Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.06.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson, frá-farandi forsætisráð-herra, afhenti í gær GeirH. Haarde forsætisráð- herra lyklavöldin að stjórnarráðinu eftir að hafa gegnt embætti for- sætisráðherra í 21 mánuð. Auk þessi afhenti hann Geir lyklana af ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum og sagðist hann vonast til að Geir gæti dvalið meira í bústaðnum en hann hefði gert í forsætisráðherratíð sinni. Halldór sagðist bera mikið traust til Geirs: „Ég treysti engum betur en þér til að halda því verki áfram sem við höfum verið í í rík- isstjórninni og er alveg viss um að þér mun farnast vel í því.“ Hafa unnið mikið saman Geir H. Haarde sagði þegar hann tók við lyklunum að það væru mikil tímamót fólgin í því að Halldór Ás- grímsson hætti í stjórnmálum: „Ég minnist þess mjög vel þegar hann varð fyrst ráðherra 26. maí 1983, þá varð ég aðstoðarmaður fjár- málaráðherra í kjölfarið og síðan þá höfum við unnið mikið saman, líka þegar hann var í stjórnarandstöðu.“ Bætti Geir því við að hann hefði setið marga kvöldfundi með Halldóri í upphafi ráðherratíðar hans þegar reynt hefði verið að leysa ýmis mál. Geir sagði margt hafa breyst á þess- um tíma, efnahagsumhverfið væri allt annað og hann tæki við góðu búi úr hendi Halldórs hvað það varðaði. Viðburðaríkt og skemmtilegt Stuttu áður en Geir tók við lykla- völdunum að stjórnarráðinu afhenti hann Valgerði Sverrisdóttur utan- ríkisráðherra lyklavöldin að utanrík- isráðuneytinu við Rauðarárstig. Geir sagði margt hafa gerst á þeim stutta tíma sem hann hefði staldrað við í ráðuneytinu, hann hefði fundað með utanríkisráðherrum stórvelda á borð við Bandaríkin, Rússland, Frakkland, Bretland og Þýskaland, auk ráðherra Norðurlandanna. Síð- an hefðu óvænt tíðindi orðið í varn- armálunum og sagði Geir að þetta tímabil hefði verið lærdómsríkt. Hann bætti því við að þrátt fyrir að þetta hefðu ekki verið margir mán- uðir þá hefði þetta verið viðburð- arríkur og skemmtilegur tími að flestu leyti. Ráðuneytið væri komið í góðar hendur og Valgerður væri komin í hóp öflugra starfsmanna þess. Strax að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum og áður en Valgerður tók við lyklavöldunum í utanrík- isráðuneytinu komu Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið þar sem Jón tók við lyklavöldunum af Valgerði. Valgerður sagði að það vera þægilegt að afhenda Jóni lykl- ana en margt væri eftir ógert: „Ég hef verið hér í sex ár og hér hefur ýmislegt gerst á þeim tíma. Mörgum málum hefur verið komið í höfn en engu að síður að þá eru mjög mörg verk óunnin.“ Jón Sigurðsson sagði að þeim verkum sem Valgerður hefði staðið fyrir hefði verið framfylgt að mikl- um myndarskap. Hann sagðist ætla að halda áfram þeim verkum sem unnið væri að nú. Hann taldi mik- ilvægt að vinna af alefli að því að halda jafnvægi og stöðugleika í hag- kerfinu, mjög stórar ákvarðarnir væru framundan en þær væru allar í samræmi við þá stefnu sem hefði verið framfylgt. „Ég er sáttur við að hætta núna,“ sagði Jón Kristjánsson í gær eftir að hann hafði afhent lyklavöldin í fé- lagsmálaráðuneytinu Magnúsi Stef- ánssyni, flokksbróður sínum í Fram- sóknarflokki. Jón sagði að því fylgdi alltaf sökn- uður að kveðja gott ráðuneyti, „en ég treysti eftirmanni mínum vel til þess að halda þeim verkefnum áfram sem við vorum að fást við í félags- málaráðuneytinu.“ Orðinn vörslumaður íslenskrar náttúru Magnús sagði að mörg stór verk- efni biðu hans í ráðuneytinu. Eitt af þeim tengdist húsnæðismálum og breytingum á Íbúðalánasjóði. Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálf- stæðisflokki, afhenti Jónínu Bjarm- arz, Framsóknarflokki, lyklavöldin í umhverfisráðuneytinu. Sigríður kvaðst mjög sátt við störf sín hjá ráðuneytinu. Hún kvaðst auk þess hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í starfinu. „Ég er stolt af því að vera fyrsti umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún ennfremur. Hún afhenti Jónínu lyklana í ráðu- neytinu með þeim orðum að um- hverfisráðherra væri vörslumaður íslenskrar náttúru. Jónína sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún væri mikill nátt- úruverndarsinni og náttúruunnandi. Mörg verkefni biðu hennar, m.a. vinna tengd Vatnajökulsþjóðgarð- inum. „Sigríður Anna skilar góðu verki í ráðuneytinu og hefur unnið vel og samviskusamlega,“ sagði hún. Þrír nýir ráðherrar komu inn í ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær Morgunblaðið/ÞÖKMorgunblaðið/Kristinn Margar tegundir af lyklum EFTIR að hafa afhent Jóni Sigurðssyni venjulegan ASSA lykil sem gengur að iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu (e.t.v.) gekk Val- gerður Sverrisdóttir á fund Geirs H. Haarde sem af- henti henni nýtísku að- gangskort að utanrík- isráðuneytinu (n.t.v.). Á meðan var Magnús Stef- ánsson að taka við lykla- völdum í félagsmálaráðu- neytinu af Jóni Kristjánssyni. Kveðjurnar voru þó innilegri þegar Sig- ríður Anna Þórðardóttir faðmaði Jónínu Bjartmarz þegar sú síðarnefnda tók við lyklavöldum á umhverf- isráðuneytinu (n.t.h.).Morgunblaðið/Brynjar GautiMorgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Brynjar Gauti Geir H. Haarde tekinn við lykla- völdunum í forsætisráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.