Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 22
Íbyrjun júní fóru starfsmennÁrbæjarskóla til Boston aðkynna sér einstaklingsmiðaðnám. Snemma síðasta vetur var farið af stað með fjáröflun til að afla tekna í ferðasjóð. Meðal annars var gefin út uppskriftabókin Eldað við árbakkann þar sem eru saman komnar uppáhalds matar- og köku- uppskriftir starfsmannanna. „Við báðum alla starfsmenn skól- ans um að skila inn tveimur upp- skriftum í bókina, sumir skiluðu inn miklu fleiri en aðrir engum. Svo völdum við úr bunkanum,“ segir Ragnheiður Júníusdóttir, heimilis- fræðikennari í Árbæjarskóla, en hún sá um útgáfu uppskriftabókarinnar ásamt Önnu Margréti Þorsteins- dóttur sem er hinn heimilisfræði- kennari skólans. „Í bókinni eru sam- an komnar um 160 uppskriftir sem eru frá því að vera að einföldum kök- um og upp í flókna hátíðarrétti, bók- in er því afar fjölbreytt.“ Ragnheiður segir að reynt hafi verið að gera bókina þægilega og að- gengilega. „Við pössuðum að halda karakter fólks í uppskriftunum og ekki breyta þeim mikið.“ Myndlistakennari skólans, Sóley Ragnarsdóttir, var fengin til að myndskreyta bókina og Sigurborg Ragnarsdóttir kennari gerði forsíð- una. „Eiginmaður minn, Ævar Ágústsson, var svo góður að setja alla bókina upp í tölvu fyrir okkur, þannig að það voru margir sem komu að þessu verki.“ Mikið um kökuuppskriftir Aðspurð segir Ragnheiður að það hafi komið ótrúlega lítið inn af sömu uppskriftunum. „Rice krispies kak- an og skúffukökur eru alltaf vinsæl- ar svo þær voru helst að koma aftur og aftur fyrir. Það kom mikið inn af tertu- og kökuuppskriftum og at- hyglisvert var, frá þeim bókum sem við höfum skoðað áður, að kjúklinga- réttum hefur fjölgað mjög mikið en pastaréttum fækkað. Þannig að maður sér mikið tískustraumana í matargerð með svona uppskrifta- söfnun.“ Hver og einn starfsmaður fékk fimm bækur til sölu og gekk vel að selja bókina sem kostaði 1.500 kr. Ásamt því að setja saman upp- skriftabók var ýmsum öðrum fjáröfl- unaraðferðum beitt. Ragnheiður segir þau hafi m.a verið með köku- sölu, selt svokallaða hreinlætispakka og svo hafi nokkrir starfsmenn selt hrísgrjónapúða fyrir þreyttar axlir. „Það hafa ekki margir hópar farið út í að setja saman svona uppskrifta- bók til fjáröflunar en ég veit um ann- an skóla og kvenfélag sem hafa gert það. Ég hef reyndar heyrt að kostn- aðarsöm prentun stoppi hópa oft í því að fara út í þetta.“ Á um 300 uppskriftabækur Spurð hvort það sé mikill matar- áhugi meðal starfsfólks Árbæjar- skóla svarar Ragnheiður því játandi. „Við erum t.d. með starfsmannakaffi einu sinni í mánuði og koma fyr- irframskipaðir hópar með veiting- arnar. Þá er alltaf hlaðborð af kök- um, tertum og brauðréttum svo það er eins og að vera í ferming- arveislu.“ Þegar Eldað við árbakkann er skoðuð koma uppskriftir á erlendum tungumálum í ljós. „Við fengum nokkrar útlenskar uppskriftir sem við þýddum lauslega en létum þær halda sér í erlendri útgáfu líka. Til dæmis er eftirréttur frá Kaldbak í Færeyjum bæði á færeysku og ís- lensku í bókinni.“ Það skal engan undra að Ragn- heiður skuli hafa verið fengin sem umsjónarmaður yfir uppskriftabók- inni því hún safnar slíkum bókum. „Ég á orðið um þrjú hundruð upp- skriftabækur og er alltaf að rekast á eitthverjar sniðugar, t.d. kom ég klyfjuð uppskriftabókum heim frá Bandaríkjunum.“ Ragnheiður gefur hér lesendum tvær uppskriftir sem eru í Eldað við árbakkann. „Önnur er kaka sem mér er sagt að sé alltaf bökuð þegar eitthvað er að gerast í Árbænum en það er Fylkistertan. Þetta er víst bráðnauðsynleg kaka þegar Fylkir er að keppa í fótbolta. Svo er upp- skrift að Marokkósku flatbrauði sem er rosalega gott með öllum grillmat og pottréttum, það er svipað og naanbrauð en með kjúklingabaunum sem eru marðar í mortéli eða mat- vinnsluvél.“  BÆKUR | Starfsmenn Árbæjarskóla gáfu út uppskriftabók Eldað við árbakkann Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Ragnheiður Júníusdóttir býr í Kópavoginum en bakaði þó Fylkistertuna. HELLNAR á Snæfellsnesi njóta æ meiri hylli ferðamanna enda nátt- úrufegurðin mikil og ekki spillir vinalegt andrúmsloftið fyrir. Niðri í fjörukambi á Hellnum má finna kaffihús sem nefnist Fjöruhúsið og reist var í kringum 1930 og notað sem veiðarfærageymsla. Upp úr 1997 datt þeim hjónunum Kristjáni Gunnlaugssyni og konu hans Sigríði Einarsdóttir hins vegar í hug að sniðugt væri að opna kaffihús í þess- ari gömlu veiðarfærageymslu, og hrintu hugdettunni í framkvæmd. Að sögn þeirra hjóna er nóg að gera frá að þau opna um páskana og fram í október og hafa myndlist- armenn m.a. sóst eftir að halda sýn- ingar á verkum sínum þar og er ný sýning sett upp í hverjum mánuði. Í Fjöruhúsinu er boðið upp á létt- an matseðil, t.d. vöfflur og súkku- laðikökur, auk þess sem þar er að finna fiskisúpu sem Sigríður hefur þróað og nýtur mikilla vinsælda meðal gesta og raunar hefur hún varla undan að elda súpuna. Hún gaf sér engu að síður tíma til að deila uppskriftinni með lesendum Morg- unblaðsins. Fiskisúpa Fjöruhússins 1 laukur 1 gulrót 1 sellerístöngull 1–2 msk. smjör timjan 1–2 dl hvítvín 1 ltr. fiskisoð smásletta af rjóma salt og pipar Snöggsteikið grænmetið í smjör- inu ásamt timjaninu. Hellið því næst hvítvíninu yfir og sjóðið í smá stund áður en fisksoðinu er bætt saman við. Saltið súpuna og piprið eftir smekk og hellið að því loknu rjóman- um út í og leyfið suðunni að koma upp. Súpan á þó ekki að sjóða. Gott er líka að bragðbæta súpuna með púrtvíni áður en 500–600 g af þeim fisktegundum sem kokkinum þykja bestar, eða ferskastar eru hverju sinni, er bætt saman við. Súpan er því næst látin sjóða í nokkrar mín- útur áður en hún er borin fram. Gott er að hafa nýbakað brauð sem meðlæti með súpunni. Fiskisúpa Sigríðar í Fjöruhúsinu  SOÐNINGIN Fiskisúpan góða nýtur vinsælda meðal gesta og hefur Sigríður vart undan að elda hana. Morgunblaðið/Alfons Eigendur Fjöruhússins, þau Kristján Gunn- laugsson og Sigríður Einarsdóttir. Staðsetning kaffihússins alveg niðri í fjörukambinum er óneitanlega skemmtileg. Fylkisterta 100 g smjörlíki 100 g sykur 1 egg og 2 eggjarauður 100 g hveiti ½ tsk. lyftiduft Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Eggin eru sett í eitt og eitt og hrært vel í á meðan. Hveiti og lyftiduft er sigtað saman og blandað gætilega saman við. Sett í eitt smurt og hveitistráð form og bakað neðarlega í ofni við 200°C í 20–30 mín. Kakan er kæld áður en kremið er sett á. Krem 2 eggjahvítur 85 g sykur 85 g kókosmjöl 100 g súkkulaði Eggjahvítur og sykur eru þeytt vel saman. Súkkulaðið er brætt og sett varlega saman við. Að síð- ustu er kókosmjölinu hrært út í. Kremið er sett ofan á kökuna. Marokkóskt flatbrauð 1 kg hveiti 400 g kjúklingabaunir, soðnar 30 g salt 30 g sykur 3 tsk. þurrger 5 dl volgt vatn (tæplega) 1 tsk. cumin 1 msk. kóríanderfræ Setjið hveitið í skál og gerið holu í miðjuna. Hellið vatninu í holuna og hrærið vatninu smátt og smátt saman við. Hnoðið örlít- ið. Setjið kóríanderfræ og cumin í mortél og vinnið. Gerið holu í deigið og komið kjúklingabaunum og kryddi fyrir þar. Kremjið baunirnar og kryddið og hnoðið saman við deigið þar til það verð- ur slétt. Rúllið deiginu út í lengju og skerið það í 12–14 bita. Stráið hveiti yfir hleifana og fletjið þá þunnt út með kökukefli. Bakið brauðin á grind í ofninum við 240°–250°C í 3–4 mínútur. Brauð- ið er líka hægt að baka á grilli. Brauðunum má stafla útflöttum með plastfilmu á milli og frysta. Þau eru svo bökuð beint úr frysti við 200°C í 7 mín. Morgunblaðið/ÞÖK Fylkistertan með rifnum kókos er einstaklega ljúffeng. júlí Daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.