Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.07.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VILJUM við vændi á Íslandi? Er stór spurning. Reykjavík- ursundið er hápunkt- ur undirbúningsins fyrir Ermarsundið í haust og ætlað að vekja athygli á ýms- um skuggahliðum al- þjóðlegrar klámvæð- ingar, m.a. mansali og annarri kynlífsverslun með fólk. Sjálft sundið er á mörkum hins mögu- lega og gífurleg áskorun fyrir reyndan sjósundmann eins og mig. Sundið hef ég þróað síðastliðin ár og hef þegar synt tvo áfanga sundsins af þremur, en aldrei alla þrjá eins og ég mun reyna lau. 22.júlí, svo fremi sem veður verð- ur skaplegt. Sameinumst um að sporna gegn lágkúru kynlífsþrælkunar og hefjum andann á loft í efri hæðir mannlegrar reisnar. Gef- um sálinni séns! Hægt er að leggja hugsjóninni lið með því að heita á mig með tvennum hætti: 1. Annars vegar með því að hringja í 905 20 20 og verða þá 1.500 kr. sjálfkrafa gjaldfærðar af sím- reikningi hringjandans. 2. Hins vegar með því að heita á mig með frjálsum framlögum í síma 562 3500. Sundið fer fram í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn hefst kl. 03.00 aðfaranótt laugardags í Nauthóls- vík. Sá næsti byrjar um níuleytið í Bakka- vör, bryggjunni á Sel- tjarnarnesi. Þeim áfanga lýkur um kl. 13.00 með móttöku við bækistöð Lýsis, í boði Ellingsen og Lýsis. Er fólk hvatt til að fjöl- menna þar til að fagna sundmanni og samein- ast um góðan málstað. Þriðji áfangi hefst loks ögn utar á Örfir- iseynni, hjá olíu- tönkunum, en á að ljúka upp úr kl. 19.00 í bryggjuhverfinu í Graf- arvoginum. Sjá nánar: www.ermasund.is Viljum við vændi á Íslandi? Benedikt S. Lafleur fjallar um Reykjavíkursund 2006 gegn mansali 22. júlí Benedikt S. Lafleur ’Sameinumstum að sporna gegn lágkúru kynlífsþrælk- unar og hefjum andann á loft í efri hæðir mann- legrar reisnar. ‘ Höfundur er listamaður og sjósundmaður. STRAX við upphaf síðasta þings lagði Samfylkingin fram tillögu sem tekur á kjörum eldri borgara. Tillagan var um afkomutryggingu aldraðra og öryrkja. Allur þingflokkur Samfylk- ingarinnar stóð að tillögunni með Jó- hönnu Sigurðardóttur sem fyrsta flutningsmann. Það að þetta skyldi hafa verið fyrsta málið sem Samfylkingin flutti á síðasta þingi sýnir for- gangsröðunina hjá flokknum. Tilgangurinn með tillögunni er að færa lífeyri sem næst raunverulegri fram- færsluþörf sem er sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu um 160 þús. kr. á mánuði hjá ein- staklingi, en eins og staðan er í dag er um þriðjungi lífeyrisþega gert að lifa af tekjum sem eru undir 112 þús- und krónum. Í tillögunni er jafnframt lögð áhersla á að raungildi grunnlíf- eyris og tekjutryggingar verði ekki lægra í ársbyrjun 2007 en á árinu 1995 þegar ríkisstjórnin kippti úr sambandi tengingu lífeyris við laun. Skerðing- arhlutföll grunnlífeyris og tekjutrygg- ingar verði rýmkuð og að svigrúm til að afla tekna verði aukið og þar af leið- andi hvatt til atvinnuþátttöku. Lögð er áhersla á að lífeyririnn fylgi launa- vísitölu og síðast en ekki síst er lagt til að þessar breytingar verði gerðar í samráði við samtök eldri borgara og öryrkja. Samráðið er ekki síður mik- ilvægt, sérstaklega með tilliti til þeirr- ar miklu togstreitu sem hefur skapast á síðasta áratug milli ráðherranna og hagsmunasamtaka þeirra sem reyna að leita réttar síns. En hvers vegna lagði Samfylkingin fram þessa tillögu? Var þörf á því nú á dögum góðæris, útrásar og allsnægta? Já, svo sannarlega, því þótt sumir tregðist við að viðurkenna er það öllum ljóst sem vilja vita að kaupmáttur líf- eyris hefur ekki verið í neinu samræmi við það sem hefur verið að gerast á vinnumarkaðnum. Það hefur stöðugt dregið í sundur með lífeyrisgreiðslum og launagreiðslum. Skattar af 10.000 kr aukatekjum lífeyrisþega geta farið upp í 84% – til hvers? Hvaða krónu- kropp er þetta? Því fer fjarri að af- koma og aðbúnaður allra aldraðra hér á landi sé mannsæmandi. Á tíu ára tímabili, frá árinu 1995 til ársins 2005, hefur kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 56% en kaupmáttur lífeyris aðeins um 25%. Á þessum tíu árum sem liðin eru frá því að rík- isvaldið klippti á tengsl launa og lífeyris hafa heildartekjur ríkissjóðs á verðlagi 2004 hækkað úr rúmum 200 millj- örðum í 300 milljarða. Fjármagnið er til, þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Raun- lækkun skattleysismarka hefur bitnað af fullum þunga á lífeyrisþegum. En á sama tíma hefur ríkisvaldið verið að lækka skatta af fjármagni og fyr- irtækjum. Samfélagið hefur verið að þróast með áþreifanlegum og mæl- anlegum hætti í átt til aukins ójafnaðar síðasta áratug, í tíð þessarar rík- isstjórnar. Við vitum það. En það er sama hverjir benda ráðherrunum á óréttlætið: Stjórnarandstaðan, Þor- valdur Gylfason prófessor, Stefán Ólafsson prófessor, Landssamband eldri borgara, Kastljós fjölmiðlanna. Mönnum er bara sagt að þeir kunni ekki að reikna!!! Í utandagskrárumræðu sem Sam- fylkingin stofnaði til á alþingi um skýrslu Stefáns Ólafssonar um lífeyr- ismál, sagði fjármálaráðherra m.a að: „Niðurstaðan væri full af rang- færslum.“ Forsætisráðherra sagði: „Og ég er mjög undrandi á þessum prófessor að vera ekki tilbúinn til að leiðrétta skýrsluna sína.“ Síðan þá höfum við fengið nýjan forsætisráðherra en þurf- um við ekki nýjan fjármálaráðherra líka? Ég las eftirfarandi í blaðagrein eftir eldri borgara: „Við sem erum komin yfir 67 ára aldur, það eru framin á okkur mann- réttindabrot daglega, og Alþingi finnst þetta allt í lagi.“ Þessi alhæfing á sem betur fer ekki við um alla alþingismenn. Meirihlutinn á alþingi er sá „ráðandi hópur“ sem virðist eiga erfitt með að skilja orðin misrétti og mismunun. Þeir halda að allt lagist ef þeim tekst að tala sig frá vandamálinu … segja allt vera í skoðun, það þurfi að skoða allt heildstætt …, skrifa skýrslu, setja málið í nefnd og svo frv. En stað- reyndin er að eldri borgarar hafa verið hlunnfarnir. Þeir sem byggðu upp vel- ferðarþjóðfélagið eru hlunnfarnir af þeim sem lifa í því. Forgangsröðunin er ekki rétt. Undirritaður hefur horft upp á fjármálaráðherra reyna að hag- ræða sannleikanum, lífeyrisþegum í óhag. En upp komast reiknings-svik um síðir og þá verður refsað. Sá sem ekki virðir þann smáa er ekki verðugur stórra verka. Lífeyrisþegar eru hlunnfarnir Valdimar Leó Friðriksson fjallar um kjör aldraðra og ör- yrkja ’Undirritaður hefurhorft upp á fjármálaráð- herra reyna að hagræða sannleikanum, lífeyr- isþegum í óhag. En upp komast reiknings-svik um síðir og þá verður refsað.‘ Valdimar Leó Friðriksson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Sv- kjördæmi. RÍKISSTJÓRNIN sker enn við nögl kjarabætur til aldraðra. Með þeim samningi sem nú hefur verið kynntur fá 400 aldraðir lífeyr- isþegar sem einungis hafa sér til framfærslu lífeyri almannatrygg- inga 15 þúsund krón- ur. Það er sama fjár- hæð og nýlega var samið um í kjara- samningu ASI að lág- launafólk fengi. Þeir sem nú hafa fullan grunnlífeyri og óskerta tekjutrygg- ingu eða um 10 þús- und aldraðir fá 13 þúsund króna hækkun á mánuði en inní því er 1,7% hækkun sem þegar var ráðgerð á fjárlögum. Aðrir aldraðir fá minna og sumir nánast ekki neitt. Þetta er samn- ingur ríkisstjórnarinnar við aldraða til næstu fjögurra ára. Greinilegt er því að það er þetta sem aldraðir þurfa að búa við ef Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur stjórna áfram eftir kosningar. Ríkisstjórnin skilar ekki til baka skerðingunni Það kaldhæðnislega er að burt- séð frá þessu samkomulagi þá hefðu aldraðir fengið þessa hækkun en í samkomulaginu frá í júní sl. kemur fram að greiðslur til aldr- aðra og öryrkja verði ákveðnar til samræmis við samkomulag aðila vinnumarkaðarins. Eftir stendur að í engu er bætt sú skerðing sem orðið hefur á líf- eyri aldraðra og öryrkja í tíð þess- arar ríkisstjórnar. Til að grunnlíf- eyrir og tekjutrygging haldi raungildi sínu eins og það var á árinu 1995 þarf að hækka þessar greiðslur um 14–15 þúsund á mán- uði til viðbótar þeim 15 þúsundum krónum sem samið var um til lág- tekjufólks í nýgerðum kjarasamn- ingum. Viðbótin er hænufet Vegna sam- komulagsins við ASI var hækkun lífeyr- isgreiðslna þegar í hendi. Það sem kemur til viðbótar á þessu kjörtímabili er lítil rýmkun á skerðingu lífeyrisgreiðslna vegna tekna. Þannig lækka skerðingarmörk vegna tekjutryggingar úr 45% í tæp 39% sem litlu breytir og ekkert eru rýmkuð skerðingarmörk vegna grunnlífeyris. Það er líka til skammar að aldraðir sem eru á stofnunum fá enga leiðréttingu strax á ráðstöfunarfé sínu eða svo- kölluðum vasapeningum sem í dag eru einungis 22 þúsund krónur á mánuði. Vasapeningar þeirra eiga heldur ekki að hækka fyrir næstu jól til að þeir öldruðu sem eingöngu hafa þessa vasapeninga geti veitt barnabarnabörnum sínum smá- jólagjöf. Nei, 5 þúsund krónurnar sem þeir eiga að fá koma ekki fyrr en í janúar á næsta ári. Það er deginum ljósara að það eru ekki jafnaðarmenn sem nú stjórna land- inu. Skammsýni ríkisstjórnarinnar Öðru í lífeyrishluta þessa sam- komulags við aldraða er síðan vísað yfir á næsta kjörtímabil, en þá verður þessi ríkisstjórn vonandi farin frá, þannig að hægt sé að skila raunverulegum kjarabótum til lífeyrisþega. Það er t.d. hreint ótrúlegt að það verði ekki fyrr en á árinu 2009 sem fyrsta skrefið verði tekið í að heimila að nýju frí- tekjumark vegna atvinnutekna að 200 þúsund krónum á ári eða tæp- lega 17 þúsund á mánuði. Að fjór- um árum liðnum á fyrst að hækka frítekjumarkið síðan í 300 þúsund krónur eða 25 þúsund á mánuði. Þetta er mikil skammsýni, því það er ávinningur fyrir allt samfélagið að aldraðir geti verið sem lengst á vinnumarkaðnum og aflað sér smá- tekna án þess að það skerði lífeyr- isgreiðslur þeirra. Enn furðulegra verður það þegar kostnaður við þetta frítekjumark er einungis 208 milljónir þegar það er að fullu komið til framkvæmda árið 2010. Lítilli leiðréttingu sem gera á til að draga úr tengingu við atvinnu- tekjur maka sem skert hefur lífeyr- isgreiðslur virðist líka vera vísað á árið 2009 og 2010. Spyrja má hvað það var sem Guðni Ágústsson vara- formaður Framsóknarflokksins gladdist svo yfir er hann sagði að dagurinn í gær, þegar þetta sam- komulag var gert við aldraða, hafi verið mesti hamingjudagur í lífi sínu. Hvað gladdi Guðna? Jóhanna Sigurðardóttir segir kjarabætur til aldraðra harla léttvægar ’Eftir stendur að í enguer bætt sú skerðing sem orðið hefur á lífeyri aldr- aðra og öryrkja í tíð þess- arar ríkisstjórnar.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Sagt var: Hann lagði til að dregið verði úr veiðum. BETRA VÆRI: Hann lagði til að dregið yrði úr veiðum. Eða: Hann leggur til að dregið verði úr veiðum. Gætum tungunnar Í ÞEIRRI yfirstandandi góðu tíð sem Íslendingar nú njóta hefur okkur fjölgað. En ekki aðeins Íslendingum einum hefur fjölgað heldur hefur landsmönnum öllum fjölgað, eða er bannað að taka svona til orða? Hvort sem orðfæri mitt telst kórrétt eður eigi, þá fer þeim engu að síð- ur fjölgandi á Íslandi sem eiga rætur að rekja út fyrir landsteinana. Því stóðu sjálfstætt starfandi fræðimenn fyrir fundaröðinni „Varavinnuafl eða van- nýtt auðlind?“ í vetur sem leið. Fljótt á litið virðist mér sem áttundi fundurinn, „Fljótum við sofandi að feigðarósi?“ hafi fengið mesta at- hygli. Þar spurði stjórn- málafræðingur um stefnu stjórnvalda og hvort stjórnmálaflokkar hefðu einhverja stefnu viðvíkjandi umfjöllunarefnið innflytj- endur, fólk af holdi og blóði. Að mati stjórnmálafræðingsins er stefna stjórnvalda takmörkuð en þó ekki eins takmörkuð og stefna stjórnmálaflokk- anna. Fagurgali stjórnmálamanna und- anfarin ár um málefni fólks sem er af erlendu bergi brotið gengur helst út á það að falla ekki í sömu gryfju og önn- ur Evrópuríki, að laga innflytjendur að samfélaginu, gera innflytjendum kleift að kalla sig Íslendinga, gott og vel. Hins vegar vantar sitt hvað upp á af- rekahlið mannúðarmála bókhaldsins. Innflytjendur á Íslandi virðast búa við svipuð skilyrði og innflytjendur í Dan- mörku gera. Ekki bætir úr skák að þegar einhver syngur ekki sama kór- rétta fagurgalann er sá hinn sami út- hrópaður, með þeim hætti hefur það áunnist að gagnkvæm og opin umræða um málaflokkinn hefur verið með allra minnsta móti. Skömmu eftir að stjórnmálafræðingurinn spurði um feigðarflotið spáði fyrrverandi þing- maður Reykvíkinga því að flokkur sem myndi berjast fyrir takmörk- unum á fjölda innflytj- enda til Íslands gæti fengið allt að þriðjung at- kvæða í almennum kosn- ingum, því væri ekki úr vegi að skoða þann möguleika stofna slíkan flokk og bjóða fram. Í ljósi þess að hugmyndin var sett fram í aðdrag- anda sveitarstjórn- arkosninga má býsnast á því að hugmyndin hafi ekki verið útfærð fyrir sveitarstjórnarstigið, þ.e. að halda hrepp- unum hreinum, útiloka aðflutning ut- anbæjarmanna. Með því að slá skjald- borg um höfuðborgina og banna frekari aðflutning fólks væri hægt að slá á umræðu um lóðaskort og við- bætur við umferðarmannvirkin yrðu ekki eins aðkallandi. Samhljóða því yrðu örlög Vatnsmýrarinnar ráðin af Reykvíkingum einum. Væri þá með svipuðum hætti hægt að slá fram, í ljósi nýlegra tíðinda þaðan sem und- irritaður var innflytjandi í rúman ára- tug: Akureyri, Dalvíkingalaus bær! Reykjavík fyrir Reykvíkinga Arnljótur Bjarki Bergsson fjallar um innflytjendur Arnljótur Bjarki Bergsson ’... umræða ummálaflokkinn hef- ur verið með allra minnsta móti.‘ Höfundur er aðstoðarritstjóri Íslend- ings – www.islendingur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.