Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson, frá-farandi forsætisráð-herra, afhenti í gær GeirH. Haarde forsætisráð- herra lyklavöldin að stjórnarráðinu eftir að hafa gegnt embætti for- sætisráðherra í 21 mánuð. Auk þessi afhenti hann Geir lyklana af ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum og sagðist hann vonast til að Geir gæti dvalið meira í bústaðnum en hann hefði gert í forsætisráðherratíð sinni. Halldór sagðist bera mikið traust til Geirs: „Ég treysti engum betur en þér til að halda því verki áfram sem við höfum verið í í rík- isstjórninni og er alveg viss um að þér mun farnast vel í því.“ Hafa unnið mikið saman Geir H. Haarde sagði þegar hann tók við lyklunum að það væru mikil tímamót fólgin í því að Halldór Ás- grímsson hætti í stjórnmálum: „Ég minnist þess mjög vel þegar hann varð fyrst ráðherra 26. maí 1983, þá varð ég aðstoðarmaður fjár- málaráðherra í kjölfarið og síðan þá höfum við unnið mikið saman, líka þegar hann var í stjórnarandstöðu.“ Bætti Geir því við að hann hefði setið marga kvöldfundi með Halldóri í upphafi ráðherratíðar hans þegar reynt hefði verið að leysa ýmis mál. Geir sagði margt hafa breyst á þess- um tíma, efnahagsumhverfið væri allt annað og hann tæki við góðu búi úr hendi Halldórs hvað það varðaði. Viðburðaríkt og skemmtilegt Stuttu áður en Geir tók við lykla- völdunum að stjórnarráðinu afhenti hann Valgerði Sverrisdóttur utan- ríkisráðherra lyklavöldin að utanrík- isráðuneytinu við Rauðarárstig. Geir sagði margt hafa gerst á þeim stutta tíma sem hann hefði staldrað við í ráðuneytinu, hann hefði fundað með utanríkisráðherrum stórvelda á borð við Bandaríkin, Rússland, Frakkland, Bretland og Þýskaland, auk ráðherra Norðurlandanna. Síð- an hefðu óvænt tíðindi orðið í varn- armálunum og sagði Geir að þetta tímabil hefði verið lærdómsríkt. Hann bætti því við að þrátt fyrir að þetta hefðu ekki verið margir mán- uðir þá hefði þetta verið viðburð- arríkur og skemmtilegur tími að flestu leyti. Ráðuneytið væri komið í góðar hendur og Valgerður væri komin í hóp öflugra starfsmanna þess. Strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum og áður en Valgerður tók við lyklavöldunum í utanrík- isráðuneytinu komu Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið þar sem Jón tók við lyklavöldunum af Valgerði. Valgerður sagði að það vera þægilegt að afhenda Jóni lykl- ana en margt væri eftir ógert: „Ég hef verið hér í sex ár og hér hefur ýmislegt gerst á þeim tíma. Mörgum málum hefur verið komið í höfn en engu að síður að þá eru mjög mörg verk óunnin.“ Jón Sigurðsson sagði að þeim verkum sem Valgerður hefði staðið fyrir hefði verið framfylgt að mikl- um myndarskap. Hann sagðist ætla að halda áfram þeim verkum sem unnið væri að nú. Hann taldi mik- ilvægt að vinna af alefli að því að halda jafnvægi og stöðugleika í hag- kerfinu, mjög stórar ákvarðarnir væru framundan en þær væru allar í samræmi við þá stefnu sem hefði verið framfylgt. „Ég er sáttur við að hætta núna,“ sagði Jón Kristjánsson í gær eftir að hann hafði afhent lyklavöldin í fé- lagsmálaráðuneytinu Magnúsi Stef- ánssyni, flokksbróður sínum í Fram- sóknarflokki. Jón sagði að því fylgdi alltaf sökn- uður að kveðja gott ráðuneyti, „en ég treysti eftirmanni mínum vel til þess að halda þeim verkefnum áfram sem við vorum að fást við í félags- málaráðuneytinu.“ Orðinn vörslumaður íslenskrar náttúru Magnús sagði að mörg stór verk- efni biðu hans í ráðuneytinu. Eitt af þeim tengdist húsnæðismálum og breytingum á Íbúðalánasjóði. Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálf- stæðisflokki, afhenti Jónínu Bjarm- arz, Framsóknarflokki, lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu. Sigríður kvaðst mjög sátt við störf sín hjá ráðuneytinu. Hún kvaðst auk þess hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í starfinu. „Ég er stolt af því að vera fyrsti umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún ennfremur. Hún afhenti Jónínu lyklana í ráðu- neytinu með þeim orðum að um- hverfisráðherra væri vörslumaður íslenskrar náttúru. Jónína sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún væri mikill nátt- úruverndarsinni og náttúruunnandi. Mörg verkefni biðu hennar, m.a. vinna tengd Vatnajökulsþjóðgarð- inum. „Sigríður Anna skilar góðu verki í ráðuneytinu og hefur unnið vel og samviskusamlega,“ sagði hún. Þrír nýir ráðherrar komu inn í ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær Morgunblaðið/ÞÖKMorgunblaðið/Kristinn Margar tegundir af lyklum EFTIR að hafa afhent Jóni Sigurðssyni venjulegan ASSA lykil sem gengur að iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu (e.t.v.) gekk Val- gerður Sverrisdóttir á fund Geirs H. Haarde sem af- henti henni nýtísku að- gangskort að utanrík- isráðuneytinu (n.t.v.). Á meðan var Magnús Stef- ánsson að taka við lykla- völdum í félagsmálaráðu- neytinu af Jóni Kristjánssyni. Kveðjurnar voru þó innilegri þegar Sig- ríður Anna Þórðardóttir faðmaði Jónínu Bjartmarz þegar sú síðarnefnda tók við lyklavöldum á umhverf- isráðuneytinu (n.t.h.).Morgunblaðið/Brynjar GautiMorgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Brynjar Gauti Geir H. Haarde tekinn við lykla- völdunum í forsætisráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.