Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Multidophilus-12 12 tegundur lifandi mjólkursýrugerla. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Fljótsdalshérað | Eigendur jarða við Jökulsá á Dal fara fram á fullar bætur vegna skerðingar vatnsréttinda við virkjun árinnar í Kárahnjúkavirkjun. Lögfræðingar þeirra telja hóflegar bætur 60 milljarða króna. Þeir saka Landsvirkjun um að reyna að slá ryki í augu matsnefndar með því að leggja ekki fram nauðsynleg gögn til út- reikninganna. Lögfræðingarnir Jón Jónsson og Hilmar Gunnlaugsson kynntu kröfu- gerðina á fundi í Brúarási á þriðju- dagskvöld. Þeir segja að með breytt- um raforkulögum árið 2003 hafi samkeppni á raforkumarkaði verið gerð möguleg sem þýði að fráleitt sé að styðjast við eldri útreikninga um bætur vegna vatnsréttindanna, eins og Landvirkjun hafi gert í sinni kröfugerð. Þess í stað styðjast þeir við gögn frá Noregi, en þar er ekki óalgengt að eigendur vatnsréttinda fái allt að 25% brúttótekna virkjana fyrir vatnsréttindi sín. Hilmar og Jón telja eðlilegt að miða við 15% við Kárahnjúkavirkjun sem skilar þeim 60 milljörðum króna fyrir þann hluta sem tilheyrir greinargerðinni. Hann er talinn 50–60% af heildarvatnsrétt- indum. Þeir segja þessa hlutfallsleið sanngjarna og gagnsæja. „Hugtök gróflega misnotuð“ Ýtrustu kröfur landeigenda vegna bóta vegna taps á vatnsréttindum vegna Kárahnjúkavirkjunar nema aftur á móti 93 milljörðum króna. Er þar miðað við helmingsskipti af arði vegna virkjunarinnar. Á fundinum var farið yfir ýmsa þætti vegna fram- kvæmdar virkjunarinnar og and- mælti Hilmar þeim fullyrðingum Landsvirkjunar að stofnkostnaður virkjunarinnar sé yfir 110 milljónir króna. Hann hefði heyrt af fundi með forstjóra Landsvirkjunar þar sem hann tjáði fundargestum að stofn- kostnaður virkjunarinnar næmi 81,7 milljörðum króna. Með tilliti til hag- stæðrar gengisþróunar fyrir Lands- virkjun á framkvæmdatímanum, auk hækkandi álverðs sem eigi að hækka raforkuverð, sé líklegt að sú tala sé nær lagi. Lögfræðingarnir leituðu að- stoðar Jóns Þórs Sturlusonar, dokt- ors í hagfræði, við gerð kröfugerðar- innar sem gagnrýndi meðal annars „tilraunir Landsvirkjunar til að slá ryki í augu manna“ og „mjög grófa misnotkun hugtaka“ í eigendalýsingu fyrirtækisins frá 2002 þar sem meðal annars er fjallað um vatnsréttindin. Í kröfugerð Landsvirkjunar, sem kynnt var í byrjun júnímánaðar, eru hæfilegar bætur taldar 150–375 millj- ónir króna. Lögfræðingar landeig- enda bentu á að ýtrustu kröfur fyrir- tækisins væru í raun að fá vatns- réttindin án greiðslu þar sem þau væru ónýtt. Það telja þeir fráleita röksemdafærslu. „Menn taka ekki eigur manna af því þær eru ekki not- aðar.“ Matsnefnd væntanleg Fimm manna matsnefnd sem skip- uð hefur verið til að kveða upp úr- skurð í málinu er væntanleg austur til að kynna sér aðstæður í ágúst. Lög- fræðingar landeigenda viðurkenna að ýmsar tölur í þeirra útreikningum séu ágiskanir, en segja þær vel rökstudd- ar og hafa skorað á Landsvirkjun að leggja fram réttar tölur. Í öðrum til- fellum er skorað á matsnefndina sjálfa að afla sér gagna. Hilmar telur líklegt að endanlegur úrskurður í málinu verði kveðinn upp í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Hann von- ast eftir að hann verði vel og ítarlega rökstuddur svo málinu ljúki þar með. Landeigendur við Jökulsá á Dal krefjast fullra bóta vegna skerðingar vatnsréttinda við gerð Kárahnjúkavirkjunar Kröfugerð landeigenda kynnt á opnum fundi Eftir Gunnar Gunnarsson Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Góð mæting Þétt var setið á fundinum í Brúarási á þriðjudagskvöld. Seyðisfjörður | LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, stendur nú sem hæst. Opnunarhátíðin var á mánudag en frá þriðjudegi hafa ver- ið í gangi ýmsar listasmiðjur og önn- ur skemmtiatriði. Björt Sigfinns- dóttir og Ívar Pétur Kjartansson eru í framkvæmdahópi hátíðarinnar og þau segja aðsókn á hátíðina hafa þrefaldast. „Hingað eru komnir ríf- lega 100 þátttakendur, fyrir utan alla þá sem taka þátt í tónleikum eða koma að framkvæmd hátíðarinnar á annan hátt. Í ár tökum við þátt í evr- ópsku ungmennaskiptiverkefni og hingað eru komnir krakkar frá Hol- landi, Eistlandi, Finnlandi og Fær- eyjum en á næsta ári fara krakkar frá okkur út. Hátíðin er orðin þekkt- ari og stærri auk þess sem listalíf á Íslandi fer vaxandi. Meðalaldur þátttakenda er hærri en áður og við fáum hingað krakka af öllu landinu.“ Dagskráin á hátíðinni er nokkuð stíf, námskeiðin í listasmiðjunum byrja klukkan níu að morgni og er ekki lokið fyrr en klukkan fjögur síð- degis. Frá 5–7 stendur áhugasömum til boða að fara á gospelnámskeið en eftir kvöldmat er opin dagskrá með ýmsum uppákomum. Í kvöld verða upphitunartónleikar fyrir aðra stærri á morgun. Laugardagurinn er öðruvísi en aðrir dagar þar sem klukkan eitt verður uppskeruhátíð og eftir risatónleikana verður ball með Todmobile. Barið í allt lauslegt Þátttakendur á stompnámskeiði á LungA. Líf á listahátíð ungs fólks á Austurlandi Reykjavík | Sjö starfsmenn Vinnu- skólans í Reykjavík hafa í sumar starfað við að leiðbeina áttavilltum ferðamönnum um miðbæ borgar- innar. Verkefnið ber heitið „Lifandi vegvísar“ og luku allir vegvísarnir 10. bekk grunnskólans nú í vor. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti tvo þeirra í blíðviðrinu í gær, þá Guð- mund Felixson og Óskar Önundar- son, sem báðir voru hinir hressustu með sumarvinnuna. Vegvísarnir klæðast sérmerktum bolum og peysum með i-merki, sem gefa á til kynna að sá sem klæðist flíkinni sé hafsjór upplýsinga. Þeir félagar segja þó að fáir gefi sig á tal við þá að fyrra bragði, yfirleitt taki þeir eftir ef ferðmenn séu ráðvilltir í miðbænum og gefi sig þá á tal við þá. „Oft halda þeir að maður sé að reyna að selja þeim eitthvað eða plata þá einhvern veginn. Fólk býst alltaf við hinu versta,“ segir Óskar. Eftir nokkrar útskýringar séu flestir þó fegnir því að fá leiðbeiningar. Hvað þýðir Björk? Guðmundur segir að mjög mis- munandi sé hversu mikið sé að gera. Þegar skemmtiferðaskipin liggi í höfninni fyllist allt af ferðamönnum sem vilji gera sem mest á sem skemmstum tíma og séu því æstir í að fá bæklinga og leiðbeiningar um hvað sé best að skoða. Af og til koma upp spurningar sem erfitt er að svara. „Kona spurði mig um daginn um íslenskar jólahefðir. Hún var að velta því fyrir sér af hverju íslensku jólasveinarnir væru þrettán,“ segir Óskar. Guðmundur bætir við að hann hafi verið spurður hvað orðið „björk“ þýddi og hvers vegna söng- konan Björk Guðmundsdóttir hefði tekið það upp. Verkefnið er starf- rækt í samvinnu við Höfuðborgar- stofu og segja þeir félagar að verði spurningarnar fullumfangsmiklar eða flóknar vísi þeir ferðamönnum einfaldlega þangað. Annars fengu ungmennin í upphafi sumars heila viku þar sem þau voru frædd um hina ýmsu staði og viðburði sem ferðamenn gætu haft áhuga á að skoða. Þeir Guðmundur og Óskar segjast ekki vera miklir tungumála- menn en enskan dugi þeim fullkom- lega. Grunnskólarnir mæltu með ein- staklingum í verkefnið og var sér- staklega tekið mið af því að við- komandi væru ófeimnir og stæðu sig vel í skóla. Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskólans, segir að verkefnið hafi gengið afar vel en það er eitt af nokkrum sérverkefnum skólans. Auk ýmissa fræðsluverkefna fyrir al- menna starfsmenn hefur verið settur saman sérstakur hópur nemenda til að koma með tillögur að bættri íbúðabyggð í Breiðholti og aðrir hönnuðu unglingafatalínu. Einnig vinna nýir Íslendingar í hópi þar sem lögð er áhersla á að félagsvæða þá og styrkja máltöku þeirra. Vinnuskólinn reyni með þessu að koma ungu fólki á framfæri og nýta krafta þess í þágu borgarinnar. „Ungt fólk er vanmetið og þetta er tækifæri okkar til að gera borgina skemmtilegari og litríkari,“ segir Guðrún. Sprelllifandi vegvísar Morgunblaðið/Golli Áttavilltir? Óskar Önundarson og Guðmundur Felixson vísa veginn. Reykjavík | Haf- erninum Sigur- erni var í gær hleypt í stóra búrið hjá Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum. Ung stúlka, Sig- urbjörg S. Pét- ursdóttir, kom Sigurerni til bjargar á dög- unum þegar hún óð út í lón til að bjarga honum en í ljós kom að fuglinn var ófleygur þar sem hann var af- ar grútblautur og á hann vant- aði stélfjaðrirnar. Sigurörn dvelur nú í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem gert verður að flughæfisvandamálum hans. Er vera hans þar í tengslum við verkefnið „Villt dýr í hremm- ingum“ sem fyrirtækið Fálkinn er bakhjarl fyrir. Flytur í gömul híbýli Styrmis Nokkurn tíma mun taka stél- fjaðrirnar að vaxa að nýju og er því gert ráð fyrir að hann þurfi að verða í umsjá manna í 1–2 ár. Þor- valdur Þór Björnsson á Náttúru- fræðistofnun Íslands hefur þvegið erninum nokkrum sinnum og var komið að því í gær að sleppa honum út í stóra búrið í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Búrið hefur tekið nokkrum breytingum en síðasti íbúi þess var storkurinn Styrmir. Þorvaldur hafði orð á því eftir þvottana að Sigurörn væri ein- staklega spakur örn en ef til vill or- sakast það af því að Sigurörn hefur verið nokkuð seinheppinn síðast- liðin ár. Er þetta er í annað sinn sem hann þarf aðstoð manna vegna grútbleytu síðan hann var merktur sem ungi en hann er ættaður af Faxaflóasvæðinu. Sigurörn er 6 ára gamall en á þeim aldri verða ernir kynþroska. Frá og með innflutningi Sigurarnar í gær fá gestir Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins tæki- færi til að sjá þennan mikla fugl með berum augum. Morgunblaðið/Eggert Þvottadagur Sigurörn var þveginn áður en honum var sleppt í búrið en nokkur átök fylgdu flutningunum. Sigurörn flytur í stóra búrið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.