@heimsnet.is
KVIKMYNDIR | SÆBJÖRN VALDIMARSSON
FLÓKNAR FLÉTTUR
Nýjasta bólan í handritsgerð er nokkrar sjálfstæðar sögur sem skarast aðeins lítillega eða ekkert í heildarmyndinni
George Clooney
leykur leyniþjón-
ustumann í Syriana.
Nýjasta mynd leikstjórans Alejandro González Iñárritu (21 Grams) hefst á harmleik
sem hendir hjón, sem Cate Blanchett og Brad Pitt leika, og er þrjár sjálfstæðar sögur.
R
eu
te
rs
Stephen Gaghan reyndi að fanga
flókna aðild Bandaríkjamanna að at-
burðarásinni í Mið-Austurlöndum.
Margfléttustefnan gefur ferska sýn og býður
upp á óvænt sjónarhorn og niðurstöður.
Þrjátíu ár eru síðan Robert Altman
leikstýrði Nashville, sem rekur sam-
hliða sögur fjölmargra persóna.
Paul Haggis, leikstjóri Crash, fékk
Óskarsverðlaun fyrir besta, frum-
samda handritið.