Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 21.07.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU H im in n o g h a f/ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 460 3636 Póstsendum um land allt. 496 kr. 2.995 kr. 398 kr. 9.900 kr. 44.900 kr. Vörunr. 30678 Vörunr. 17967Vörunr. 30683 Vörunr. 22298 Vörunr. 30686 Vörunr. 26303 29.900 kr. Vörunr. 29316 49.900 kr. Vörunr. 30687 Campingaz-gasgrill Grande Deluxe m/hliðarhellu - 13,55 kW. Campingaz-gasgrill Grande 11,65 kW. Campingaz-hitari með ljósi og neistakveikju. Sveigjanlegur hattur. Á hjólum. Campingaz Pylsugrillgrind fyrir 8 pylsur. Campingaz Álpottasett - 970 g. Campingaz Salernispappír fyrir ferðasalerni. Campingaz Ferðasalerni. Þarfaþing fyrir sumarið Campingaz-hitari með neistakveikju og sveigjanlegum hatti. Á hjólum. 26.900 kr. RÆKJUVINNSLAN Dögun á Sauðarkróki heldur uppi fullri vinnslu og gott betur í sumar. Unnið er á tveimur átta tíma vöktum og fara um 45 tonn af hráefni í gegn á dag. Þröstur Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar, segir að þeir hafi þann háttinn á að auka af- köstin yfir sumarið, þegar aðrir hægi á sér eða loki. Hráefnið kaupa þeir af skipum á Flæmska hattinum, en fyr- irtækið tengist útgerð tveggja skipa frá Eistlandi og kaupir af þeim og fleirum. „Við höfðum ætlað okkur að gera rækjubátinn okkar, Röst, út á rækju í sumar, en það hefur ekkert orðið úr því enn. Veiðin er lítil og olíuverð í hámarki, svo það er kannski bezt að hafa skipið bundið við bryggju. Nú er aðeins eitt skip, Sigurborg SH, að rækjuveiðum við landið og gengur sæmilega. Þeir hafa verið að fá 20 til 25 tonn á viku, en aflinn þyrfti að vera meiri til að vega upp á móti hinu háa olíuverði. Þeir hafa landað hjá Strýtu á Akureyri, en þar verður nú lokað í fjórar vikur og við tökum aflann af Sigurborginni á meðan,“ segir Þröstur. Rækjumarkaðirnir eru enn þungir og verðið mjög lágt. Þröstur segir að gengislækkun krónunnar hjálpi lítið, þar sem hráefnið sé einnig keypt í erlendri mynt. Því hafi gengissveifl- ur frekar lítil áhrif á hvorn veginn sem er. „Við vinnum þetta á þolin- mæðinni og magninu, en þá þarf sal- an að ganga vel fyrir sig líka, en hún hefur verið þung undanfarin ár. Svo hafa nýju kjarasamningarnir sitt að segja fyrir okkur. Þeir auka launa- kostnaðinn um 5 til 10%, en á móti kemur að þetta er verðskulduð kjarabót fyrir þá lægst launuðu,“ segir Þröstur Friðfinnsson Dögun vinnur rækju á tveimur vöktum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rækjuskipið Röst hefur legið við bryggju á Sauðárkróki í sumar. Ekki borgar sig að gera skipið út. Verð á rækju er lágt og olíuverð í hámarki. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is veiðum, minna fiskeldi og slök rækjuveiði. Á hinn bóginn skiluðu ufsi, ýsa og skötuselur meiru en á sama tíma árið áður. Af þessum tegundum og öðrum tegundum en þorski jókst útflutningsvirðið um ríflega tvo milljarða króna. Verð á flestum fiskafurðum hefur verið mun hærra á þessu ári en í fyrra. Þess vegna er samdráttur í verð- mætum mun minni, eða 7%, en í magni þar sem hann er 28%. Breytt skráning Sú breyting hefur nú verið tekin upp í Færeyjum að skrá verður all- an útflutning. Til þessa hefur að- ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Færeyjum fyrstu fimm mánuði ársins skilaði um 16 milljörðum ís- lenzkra króna. Það er um 1,2 millj- örðum króna minna en í fyrra eða samdráttur um 7%. Heildarútflutn- ingur Færeyja nam 16,9 milljörð- um króna og dróst saman um 6%. Sjávarafurðir eru því 95% af vöru- útflutningi Færeyja á þessu tíma- bili. Ástæða samdráttar í verðmætum útfluttra sjávarafurða er fyrst og fremst mikill samdráttur í þorsk- eins verið skylda að skrá útflutning á fiski og fiskafurðum. Fyrir vikið hafa tölur um annan útflutning en á sjávarafurðum verið í bezta falli ónákvæmar. Fyrstu fimm mánuði síðustu ár hefur útflutningur á öðr- um vörum en fiski verið á milli 84 til 96 milljónir króna. Nú er virði þessa útflutnings komið upp í 780 milljónir króna. Stærsti hluti þessa eru vörur tengdar olíu, 360 millj- ónir króna, en enginn slíkur út- flutningur hefur verið skráður áð- ur. Þá voru á þessu tímabili flutt út veiðarfæri fyrir 168 milljónir en undanfarin tvö ár hefur sá útflutn- ingur aðeins verið í kringum 60 milljónir króna. Fyrir vikið lækkar hlutfall sjávarafurða lítillega milli tímabila. fer úr 96 í 95%. ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá Magnúsi Guðna Emanúelssyni, er hann var á línuveiðum á bátn- um Gunnari afa SH frá Ólafsvík á Breiðafirði. Þegar Magnús og skipsfélagi hans Sigurður voru að draga línuna birtist þessi risa lúða. Hún var 107 kíló slægð og 221 sentimetri að lengd. Sagði Magnús að ekkert mál hefði verið að vippa henni inn fyrir borðstokkinn, enda vanir sjómenn á ferð. Hann sagði að þeir hefðu lagt stutta haukalóð, bara sér til gam- ans, og þá hafi þeir fengið þessa risa lúðu ásamt 3 minni sem voru í kring um 50 kg, en Magnús átti alls ekki von á að lúða fengist á þessum slóðum, og því hefði þetta verið óvænt en skemmtileg uppá- koma að fá þessar fallegu lúður. Magnús sagði að aflinn á hina hefðbundnu línu væri ágætur, eða um 100 kíló á bala, og hafa þeir fengið mest af þorski, ýsu og steinbít. Verð á mörkuðum er með hæsta móti um þessar mundir, svo þeir félagar eru ánægðir með gang mála. Á myndinni er Magnús með lúðuna og með honum á myndinni eru þeir Friðgeir og Emanúel. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Það hljóp á snærið Færeyingar flytja út minna af fiski           "  #  *1,"2 .  " 3    3   -             !!"#  !      $! "% $   !  $   &#! !' $%4 & %4 $ %4 &()!4     5   6 . !       *    '     " $ 1,"( 7 7  7  7  7  7  7        ( )    " $ *      2 .  " 7 7  7  7  7  7  7  Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Samdrátturinn nemur 28% í magni en 7% í verðmætum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.