Morgunblaðið - 30.04.2006, Qupperneq 18
18 | 30.4.2006
Árgangurinn 2000 sló mörg met, vissulegavegna gæða en óneitanlega einnig vegna ár-þúsundamótanna, sem sumir vilja halda
fram að hafi ekki átt sér stað fyrr en um áramótin
2000 og 2001, sem þýðir að samkvæmt þeim (stærð-
fræðilega en ekki fagurfræðilega rétta skilningi) er
árgangurinn 2001 fyrsti árgangur nýs árþúsunds.
Þrátt fyrir að góðir og jafnvel frábærir (2003 og
jafnvel 2002) árgangar hafi siglt í kjölfarið á 2000 og
að 2001 og 2004 hafi verið langt í frá slæmir árgangar
virðist nú ljóst að árgangurinn sem mun sigla alla
aðra árganga í kaf sé kominn í ljós.
Fyrir hinn almenna lesanda er líklega rétt að taka
fram á þessu stigi að hér er verið að fjalla um Bor-
deaux. Þetta víngerðarhérað í suðvesturhluta Frakk-
lands er nefnilega það hérað heimsins er vekur mesta
athygli og umtal allra vínhéraða í heiminum. Stund-
um liggur við að það veki meira umtal en öll önnur
víngerðarhéruð heimsins samtals.
En er nokkuð að því? Ef til eru „fullkomnar“
flöskur af víni koma þær líklega frá Bordeaux og
höndlað er með þær líkt og um dýrmæt verðbréf
væri að ræða fremur en matvöru.
Auðvitað á þetta einungis við um nokkra tugi
framleiðanda, þá er hafa haldið sínu allt frá hinni
frægu flokkun ársins 1855 (Grand Cru Classé) er
náði til Médoc-svæðisins (plús nokkrar undantekn-
ingar) auk bestu framleiðenda annarra svæða.
Stóridómur fallinn | Árlega um þetta leyti árs er mönnum safnað saman til að
bragða tunnusýni á uppskeru síðasta árs og fella stóradóm um vínið. Hann er nú fall-
inn og flestir virðast nokkuð sammála: Árgangurinn 2005 er stórkostlegasti, mesti,
besti, frábærasti og þar að auki geggjaðasti árgangur síðustu áratuga ef ekki síðustu
aldar. Yfirboðin í lýsingarorðum til að ná utan um árganginn eru yfirgengileg en segj-
ast verður eins og er, skoðanir eru ekki skiptar.
Hvort sem litið er til Médoc-skagans, hægribakkans, Péssac-Leognan eða sæt-
vínanna í Sauternes, menn halda einfaldlega ekki
vatni.
Yfirleitt eru framleiðendur sjálfir uppteknir við
það að tala upp árganginn en þó stundum með fyr-
irvörum á borð við að þetta sé „árgangur til að
geyma“ eða „dæmigerður árgangur“. Nú er engu
slíku fyrir að fara.
Það var einn af sérfræðingum bresku vínmiðlar-
anna hjá Berry Brothers í London sem rauf þagn-
arbindindið sem yfirleitt ríkir fram að fyrstu opinberu
smökkunninni og lýsti því yfir að hann væri orðlaus.
Sumir þekktir álitsgjafar brugðust illa við því og töldu
að hann hefði átt að taka sjálfan sig á orðinu og vera
þá orðlaus þar til að „tímabil“ umfjöllunar um ár-
ganginn hæfist.
En kannski er bara svona erfitt að sitja á sér. Jafnvel
Robert Parker, bandaríski ofurvínálitsgjafinn, slær
sjálfum sér við í notkun á lýsingarorðum.
Skuggahliðar og sögusagnir | En auðvitað eru á
þessu skuggahliðar. Flest bendir til að bestu vín ár-
gangsins verði vart aðgengileg venjulegum vínáhuga-
mönnum. Rætt er um að verð frægustu vínanna gæti
hækkað um allt að 300% á milli ára og voru þau þó
ekki ódýr fyrir. Sögusagnir eru um asíska kaupendur
sem lýsa því yfir að þeir muni greiða uppsett verð – al-
gjörlega óháð því hversu hátt það kunni að vera. Þeir
ætli sér að ná sem mestu til sín af tilteknum vínum.
Það kann hins vegar að bjarga hinum almenna vín-
neytanda að þetta á einungis við um handfylli víngerðarhúsa. Bordeaux dælir út
meira magni af vínum árlega en t.d. Ástralía og það í öllum flokkum. Margir vín-
framleiðendur eiga í gífurlegum fjárhagsvandræðum og það eru einungis eigendur
bestu húsanna sem sjá fram á að endurnýja Rollsinn eða Bensinn í ár. Það ættu því
vonandi allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi – ef 2005 stendur þá undir vænt-
ingum. Það eru nefnilega um 2 ár þar til góðu vínin koma á markað í almenna sölu. |
sts@mbl.is
VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
MUN 2005 RJÚFA ALLA MÚRA?
Gagnrýnendur halda ekki vatni – verð bestu vínanna gæti hækkað um allt að 300%!
Ef til eru „fullkomnar“ flöskur af víni þá
koma þær líklega frá Bordeaux í Frakklandi.
A
P
Þeir eru stöðugt fleiri sem
átta sig á þvílíkar vínger-
semar er að finna í Austurríki. Því mið-
ur hefur úrvalið hér á landi verið mjög
takmarkað til þessa en einn og einn góð-
ur framleiðandi hefur sem betur fer
slæðst af og til í hillur vínbúðanna. Það
er því mikið fagnaðarefni að sjá mjög
breiða línu frá einum af betri framleið-
endum Burgenland í Austurríki koma
sér þar fyrir.
Weingut Anton Kollwentz hefur
bækistöðvar sínar í Grosshöflein skammt
frá Eisenstadt suður af Vín en helstu ekrur hans eru í hlíðum Leithagebirge. Aust-
urríki hefur löngum verið þekkt fyrir hvítvínin sem eru ræktuð í Wachau, Kremstal og
Kampstal við Dóná en á þessu svæði í grennd við Bodensee fóru nokkrir rauðvíns-
framleiðendur að vekja alþjóðlega athygli fyrir um tveimur áratugum og var Anton
Kollwentz í þeim hópi.
Þeir blésu á þær raddir er héldu því fram að í Austurríki væri einungis hægt að
rækta hágæða hvítvín og sýndu fram á að í hinu heita loftslagi við Bodensee væru svo
sannarlega forsendur fyrir rauðvínsrækt. Meginþrúgurnar eru þrjár: St. Laurent,
Blaufränkisch og Zweigelt en sú síðastnefnda er blendingur úr hinum tveimur fyrr-
nefndu.
Kollwentz var sá fyrsti til að gróðursetja Zweigelt á þessum slóðum árið 1958, þá
átján ára gamall. Hann vakti snemma landsathygli og síðar heimsathygli, ekki ein-
ungis fyrir rauðvínin sín heldur einnig hvítvínin en hann var t.d. frumkvöðull í ræktun
Sauvignon Blanc á sínum heimaslóðum en sú þrúga er algengust suður í Steiermark.
Nokkur vínanna eru frá 2003 en það sumar var einstaklega heitt í Austurríki og
vínin því meiri um sig og sýruminni en alla jafna er raunin.
Kollwentz Welschriesling er léttog
ljúft hvítvín, peruávöxtur, grænn og
þroskaður í nefi, ferskt með nokkurri
sýru, ávöxtur þykkur og þéttur. Þægi-
legt og aðlaðandi. 1.390 krónur. 17/20
Kollwentz Sauvignon Blanc Stein-
muhle er feitur og nokkuð grösugur
og kryddaður Sauvignon, þykkt og
langt í munni. 2.270 krónur. 17/20
Kollwentz Chardonnay von Leithag-
ebirge er aðlaðandi og þægilegt hvítvín.
Laust við eikaráhrif og ávöxturinn fær
að njóta sín. 1.780 krónur. 18/20
Kollwentz Chardonnay Tatschler 2003 er Chardonnay-vín í alþjóðlegum og sígild-
um stíl, reykur og vanilla, smjör og sætur, þroskaður ávöxtur, epli og sítrus, í bland við
hnetur. Pottþétt í allri uppbyggingu, stílhreint glæsilegt en alls ekki austurrískt. 3.260
krónur. 19/20
Kollwentz Blaufränkisch von Leithagebirge 2003 er um flest klassískur Blaufränk-
isch, þroskaður og dökkur berjaávöxtur, með smá tannínbiti og laust við eikaráhrif.
1.930 krónur 18/20
Kollwentz Sonnenberg 2003 er blanda úr Blaufränkisch og Zweigelt. Bláberjasafi
og sulta í nefi með dökku súkkulaði og vott af myntu og öðrum kryddjurtum ásamt
möndlum. Í munni tannískt og sýruríkt sem gerir vínið matvænt. Mjög góð kaup.
1.490 krónur. 19/20
Kollwentz Eichkogel 2002 er sömuleiðis blanda af Blaufränkisch og Zweigelt, stórt,
samþjappað og mikið vín. Dökk og þroskuð ber og súkkulaði eru ríkjandi í nefinu í
bland við sæta eik, ilmur vínsins djúpur og margslunginn. Þétt og feitt í munni, vel gert
vín með öflugum tannínum og góðri lengd. Vín sem sem sýnir vel hvers austurrískir
rauðvínsgerðarmenn eru megnugir. Má geyma í nokkur ár. 2.490 krónur. 20/20
VÍN