Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.2006, Blaðsíða 45
Morris segir að í bókinni megi sjá fjögur þemu. Eitt kallar hann „zombía“ eða uppvakninga, annað kennir hann við „x-files“, þar eru undarlegir menn í svörtum fötum á skrýtnum stöðum, þriðji þátturinn eru tískustraumar meðal repúblik- ana og lokahlutann kennir hann við persónulega pop-list, þar eru fánar, kökur og þessháttar. „Mér finnst þessar myndir vera mjög evrópskar í stíl. Ég sá þennan andblæ einmitt í auglýsingum í flug- stöðinni hér í morgun; ég vil hafa myndirnar formhreinar og enga truflun. Mér leiðast myndir teknar með mjög víðum linsum. Mörgum finnst að þessar myndir séu ferskar í Bandaríkjunum í dag, þar er fólk ekki vant svona sjónarhornum.“ Sífellt fleiri ljósmyndarar kvarta undan dvínandi áhuga prentmiðla á gæðaefni – veruleika lífsins. „Það er erfiðara að fá efni birt í hefðbundnu miðlunum. En snemma á níunda áratugnum var líka erfitt að fá myndir birtar, líka seint á síðasta áratug; ég held þetta hafi alltaf verið erfitt fag.“ Fólk þarf myndir Vii-ljósmyndahópurinn var stofn- aður með pompi og prakt fyrir nokkrum árum, með hástemmdum yfirlýsingum meðlimanna um að þeir ætluðu að koma á framfæri sönnum ljósmyndafrásögnum, sem sýndu fólki heiminn, með húmanískt sjón- arhorn að leiðarljósi. „Það gengur mjög vel. Við erum að gera frábæra hluti, miðað við ástandið í bransanum. Á síðustu ár- um hafa allar hefðbundnu ljósmynd- araskrifstofurnar horfið: Gamma, Sipa, Sygma, Black Star – þetta er allt horfið. En á móti kemur að í dag er miklu auðveldara að dreifa efni eftir stafrænum leiðum, áður þurfti alltaf að senda myndir í bögglum út um allan heim. Frétta- og heimilda- ljósmyndun stendur ungum ljós- myndurum galopin, ef þeir bara skilja eðli og kröfur fagsins og geta komist inn á ný svið. Ef þú ert með góða sögu í myndum, þá kemurðu henni á framfæri. Aðalspurningin er bara um innihaldið – hvað hefurðu að bjóða? En ungur ljósmyndari þarf líklega að koma með nýjan stíl, nýja sýn á efnið. Það þýðir ekki að gera samskonar sögur og menn hafa verið að gera á síðustu árum. Ritstjórar og myndstjórar eru leiðir á slíku efni, þeir hafa oft verið lengi í faginu og finnst þeir hafa séð þetta allt áður – sem getur líka verið vandamál. En ég er bjartsýnn á framtíð ljós- myndunar – fólk þarf myndir!“ Morgunblaðið/Einar Falur „Ég vissi ekki hvernig ég gæti myndað sama manninn 30 daga í röð.“ Christopher Morris hefur fylgst með störfum Bush forseta í fimm ár. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2006 45 MENNING Áþriðja tug myndlistar-manna taka þátt í sýn-ingu sem fram fer átveimur stöðum í Reykja- vík; í Nýlistasafninu og Galleríi 100° í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, og opnar í dag. Það má með sanni segja að hér sé um að ræða fjöl- þjóðlega sýningu, því sex lista- mannanna eru íslenskir, en hinir koma frá öllum heimshornum; frá Perú, Bandaríkjunum, Hollandi, Kóreu, Ungverjalandi, Bólivíu, Jap- an, Þýskalandi, Bretlandi, Taílandi, Argentínu, Bosníu og Ísrael. Yfirskrift sýningarinnar er „Gæðingarnir“, en undirtitill heit- isins er á því alþjóðlega máli ensku, og er „In order of appearance“. Að sögn sýningarstjórans, hinnar argentínsku Amaliu Pica, eru lista- mennirnir allir af sömu kynslóðinni, um þrítugt að meðaltali. „Venjulega eru alþjóðlegar sýningar af þessu tagi haldnar með ráðsettari lista- mönnum, en það sem er skemmti- legt og ef til vill óvenjulegt við þessa sýningu er að fólki gefst þarna kostur á að sjá verk lista- manna sem eru ungir og gengur mjög vel í því sem þeir eru að gera,“ segir hún. Á Listahátíð í fyrra Allir erlendu listamennirnir eru tengdir Rijks-akademíunni í Hol- landi á einn eða annan hátt og komu hingað til lands á Listahátíð í fyrra fyrir tilstilli Sigurðar Guð- mundssonar myndlistarmanns. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að halda sýningu, og bjóða nokkrum íslenskum listamönnum að vera með. „Ég sá um að velja þá inn, en sumir komu af sjálfu sér, má segja, því þeir höfðu myndað tengsl við einhverja úr hópnum í fyrra. Þetta var því eins konar samvinnu- verkefni,“ segir Pica, sem sjálf er einn sýnenda og segist fremur vera í hlutverki skipuleggjanda en hreinræktaðs sýningarstjóra. Hún segir ekkert sérstakt þema á sýningunni; hér sé heldur um að ræða yfirlitssýningu á verkum ólíkra listamanna frá ólíkum lönd- um. Undirtitillinn, „In order of appearence“, vísi til kreditlista í lok bíómynda og skírskoti til þess að hlutirnir gerist bara eins og þeir gerist, í stað þess að hægt sé að flokka þá á einn eða annan hátt. Brugðist við íslenskum aðstæðum Þar sem listamennirnir koma frá svo mörgum ólíkum löndum, segir Pica það óhjákvæmilegt að hug- myndir um menningarleg samskipti komi upp og menn velti fyrir sér hvort sömu hlutir gangi upp á sama hátt á ólíkum stöðum, hvort skír- skotanir skili sér eða séu bundnar því samhengi sem þær spretta úr og þar frameftir götum. „Sumir listamannanna hafa líka ákveðið að bregðast við íslenskum aðstæðum og upplifun sinni af dvölinni hér,“ segir hún, en gott dæmi um það er ef til vill verk Tim Braden, sem er máluð snjóflóðagirðing á Vest- urlandsvegi og eina verkið sem stendur utan sýningarstaðanna tveggja, við Laugaveg og í Orku- veituhúsinu. Pica segir ennfremur að þó verk- in séu afar ólík innbyrðis, beri þau ekki endilega sérstakan keim af því landi sem viðkomandi listamaður á ættir að rekja til. „Það sem þau eiga sameiginlegt er að líta má á þau öll sem samtímalist, jafnvel þótt þau séu ólík,“ segir hún. „En fólk er yfirleitt mjög sjálfstætt í vinnubrögðum og forðast að reyna að vera fulltrúi síns lands.“ Flugvélastærð Hún segir það einkenni á verk- unum að flest þeirra séu af stærð- argráðu sem hægt var að taka með sér í flugvél, enda hafi flest verkin verið gerð áður en hingað til lands kom og flust hingað í farangri myndlistarmannanna sjálfra. „Eða þá voru þau gerð með það að mark- miði að hægt væri að framkvæma þau hérlendis á skjótvirkan og við- ráðanlegan hátt,“ segir Pica. Og hverju mega gestir þá eiga von á? „Ferskri list, fyrst og fremst.“ Myndlist | Ungir listamenn frá fjórtán löndum sýna í Nýlistasafninu, Galleríi 100° og á Vesturlandsvegi Fersk list í fyrirrúmi Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Sýningin stendur til 10. júní. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Verk Tims Bradens, sem stendur við Vesturlandsveg. TENGLAR .............................................. www.viiphoto.com Aflið sem þig vantar Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Norsku Steady bátarnir hafa slegið í gegn hjá okkur. Verð frá aðeins 114.000 kr. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar. Nýja 3-D leiktækið sem er í raun þrjár sæþotur í einni, RXP 215 hö ofurtækið og GTX Limited sem er lúxus-sæþota fyrir þrjá, allt mögnuð tæki! Sea-doo sæþotur. Frá 2,5 - 250 hestöfl. Mótorar fyrir allar gerðir báta. Verð frá 74.900 kr. Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Bombardier fjórhjól. Öflugustu fjórhjólin á markaðnum eru BRP Outlander 800 4x4. Eins eða tveggja manna með spili og öllu sem prýtt getur yfirburða fjórhjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.